Morgunblaðið - 13.02.1990, Blaðsíða 40
Samningur Stéttarfélags verkfræðinga:
Getur ekki orð-
ið með friði
- segir Þórarinn V. Þórarinsson
ALÞYÐUSAMBAND íslands og Vinnuveitendasambands íslands hyggj-
ast ekki taka með þögninni samningi Stéttarfélags verkfræðinga við
vinnuveitendur sína, Félag ráðgjafarverkfræðinga, sem undirritaður
var 29. janúar síðastliðinn. Þórarinn V. Þórarinsson framkvæmda-
stjóri VSÍ sagði að það myndi ekki gerast með friði að verkfræðingar
eða einhverjir aðrir hópar, sem seldu þjónustu sína, ákvæðu sér aðra
launaþróun en almennt gerðist og sendu reikninginn fyrir henni út í
þjóðfélagið. „Um það verður ekki friður, hvorki af hálfu atvinnurek-
enda né launþegasamtakanna," sagði Þórarinn. Stéttarfélag verk-
fræðinga samþykkti samninginn
^ekki að fá staðfestar upplýsingar
Félag ráðgjafarverkfræðinga er
ekki í Vinnuveitendasambandinu.
Pétur Stefánsson, formaður félags-
ins, sagði í samtali við blaðið að þar
sem samningurinn við Stéttarfélag
verkfræðinga hefði verið gerður á
undan „stóra samningnum" væri
hann ef til vill ekki í fullu samræmi
við síðamefnda samninginn. „Við
lentum í því að semja á undan þeim
og gátum ekki séð það fyrir í smá-
atriðum hvernig samningur yrði
_^erður. Okkar samningur er til
skamms tíma, gildir aðeins til 31.
júlí,“ sagði Pétur.
„Athygli okkar hefur verið vakin
á því að verkfræðingar kunni að
hafa gert samning, sem sé ekki í
samræmi við þá almennu niðurstöðu,
sem orðið hefur en við höfum ekki
haft af því sannar spurnir ennþá,“
sagði Þórarinn V. Þórarinsson,
framkvæmdastjóri VSÍ. „Það er ljóst
að við fömm ekki fram gagnvart
í gærkvöldi. Morgunblaðinu tókst
um efiiisatriði hans.
láglaunahópunum í þessu landi með
ósk og boðskap um það að okkur
vegni öllum í sameiningu betur ef
við sættum okkur við mjög lága
prósentuhækkun launa, ef hálauna-
hóparnir eiga að ákvarða sér ein-
hveija allt aðra launaþróun."
Hann sagði að efni og forsendur
ASÍ-samninganna hefðu legið fyrir
síðustu vikur janúarmánaðar. „Það
mega bæði hafa verið blindir menn
og heymarlausir, sem ekki tóku eft-
ir hvað var þar að gerast. Það er
sama hveijar dagsetningar á pappír-
um eru, það breytir engu í þessu
efni,“ sagði Þórarinn.
Ari Skúlason, hagfræðingur ASÍ,
sagði að Alþýðusambandsmönnum
hefði borizt til eyrna að hækkanir í
samningum verkfræðinga væra
miklu meiri en í ASÍ-samningunum.
Hann sagði að málið yrði hugsanlega
til umræðu á miðstjórnarfundi ASÍ,
sem verður haldinn á morgun.
Morgunblaðið/Sigurgeir
Stúlkur í Hraðfrystistöð Vestmannaeyja við loðnufrystingu í gærmorgun.
Vestmannaeyjar;
Loðnuft*ystinaf hafin
Vestmannaeyjum. ^
LOÐNUVEIÐAR hafa gengið vel síðustu dagana og hefúr verið
landað stíft í Eyjum meðan pláss hefúr verið hjá fiskimjölsverk-
smiðjunum. I gærmorgun barst fyrsta frystingarhæfa loðnan á
þessari vertíð til Eyja og hófst þá loðnufrysting í öllum fjórum
frystihúsunum sem ætla að frysta á þessari vertíð.
Kap VE kom í gærmorgun með Að sögn loðnusjómanna er
450 tonn af loðnu, sem þeir fengu loðnan frekar smá og útlitið því
austan við Portlandið. Loðnan var
frekar smá og mikið úrkast úr
henni í vinnslunni.
frekar dapurt með frystingu á
stórri loðnu. Nú er búið að gera
sölusamning á 500 tonnum af
loðnu í smærri flokki og 2.000
tonnum af stærri loðnu og líkur
til að hægt sé að selja meira
magn af stóra loðnunni.
Frá áramótum hefur verið land-
að 48.500 tonnum af loðnu í Eyj-
um, 20.000 tonnum í FES og
28.500 tonnum í FIVE.
Grímur
Tveirsigrar
á Rúmenum
íslendingar sigraðu Rúmena
tvívegis í vináttulandsleikjum í
handknattleik í Laugardalshöll,
24:20 á sunnudagskvöldið og
23:20 í gærkvöld. Hér er Jakob
Sigurðsson kominn í gegnum
rúmensku vörnina og í þann
mund að gera eitt af þremur
mörkum sínum í leiknum í gær.
í miðopnu íþróttabiaðsins í
dag er viðtal við einn frægasta
handknattleiksmann Rúmeníu,
Vasile Stinga, þar sem hann
lýsir ástandinu í Rúmeníu, fyrir
og eftir byltinguna. Þar kemur
m.a. fram að fyrir nokkrum
árum var hann látinn sitja
heima, er landsliðið fór í keppn-
isferð vestur fyrir járntjald,
vegna þess að stjórnvöld töldu
sig hafa hlerað að hann hygðist
flýja land.
Afaám sóknarmarksins:
Eyjaflotimi verður af 10.000
tonna afla af ýsu og ufsa
- verðmæti hans miðað við heimalöndun allt að 400 milljónir króna, segir
Hilmar Rósmundsson, formaður Útvegsbændafélags Vestmannaeyja
NIÐURFELLING sóknarmarks eins og ráð er fyrir gert í drögum að
frumvarpi til laga um stjórnun fiskveiða, skerðir verulega möguleika
margra útgerða hvað varðar veiðar á ýsu og ufsa, sem eru án takmark-
ana í sóknarmarkinu. Hilmar Rósmundsson, formaður Utvegsbændafé-,
lags Vestmannaeyja, segir að Eyjamenn reikni með að tapa 8.000 til
10.000 tonna afla vegna þessa og muni vafalaust einhveijir fara á
hausinn í kjölfarið. Aætlað verðmæti þessa afla upp úr sjó til heima-
löndunar er 300 til 400 milljónir króna.
Samkvæmt þeim reglum, sem nú
gilda um veiðar samkvæmt sóknar-
marki, eru aðeins takmarkanir á
afla af þorski, karfa og grálúðu en
veiðar á ufsa og ýsu era án annarra
takmarkana en þeirra sem er leyfi-
legur dagafjöldi á sjó. Ýsu- og ufsa-
afli hjá togurum Vestmanneyinga
hefur verið töluverður, milli 4.000
og 5.000 tonn, og að mestu komið
til vinnslu heima. Þá hefur bátaflot-
inn skilað miklu af þessum tegund-
um á land og til útflutnings, en um
57% Eyjaflotans era á sóknarmarki
á móti um 33% sé miðað við landið
allt. Um þessar mundir eru greiddar
um og yfir 30 krónur fyrir hvert
kíló af ufsa og allt að 50 krónur
fyrir ýsuna. Samkvæmt því er verð-
mæti þess afla, sem Eyjamenn telja
sig missa 320 til 400 milljónir króna
og er þá miðað við heimalöndun.
Hilmar Rósmundsson segir menn
í Eyjum ákaflega óhressa með þá
stefnu, sem tekin sé i frumvarps-
drögunum. Þar sé reyndar að litlu
leyti gert ráð fyrir einhverri afla-
reynslu, en við úthlutun aflamarks
tjl núverandi sóknarmarksskipa
verði að venju miðað við eitthvert
meðaltal fyrir hvern og einn skipa-
flokk og skerði það hlut Eyjaflotans
veralega. „Ráðamenn bæjarins, fisk-
verkafólk auk sjómanna og útgerð-
armanna hljóta að grípa til einhvers
andófs vegna þessa," segir Hilmar.
„Það tapast afli sem nemur ársvinnu
í frystihúsi af stærra taginu og við
það una menn tæpast. Það eru held-
ur engin fiskifræðileg rök, sem rétt-
læta þessa aflaskerðingu. Nú leggja
fiskifræðingarnir til óbreyttan afla
af ýsu og 10.000 tonna viðbót af
ufsanum. Það bendir tæpast til að
þessar fiskitegundir séu taldar í
hættu.
Samtog rekur þijá togara og
reiknar með að tapa um 2.500 tonn-
um. Bergur-Huginn missir líklega
af um 2.000 tonnum og þá er allur
bátaflotinn eftir. Þetta bitnar mest
á þeim, sem hafa á síðustu árum
verið að kaupa báta, bæði nýja og
gamla, og ætlað sér að vinna innan
sóknarmarksins með áherzlu á veið-
ar á þessum tegundum. Ákvörðun
þeirra hefur byggzt á þessum mögu-
leika, sem nú er að engu gerður og
kippir það fótunum gjörsamlega
undan rekstrinum. Það fara vafa-
laust einhveijir á hausinn vegna
þessa," segir Hilmar Rósmundsson.
Bankamenn
með verk-
fallsheimild
STJÓRN Sambands íslenzkra
bankamanna hefur fengið heimild
til verkfallsboðunar. Heimildin var
samþykkt í gær a fundi formanna
aðildarfélaga SÍB, stjórnar og
samninganefndar sambandsins.
Sleipnismenn felldu
SAMNINGAR, sem tókust í gærmorgun í kjaradeilu Sleipnis, félags
langferðabílsljóra, og viðsemjenda þeirra eftir næturlangan firnd hjá
ríkissáttasemjara, voru felldir á félagsfúndi í gærkvöldi. 33 voru á
móti, en 15 með. Landleiðabílstjórar samþykktu hins vegar samning-
inn fyrir sitt leyti; sjö voru honum fylgjandi en fimm greiddu atkvæði
á móti. Á fúndinum var jafnframt ákveðið að afboða verkfall að sinni.
Samningurinn, sem Sleipnismenn
felldu, er samhljóða þeim samningi
sem Alþýðusamband íslands gerði
við vinnuveitendur fyrir tíu dögum.
Auk þess fylgja honum tvær yfirlýs-
ingar, annars vegar um að vinnuveit-
endur muni gera sitt til að ekki verði
höfðuð skaðabótamál á hendur fé-
laginu vegna aðgerða í verkfallinu
og hins vegar um stofun sérdeildar
Landleiðabílstjóra innan félagsins.