Morgunblaðið - 22.02.1990, Page 1
56 SIÐUR B
STOFNAÐ 1913
44. tbl. 78. árg.
FIMMTUDAGUR 22. FEBRUAR 1990
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Havel á Bandaríkjaþingi:
Atlantshafsbanda-
lagið tryggði frelsið
Hvetur Bandaríkjastjórn til að styðja
lýðræðisþróun í Sovétríkjunum
Washington. Reuter og Daily Telegraph.
VACLAV Havel, forseti Tékkó-
slóvakíu, ávarpaði sameinað
Bandaríkjaþing í gær og hvatti
Bandaríkjamenn til að styðja
Sovétmenn á leið þeirra til lýð-
ræðis. Hann sagði senn verða
hægt að sameina mannkynið og
ítrekaði von sína 'um heim án
hernaðarblokka. Ekki yrði snúið
af umbótabrautinni í A-Evrópu.
„Kannski mun þetta gefa vonir
um að fyrr eða síðar geti dreng-
irnir ykkar hætt að standa vörð
um frelsið í Evrópu.“ Hann sagði
að Atlantshafsbandalagið hefði
tryggt frelsi í Evrópu og gaf í
skyn að það hefði sennilega
komið í veg fyrir gereyðing-
arstríð.
í ræðu sinni sagði forsetinn að
ótrúlega hraðar og byltingar-
kenndar breytingar í heiminum
undanfarið myndu ■ gera mönnum
kleift „að losna við úrelta spenni-
treyju skiptingar heimsins í
tvennt" þar sem annar hlutinn
hefði staðið vörð um frelsið en hinn
verið uppspretta martraða.
„Fijálsi hlutinn, sem lá að sjó
og vildi ekki láta reka sig í hann,
neyddist til þess, með ykkar að-
stoð, að koma á fót flóknu varnar-
kerfi sem við getum sennilega
þakkað að við erum enn til,“ sagði
Havel.
Forsetinn sagði að Bandaríkin
gætu veitt ríkjum A-Evrópu mesta
hjálp með því að „styðja við bakið
á Sovétmönnum á óhjákvæmilegri
en einstaklega erfiðri göngu þeirra
til lýðræðis“. Hann sagði að því
fyrr sem Sovétríkin tækju upp fjöl-
flokkalýðræði og „efnahagskerfi
sem ber árangur — það er að segja
markaðskerfi" því betra yrði það
fyrir aðrar þjóðir.
Havel sagðist ekki vilja leysa
upp Varsjárbandalagið á morgun
og Atlantshafsbandalagið hinn
daginn, eins og skilja hefði mátt á
nokkrum áköfum fréttamönnum,
en bandarískir hermenn ættu ekki
að þurfa að vera í hundrað ár í
viðbót í Evrópu til að gæta þar
friðar. Forsetinn sagði stjórn sína
æskja þess að Sovétmenn flyttu
eins mikið af herliði sínu á brott
frá Tékkóslóvakíu og mögulegt
væri áður en frjálsar kosningar
yrðu haldnar í júní. Einnig sagði
hann Tékka hafa í hyggju að
fækka verulega í her sínum. Havel
fer til Moskvu á mánudag til við-
ræðna við Míkhaíl Gorbatsjov Sov-
étleiðtoga.
Reuter
Að niðurlotum kominn
Það gekk mikið á í kauphöllinni í Tókíó í gær og vonlegt að sumir
sofnuðu fram á borðið að ioknum erfíðum degi. Verðbréfavísitalan
í Japan féll um þijú prósent í gær vegna ótta við vaxtahækkun. Er
það mesta hrun frá því skömmu eftir mánudaginn svarta 19. októ-
ber 1987. Taugatitrings gætti í Evrópu og Bandaríkjunum sökum
þessa en þegar til kom lækkuðu verðbréf þar ekki nema lítils háttar.
Samkomulag
um Ermar-
sundsgöngin
London. Reuter.
SAMKOMULAG náðist í gær um
að halda áfram framkvæmdum
við göng undir Ermarsund. Fyr-
ir viku fór allt í háaloft milli
fyrirtækisins Eurotunnel sem
stofnað var um jarðgangagerð-
ina og Transmanche Link sem
hefur framkvæmdir með hönd-
um.
Agreiningurinn reis út af skipt-
ingu kostnaðar sem er meiri en
búist var við. Nú er gert ráð fyrir
að það kosti 7,2 milljarða punda
eða ríflega 720 milljarða ísl. kr.
að ljúka göngunum í júní 1993
eins og áformað er. Upphafleg
kostnaðaráætlun hljóðaði upp á
4,8 milljarða punda.
Samkomulagið sem náðist í gær
leiddi til þess að lánardrottnar los-
uðu um pyngjuna að nýju þannig
að hálf milljón hluthafa getur and-
að léttara og framkvæmdir, sem
eru komnar vel á veg, haldið
áfram.
Tillaga umbótasinnans Sergei Alexejevs:
Völd Gorbatsjovs verði
aukin til að afetýra hruni
Moskvu. Reuter.
Moskvu. Reuter.
ÞEKKTUR sovéskur umbótasinni,
Sergei Alexejev, sagði í viðtali sem
birtist í gær í vikuritinu Moskvu-
fréttum að auka þyrfti liið fyrsta
völd Míkhails S. Gorbatsjovs, for-
seta Sovétríkjanna, ætluðu ráða-
menn sér að koma í veg fyrir hrun
Sovétríkjanna. Alexejev er for-
maður stjórnarskrárnefhdar
Æðsta ráðs Sovétríkjanna og virð-
ist tala fyrir munn hennar. Ekki
er nema vika siðan Æðsta ráðið
lagðist gegn tillögu Gorbatsjovs
um að flýta fulltrúaþingi Sov-
étríkjanna til að það gæti fært
forsetanum aukin völd sem fyrst
með stjórnarskrárbreytingu.
Margir telja að ólgan í Kákasus-
löndunum og í Asíulýðveldum Sov-
étríkjanna kalli á róttæk viðbrögð
og hefur þeirri hugmynd verið varpað
fram að auka beri eiginleg völd for-
setans til að unnt verði að bregðast
við þessari þróun með skjótum hætti.
Er einkum rætt um að Gorbatsjov
yrði gert kleift að setja neyðarlög
án þess að þau færu í gegnum þingið.
Gorbatsjov varð forseti Sov-
étríkjanna árið 1988 er hann beitti
sér fyrir róttækum stjórnkerfisbreyt-
ingum sem miðuðu að því að innleiða
lýðræðislega stjórnarhætti í Sov-
étríkjunum. Forsetinn hefur þó í raun
Sameining Þýskalands;
Nýta A-Þjóðverjar sér tilboð
v-þýsku stjómarskrárinnar?
Bonn. dpa.
í BÁÐUM þýsku ríkjunum fer nú fram lífleg umræða um hvernig
eigi að standa að sameiningu. Bæði Helmut Kohl, kanslari Vestur-
Þýskalands, og Hans Modrow, forsætisráðherra Austur-Þýskalands,
hafa lagt fram flóknar áætlanir um hvernig hún megi verða. Margt
bendir til að sameining verði með skjótari hætti en þar er gert ráð
fyrir. Á það hefur verið bent að stjórnarskrá Vestur-Þýskalands
býður upp á einfalda leið til sameiningar.
Þegar stjórnarskrá Sambands-
lýðveldisins Þýskalands var samin
var gert ráð fyrir að hún gæti gilt
á stærra svæði en nú. Grein 23
gefur „öðrum hlutum“ Þýskalands
færi á að ganga í Sambandslýð-
veldið. Einungis einu sinni hefur
reynt á þetta ákvæði. Það var árið
1957 þegar íbúar Saarlands sam-
þykktu í atkvæðagreiðslu að sam-
einast Vestur-Þýskalandi. Sam-
kvæmt þessari grein gætu Austur-
Þjóðverjar ákveðið að ganga i Sam-
bandslýðveldið óháð vilja Vestur-
Þjóðverja. Áður en það gerðist sjá
menn fyrir sér að gömlu sambands-
ríkin fimm, Thúringen (Þýringa-
land), Sachsen (Saxland), Sach-
sen-Ánhalt, Mecklenburg og
Brandenburg yrðu til á ný (sjá
kort). Þau voru leyst upp árið 1952,
þremur árum eftir stofnun Al-
þýðulýðveldisins, og mynduð voru
15 svæði (Be2irke). Hin endur-
reistu sambandsríki gætu sam-
kvæmt þessari hugmynd hvert fyr-
ir sig eða öll í einu ákveðið að
ganga í Sambandslýðveldið. Þetta
hefði þann kost að mati margra
Vestur-Þjóðverja að sameiningin
yrði einföld og ekki þyrfti að greiða
um hana þjóðaratkvæði né semja
nýja stjórnarskrá. Dagblaðið
Frankfurter Allgemeine Zeitung
hefur lýst þessari sameiningarað-
ferð sem „mjúku leiðinni“ og virð-
ist henni vaxa ört fylgi.
Andstæðingar þessarar hug-
myndar segja að hún minni óþyrmi-
lega á innlimun Austurríkis í Þriðja
ríki Hitlers. Eins spytja menn hvað
gerðist ef sum sambandsríkin vildu
sameiningu en önnur ekki. Enn sem
komið er hefur Kristilega sósíal-
sambandið í Bæjaralandi eitt
flokka lýst yfír stuðningi við þessa
leið. Meirihluti þátttakenda í hring-
borðsviðræðunum í Austur-Berlín
hefur lagst gegn henni.
í viðtali við sovéska dagblaðið
Prövdu sem birtist í gær segir
Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleiðtogi
um sameiningu Þýskalands að mik-
ilvægast sé að ekki verði hróflað
við núverandi landamærum ná-
grannaríkjanna. Einnig eigi að taka
tillit til þess að alls ekki megi raska
því hernaðatjafnvægi álfunnar sem
Varsjárbandalagið og Atlantshafs-
bandalagið hafi tryggt um langa
hríð.
engin eiginleg völd, þau sækir Gorb-
atsjov til embættis aðalritara komm-
únistaflokksins. Aðalritarinn hefur
hins vegar ekki stjórnarskrárbundinn
rétttil að beita herafla Sovétríkjanna
líkt og Gorbatsjov gerði er hann
ákvað að senda herlið til Sovétlýð-
veldisins Azerbajdzhan fyrr á þessu
ári og enn deiia sovéskir ráðamenn
um hver bar ábyrgð á fjöldamorðum
hermanna í borginni Tíflis í Georgíu
í fyrra.
Sergei Alexejev sagði í viðtali við
Moskvu-fréttir að yrðu völd forsetans
ekki aukin þegar i stað gætu Sov-
étríkin hrunið til grunna. Líkti hann
ástandinu við náttúruhamfarir þar
sem aurskriða gæti riðið yfir á hverri
stundu. í fréttaskýringu sem einnig
birtist í blaðinu sagði að skapast
hefði tómarúm eftir að slakað hefði
verið á alræðisvaldi kommúnista-
flokksins í sovésku samfélagi. Væri
sú hætta nú fyrir hendi að gerð yrði
tilraun til valdaráns og að einræði
yrði komið á að nýju. Aðrir hafa
bent á að þær breytingar sem fylgis-
menn Gorbatsjovs vilja gera á hlut-
verki forsetans feli einmitt í sér
hættu á einræði.
Gorbatsjov lagði til á miðstjórnar-
fundi flokksins fyrr í þessum mánuði
að völd forseta yrðu aukin til muna.
Slíkt kallar á stjórnarskrárbreytingu
sem fulltrúaþingið þarf lögum sam-
kvæmt að samþykkja. í núgildandi
stjórnarskrá Sovétríkjanna er ekki
gerður skýr greinarmunur á valdi
ríkisstjórnarinnar og valdi flokksins
en hugmynd Gorbatsjovs mun vera
sú að forseti sæki umboð sitt til valda
til þingsins og hætti afskiptum af
stjórn kommúnistaflokksins.
Sjá fréttir á bls. 20.