Morgunblaðið - 22.02.1990, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.02.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRUAR 1990 19 Hrífandi og stórbrotið verk - segir einleikarinn Selma Guðmundsdóttir um Píanókonsert Khatsatúríans eftirRafh Jónsson TÍUNDU áskriftartónleikar Sin- fóníuhljómsveitar Islands verða í Háskólabíói í kvöld og hefjast kl. 20.30. Á efnisskrá verða þrjú verk: Kamarinskaya eftir Mik- hail Glinka, Píanókonsert eftir Khatsatúrían og að lokum Sin- fónía í C-dúr nr. 9 eftir Schu- bert. Einleikari verður Selma Guðmundsdóttir en hljómsveit- arstjóri er James Lockhart. Um tónskáldin Hljómsveitarverkið Kamarinsk- aya skrifaði Glinka 1848 er hann bjó um tíma í Evrópu og ferðaðist þar um. Verkið er byggt á hefð- bundnum rússneskum brúðkaups- dansi. Rússneska tónskáldið Mikhail Glinka var af auðugu fólki kominn og til þess ætlast að hann yrði embættismaður í rússneska keis- aradæminu. Hann var mikill unn- andi tónlistar, en það var ekki fyrr en hann hitti ítölsku óperuskáldin Bellini og Donizetti, að hann snéri sér af fullum krafti að samningu tónverka. í þeim kemur fram andi rússneskrar þjóðlagatónlistar og kannski ekki síst í Kamarinskaya, en sagt er að það verk geymi í hnotskurn allt rússneska tónamál- ið. Píanókonsertinn skrifaði Khats- atúrían árið 1936 og var hann frumfluttur í Leningrad 1937. Khatsatúrían var Armeni, fæddur árið 1903 í nágrenni Tiflis. Hann var meðal þeirra tónskálda ásamt Sjostakovitsj og Prokofíeff, sem miðnefnd sovéska Kommúnista- flokksins gagnrýndi harðlega fyrir að semja of nútímalega tónlist. Khatsatúrían hóf ekki samningu James Lockhart, hljómsveitarstjóri. tónverka fyrr en hann var nokkuð við aldur, en stíll hans þróaðist hratt og vel. í verkum hans gætir austrænna áhrifa frá tónlist Kákas- us-héraðanna, án þess að hann noti þá tónlist beint. Khatsatúrían stjórnaði flutningi verka sinna víða í útlöndum, m.a. íReykjavík 1951. Lokaverkið á tónleikunum verð- ur Sinfónía í C-dúr nr. 9 eftir Schu- bert, sem hann lauk við 1826. Þetta er eitt rúmlega þúsund tónverka, sem hann samdi og jafnframt síðasta sinfónían, en hann lést að- eins 31 árs að aldri 1828. Þótt hún sé nr. 9, samdi hann ekki nema 8 sinfóníur; lengi var talið að sú 7. hefði glatast. Einleikarinn Einleikari á tónleikunum verður Selma Guðmundsdóttir. Þetta er í fyrsta skipti sem hún leikur með Sinfóníuhljómsveitinni á tónleikum í Reykjavík, en fyrir tveimur árum Selma Guðmundsdóttir, píanóleikari. flutti hún einmitt Píanókonsert Khatsatúríans á tónleikum hljóm- sveitarinnar úti á landi. Einnig hefur hún flutt verkið með Sin- fóníuhljómsveit Þrándheims á tón- leikum í Noregi. Selma hefur sagt um Píanókon- sertinn: „Það er hægt að lýsa honum þannig að hann sé rómantískur og nútímalegur í senn. Hann er einnig. talinn mjög erfiður í flutningi og gerir miklar kröfur til bæði einleik- ara og hljómsveitar. Verkið skiptist í þijá þætti, fyrsti og þriðji þáttur er mjög hraðir og glæsilegir. Þeir eru i-yþmískt mjög spennandi og flóknir með tíðum takttegunda- skiptum. Miðkaflinn er hreinasta peria — hægur og alveg yndislega fallegur — tregablandinn með aust- rænu ívafi. Allur konsertinn, sér- staklega miðkaflinn, er undir sterk- um áhrifum frá heimalandi tón- skáldsins, Armeníu." Selma hóf píanónám á ísafirði en að afloknu einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík hélt hún til framhaldsnáms í Salzburg í Austurríki og Hannover í V- Þýskalandi. Hún hefur haldið marga tónleika hérlendis sem er- lendis. í fyrra kom hún m.a. fram á tónleikum í Englandi ásamt Sigríði Ellu Magnúsdóttur, söng- konu, og einnig tók hún þátt í tón- leikaferðalagi Kammersveitar Reykjavíkur þangað sl. haust. Þá hélt hún einleikstónleika í íslensku óperunni og einnig í Hollandi á vegum Evrópusambands píanó- kennara í fyrrasumar og hefur fengið boð um að koma aftur fram á vegum þess á hátíð sambandsins í Englandi næsta sumar. Þá hefur Selmu m.a. einnig verið boðið að halda einleikstónleika í Þýskalandi og Bandaríkjunum í sumar. Hljómsvéitarstjórinn James Lockhart er af skoskum uppruna, fæddur í Edinborg. Hann lauk prófi frá Tónlistarháskólanum þar og stundaði framhaldsnám í Konung- lega tónlistarháskólanum í Lund- únum. Árið 1959 var hann ráðinn til starfa í Konunglega óperuhúsinu í Covent Garden í Lundúnum og fékk fyrstur manna Solti-skóla- styrkinn fyrir að vera efnilegasti tónlistarmaður Breta. Hann er nú tónlistarstjóri Ríkishljómsveitar- innar í Þýskalandi, Fílharmóníu- sveitar Rínarhéraða og Operunnar í Koblenz, auk þess sem hann er yfirmaður Nýja óperuskólans í Lundúnum. Hann hefur á löngum ferli sínum stjórnað stærstu hljóm- sveitum Evrópu við tónleikahald og óperuflutning. Höfundur er kynningarfulltrúi Sinfóníuhljómsveitar Islands. ■ ■ ■ ■' BÓMULLAR- HNOÐRAR/ SKÍFUR Notid Jófó bómullarskífur til ad fjarlœgja andlitsfardann. Fást í 80 ogSO stk. pakkningum. Einnigfrá Jófó: Snyrtipinnar í 200 og 100 stk.pakkningum. w Dreifing: 0. Johnson og Kaaber Sambandið ■ T & Ármúla 29 simar 38640 - 686100 Þ. Þ0RGRIMSS0N & C0 Armstrong LDFTAPLETrUR KORk O PLA5T GÓLFFLÍSAR ^jfABMAPLAST EINANGRUN VINKLARÁTRÉ Nú tekur að styttast í vorið og hafa aðildarfélög Samvinnuferða-Landsýnarákveðið söludaga á hinum skemmtilegu orlofsferðum sínum. Þau félög sem hér um ræðir eru: ASÍ, BSRB, VR, KÍ, SÍB, BHMR og Orlofsnefnd sjómanna*. Allar upplýsingar um brottfarardaga, verð, sumarhús, bílaleigur og annað það sem ferðunum viðkemur f ást á söluskrifstofum Samvinnuferða-Landsýnar og hjá umboðs- mönnum. Salan ferfram á eftirtöldum dögum: VR 25. febrúar kl. 13:00 áskrifstofuSL ASÍ 19.mars kl. 09:00-17:00 áskrifstofuSL BHMR 19.mars kl. 17:00-19:00 áskrifstofuSL SÍB 28. mars kl. 17:00-19:00 á skrifstofu SL KÍ 31. mars kl. 13:00 áskrifstofuSL BSRB 31. mars kl. 10:00 á skrifstofu BSRB Orlofsnefndsjómanna 03. apríl kl. 09:00 áskrifstofuSL Fólk utan höfuðborgarsvæðisins getur hókað í ferðir á söludögum sinna félaga með því að hringja í eftirtalin númer: (91)691041 -(91)691042 (91)691043 - (91)691044 BSRBfélagar: (91)26688 - (91)29644 * FFSÍ, SSl og aðildarfélög. ■fc étk Æb AÉfc Mjfc VR félagar athugið, söludagur ykkar er á sumiudag! w..W '"W.w'" Samvinnuferöir - Landsýn Reykjavík: Austurstræti 12, s. 91-691010, Innanlandsferðir, s. 91 -691070, póstfax 91 -27796, telex 2241, Hótel Sögu viö Hagatorg, s. 91 -622277, póstfax 91 -623980. Akureyri: Skipagötu 14, s. 96-27200, póstfax 96-27588, telex 2195.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.