Morgunblaðið - 22.02.1990, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.02.1990, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1990 ■ SAGNFRÆÐINGAFÉLAG ís- lands efnir til opins umræðufund- ar, laugardaginn 24. febrúar, um nokkur sagnfræðirit sem komu út á síðasta ári. Fundurinn verður haldinn í Odda á Háskólalóð og -hefst kl. 14. Þar hefur Guðrún Ólafsdóttir dósent framsögu um íslenskan söguatlas, 1. bindi, sem Almenna bókafélagið gaf út. Helgi Þorláksson sagnfræðingur ræðir um Sögu íslands, 4. bindi, sem kom út hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi. Loks fjallar Loftur Guttormsson dósent um bók Þórunnar Valdimarsdóttur, Snorra á Húsafelli, útgáfubók Al- menna bókafélagsins. ■ UM helgina fer fram prófkjör um val fulltrúa í 6 efstu sæti á ~ iista Alþýðuflokksins að Hamra- borg 14a. Prófkjörið stendur yfir á laugardag og sunnudag frá kl. 10 til 20. Frambjóðendur í prófkjörinu eru Þórður St. Guðmundsson, Margrét B. Eiríksdóttir, Guð- mundur Oddsson, Ólafúr Björns- son, Sigríður einarsdóttir, Þor- gerður Gylfadóttir, Gréta Guð- mundsdóttir, Helga E. Jónsdótt- ir, Gunnar Magnússon og Arnþór Sigurðsson. Viatka þvottavél 31.600stgr RÖNNING KRINGLAN — Sími 68 58 58. SIEMENS Frábœr eldavél! HL 66120 • 5 ólíkar hitunaraðferðir: venjuleg hitun, hitun með blæstri, glóðar- steiking m. blæstri, venjuleg glóðarsteiking og sjálfvirk steiking. SMITH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300 NEYTENDAMAL Umferð og mengun á höfuðborgarsvæðinu Ingvar Árnason dósent og Guðmundur Haraldsson dósent telja nauðsynlegt að hafnar verði reglubundnar mengunarmælingar hér á landi. VIÐ ÍSLENDINGAR höfum lengi verið þeirrar trúar að ástæðulaust sé að hafa áhyggjur af mengun í nánasta umhverfi okkar, skaðleg mengun sé að- eins áhyggjuefni í útlöndum. Af þeim ástæðum hefur verið talið ástæðulítið að beina fjármagni í slíkar rannsóknir hér á landi. Nú er að koma fram að mengun- in er umtalsverð hér í þéttbýlinu - og hefur svo verið lengi. Við erum mjög kappsamir og framkvæmdaglaðir Islendingar. Oft eru þó framkvæmdirnar þess eðlis að farsælla hefði verið að kanna málin betur áður en farið er út í mikilvirkar fram- kvæmdir. Má vera að þaðan sé komið orðtakið „að framkvæma fyrst og hugsa síðan“, og nefht hefur verið „islenska aðferðin“. Þessi hraðvirka vinnuaðferð hefur reynst okkur dýrkeypt, ekki síst vegna þess að henni hefiir fylgt andvaraleysi í um- hverfls- og mengunarmálum. í nýrri skýrslu, „Athugun á skipulagi í Fossvog8dal“, sem unn- in var af þremur stofnunum innan Háskóla Islands fyrir skipulags- stjórn ríkisins, fylgir viðauki um mengun. Þar kemur fram, að þó reglubundnar mælingar hafi ekki farið fram á loftmengun hér á höfuðborgarsvæðinu, ef undan eru skildar svifryksmælingar Hollustu- verndar frá árinu 1986, sé ljóst af þeim loftmengunarrannsóknum sem gerðar hafa verið við um- ferðaræðar höfuðborgarinnar, að loftmengunin var orðin umtalsverð á áttunda áratugnum. Efnafræðingarnir Ingvar Árna- son dósent og Guðmundur Har- aldsson dósent eru tveir af höfund- um mengunarviðaukans. Þeir sögðu í samtali við Neytendasíðu Morgunblaðsins að þetta muni vera í fyrsta skipti sem heildarúttekt er gerð á þessum málum hér á landi. Ingvar kannaði reglugerðir um þessi efni, hann bar saman reglugerðir sem notaðar eru í Bandaríkjunum og í Evrópu og setti í samhengi svo hægt væri að átta sig á þeim mun sem á þeim er. Hann sagði að ef menn ætli sér að fjalla um þessi efni, sé nauð- synlegt að hafa þessar reglugerðir aðgengilegar og á íslensku. Þeim bar saman um það, Guð- mundi og Ingvari, að ljóst væri að starfsnefndir hefðu ekki kynnt sér nægjanlega vel þessi efni, áður en reglugerðir um mengunarmörk voru samdar. En til að hægt sé að gera sér grein fyrir mengunar- ástandinu á höfuðborgarsvæðinu þyrfti að gera reglubundnar mæl- ingar sem tækju yfír lengri tíma, SPEKIDAGSINS Allt kemur mér vel nema högg og pústrar. jafnvel í nokkur ár, þannig að hægt væri að meta ástandið. Mengun yfir raeng- unarmörkum Ingvar sagði að mengunarmæl- ingar hafi verið gerðar við Hlemm- torg á árunum 1975-78 og saman- burðarmælingar á Miklatúni ná- lægt Kjarvalsstöðum. Mælingarn- ar hefðu leitt í ljós, að á þeim tíma hefði þegar verið komin talsverð mengun meðfram mestu umferð- aræðum. Mælingamar gerðu Þor- kell Jóhannesson og Hörður Þorm- ar og mældu þeir m.a. nituroxíð við Miklubraut norðan Kringlu- mýrarbrautar. Magnið reyndist að jafnaði vera um 29 míkrógrömm á rúmmetra, en komst upp í 50 míkrógrömm. Kolmonoxíð var einnig mælt á þessum stöðum árið 1975 og mældist mest við Mikla- torg, 36 milligrömm á rúmmetra sem er vel yfir 25 milligrömm, en það eru þau mörk sem Hollustu- vemd hefur sett. Við Hlemmtorg fór magnið upp fyrir 90 milligrömm á rúmmetra sem er langt yfir mengunarmörkum. Þeir félagar benda á, að þetta sýni að loftmengun sé til staðar í Reykjavík ekki síður en í stórborg- um erlendis. Mælingar hafi ekki verið mjög margar og ætti því að taka með nokkrum fyrirvara, en ljóst sé að mengunin hafi farið yfir sett mörk, þó þau séu ekki mjög ströng. Guðmundur sagðist telja að þessar rannsóknir hafi verið bráð- nauðsynlegar, en þeim hefði átt að fylgja miklu fyrr eftir með reglubundnum mælingum, svo hægt hefði verið að fá samanburð til að setja raunhæf mengunar- mörk. Blýmengun meiri en í stór- borgum Bandaríkjanna Mælingar voru einnig gerðar á ryki og blýi í götulofti í Reykjavík á vegum eiturefnanefndar og Rannsóknastofnunar iðnaðarins, unnar af sömu aðilum og hinar fyrri rannsóknir. Blý reyndist ekki mælanlegt við Kjarvalsstaði, við Miklatorg mældist það um 23 míkrógrömm á rúmmetra, við Miklubraut 21 míkrógramm en við Hlemmtorg um 34 míkrógrömm á rúmmetra. Þessu til samanburðar má benda á, að í Bandaríkjunum var blýmengun I götulofti stór- borga við upphaf þessa áratugar frá 0,8-38 míkrógrömm á rúm- metra, þar sem mengun var mest. Sigurbjörg Gísladóttir hjá Holl- ustuvernd hefur frá árinu 1986 gert samfelldar mælingar á svifryki við Miklatorg. Mælingarn- ar hafa sýnt að svifryksmengunin hefur aukist ár frá ári og er farin að nálgast ískyggilega leyfileg mengunarmörk. I þessum rann- sóknum hefur einnig komið fram, að á síðasta ári hefur dregið úr blýmengun síðan blýlaust bensín kom á markað. Ágreiningur um mengunarvarnir Hér á landi hefur verið ágrein- ingur meðal ýmissa hagsmunaað- ila um hvort fylgja eigi banda- rískum reglum um hreinsun út- blásturs úr bílum eða þeim reglum sem gilda í ríkjum Evrópubanda- lagsins. Bandarísku reglumar eru mun stífari og má geta þess að á þingi Norðurlandaráðs, sem haldið verður hér í Reykjavík í næstu viku, á að taka afstöðu til norrænu umhverfisvemdaráætlunarinnar um beinar aðgerðir, m.a. um hreinsun útblásturs frá bílum að bandarískri fyrirmynd. Reglur þessar kveða á um strangt aðhald bæði á nýjum og notuðum bílum hvajj mengunarvarnabúnað snertir og verða þessir bílar að uppfylla ákveðnar kröfur um mengunar- varnabúnað jafnvel eftir 80.000 km akstur eða fimm ár. Efnahagsbandalagsreglurnar eru aðrar og samkvæmt þeim eiga mengunarvarnir eingöngu að ná til nýrri bíla, en ekki þeirra eldri. Meðaltalsmengun bifreiða skiptir þar máli, en hún þýðir að mengun- armörk 80% ijöldaframleiddra bíla verða að vera undir settum meng- unarmörkum. Mengunarvarnir eftir 1992 Hér á landi er sú sérkennilega staða komin upp, að nýja mengun- arvarnareglugerðin gerir ráð fyrir því að hér verði fylgt bandarísku reglugerðinni um mengunarvarnir bíla, og nái hún til nýrra bíla sem fluttir verða inn eftir 1992. í reglu- gerðinni eru einnig ákvæði um hve mikið magn efna má vera í út- blæstri bifreiða, en Bifreiðaskoðun ríkisins mun aðeins mæla kol- monoxíð og sótmagn frá bifreiðum. Ingvar sagði það ekki koma að sök vegna þess að á kolmonoxíðmagn- inu megi sjá hlutfall annarra efna í útblæstri bifreiða. En hann sagð- ist telja pauðsynlegt að Bifreiða- skoðun íslands geti fylgst með því, að mengunarvamabúnaður bifreiða standist lögbundnar kröf- ur eftir 1992. Þó mengunarvarnareglugerðin geri ráð fyrir mengunarvörnum í nýjum bílum eftir 1992 er ekki ljóst hvernig hægt verður að framfylgja þessum ákvæðum, það gæti orðið erfitt. Stíf ákvæði gætu t.d. rekist á viðskiptahagsmuni landsins og vafamál hvort hægt væri að hefta innflutning bila frá Austur-Evr- ópulöndum. Hér á landi er mjög hátt hlutfall austur-evrópskra bíla sem eru miklir mengunarvaldar. Hættuleg eiturefhi frá bifreiðum í skýrslu þeirra Ingvars og Guð- mundar koma fram áhugaverðar upplýsingar um lauslega áætlað magn eiturefna sem árlega mynd- ast af völdum umferðar á höfuð- borgarsvæðinu og er þar aðeins miðað við bensínknúnar bifreiðir: Kolmonoxíð 8.250 tonn. Nituroxíð 1.155 tonn. Kolvetni 1.100 tonn, þar af er bensen 4% eða 44 tonn. Blý 3 tonn. Þetta er geysimikið magn eitur- efna og fer ekki hjá því að eitt- hvað af þessum efnum verður inn- byrt af því fólki sem byggir þetta svæði. Eitt þessara hættulegu efna er bensen, en það hefur verið mikið í fréttum að undanförnu. Guð- mundur benti á að þó nauðsynlegt sé að fjarlægja blý úr bensíni þurfí að vega upp lækkun oktantölu með því að breyta samsetningu elds- neytisins. Það er gert með því að hækka hlutfall aromatískra sam- banda, t.d. bensen o.f!., í eldsneyt- inu. Bensen er krabbaméinsvaldur og er talið geta valdið hvítblæði. Mengunarmælingar nauðsynlegar Ingvar og Guðmundur voru að lokum spurðir hvað þeir telji nauð- synlegt að gert verði í framhaldi af þessum könnunum þeirra á umhverfismengun. „Við teljum nauðsynlegt að hefja hér reglubundnar mengunar- mælingar" sögðu þeir. „Við Islend- ingar erum greinilega orðnir á eft- ir öðrum þjóðum í mengunarmál- um. Það hefur skort að gerð hafí verið reglubundin úttekt á aðstæð- um hér. Við erum búnir að setja mengunarmörk og reglugerðir án þess að hafa til þess tilhlýðilegar forsendur. Við teljum erfitt að setja slík mengunarmörk nema réttar forsendur séu fyrir hendi.“ M. Þorv. ■ FYRIRLESTUR verður hald- inn á vegum Geðhjálpar, fimmtudag- inn 22. febrúar kl. 20.30 í kennslustofu Geðdeildar Land- spítalans. Fyrirlesari er Bragi Guðbrands- son, félagsmálastjóri og nefnir hann fyrirlestur sinn: Er aðstoðar að vænta? Félagsþjónusta. Geðsjúkir.N Aðgangur er öllum heimill. Þátttakendur á námskeiði um stillingu oftiakerfa. ■ SAMBAND íslenskra: hita- veitna og Lagnafélag íslands héldu nú nýverið námskeið fyrir pípulagningamenn á Reykjavíkur- svæðinu um stillingu á ofnakerfí og hvernig eigi að bæta nýtni þeirra. Áður hafði þetta námskeið verið haldið á Akureyri og næst verður það haldið á Suðumesjum og síðan víðar um land. Fyrirlesarar á námskeiðinu voru Hreinn Frímannsson, yfirverkfræðingur hjá Hitaveitu Reykjavíkur, Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Verkvangs og Svavar Óskarsson, verkstjóri hjá Hitáveitu Akraness og Borgarfjarðar. Námskeiðið var haldið í Iðnskólanum í Reykjavík. Fróóleikur og skemmtun fyrir háa sem lága! |Us>f||wil>W)iií>

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.