Morgunblaðið - 22.02.1990, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 22.02.1990, Blaðsíða 42
MORGÚNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 22. FEBRÖAR 1900 HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ Panasonic EB©> 14 J14 Sigurður skoraði flest mörk árið 1984 Sigurður náði að ijúfa 500 marka múrinn SIGURÐUR Gunnarsson, leik- stjórnandi landsliðsins, varð fimmti landsliðsmaður íslands til að brjóta fimmhundruð marka múrinn í íslensku lands- liðspeysunni. Sigurður skoraði sitt fimmhundraðasta mark í jafnteflisleik, 22:22, gegn Sviss á dögunum - það var þegar hann skoraði með langskoti rétt fyrir leikshlé. Sigurður skoraði þrjú mörk í leiknum og eitt mark í seinni leiknum. Hann hefur skorað 501 mark með landsliðinu. Þeir sem höfðu náð þessum áfanga voru Geir Hallsteins- son, Þorgils Óttar Mathiesen, Al- freð Gíslason og Kristján Arason, en hann hefur gert gott betur - skorað yfir 1000 mörk. Sigurður er einn reyndasti leikmaður íslands. Hann hefur leikið 188 leiki með landsliðinu í leikjum gegn sterkustu liðum mótherja íslands. Þá hefur hann leikið 8 leiki með landsliðinu gegn B-liðum, unglinga- SigmundurÓ. Steinarsson tóksaman Sigurður Gunnarsson, leikstjórnandi landsliðsins. landsliðum og úrvalsliðum í mótum sem íslenska landsliðið hefur tekið þátt í. Lék fyrst í Færeyjum Sigurður klæddist fyrst landsliðs- peysunni í Þórshöfn í Færeyjum 1978. Þá skoraði hann eitt mark, en flest mörk í leik með landsliðinu hefur hann skorað í landsleik gegn Norðmönnum 1985. Skoraði þá ell- efu mörk í 24:21 sigurleik. Þessi kraftmikli ieikmaður hóf að leika með Víkingum, en nú leik- ur hann með Eyjamönnum. Sigurð- ur hefur leikið með Bayer Leverkus- en í V-Þýskalandi og Tres de Mayo á Spáni. Námskeið Fjórir yfir 200 leiki Sigurður stefnir í að verða fimmti leikmaður íslands til að leika yfir 200 iandsleiki. Einar Þorvarðarson náði fyrstur landsliðsmanna þeim áfanga er hann lék gegn A-Þjóð- veijum, 18:18, í Laugardalshöllinni 1989. Þorgils Óttar Mathiesen, Kristján Arason og Guðmundur Guðmundsson hafa einnig náð þeim áfanga. Eins og sést hér á landsleikjalist- anum til hliðar, þá hafa leikmenn íslenska liðsins leikið samtals 2.154 a-landsleiki gegn a-liðum, en 89 leiki gegn b-liðum, unglingaliðum og úrvalsliðum frá hinum ýmsu þjóðum. Samtals eru leikir leik- manna í landsliðsbúningi íslands orðnir 2.243. sem hefjast á næstunni. Sigurður Gunnarsson skoraði sitt fyrsta mark í landsleik gegn Færeyjum í Þórshöfn 1978. Sigurður skoraði eitt mark í leiknum, sem ís- land vann 20:16. Önnur tímamótamörk hans eru gegn þessum þjóðum: 100.. . - Rúmenía, Los Angeles 1984..17:26 200.. . - V-Þýskaland, Reykjavík 1985.20:17 300.. . - Pólland, Wismar 1987........29:28 400.. . - V-Þýskaland, Dassau 1988...19:19 500.. . - Sviss, Reykjavík 1990.......22:22 Tímamótamörk Sigurðar Sigurður Sveinsson er sá leik- maður sem iék fyrst með landslið- inu. Hann var aðeins 17 ára þegar hann lék í Vestmannaeyjum gegn Dönum 1976, 16:19. Sigurður Gunnarsson hóf að leika með liðinu 1978, Alfreð Gíslason, Kristján Arason, Guðmundur Guðmundsson og Einar Þorvarðarson hófu sinn feril 1980, en Þorgils Óttar Mathiesen 1981. Á þessu sést að lykilmenn landsliðsins hafa yfir geysilegri reynslu að ráða. Geir Sveinsson er sá leikmaður sem hefur leikið flesta leiki í röð. Hann lék 69 leiki í röð með landslið- inu 1986-1988, en Þorgils Óttar lék 58 leiki í röð 1987-1989. Landsliðsmenn Islands Hér er listi yfir landsliðsmenn íslands, sem taka þátt í heimsmeist- arakeppninni í Tékkóslóvakíu. Fyrst eru það nöfn, þá félögin sem þeir leika með, á hvaða tímabili þeir hafa leikið. Þá koma landsleikir - þar sem leikið var gegn a-liðum þjóða, síðan koma leikir gegn b-liðum, unglingaliðum og úrvalsliðum. Þá samtals leikir í a-lands- Iiðsbúningi Islands: Nafti Ár A B Samt. Einar Þorvarðarson, Valur ...1980-1990 218 5 =223 Guðmundur Hrafnkelsson, FH ...1986-1990 81 3 = 84 Leifur Dagfinnsson, KR ...1988-1990 10 0 = 10 Þorgils Óttar Mathiesen, FH ...1981-1990 225 10 =235 Jakob Sigurðsson, Valur ...1983-1990 171 8 =179 Bjarki Sigurðsson, Víkingur ...1987-1990 70 3 = 73 Valdimar Grímsson, Valur ...1985-1990 65 7 = 72 Sigurður Gunnarsson, ÍBV ...1978-1990 188 8 =196 Alfreð Gíslason, Bidasoa ...1980-1990 166 6 =172 Óskar Ármannsson, FH ...1987-1990 27 3 = 30 Guðmundur Guðmundsson, Víkingur.. ...1980-1990 219 5 =224 Kristján Arason, Teka ...1980-1990 214 9 =223 Geir Sveinsson, Granollers ...1984-1990 159 8 =167 Sigurður Sveinsson, Dortmund ...1976-1990 165 5 =170 Héðinn Gilsson, FH ...1986-1990 61 3 = 64 Júlíus Jónasson, Asnieres ...1984-1990 115 - 6 =121 Samtals leikir: 89 = 2.243 KOMDU NÚ AÐ KVEÐAST Á. Á námskeiði um vísnagerð lærir þú allt um hrynjandi, bragliði, stuðla og rím ferskeitlunnar. Leiðbeinandi: Árni Björnsson. SÖLUTÆKNI FYRIR AFGREIÐSLUFÓLK. Þú lærir að gera þér grein fyrir sterku og veiku hliðum fyrirtækisins, markaðnum og samkeppninni. Einnig um vöruþekkingu, þjónustu og persónulega sölumennsku. Leiðbeinandi: Hulda Kristinsdóttir. ERTU í TÍMAÞRÖNG. Á námskeiði um tímaskipulag lærir þú að skilgreina forgangsverkefni og tímaþjófa og gera áætlanir um dreifingu verkefna. Leiðbeinandi Þórður M. Þórðarson. TAULITUN MEÐ MARMARATÆKNI. Forn Kínversk aðferð við taulitun sem áður var notuð við bókagerð en hentar ekki síður til skreytinga á ýmsa hluti. Leiðbeinandi: Beatrix Kursch. Nánari upplýsingar um stað, tíma og verð: 1ÓMSTUHDA I SKOUNN Skólavöróustig 28 Sími 621488 Slmi með simsvara Sjálfvirkt val — Innbyggður hljóðnemi og hátalari — 12minni—-3minni fyrir beint útval — Hvert móttekið skilaboð.í allt að 150 sek. — Ljós í takkaborði — Tónval, púlsval — Veggfesting. Verð kr. 12.943 Laugavegi 170-174 Slmi 695500

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.