Morgunblaðið - 22.02.1990, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.02.1990, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1990 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst IngiJónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstöfur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Verkefiii sjávarút vegsins Asíðasta ári var framkvæmd mikil gengislækkun til hagsbóta fyrir sjávarútveginn að sjálfsögðu þvert á yfirlýsing- ar ráðherra í núverandi ríkis- stjórn haustið 1988, þegar þeir tóku sérstaklega fram, að þeir mundu ekki Iækka gengið að nokkru ráði og töldu það enga lausn á vandamálunum. Þessi gengislækkun hefur haft í för með sér mikla kjara- skerðingu fyrir launþega, sem þrátt fyrir það hafa lýst sig til- búna til að taka enn á sig nokkr- ar byrðar næstu misseri til þess að gera atvinnuvegunum kleift að koma undir sig fótunum á nýjan leik. Nýgerðir kjarasamn- ingar eru til marks um þennan vilja launþega. Það er ljóst, að með þessari miklu gengislækkun hefur sjáv- arútveginum, útgerð og fisk- vinnslu, verið búinn rekstrar- grundvöllur, sem þessi atvinnu- grein telur sig geta búið við og er sú afstaða raunar ein af for- sendum þeirra kjarasamninga, sem gerðir voru á dögunum. Ekki er lengur ágreiningur um, að þjóðarbúið getur náð mun meiri hagnaði út úr sjávar- útveginum með aukinni hag- kvæmni í rekstri þessarar grundvallaratvinnugreinar landsmanna. Menn eru sammála um markmiðin í öllum meginat- riðum. Það þarf að fækka skip- um og það þarf að fækka fisk- verkunarstöðvum. Til marks um þetta eru upplýsingar, sem fram komu í ræðu Þorvaldar Garðars Kristjánssonar á Alþingi í fyrra- (iag en hann sagði m.a.: „Þjóð- hagsstofnun hefur reiknað út, að árið 1987 hefði afkoma sjáv- arútvegsins batnað um einn milljarð eða 5%, ef fiskiskipa- stóllinn hefði verið 10% minni. Það er að beija hausnum við steininn að neita að draga álykt- un af þessari staðreynd." Þoi’valdur Garðar Kristjáns- son benti líka á, að á ákveðnu árabili fyrir kvótakerfið hefði fiskiskipum fækkað um 71 en á árabilinu 1984-1988 hefði þeim Ú'ölgað um 121! Nú er komið að sjávarútveg- inum. Forystumenn hans héldu því lengi fram, að atvínnugrein- in gæti ekki beitt sér fyrir nauð- synlegri hagræðingu vegna þess, að rekstrarskilyrði hennar væru óviðunandi. Nú eru þau að mati þeirra sjálfra orðin með þeim hætti, að þeir telja sig geta búið við þau. Þá má búast við, að forystumenn í sjávarút- vegi haldi því fram, að þeir geti ekki unnið að fækkun fiskiskipa og fækkun fiskverkunarhúsa og annarri hagræðingu vegna þess, að Atvinnutryggingarsjóður og Hlutafjársjóður þvælist fyrir. Það er nokkuð til í þeirri rök- semd en samt sem áður er sú truflun ekki svo mikil, að þeir geti ekki tekið til hendi. Sjávarútvegurinn á ekki að bíða eftir því, að ríkisstjómin geri ráðstafanir til uppstokkun- ar í þessari atvinnugrein. Ríkis- stjórnin mun ekki gera það, hún hefur enga burði til þess og það er ekki hennar hlutverk. Sjávar- útvegsmennirnir eiga að gera þetta sjálfir og nú er komið að því. Kjarasamningarnir skapa tækifæri, sem þeir verða að nýta. Geri þeir það ekki verður ekki veralegur lífskjarabati hér á næstu árum og þá verða laun- þegar ekki tilbúnir til þess að færa frekari fórnir hauatið 1991, þegar samningar renna út. Þess vegna verður þetta verk að vinnast nú og þeir verða að hefjast handa þegar í stað. Þetta er eitt mesta verkefni, sem einkarekstur á íslandi hefur orðið að takast á við. Þetta er verkefni, sem mun hafa víðtæk áhrif út um allt þjóðfélagið. En þetta er líka spennandi verkefni fyrir þann stóra hóp dugmikilla ungra manna, sem hafa valizt til forystu í mörgum sjávarút- vegsfyrirtækjum eða hafa hafizt þar upp af eigin rammleik. Það er oft fjallað á neikvæðan hátt um landbúnaðinn. En það má vera forystumönnum í sjáv- arútvegi nokkurt umhugsunar- efni, að ýmsar greinar land- búnaðar hafa að eigin frum- kvæði brugðizt við vandamálum í þeirri atvinnugrein af framsýni og festu og náð þar verulegum árangri. Má þar t.d. nefna mjólkurbúskapinn, sem raunar er til fyrirmyndar. Það skiptir okkur íslendinga miklu máli, að ná samningum um nýja stóriðju og við getum áreiðanlega náð töluverðum hagnaði með því að stórauka fijálsræði í viðskiptum við út- lönd. En ekkert af þesstf getur komið í staðinn fyrir þann gífur- lega ábata, sem þjóðin mun hafa af því, að framkvæmdur verði róttækur uppskurður í sjávarút- vegi, sem stuðlar að aukinni hagkvæmni í atvinnugreininni og stórauknum hagnaði, sem á skömmu tíma mun gjörbreyta lífskjöram í landinu frá því, sem nú er. Brunavarnir eru eins o g bílbeltin Engum til gagns o g öllum til ama ef ekkert gerist efitir Hauk Ingason Það var erfitt á sínum tíma að sannfæra fólk um ágæti bílbeltanna og notkun þeirra. Þeir sem létu sér ekki segjast neyddust þó til þess með lögbindingu. í dag eru þó flest- ir sáttir við bílbeltin. Öðru máli gegnir um brunavarnirnar. Reyk- skynjari eða handslökkvitæki á öll- um heimilum eða vatnsúðakerfi í ölium stærri byggingum er langt frá því að vera sjálfsagður hlutur. Stóraukið átak þarf að gera í bruna- vörnum og á það sérstaklega við um stóru atvinnuhúsnæðin. Dæmin um ástand brunavarna í stærri at- vinnuhúsnæðum hrannast upp í kringum okkur. Málningarverk- smiðja, dýnuframleiðsla, gúmmí- vinnustofa, frystihús og svo það nýjasta, Krossanesverksmiðjan á Akureyri. Þurfum við virkilega fleiri spörk í rassinn? Tryggingafélögun- um hlýtur að vera orðið illt. Það er kominn tími til að tryggingafé- lögin spyrni á móti. Tryggingafélögin einnig ábyrg Okkur íslendingum er mjög tarnt að líta alitaf fyrst á yfirvaldið og kenna því um allt sem miður fer. Það er ekki endalaust hægt að kenna ónógu eldvarnareftirliti um ástandið þótt margt megi betrum- bæta. Menn verða að átta sig á því að hér þarf að koma til samvinna margra aðila. Hér þarf samvinnu brunayfirvalda, tryggingafélaga, forráðamanna fyrirtækja og bygg- ingaraðila. Tryggingafélögin, sem eru stærstu hagsmunaaðilarnir, verða að stórauka áróður sinn fyrir auknum brunavörnum og byggja upp sérfræðiþekkingu á brunamál- um eins og gert er erlendis. Trygg- ingafélögin verða að sjá til þess að það borgi sig að fjárfesta í vatns- úðakerfi og vera hvatningaraðili að aukinni fjárfestingu í brunavörnum umfram það sem lög gera ráð fyr- ir. Brunareglugerðir fyrir atvinnu- húsnæði eru ekkert annað en lág- markstrygging fyrir því að verð- mætatapið verði ekki algjört. Brunareglugerðir hindra ekki að það kvikni í og þær gera takmark- aðar kröfur um hvað er sett inn í byggingarnar. Forráðamenn fyrirtækja verða einnig að sýna frumkvæði í þessum málum og leita eftir aðstoð frá yfir- völdum eða tryggingafélagi við mat á hvort brunavarnirnar séu í lagi og hvað má betrumbæta. Miklir hagsmunir eru í húfi fyrir þjöðina. Einhver verður að borga brúsann að lokum. Iðgjöldin verða að vera í samræmi við áhættuna. Trygg- ingafélögin verða að vitað hvað þau eru að tryggja. Allt annað er óeðli- legt. Skyldu- og samtryggingar- kerfið veldur því að tryggingafélög- in ráða litlu um framvindu mála og áhuginn þar af leiðandi takmarkað- ur fyrir breytingum í rétta átt. Stjórnvöld verða að hjálpa til við að breyta þessu í viðunandi horf. Vatnsúðakerfi bjarga verðmætum Stóraukin notkun vatnsúðakerfa þarf að eiga sér stað til að minnka heildartjónið við bruna í atvinnu- húsnæði á Islandi. Það er mörgum ómögulegt að skilja af hveiju eyða þarf peningum í auknar brunavarn- ir. Gott dæmi um skilningsleysið er forstjórinn í stóra iðnfyrirtækinu sem lítur stoltur yfír vinnusalinn og segir „Hvað eru þið að röfla? Þið hljótið að sjá það sjálfir að hér er ekkert sem getur kveikt í kofan- um. Hér þarf ekkert vatnsúðakerfi. Þar að auki fara allir mínir starfs- menn svo varlega með eldfæri." Haukur Ingason. „Gagnsemin kemur ekki í ljós fyrr en eitt- hvað meiriháttar ger- ist, árekstur eða kvikn- ar í. Það eru líka einu skiptin sem hægt er að gleðjast yfír því að hafa bílbelti eða reykskynj- ara. Því miður þarf fólk oft að reka sig á hlutina fyrst áður en af fram- kvæmd verður. Á sama hátt og bílbeltin geta bjargað mannslífum í umferðinni geta reyk- skynjarar bjargað mannslífum við bruna. Reykskynjari er ódýr- asti lífvörður sem völ er á og sjálfsagt sá eini sem þú hefiir efhi á.“ Síðan þegar forstjórinn er úti að aka, tryggilega spenntur í bílbeltið, kemur viðgerðarmaður utan úr bæ og logsýður eitt rör. Daginn eftir hefur forstjórinn enga skrifstofu. Einfalt vatnsúðakerfi hefði getað bjargað fyrirtækinu hans. Að fjár- festa í auknu rekstraröryggi getur ekki talist léleg fjárfesting. Reynsl- an erlendis sýnir að meirihluti fyrir- tækja sem verða fyrir tímabundinni framleiðslustöðvun vegna bruna verða gjaldþrota innan þriggja ára vegna taps á mörkuðum. Ekkert tryggingafyrirtæki getur endur- heimt markaðinn fyrir fyrirtækin. Víða erlendis setja tryggingafé- lögin sínar eigin kröfur um bruna- varnir fyrir stærri atvinnuhúsnæði. Þau búa yfir mikilli sérfræðiþekk- ingu á brunamálum og hafa oft frumkvæði að brunarannsóknum og áróðursstarfsemi. Grein arhöfundur hefur haft mikla samvinnu við sænsk tryggingafélög við að rann- saka hegðun bruna í stórum geymsluhúsnæðum við brunarann- sóknarstofnun sænska ríkisins. Tryggingafélögin koma til dæmis og prófa hvort hægt sé að slökkva elda í stórum vörustæðum með mismunandi vatnsúðakerfum eða gera athugun á hversu fljótt ákveð- in vörustæða brennur. Þetta kemur að notum þegar meta á mismun- andi áhættu og hvaða ráðstafanir sé hægt að gera. Myndbönd sem sýna þessar tilraunir eru notuð til að sannfæra viðskiptavinina um nauðsyn á aukinni fjárfestingu í brunavörnum. Það er ekki hægt að ætlast til að íslensk tryggingafélög standi í slíkum stórræðum en þau gætu sýnt frumkvæði og aðstoðað við- skiptavini sína með því að benda á leiðir til úrbóta. Þetta er ekki ein- göngu mál brunayfírvalda. í Svíþjóð gengur þetta þannig fyrir sig að áður en ákveðið fyrirtæki er tryggt gerir tryggingafélagið tæknilega athugun á ástandi brunavarna og reiknar út iðgjöld fyrirtækisins samkvæmt raunverulegri áhættu. Tryggingaþega er bent á að lag- færa það sem betur má fara og öll sérfræðileg aðstoð er góðfúslega veitt. Slökkviliðið getur ekki slökkt Slökkviliðsstjórinn í Stokkhólmi tilkynnti ekki alls fyrir löngu að þeir væru ekki í stakk búnir til að ráð við eldsvoða í stórum iðnaðar- og geymsluhúsnæðum ef eldurinn næði vissri útbreiðslu. Þetta væri auðvitað háð stærð og gerð bruna- álags í byggingunni en oft er þetta spurning um örfáar mínútur fyrir slökkviliðið. Það eina sem hægt er að gera ef slökkviliðið kemur of seint á staðinn, er að vernda aðrar byggingar og bjarga því sem bjarg- að verður, meðan byggingin -fær að brenna. Rétt hannað og fljót- virkt vatnsúðakerfí er það eina sem^ getur bjargað slíkum byggingum. Því miður eru til ranglega hönnuð vatnsúðakerfi. Þrátt fyrir allt tal um góða og trygga brunahólfun er alltaf einhver sem getur gleymt að loka hurð einhvers staðar eða vit- laus frágangur er gerður á leiðslu- götum á veggjum. Meira þarf ekki til svo brunahólfunin verði gagns- laus. Lágmarks brunahólfun ásamt vatnsúðakerfi er alltaf öruggasta lausnin. Það sem ræður mestu um þróun eldsvoða í stórum byggingum er magn og uppsetning brunaálags. í háum vörustæðum (4-7 m) breiðist eldur ótrúlega fljótt út. Lítill logi í pappakassa við gólf getur orðið að heljarstórum eldstrók sem nær upp í þak á innan við mínútu og eftir 4-5 mínútur er orðið of seint að slökkva eldinn. í lokuðu-rými magn- ast slíkur eldur enn frekar og at- burðarásin verður örari en nokkur getur ímyndað sér. Slökkviliðið á ekki möguleika á að slökkva svo stóra elda einfaldlega vegna þess að það vatnsmagn sem þarf til er ekki fáanlegt og að senda reykkaf- ara inn í slíka byggingu er bijál- æði. Það er kominn tími til að menn átti sig á hversu auðvelt það er að missa allt úr höndunum. Slökkvi- liðsmenn eru engir galdrakarlar þótt margir virðist halda það. Hverjar eru hætturnar í heimahúsum? Þrátt fyrir að öll vestræn sam- félög hafi brunareglugerðir sem eiga að tryggja öryggi okkar gagn- vart bruna, hefur ekki orðið veruleg fækkun á dauðsföllum af völdum eldsvoða. Ein af ástæðunum er að brunareglugerðirnar hafa ekki náð til þeirrar raunverulegu hættu sem er í heimahúsum, hótelum eða sjúkrahúsum, þ.e. innbúinu. Reglu- gerðirnar setja kröfur um brunaþol veggja, hurða, glugga, veggklæðn- inga og loftræstikerfa. Á meðan er hægt að fylla heimilin af sófasett- um, hægindastólum, rúmum og öllu mögulegu þar sem litlar eða engar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1990 23 Myndirnar sýna hversu fljótt venjuleg stofa getur orðið alelda eftir að eldur út frá t.d. sígarettu hefur kveikt í sófan- um. Myndirnar eru frá Fire Research Station í Englandi. 1 mínútu og 15 sek. eftir íkveikju. 2 minútum og 15 sek. eftir íkveikju. 3 mínútum eftir íkveikju. 3 mínútum og 20 sek. eftir íkveikju (alelda). kröfur eru gerðar um eldnæmi. í Bretlandi og Bandaríkjunum hafa yfirvöld byijað að gera kröfur til framleiðenda um þessa hluti. Á hin- urh Norðurlöndunum hafa engar kröfur verið gerðar en það mun rætast úr því á næsta ári. Innbúið samanstendur oftast af hlutum sem innihalda mikið af plastefnum en þau eru ein hættu- legustu efni sem geta brunnið þar sem þau gefa frá sér mjög eitraðar Iofttegundir við bruna og þau geta brunnið mjög hratt. Það er innbúið sem oftast byijar að brenna, en ekki húsið. Algengt er að fólk haldi að það sé hættulegra að búa í timb- urhúsi en steinsteyptu húsi. Þetta er ekki rétt. Það sem skiptir höfuð- máli eru innanstokksmunirnir og gerð veggklæðningar. Það eru eitr- aðar lofttegundir frá innbúinu sem oftast valda dauða fólks í eldvoðum. Það er ekki fyrr en húsið verður alelda sem það fer að skipta veru- legu máli hvort húsið er úr timbri eða steypu, en þá er orðið of seint að bjarga mannslífum. Mjög mikilvægt fyrir brunaör- yggið á heimilum er gerð áklæðis á sófasettinu, hægindastólnum eða rúmdýnunni. Algengt er að svamp- urinn (polyurethan) sem liggur und- ir áklæðinu sé mjög eldnæmur og því skiptir verulegu máli hvaða áklæði er utan um til að minnka hættuna á íkveikju. Rannsóknir sem gerðar hafa verið við brunarann- sóknastofnun sænska ríkisins sýna til dæmis að mjög erfitt er að kveikja í sófa með t.d. sígarettuglóð ef áklæðið innihéldur mikið af ull- ar- eða gerviefnaþráðum og ef áklæðið er úr þykku leðri. Aftur á móti ef áklæðið inniheldur mikið af sellulósaefnum eins og bómull eða lérefti (lín) getur sígarettuglóð sem liggur í kverkinni milli sætis og baks eða eldspýtulogi valdið því að svampurinn byijar að brenna. Sellulósaefni valda glóðamyndun og auka þar með hættuna á að svamp- urinn undir myndi loga'þegar glóð- in brennur í gegnum áklæðið. Gervi- leður er heldur ekki gott. Eftir því sem svampurinn er mýkri eykst hættan á íkveikju. Svampur sem er með eldtefjandi efnum er yfir- leitt mjög stífur. Eftir að logi mynd- ast í svampinum er það spurning um nokkrar mínútur áður en inn- búið verður alelda. Þungar gardínur með þéttum vafningi brenna mun hægar en léttar gardínur með þunn- um vafningi. Þungar ullargardínur brenna mjög illa. Dún- og fiður- sængur brenna einnig mjög illa. Myndirnar hér á síðunni sýna glögglega hversu fljótt hlutirnir ganga fyrir sig eftir að eldur nær að festa sig í, venjulegum sófa. Myndirnar eru frá Fire Research Station í Englandi. Úti í garði hefði sófinn brunnið upp á u.þ.b. þrisvar til fjórum sinnum lengri tíma en inni í stofunni. Hitinn frá eldinum kemst ekki út og því gerast hlutirn- ir svo hratt innandyrá. Reykskynjari og dufthandslökkvitæki eru nauðsynleg í Englandi hefur það sýnt sig að þijú af hverjum fjórum dauðsföllum af völdum eldsvoða verða í heima- húsum og þar af nær hélmingur vegna reykinga. í flestum tilfellum var fólk látið áður en slökkvilið fékk viðvörun um brunann. Og flestir höfðu ekki reykskynjara. Það er von greinarhöfundar að einhveijir hafi vaknað upp við lesningu þessarar greinar um það hversu hratt hlut- irnir geta gerst ef kviknar í. Það er enginn sem getur sagt með vissu að það kvikni ekki í hjá sér. Orsak- irnar geta verið svo breytilegar. Allt frá sígarettuglóð til aðventu- kransa eða raftækja til elda- mennsku. Við eldsvoða er tíminn því miður alltof naumur og því mik- ilvægt að réttir hlutir séu á staðnum til að vinna tíma. Þess vegna lang- ar mig að lokum að gefa þeim sem hafa áhuga á að bæta brunavarnir heimilisins nokkur góð ráð. Staðsettu a.m.k. einn reykskynj- ara nálægt svefnherbergjunum þannig að tryggt sé að hann veki þig. Leggðu meiri áherslu á að tryggja það að allir í fjölskyldunni heyri í reykskynjaranum en að stað- setja hann þar sem þú heldur að það geti kviknað í. í tveggja hæða íbúðum á að haf einn reykskynjara á hvorri hæð því hitinn frá eldinum leitar alltaf upp á við og reykurinn fylgir hitanum. Samtengdu þá. At- hugaðu nokkrum sinnum á ári hvort rafhlöðurnar séu í lagi með þvi að þrýsta á litla hnappinn. Einnig verð- ur að blása reyk að reykskynjaran- um því litli hnappurinn segir ein- göngu til um hvort rafhlöðurnar séu í lagi. Kannanir í Bandaríkjunum sýna að nær einn af hveijum þrem- ur reykskynjurum í heimahúsum er óstarfhæfur einmitt vegna þess að fólk gleymir að athuga þessa hluti. Staðsettu eitt 6 kílóa duft- handslökkvitæki þar sem allir taka eftir því. Dufthandslökkvitæki eru ótrúlega afkastamikil við eldsvoða í heimahúsum. Þeim sem vill kynna sér þessi mál enn frekar vil ég benda á að lesa bækling Bruna- málastofnunar ríkisins sem sendur var öllum landsmönnum fyrir u.þ.b. ári. Höfundur er verkfræðingur og starfarad brunarannsóknum hjá brunarannsóknastofnun sænska ríkisins í Borás. Helgi Hálfdanarson: MALRÆKT Að undanfömu hefur staðið yfir svokallað málræktarátak á landi hér. Vakin var allvíðtæk umræða um hag íslenzkrar tungu, vanda hennar á ýmsum sviðum og viðbrögð við margvíslegri hættu sem hún hlýtur í að rata á viðsjálum tímum. Allt var það af hinu góða og lofsvert mjög. Ekki svo að skilja, að sú umræða sé alger nýjung í menningarlífí ís- lendinga. Hún hefur staðið öldum saman og má aldrei niður falla. Þeirri varnarbaráttu, sem löngum hefur háð verið á þeim vettvangi, er það að þakka, að tekizt hefur að varðveita þjóðtunguna svo vel, að allur sá mikli auður, sem hún hefur skapað, er í fullu gildi til handa nýrri kynslóð íslendinga. Hitt er segin saga, að hvenær sem þörf þykir að treysta þessa vörn, hefjast upp úrtölu-raddir, sem kalla slíka afskiptasemi ekki aðeins óþarfa, heldur blátt áfram skaðlega, því ekki geti málið „þró- azt eðlilega" nema hvers konar málnotkun sé látin friðhelg. Raunar gegnir furðu, hve fast sumir menn sitja þar við sinn keip, svo oft og rækilega sem þessi fírra hefur verið hrakin. Hastarlegast er þó, að til skuli vera kennarar sem taka undir þann söng; og má kalla að þar höggvi þeir sem hlífa skyldu. Og einhvern tíma var svo talið, að þættir Ríkisútvarpsins um daglegt mál væru til annars ætlaðir en að halda uppi slíkum áróðri undir yfirskini málræktar. En á liðnum árum hefur þess orðið vart hvað eftir annað. Þá eru þeir sem amast við hneykslanlegum málvillum og subbugum slettum á opinberum vettvangi, kallaðir „mállögregla“ sem vilji hefta sköpunarmátt tungunnar og keyra hana í viðjar einstrengingslegrar forneskju, hvað svo sem átt er við með því. Reyndar er því samtímis haldið fram með fögnuði, að öll vandlæt- ing, sem uppi er höfð, sé greini- lega árangurslaus með öllu. Þó hafa fleiri en ég veitt því athygli, að ýmsar málvillur, sem óðu uppi í fjölmiðlum fyrir nokkrum árum, sjást naumast né heyrast lengur. Hins vegar má betur ef duga skal, og þarf engan að undra, að ekki fellur eik við fyrsta högg. Þeir sem mæla gegn erlendum slettum eru sakaðir um að bann- færa öll tökuorð, svo skynsamlegt sem það nú væri. Ég hygg að flestum megi ljóst vera, að engin leið væri að komast af án mikils ijölda af tökuorðum, enda hafa ótal mörg prýðileg orð af erlend- um uppruna skartað í máli voru frá upphafi ritaldar. Raunar getur ýmsum hugtökum, sem að jafnaði hljóta góð og gild íslenzk heiti, komið vel að mega í viðlögum bregða fyrir sig samheitum af erlendum toga, ef hentar til- teknum stíl. Og þá er ánægjulegt að veita því athygli, að oftar en ekki fylgir hinu fjarkynjaða orði óvirðulegri blær en því íslenzka, þó að þau kallist samheiti. Hitt er eigi að síður brýnt, að greint sé milli tökuorða og slettna, annars vegar orða sem falla að íslenzku máli með eðlilegum hefð- bundnum hætti, og hins vegar orða og orðasambanda sem eiga sér þar engan grundvöll og hafa í hótunum við sjálft málkerfíð. Nýlega var á það bent, hve vel og skemmtilega Þórbergur Þórð- arson beitir á vísum stað sögninni að spásséra. Þessi sögn er dæmi um gott tökuorð sem fyrir sér- stakan merkingarblæ sinn á verð- ugt erindi inn í málið. Raunar átti Þórbergur það einnig til að leika sér að orðum, sem naumast verða kölluð annað en slettur. En um listilega stílbundnar slettur meistara Þórbergs er okkur, sem miður megum, hollast að minnast þess sem segir í hinum fræga lat- neska málshætti: Quod licet Jovi, non Iicet bovi. og á íslenzku hefur verið orðað svo: Allt sem leyfist Óðni sjálfum ekki hæfir bolakálfum. Þegar svo er komið, að dekrað er við óþrifin og lágkúruna, en vönduðu máli valin hrakyrði, kann að styttast í það, að íslenzkar bókmenntir allra alda verði mikl- um hluta þjóðarinnar glataður ijársjóður. Nema ef til vill með þeim hætti, að Njála verði „þýdd“ á nýja „íslenzku“ og Hallgerður svari bón Gunnars um boga- strenginn á skiljanlegri veg en áður: „Hættu þessu píbi, mar! Ekki með þessa stæla!“ Málverndarbaráttunni má aldr- ei linna; enda má jafnan eiga það víst, að fylkt verði liði til vamar þeim snillingum, sem enga björg geta veitt sínum eigin dýrmæta frumleik án þess að misþyrma móðurmálinu. Sérfiræðingur NATO; Hernaðarsteftia Gorbatsjovs CHRISTOPHER N. Donnelly, sérfræðingur NATO í málefnum Sovétríkjanna, verður ræðumað- ur á sameiginlegum fundi Sam- taka um vestræna samvinnu (SVS) og Varðbergs laugardag- inn 24. febrúar 1990. Umræðuefni fundarins verður hernaðarstefna Gorbatsjovs með sérstöku tilliti til Norður-Atlants- hafs. Hann flytur erindi sitt á ensku og svarar fyrirspurnum á eftir. Á undan verður sýnd 30 mínútna norsk heimildarmynd, „Soviet Forc- es and Activities in the North“. Fundurinn verður haldinn í Átt- hagasal í suðurenda Hótels Sögu. Salurinn verður opnaður klukkan tólf á hádegi. Fundurinn er opinn félagsmönnum í SVS og Varð- bergi, svo oggestum félagsmanna. Christopher N. Donnelly

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.