Morgunblaðið - 22.02.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.02.1990, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1990 Samtök sjómanna: Skerðingu á aflahlut vegna loðnukvótakaupa mótmælt SAMTÖK sjómanna hafa sent frá sér mótmæli vegna upplýsinga, sem þau hafa þess efnis. að kvótakaup loðnuskipa af Grænlendingum hafi verið dregin af áhaftiarhlut. Vísað er til kjarasamninga, þar sem tekið er fra.m að áhöfh taki ekki þátt í útgerðarkostnaði skipsins. Fulltrúi LÍÚ segir að um þetta sé ekki að ræða nema í einu eða tveimur tilfellum. Það eru Farmanna- og fiski- mannasamband íslands, Sjómanna- samband Islands, Vélastjórafélag íslands og Skipstjóra- og stýri- mannafélagið Aldan, sem senda umrædd mótmæli frá sér. Þau lýsa yfir því, að öll skerðing á aflahlut sjómanna sé algjörlega óheimil og vísa til kjarasamninga aðila um Paul Watson væntanlegur PAUL Watson, forsvarsmaður Sea Shepherd-samtakanna, er væntanlegur hingað til lands seinnipartinn í sumar, að sögn Magnúsar Skarphéðinssonar hjá Hvalavinafélaginu. Ef Islendingar hefja hrefnuveiðar í sumar mun hann koma á nýju skipi sínu, „Divine Wind“, sem er mun stærra og fulkomnara en eldra skip samtakanna sem tók nafn af samtökunum, sagði Magnús. Hann sagði að samtökin hefðu getað keypt nýja skipið éftir að hválbátun- um var sökkt hér í Reykjavík, en eftir það hefði streymt fé til þeirra. sölu aflans og verð, þar sem segir, að ailtaf skuli greiða hæsta gang- verð fyrir aflann og aldrei lægra en útgerðarmaður fær. í frétt frá samtökunum segir svo: „Allir sérsamningar milli út- gerðarmanna og áhafna einstakra skipa, sem kveða á um lakari kjör en samningurinn segir til um, eru ógildir. Óheiðarlegum vinnubrögð- um þeirra útgerðarmanna, sem málið varðar, og þvingunum í þessu sambandi er harðlega mótmælt. Samtökin lýsa yfir að þau munu áskilja sér allan rétt til að koma í veg fyrir þá lögleysu, sem reynt hefur verið að beita í þessu máli.“ Sveinn Hjörtur Hjartarson, hag- fræðingur LÍÚ, segir að þegar loðnukaupin hafi verið rædd við fulltrúa sjómanna hafi komið í ljós að þeir voru ófáanlegir til að draga kaupverðið frá hráefnisverði. LIÚ hefði þá metið það svo, að 700 króna verð fyrir hvert tonn væri of mikið til að það borgaði sig. Því hefði útgerðum skipanna verið ráð- lagt að framselja verksmiðjunum kvótann og þær greiddu því kaup- verðið. Svo hefði verið gert í öllum tilfellum nema einu eða tveimur. Ætti að vera auð- velt að sætta menn - seg-ir Halldór Asgrímsson um aflamiðlunina „RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að aflamiðlun verði komið á og allir eru sammála um að hlutverk hennar verði að skipuleggja út- flutning á ísuðum fiski, bæði í gámum og með fiskiskipum. Hins vegar eru skiptar skoðanir um skipan í stjórn hennar. Aðalatriðið er að gengið verði til verks og menn verði sáttir og tilbúnir til að takast á við verkeftiið, en eyði ekki meiri tíma í að þrátta,“ segir Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra. , Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Arni Þór Jónsson bifreiðastjóri sem með snarræði tókst að koma í veg fyrir stórslys í gærmorgun. Kom í veg fyrir stórslys Kefiavík. SNARRÆÐI Árna Þórs Jónsson- ar bifreiðastjóra hjá Sérleyfis- bifreiðum Keflavíkur kom í veg fyrir að ekki varð stórslys þegar stórum malarflutningabíl var ekið í veg fyrir stóra rútu með um 70-80 skólabörnum sem Árni var að aka í gærmorgun. Til að afstýra árekstri tók Arni til þess ráðs að keyra útaf veginum og tókst á ótrúlegan hátt að halda bíl sínum á hjólunum. Atburðurinn átti sér stað á Grindavíkurveginum við Seltjöm og var malarflutningabílinn að koma með möl úr rnalarnámu sem þar er skammt frá. Ámi var ásamt öðrum bílstjóra að flytja skólabörn úr Njarðvíkurskóla í Svartsengi. Árni sagði í samtali við Morgun- blaðið að hann hefði séð malar- flutningabílinn koma og stansa við gatnamótin, en þegar hann hefði átt eftir um 150 metra að gatna- mótunum, þá hefði bílnum skyndi- lega verið ekið inn á veginn og sitt eina úrræði hefði verið að aka útaf. BB Framleiðsla í iðnaði dróst saman um nær 3,5 prósent NIÐURSTÖÐUR könnunar, sem Félag islenskra iðnrekenda gerði um framvindu og horfúr í iðnaði um síðustu áramót, benda til þess að framleiðsla hafí dregist saman um 3,5 prósent í fyrra sé miðað við árið 1988. Þetta kemur fram í fréttabréfi Félags islenskra iðnrek- enda, Á döfínni. í niðurstöðunum segir að veltu- aukning í iðnaði á heimsmarkaði hafí verið um 16% árið 1989 eða um 7% minni en almennar verðlags- breytingar miðað við framfærslu- vísitölu. Þó segir að þessar tölur sýni ekki raunverulega breytingu en gefi ákveðna vísbendingu um talsverðan samdrátt í iðnaði líkt og aðrar kannanir sem gerðar hafa verið. Dregið hefur úr veltu í öllum greinum iðnaðar, nema í fram- leiðslu á drykkjarvörum en þar er nokkur aukning, líklega af völdum bjórsins, segir í greininni. Þá hefur mjög lítið dregið saman í matvæla- iðnaði. Samdráttur er hinsvegar mestur í tré-, steinefna- og plastiðn- aði. Fjárfesting í iðnaði í fyrra var mun minni en árið áður og munar þar um 17% samkvæmt tölum Þjóð- hagsstofnunar. I könnuninni voru iðnrekendur spurðir álits á jákvæðum og nei- kvæðum þáttum efnahagsþróunar á síðasta ári. Jákvæðast, að flestra mati, var lækkun raungengis og meiri stöðugleiki á vinnumarkaðn- um. Flestir töldu háan fjármagns- kostnað það neikvæðasta, auk mik- illar verðbólgu, skattahækkana og samdráttar. Samkvæmt könnuninni má búast við að framleiðsla aukist á árinu en ekki er útlit fyrir miklar breyt- ingar á fjárfestingu í iðnaði á þessu ári. Hlutur íslendinga í loðnukvótanum aukinn um 67.000 tonn: Endanlegt verðmæti tæp- lega 500 milljónir króna „Innan Verðlagsráðs sjávarút- vegsins eru menn sammála um skipan stjórnarinnar, en Verka- mannasambandið er hins vegar andvígt framkomnum hugmynd- um,“ segir Halldór. „Þrátt fyrir það ætti að vera auðvelt að sætta sjón- armið manna. Það er vissulega óheppilegt að ósætti ráði ferðinni, en það er erfitt að takast á við þessi mál vegna þess hve hagsmun- ir aðila eru mismunandi. Núverandi fyrirkomulag er óheppilegt og við í sjávarútvegs- ráðuneytinu ijölluðum um breyting- ar á því þegar sumarið 1988. Þetta getur ekki orðið annað en eins kon- ar skömmtunarkerfi og því verður aldrei gert svo öllum líki. Bezt væri að auka kvótaskerðingu vegna útflutnings til að draga úr ásókn í hann. Verð á fiskmörkuðunum ytra er hátt, haldist framboð eðlilegt. Þessa háa verðs vilja allir njóta, en um leið og framboðið verður of mikið fellur verðið. Þess vegna verður að hafa stjóm á útflutning- um. Án hennar fellur verð örugg- lega vegna framboðs umfram eftir- spurn,“ segir Halldór Ásgrímsson. Sjá einnig „Deila um keisarans skegg“ á bls. 18. ÁKVEÐIÐ hefúr verið að loðnu- kvótinn á yfirstandandi vertíð verði ekki aukinn. Því verður heildarveiði að hámarki 900.000 tonn, en hlutur íslendinga eykst engu að síður um 67.000 tonn, sem er eftir afhlut Grænlendinga og Norðmanna. Þessu magni verður því úthlutað til íslenzku skipanna og nemur það um og yfir einum fúllfermistúr á hvert skip. Endanlegt verðmæti 67.000 tonna af loðnu upp úr sjó er um 490 milljónir króna miðað við að hún verði brædd. í upphafi loðnuveiða á síðasta sumri var loðnukvótinn ákveðinn til bráðabirgða 900.000 tonn. Sam- kvæmt samkomulagi milli íslands, Noregs og Grænlands frá því í jan- úar 1989 koma 78% í hlut okkar en Grænland og Noregur fá 11% hvort land. Vegna leiðréttingar frá síðustu vertíð fengu Norðmenn að auki 40.000 tonn af hluta okkar. Því skiptist heildarkvótinn þannig að við fengum 662.000 tonn, Norð- menn 139.000 og Grænlendingar 99.000. Að loknum mælingum á stærð loðnustofnsins í janúar og febrúar, en þær gengu fremur illa, lagði Hafrannsóknastofnun til að kvótinn yrði ekki aukinn. Hlutur Norðmanna og Grænlendinga var samanlagt 238.000 tonn. Af sínum kvóta framseldu Grænlendingar okkur 31.000 tonn, en alls veiddu norsk og færeysk skip um það bij 140.000 tonn. Alls áttu þau því óveidd um 67.000 tonn. Samkvæmt ákvæðum samnings milli landanna skal ísland leitast við að veiða það rhagn sem kemur í hlut Grænlands og Noregs og er ekki veitt. Þess vegna verður heildarkvóti okkar 760.000 tonn. Þegar hafa veiðzt rúm 500.000 tonn, þannig að ná- lægt 260.000 eru eftir. Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík ákveðinn í dag: Kjömefiid gerir tillögu um Onnu K. Jónsdóttur í 5. sæti ANNA K. Jónsdóttir og Guðrún Zoega^verða í 5. og 9. sæti og Sveinn Andri Sveinsson í 10. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokks- ins við borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík í vor, samkvæmt tillögu kjörnefndar. Tillaga kjörneftndar um skipan framboðslist- ans verður lögð fram á fúndi fulltrúaráðsins í Átthagasal Hótel Sögu klukkan 17.30 í dag. Kjörnefndin leggur til að fímmtán efstu sæti listans verði skipuð eftirfarandi, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins: 1. Davíð Oddsson, borgarstjóri. 2. Magnús L. Sveinsson, formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur. 3. Katrín Fjeldsted, Iæknir. 4. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, lögfræðingur. 5. Anna K. Jónsdóttir, lyfjafræðing- ur. 6. Ámi Sigfússon, fi’amkvæmda- sfiori. 7. Júlíus Hafstein, framkvæmda- stjóri. 8. Páll Gíslason, læknir. 9. Guðrún Zoega, verkfræðingur. 10. Sveinn Andri Sveinsson, laga- nemi. 11. Jóna Gróa Sigurðardóttir, skrifstofumaður. 12. HilmarGuðlaugsson, múrari. 13. Hulda Vaitýsdóttir, blaðamaður. 14. Guðmundur Hallvarðsson, form. Sjómannafélags Reykjavíkur. 15. Margrét Theódórsdóttir, skólastjóri Tjamarskóla. Sjálfstæðisflokkurinn hefur níu fulltrúa af fimmtán í borgarstjórn. Ef tillaga kjörnefndar verður sam- þykkt verða þrjú efstu sætin skip- uð sama fólki og við síðustu kosn- ingar. Þær breytingar verða á níu efstu sætunum að Anna K. Jóns- dóttir og Guðrún Zoega verða í 5. og 9. sæti, þær voru síðast 1 13. og 17. sæti, en Hilmar Guð- laugsson, sem var í 6. sæti, og Jóna Gróa Sigurðardóttir, sem var í 9. sæti, færast neðar og verða í 12. og 11. sæti listans. Páll Gísla- son færist úr fjórða sæti í það áttunda og Vilhjálmur Vilhjálms- son, Árni Sigfússon og Júlíus Hafstein færast upp um eitt sæti. Sveinn Andri Sveinsson, sem gerð er tillaga um í tíunda sætið og Margrét Theódórsdóttir, sem lagt er til að skipi fimmtánda sætið, voru ekki á framboðslista flokksins við síðustú kosningar. Sigurjón Fjeldsted, sem var í 10. sæti við síðustu kosningar, Helga Jóhannsdóttir, sem var í 12. sæti, og Þórunn Gestsdóttir, sem skip- aði 15. sætið, eru ekki á tillögu kjörnefndar, samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.