Morgunblaðið - 22.02.1990, Side 33

Morgunblaðið - 22.02.1990, Side 33
þeir henni fyrir dygga og góða þjón- ustu á löngum æviferli. Á ísafirði kom það í minn hlut að taka við starfi Hendriks í Lands- bankanum um miðjan september 1939. Nokkru áður var hann reyndar búinn að birtast mér í draumi og segja: „Tak þú við starfi mínu í bank- anum.“ Enginn tók mark á draumn- um, sem rættist þó. Svona gerast örlögin. Eftir að ég fluttist alfarinn til Reykjavíkur árið 1955 heimsótti ég Ásu eins oft og færi gafst. Þá rædd- um við mikið saman og riíjuðum upp liðnu árin fyrir vestan, og alltaf hýrn- aði yfir henni, þegar ísafjörð bar á góma. Ása var mjög vel gefin, ennfremur fljúgandi mælsk og munaði lítið um að flytja frábærar afmælis- og tæki- færisræður, ef því var að skipta. Eina slíka ræðu, er hún flutti fyrir löngu síðan, minnast vinir hennar oft á, en þá var Ása komin yfir áttr- ætt. Minningarnar sækja á, hver af annarri, en nú skal staðar numið. Inn í þessa mynd verður þó að koma Dóra Sigurjónsdóttir, tengdadóttir Ásu, sem hefur sýnt tengdamóður sinni einstaka umhyggju í gegnum árin. Sá sérstaki þáttur er geymdur en ekki gleymdur. Að leiðarlokum fylgja eftirfarandi vísuorð Herdísar Andrésdóttur: Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð, fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. Haft er að orði: Þar sem góðir menn fara eru guðs vegir. Nú er gatan greið fyrir Ásu, því að „upp- himinn fegri en augað sér, mót öllum oss faðminn breiðir“. (E.Ben.) Innilegar samúðarkveðjur frá okk- ur hjónum og Guðbjörgu uppeldis- systur minni til Dóru og annarra ástvina Ásu Theódórs. Sveinn Elíasson Rökkrið færist yfir. Allt er hljótt á sjúkrastofunni á Isafirði. Faðir heldur um hönd fárveikrar dóttur sem loks er sofnuð. Hann spyr konu í næsta rúmi hvort hún vilji halda í hönd litlu stúlkunnar í sinn stað ef hún skyldi rumska. Því er vel tekið. Þetta var fyrsta en ekki síðasta aðstoð þessarar hjartagóðu konu við litlu stúlkuna. Konan var Ása Theodórs en stúlk- an var undirrituð. Nafngiftin „Ása mamma“ varð til vegna náinnar sam- veru næstu mánaða. Hún gefur greinilega til kynna hvers virði um- hyggjan og ástúðin var þriggja ára bami, fjarri foreldrum. I þá daga var foreldrum ekki gert kleift að vera samvistum við börn sín á sjúkrahús- um. Manni Ásu, Hinriki Theodórs, kynntist ég líka og var hann ekki eftirbátur konu sinnar í ástúð og hlýju. Manngæskan geislaði frá hon- um. Því miður urðu kynni okkar allt- of stutt því að vorið 1939 flutti ég á annað landshom, en hann lést þann 17. ágúst sama ár. Árin líða. Leið mín liggur til Reykjavíkur. Nú skyldi dvalið í höf- uðborginni heilan vetur við nám. Þá var tækifærið notað að leita „Ásu mömmu“ uppi. Þar kom símaskráin í.góðar þarfir. Eiginlega hefði nafn MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRUAR 1990 33 Ásu Theodórs að vera þar skrautrit- að. Svo vel og dyggilega þjónaði hún Landsíma íslands áratugum saman. Þar var ekki slegið slöku við fremur en annars staðar. Samviskusemi og árvekni Ásu var einstök. Hún mátti ekki vamm sitt vita í neinu. Ná- kvæmnin og heiðarleikinn voru í öndvegi. Það var svo sem ekki verið að kveina og kvarta undan annríki eða of löngum vinnudegi. Skyldu- ræknin var henni í blóð borin. Að gera sitt besta var jafn sjálfsagt og að draga andann. En allt tekur enda, einnig starfs-' ferill manna. Þar um gilda fastar reglur hjá „því opinbera". Nú skyldi maður halda að Ása hefði fallið saman og koðnað niður er hún, einbúinn, gekk ekki lengur til starfa utan heimilis. Ó ekki! Slík var ekki skaphöfn þessarar mætu konu. Þó að sjón tæki óðum að dapr- ast tók hún samt til við hannyrðir og lét sig ekki muna um að læra nýtt hekl sem henni leist vel á. Ég vildi að ég væri málari. Þá skyldi ég mála mynd af henni þar sem hún kemur galvösk til dyra, hnarreist og hressileg í fasi og býður til stofu. Reyndar fékk maður að drekka í eldhúsinu á Hringbrautinni undir það síðasta, þegar sjónin var orðin harla léleg. Og svo kom að þessu erfiða augna- bliki, þegar öldungurinn verður að horfast í augu við þá sorglegu stað- reynd að ekki verður lengur dvalist á eigin heimili. Elli kerling er búin að ná undirtökunum. Nú hlaut að koma að uppgjöf og armæðu hjá „Ásu mömmu“. Nei, ekki aldeilis. Enn var það hreykin og hnarreist kona sem kom til dyra á Droplaugarstöðum. Með bros á vör sýndi hún íbúðina sem sonur hennar hafði útvegað henni. Alltaf ánægja, sannkallaður Pollyönnu-stíll. Öllu snúið á besta veg. Ása eignaðist einn son, Richard, og missti hún hann fyrir tveimur árum, þann 19. janúar 1988. Eftirlif- andi kona hans, Dóra Sigurjónsdótt- ir, breiddi sig þá af enn meiri nær- gætni og alúð yfír tengdamóður sína og hafði hún þó alla tíð sýnt henni æma umhyggju. Nú hnignaði heilsu „Ásu mömmu" óðum og skyldi engan undra. Þá tók sjúkradeild Droplaugarstaða við og voru þar margar hlýjar hendur sem hjúkruðu þreyttu gamalmenni. Þann 13. janúar síðastliðinn varð Ása Theodórs 100 ára. Hún hafði þá lítið talað um tíma , aðeins tjáð sig með svipbrigðum. Dóra sá um að allt yrði sem ánægjulegast en þó ekki ofviða afmælisbaminu. Ekki vissu menn gjörla að hve miklu leyti Ása naut návistar ættmenna sem heimsóttu hana. Þegar flestir voru farnir og komið að kveðjustund heyrðist afmælisbamið segja: „Ja, þetta var nú garnan." Ég á enga ósk heitari til íslensku þjóðarinnar en að hún eignist sem flesta þegna með lyndiseinkunn og gáfur Asu Theodórs. Þá verður auð- velt að sigrast á erfiðleikum. Ekkert vol og víl, hálfvelgja né hik, heldur eljusemi, óeigingirni, ástúð og heið- arleiki. Dóra mín, megi allar hlýju, björtu minningarnar fylla það tómarúm sem þú finnur óhjákvæmilega til um þess- ar mundir. Guð veri með ykkur öllum þessa heims og annars. Þórný Þórarinsdóttir :—! — • rtff • j .. [ j ! . W'n Aí(t & háíívitd Sjyariskr y. ) $ gsuakór a QQQQ ^Laiwaveo 44 s. i35?o Fulltm sjwsMisfélaganna f Reykiavlk Ákvörðun um framboðslista Fundur verður í fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykavík í Átthagasal, Hótel Sögu, fimmtudaginn 22. febrúar kl. 17.30. Dagskrá: 1. Tillaga kjörnefndar um framboðslista Sjálfstæðis- flokksins við borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík. 2. Önnur mál. Fulltrúaráðsmenn eru beðnir að sýna félagsskírteini sín við innganginn. Þeir félagar í fulltrúaráðinu, sem enn hafa ekki fengið skírteini, eru beðnir að sýna persónuskilríki. Vinsamlegast athugið að fundurinn hefst kl. 17.30 síðdegis. Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. RONNING , __ . __ A MlSKALTTlLBOÐ —HJÁ RÖNNIN6 í KRINGLUNNI BÝÐST NÚ EINSTAKT TÆKIFÆRI CRINGLAN T|i_að eignastsnowcapkælitækiágóðuverði. Sími: 685868

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.