Morgunblaðið - 22.02.1990, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 22.02.1990, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2g. FEBRÚAR 1990 41 VELXAKANDI SVAR/R í SÍMA 691282KL. 10-12 FRÁ NÁNUDEGI TIL FCSTUDAGS til skírnar, sem er tákn dauða hans á krossinum. Jesús vildi skírast skv. orði hans: „til að fullnægja öllu réttlæti." 3. til að sýna að iðrunarskírn er vegurinn til Guðs ríkis og til kirkj- unnar, sem hann átti að stofna. Það væri mögulegt að lengja skrána um misnotkun texta Biblí- unnar en ég held að þessi dæmi séu nóg til að afhjúpa aðferðina sem Haralds og vottar Jehóva nota. Á meðan ég sannaði svikin fylgdi ég ráði Jean-Francois Blanchet, forseta áfrýjunardómstólsins í Forbach (Alsace), sem var eins og Schnell tólf ár í hlekkjum vottanna. Sem ungur stúdent hafði hann hætt námi í læknisfræði, því að 1975 mundi skv. spá Vottanna himinn og jörð líða undir lok. Þar sem það kom ekki fram vildi Blanchet rannsaka Biblíuna betur og keypti kristna Biblíu. Það var þó virt sem helgi- spjöll, sérstaklega fyrir hann, sem forseta hópsins. Bóksalinn gaf hon- um einnig skrá með dagsetningum heimsloksins á nítjándu og tuttug- ustu öld skv. spádómum vottanna. Þegar yfirvöld votta héraðsins og í París gátu ekki leyst vandamálið um útskýringu textanna, sagði hann af sér sem meðlimur. Hann varð meþód- isti en fór því þeir voru einnig of bókstaflegir. Að lokum fann hann aftur hamingju og hvíld í hinni ka- þólsku kirkju æsku sinnar. Ráðið sem Blanchet gefur er að dýpka þekkingu okkar á Biblíunni til að afhjúpa bók- stafstrú vottanna og slíkra safnaða. Líka segir Blanchet að biðja skuli fyrir þessu fólki. Vissulega eru marg- ir í grandaleysi í þessum sértrúar- flokki. Sérstaklega með textum úr Gamla testamentinu er auðvelt að svíkja einfalt fólk sem veit h'tið um sögu G. testamentisins. Það er líka aðferð Haralds t.d. með textum úr 2. Mósebók um líkneski og úr Mal- aki 3,6: „Ég, Drottinn, hefi ekki breytt mér.“ Páll postuli, sem afnam umskurn Gamla testamentisins, mundi segja við Harald: „Vinur minn, 2 Kor. 3,6: „Guð hefur gjört oss hæfa til að vera þjóna nýs sáttmála, ekki bókstafs, heldur anda. Því að bókstafurinn deyðir, en andinn lífgar.“ Umskurn var mikilvægt boð- orð GT en hvað segir Páll postuli: „Ef þér látið umskerast, þá gagnar Kristur yður ekkert.“ (Gal. 5,2). Níðingsleg framkoma Hér er lítil saga úr íslensku þjóðlífi í dag. Hún gerðist á Digra- nesvegi í Kópavogi föstudaginn 2. febrúar um hálf eitt leytið. Tæplega sjö ára drengur var á leið í skólann og kisan hans elti hann og slæddist út á akbrautina. Drengurinn var að kalla til kisu í þeim tilgangi að reka hana heim þegar að bar bíl sem umsvifalaust ók yfir köttinn og „súpermann“, sem við stýrið var, hægði ekki einu sinni ferðina. Þegar drengurinn í hrellingu sinni ætlaði að fara og ná í hræið af kisu var hann svo lánsam- ur að tvo unglingspilta bar þar að, sem sögðu honum að fara heim og fjarlægðu hræið. Þegar heim kom var drengurinn örvita af því sem hann hafði horft á og sagði við mömmu sína: „Hún hreyfðist einu sinni og svo kom blóð“, og endurtók svo í sífellu: „Hann þurfti ekkert að gera þetta, hann gat vel stoppað.“ Ef viðkomandi „súpermann" les þetta ætti hann að geta glaðst yfir verki sínu. Köttinn drap hann alger- lega að óþörfu að drengnum sjá- andi, sem við það fékk það áfall er hann gleymir ekki í bráð. Síðan þetta skeði hefi ég heyrt að ekki sé mjög óalgengt að sálsjúkir „sú- permenn“ geri sér leik að því að aka yfir ketti ef þeir sjá sér færi á. Þóra Góði Haralds, ég held, að það sé betra að trúa Páli og Jesú en vottum frá Brooklyn, NY, USA, og slíku fólki. Ef þú ert sjálfur vottur þá lestu einu sinni bækur W. Schnells: Thirty Years a Watchtower Slave (30 ár þræll Varðturnsins) eða „Jehovah’s Witnesses Errors Exposed". (Af- hjúpun villukenninga votta Jehóva). Baker Book House, Grand Rapids, Michigan, USA. Þessi maður var umboðsmaður útgáfna vottanna. Þúsundir fundu aftur rétta trú í guð- dómi Jesú Krists. Ég vona að þú finn- ir hana líka. Að lokum ennþá þetta: Guð sjálfur er ekki þræll bókstafs- ins. Hann bauð sjálfur Móse að gera líkneskjur englanna af gulli af drifnu smíði og láta þá í helgidóm (2 M 25,18). Á eftir átti Móse líka að gera líkneski eiturorms til að bjarga fólkinu (fyrirmynd Jesú á krossinum) (4 M 21,8). Guð breytti einniglögum um hrein og óhrein dýr (5 M 14, 3-21) skv. Post. 10, 13-16. En viljir þú, Haralds, lifa sem gyðingar GT, þá er allt í lagiphaltu þá öll boðorð Gamla testamentisins og láttu um- skera þig, en við viljum lifa sem kristnir menn, sem erum skírðir í nafni eins Guðs, sem er Faðir, Sonur og Heilagur Andi. Guð blessi þig, vinur. Sr. J. Habets Fiskverkendur Til sölu sprautusöltunarvél og salt- dreifarar frá Traust hf. Upplýsingar gefur Guðmundur í síma 97-81885. i 1 co co iTÍ CO Góðan daginn! Húsgagnahöllin býður þér ÚRVAL, GÆÐl, GOTT VERÐLAG OG ÞJÓNUSTU Þa að er á þessum tíma sem margir hugsa sér til hreyfings í leit að borðstofuhúsgögnum. Þe etta vitum við hér í Húsgagnahöllinni af langri reynslu og höfum undirbúið góðar móttökur með því að hafa mikið úrval af þess- ari vöru í öllum stærðum, öllum verðflokkum og öllum hugsanlegum viðartegundum. V v ið bjóðum þér stórkostlegt úrval vandaðra borðstofuhúsgagna, sem eru smíðuð úr beyki, mahogny, aski, furu, ljósri og dökkri eik og ýmis konar harðviði sem hefur verið litaður svartur eða gráhvítur (perlmut) og hvítur. /7 móti borðunum og stólunum eigum við til alls konar veggskápa — svona á að giska 30 - 40 mismunandi gerðir . _ B|. í öllum viðartegundum. HUSQðQnZ^ilOlllll REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.