Morgunblaðið - 22.02.1990, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.02.1990, Blaðsíða 32
32 Sjónvarpstœki Sjónvarps- myndavélar Hljómtœkja- samstœður Útvarpsvekjarar Gœðatœki fyrir þig og þína! SMFTH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUÐAGUR 22. FEBRÚAR 1990 Aldarminning: * Asa Theodórs - Kveðjuorð Fædd 13. janúar 1890 Dáin 13. febrúar 1990 í dag, fimmtudaginn 22. febrúar, verður til moldar borin frá Dómkirkj- unni í Reykjavík frú Ása Theódórs, fyrrum símritari, sem lést í hárri elli á Droplaugarstöðum hér í borg þann 13. þ.m. á 101. aldursári sínu. Við þessi leiðarlok er mér bæði ljúft og skylt að minnast örfáum orðum þessarar elskulegu frændkonu minnar og þá ekki síst fyrir þær sakir hversu margs góðs ég átti henni upp að unna frá umliðnum tíma; atvika, sem nú merla í muna á kveðjudegi. Ása var fædd í svokölluðu Beykis- húsi á ísafirði, þann 13. janúar 1890 og var annað barn foreldra sinna, þeirra Guðmundar Pálssonar, beykis, fæddur 1850, dáinn 1937 og Guð- fínnu Rósinkransdóttur, fædd 1854, dáin 1923, en þau voru bæði langt í ættir fram komin af traustu vest- firsku alþýðufólki, faðirinn af Arnar- dalsætt, en móðirin af svokallaðri Rósinkransætt frá Tröð í Önundar- firði. Fyrir þá, sem ættfræði unna, má e.t.v. geta þess að Ása og Páll Hall- dórsson, skólastjóri Stýrimannaskól- ans og faðir Níelsar prófessors og þeirra Dungalsbræðra, voru bræðra- börn og eins var hún systkinabam að móðurkyni við börn Rósinkran- sanna frá Tröð, þ. á m. Guðlaug Rósinkranz, fyrrv. Þjóðleikshússtjóra og Guðlaugu, móður þeirra Hviltar- systkina. Þá var móðuramma Ásu, Guðlaug Pálsdóttir, þremenningur að skyld- leika við Berg Thorberg, landshöfð- ingja; bæði niðjar Þorbergs Einars- sonar, prests á Eyri við Skutulsfjörð, en hann var dóttursonur völundarins séra Hjalta Þórarinssonar í Vatns- firði. Fram í ættir taldi hún, sem reynd- ar flestir íslendingar, til skyldleika við ýmis kunn nöfn og til gamans má geta að hún var 9. ættliður í föðurætt frá Jóni Indíafara, dáinn 1679, 17. ættliður frá Vatnsfjarðar- Kristínu, dáin 1458, og 19. frá Grundar-Helgu, dáin 1385. í móður- kyn var hún 11. ættliður, bæði frá Guðbrandi Hólabiskupi, dáinn 1627, áin og Ragnheiði, dáin 1636, (móður Brynjólfs biskups Sveinssonar) og dóttur Helgu, sonardóttur Jóns Ara- sonar, Hólabiskups. En því nefni ég þessi fræði til sögunnar að frænka mín var einstaklega ættfróð kona, langminnug og óljúgfróð og lagði hún jafnan í vana sinn að inna ókunn- uga að ætterni til að fá fyliri skil á viðmælanda sínum, e.t.v. minnug þess fomkveðna að „sjaldan fellur akarnið langt frá eikinni". Á ísafirði laust um aldamótin, sem þá var stærðarbær á íslenskan mæli- kvarða, ólst Ása upp í glaðværum systkinahópi þeirra: Páls Ósrunn, fæddur 1888, Sigríðar, fædd 1891, Kjartans Rósinkranz, fæddur 1894 og uppeldissystur sinnar, Maríu Sveinsdóttur, fædd 1901, en þau eru nú öll látin fyrir allmörgum ámm. Þar gekk hún í bamaskola í umsjá dr. Bjöms Bjarnasonar frá Viðfirði, þáverandi skólastjóra, en svo mjög orkaði kennsla og kurteisi þessa lær- dómsmanns á bamið að hún taldi hann jafnan síðan í röð ágætustu manna, er hún hefði kynnst, og hafði orð um dr. Björn, sem Jón Ögmunds- son um fóstra sinn, ísleif Gissurar- son. Gegnt beykishúsinu stóð hús yfír- valds ísfírðinga, Hannesar Hafstein, síðar ráðherra, og varð samgangur barnanna í húsúnum allmikill, enda á líku reki, og héldust gagnvegir milli Ásu og ráðherradætranna upp frá því og til endadægurs, enda vinf- ast fólk hvort tveggja. Ekki var títt að stúlkur væm sett- ar til mennta á þessum tíma umfram lögboðið skyldunám og því fór Ása, að bamalærdómi loknum, aðeins í framhaldsskólann á ísafírði, þrátt fyrir að hún hefði sýnt prýðilega námshæfileika, eins og skólavitnis- burður um hana ber með sér frá þessum löngu liðnu dögum. í skóla var hún jafnvíg á flestar greinar, en þó mun hún hafa lagt mesta alúð við íslenskunámið og dönskuna. Ása var kvenna best mælt á móð- urmálið, enda lagði hún sig ávallt í líma við að tala og skrifa það sem fallegast og í þvi skyni las hún mik- ið, og kunni, af ljóðum góðskáld- anna, svo og önnur öndvegisrit, en var vönd að lestri bóka. Hún fýlgdist ávallt með útvarpsþáttunum „Um íslenskt mál“ eftir að þeir hófust og fannst mér oft furðu gegna hversu djúpstæða þekkingu hún hafði á máli og málnotkun og heyjaði ég mér oft þekkingar úr fórum hennar á þessu sviði; sjálfur við nám og í skjóli hennar fyrir margt löngu. Góð kjnni við Hafstein-fjölskyld- una á Isafjarðarárunum leiddu til þess að sumarið 1908 var henni boð- ið að dvelja sumarlangt hjá fjölskyld- unni í ráðherrabústaðnum í Tjamar- götu 32, við skammtímanám í þýzku og fleiri námsgreinum, en einmitt þá, síðsumars, var auglýst eftir tveimur stúlkum til starfa á símstöð- inni á Isafirði og hvatti Hannes Ásu til að sækja um starfíð. Með sið- ferðisvottorð frá ráðherra og umsókn stílaðri sameiginlega af henni og fyrrum lærimeistara, dr. Birni, var hún valin úr hópi umsækjenda ásamt æskuvinkonu sinni, fr. Soffíu Thord- arsen, og urðu þær því fyrstu símrit- aramir vestra og áttu síðan sam- starfsleið, með nokkram hléum, vin- konumar, um hartnær hálfrar aldar skeið. Rétt er að nefna að á þessum tíma þótti töluverð upphefð að komast í slíkt fast starf, bæði nýjungarinnar vegna og eins sökum atvinnuhorfa á fyrstu tugum þessarar aldar. Reyndar fór vel á því að Ása skyldi kjósa sér þennan starfsvett- vang, eða kannski forsjónin fyrir hennar hönd, bæði sakir þess að fað- ir hennar, Guðmundur beykir, átti þarna „innlegg“, sem fyrsti símlagn- ingamaður landsins; sbr. Saga Isa- fjarðar eftir Jón Þ. Þór, sagnfræð- ing; Þegar beykirinn sá um símlagn- inguna á milli Isafjarðar og Hnífsdals árið 1892, og eins vegna þess að með símrituninni gat hún séð sér farborða hin mörgu ekkjudómsár sín, meðan entist starfsþrek og heimild til að vinna. Við símritun á ísafírði vann Ása með sumarhléum um 1913, þegar hún var beðin um að annast rit- símann á Siglufírði, m.a. vegna síldveiðiflotans, og bjó í foreldrahús- um uns heillastjarna og hamingju- stund hennar rann upp þann 21. maí 1919 er hún giftist Hendrik Elísi Theódórs, fæddur 8. ágúst 1889, og flutti með honum til Borðeyrar, en hann var þar verslunarstjóri Riis- verslunarinnar, eins og verið hafði faðir hans á undan honum. Á Borðeyri stóð hennar mesta hamingjutíð og varaði í röskan tug ára. Þar fæddist þeim einnig dýr- mætur einkasonur, á sumardaginn fyrsta, þann 22. apríl 1920, og þar sáu þau stolt sitt og prýði vaxa úr grasi og lofa góðu sem mannsefni; en sveinninn ungi var skírður Ric- hard Pétur, í höfuðið á vini og eig- anda fyrirtækisins, sem þeir feðgar, verslunarstjórarnir, höfðu starfað við svo langan dag. Sonurinn varð láns- maður, sómi þeirra hjóna beggja, en lést langt um aldur fram, þann 19. janúar 1988, rúmlega 67 ára að aldri. Á Borðeyri stóð Ása með miklu öryggi fyrir rómuðu menningar- heimili, sem svo vel var kynnt að hún var oftsinnis beðin um að taka að sér stúlkur til verklegra leiðbeininga um búsýslustörf, um lengri eða skemmri tíma, svo og aðrar hand- menntir. Bæði af þeirri stjómsýslu og vegna eðlislægrar alúðar eignað- ist hún á Borðeyri ævilanga vináttu fjölda samtíðarmanna sinna, þar um slóðir, sem síðan, áratugum saman, sýndu henni ræktarsemi og vinarþel með svo margvíslegum hætti að tók hjarta hennar nær. Á Borðeyri tóku þau hjónin til fósturs, frá 7 ára aldri, uppeldis- dóttur sína, frú Þóranni Valgerði Björnsdóttur, síðar prestfrú á ísafírði og á Valþjófsstað í Fljótsdalshreppi, en hún lést einnig um aldur fram tæplega 67 ára gömul árið 1984. Til góðvina Ásu ber að telja frú Dýrfinnu Tómasdóttur frá Borðeyri, sem galt vináttu Ásu með ævilangri tryggð og hjálpsemi. Þegar þau Hendrik; en hann var sonur Theódórs Ólafssonar, verslun- arstjóra á Borðeyri, Ólafssonar, dóm- kirkjuprests í Reykjavík, Pálssonar og Árndísar Guðmundsdóttur, prests á Borg á Mýram, Vigfússonar; komu til Ísaíjarðar endumýjuðust dagleg samskipti og vinskapur Ásu við stöll- ur sínar frá fyrri tíð. Við fráfall eiginmannsins, sem bar að í Reykjavík í ágústmánuði 1939, ári eftir að sonur þeirra, Richard, hafði lokið verslunarskólaprófí vorið 1938, ákvað Ása að flytja suður til að vera nær syni sínum; eins með það í huga að fá atvinnu við sitt hæfí hjá ritsímanum, En þar starfaði hún upp frá því allan sinn vinnudag í Reykjavík eða í rösk 20 ár, uns hún varð að láta af föstum störfum sjötug að aldri á árinu 1960. Sinnti samt ígripavinnu hjá ritsímanum öðru hverju í nokkurn tíma eftir það, enda starfsöm í besta lagi, stundvís, traust og ábyggileg. Fyrst bjó frændkona mín syni sínum heimili í borginni í rösk 10 ár, en frá 1950 bjó hún ein að frátöld- um þeim fjórum árum, sem ég naut skjóls hjá henni við nám og störf hér syrðaááranum 1951-1955, ogminn- ist ég þeirra ára þakklátum huga, enda var hún mér bæði hollráður leiðbeinandi og góður félagi. Um haustið 1952 réðst hún í íbúð- arkaup og minnist ég enn hversu þakklát hún var forsjóninni, þegar hún loksins, rúmlega sextug, komst í eigið húsaskjól eftir langar leiguí- búðarsetur, en á Hringbraut 47 bjó hún uns elli knúði hana til síðustu vistaskiptanna hér, að Droplaugar- stöðum árið 1983. Á Hringbraut hélt hún upp á 90 ára afmæli sitt árið 1980 með reisn og myndarskap og þar heiðraði hana með heimsóknum mikið frændalið og vinir, en hún þá ern í besta lagi. Hélt hún nær óskertri andlegri heilsu fram yfir miðjan lokaáratug aldurs síns. Annar hamingjudagur rann upp á árinu 1951, þegar Richard festi ráð sitt, þann 11. ágúst það ár, og gekk að eiga Dóra Sigutjónsdóttur, versl- unarstjóra Jónssonar og eiginkonu hans, frú Guðfinnu Vigfúsdóttur frá Hlíð undir Eyjafíöllum. Hamingja Asu var fólgin í hlut- deild í gæfu sonarins með góða konu, sem stóð honum fyllilega jafnfætis, enda ber heimili þeirra órækan vitn- isburð um sérstaka fágun og smekkvísi. En ávallt var Richard móður sinni nærgætinn og góður sonur. I störfum fór þeim mæðginunum líkt, að bæði unnu með alúð og kunn- áttusemi allt það sem þeim var tiltrú- að og lauk Richard starfsferli sínum sem skrifstofustjóri Reykjavíkur- hafnar til margra ára, og var öllum samstarfsmönnum til eftirsjár, þegar hann lét af störfum sökum heilsu- brests fyrir röskum 6 áram. Hin síðari ár var frænka mín höll úr heimi, en mun þó hafa skynjað umhverfi sitt að einhveiju leyti. Hún hafði óskað sér þe’ss lengi að þurfa ekki að verða upp á aðra komin eða lifa sjálfa sig, en það er hér sem í öðra, að mennirnir ráðslaga, en al- mættið ræður. Henni var þó hlíft við því reiðarslagi að vita um fráfall sonar síns fyrir tveimur áram og hefír máttarhöndin þar lagt líkn með þraut. Við ferðalok skulu tengdadóttur hennar færðar hjartans þakkir okkar skyldmennanna er álengdar höfum staðið og vitni orðið að þeim kær- leika er hún hefír umvafíð tengda- móður sína. Fyrir hennar fórnfúsu hjálp eram við þakklát, og skynjum að það era þeir feðgar einnig, sem á undan eru farnir, svo og aðrir ást- vinir af öðrum heimi. Ása var í lægra meðallagi, svo sem hún átti kyn til, svarthærð á yngri árum, djúpbláeygð, vel limuð, kvik í hreyfingum og bar sig með reisn. Hún var félagslynd, en staðföst og orð hennar vora betri en flestra ann- arra manna. Hún hafði að leiðarljósi það eitt að gjöra rétt og láta gott af sér leiða. Hún var alþýðukona, stór af sjálfri sér og þurfti ekki að taka undir með þjóðskáldinu úr Fa- graskógi, sem segir svo í einu erinda sinna: Segið það móður minni að mig hafi eitt sinn þrotið hug og dáð til að duga og duftinu lotið. Duftinu laut hún ekki. Ég hygg að hún eigi góðrar heim- komu von. Fari föðursystir mín í friði. Hún var væn kona og drengur góður. Kjartan P. Kjartansson Góð vinkona mín, frú Ása Theó- dórs frá ísafírði, lést á Droplaugar- stöðum þann 13. þ.m., réttum mán- uði eftir 100 ára afmælisdaginn. Mig langar til að minnast Asu, sem var ávallt svo elskuleg, hlý og traust- vekjandi, á meðan heilsan leyfði. Fyrirmannleg framkoma hennar og reisn var henni eðlislæg og góðvildin skein úr svipnum, enda var hlýleikinn og hjálpsemin í garð annarra grann- tónninn í lífí hennar. Kynni okkar Ásu má rekja 60 ár eða meira aftur í tímann, allt til bamæsku minnar á ísafirði. Sonur hennar, Richard, sem andaðist fyrir tveim árum langt um aldur fram, var æskuvinur minn, leikbróðir og skóla- félagi um áratuga skeið. Síðan út- skrifuðumst við báðir frá Verslunar- skóla íslands vorið 1938. Mér er ljúft að geta þess, að móð- ir mín, Lára Eðvarðsdóttir, og Ása vora einlægar vinkonur frá æskudög- um þeirra beggja, enda voru þær jafnöldrur. Ljúf minning af frásögn móður minnar flýgur mér í hug. Það var fyrir löngu í byijun skólaárs á ísafírði, að mamma gekk hikandi inn í þéttsetna skólastofu, þá nýlega komin í bæinn, eftir nokkurra ára dvöl hjá föðursystur sinni i Reykjavík. Allt í einu heyrir hún hlý- lega rödd segja: „Má bjóða þér sæti hjá mér?“ Þetta var rödd Ásu, sem var að bjóða mömmu velkomna í skólann. Slík framkoma gefur til kynna, að góð vinátta er gulli betri. Um síðustu aldamót var ísafjörður annar stærsti bær landsins. Þar var líf og fjör og mikið um að vera, næg atvinna og mikil umsvif í fram- kvæmdum hjá bænum. Foreldrar Ásu vora hjónin Guð- fínna Rósinkransdóttir og Guðmund- ur Pálsson, beykir, er bjuggu á Mánagötu 2. í húsinu gegnt þeim bjó Hannes Hafstein, sýslumaður, og fjölskylda hans. Töluverður sam- gangur og vinsemd ríkti á milli heim- ilanna og hélst sú vinátta alla tíð. Ása varð fyrsta símadaman á ísafírði. Hún mundi vel tímana tvenna þar í bæ, þar sem hún fylgd- ist vel með öllu sem skeði í félags- og atvinnumálum staðarins. Þar skiptust á skin og skúrir, eins og gengur. Ásu farnaðist ávallt vel í lífí og starfi. Hún eignaðist brátt ágætan lífsföranaut, Hendrik Theódórs, verslunarstjóra Riisverslunar á Borð- eyri, og fluttust Ása til Borðeyrar um skeið, en kom svo aftur til ísa- fjarðar árið 1930. Hendrik gerðist starfsmaður Landsbanka íslands á ísafírði og þótti afburða fær skrif- stofumaður. Þar starfaði hann til dauðadags sumarið 1939. Þess má geta, að sérstök og náin vinátta var með foreldram okkar Dicks. Ógley- manlegar samverastundir og skemmtiferðir að sumri til inn í Tunguskóg og víðar í nágrenni ísa- fjarðar líða seint úr minni. Það var mikið áfall fyrir Ásu að missa eiginmanninn á besta aldri. En hún og sonurinn létu ekki bugast við andstreymið. Þar hjálpaði trúin á góðan guð, sem öllu réði. Mæðgin- in tóku sig upp og fluttust til Reykjavíkur. Þar voru möguleikarnir meiri. Aftur tók Ása upp fyrri störf hjá Ritsmímanum og vann þar þang- að til hún varð að hætta sökum ald- urs. Húsbændur hennar kunnu vel að meta störf hennar þar og þökkuðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.