Morgunblaðið - 22.02.1990, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.02.1990, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRUAR 1990 37 félk í fréttum Vaclav Havel í Bandaríkjunum Vaclav Havel, forseti Tékkósló- vakíu, kom í opinbera heim sókn til Bandaríkjanna á mánudag. Er þetta í fyrsta skipti í sögunni sem forseti Tékkóslóvakíu sækir Bandaríkin heim í opinberum er- indagjörðum auk þess sem Havel er fyrsti austur-evrópski þjóðhöfð- inginn sem heldur vestur frá því að valdakerfí kommúnismans hrundi til grunna. Havel átti m.a fund með George Bush, forseta Bandaríkjanna, og ávarpaði þing- menn beggja deilda Bandaríkja- þings. Á þriðjudag tilkynnti Bush forseti að Tékkar myndu framvegis njótu bestu kjara sem Bandaríkja- menn bjóða í utanríkisviðskiptum sínum en Havel hafði boðað að hann hygðist leita eftir auknum samskiptum við Bandaríkjamenn ekki síst á viðskiptasviðinu. Havel var hvarvetna sýndur mik- ill sómi í þessari fyrstu embættisför sinni til Vesturlanda. Hér á landi var hann viðstaddur hátíðarsýningu í Þjóðleikhúsinu á leikriti sínu „End- urbyggingin“ og í Ottawa í Kanada tók hann við heiðursdoktorsnafnbót við York-háskóla, sem hann hafði verið sæmdur átta árum áður er hann sat í fangelsi í Tékkóslóvakíu vegna gagnrýni sinnar á stjórnkerfi kommúnista Vaclav Havel við komu sína til Kanada. Reuter Havel (fyrir miðju) ásamt Shirley Temple Black, sendiherra Bandarikjanna í Tékkóslóvakíu, við minnismerki í Washington um bandaríska hermenn sem féllu í Víetnam-stríðinu BINDINDIS SEMI O’Toole minnist drykkju- áranna o g Islandsmiða reski leikarinn Peter O'Toole er nú á sviði Appollo-leik issins í London í hlutverki Jef- jys Bernards, sem ritar dálkinn ow Life“ í enska vikurritið The lectator. Bernard er kunnur fyr- drykkjuskap sinn og lýsir hon- n eða vandræðum sínum og ikindum vegna hans í þessum rstæðu ritsmíðum sínum. Þaðan fur höfundur leikritsins Keith aterhouse fengið hugmyndir lar og lýsingar. 1 tilefni af leiksýningunni birt- ist viðtal við O’Toole í breska blað- inu The Independent on Sunday, þar sem meðal annars er rætt við leikarann um drykkjuskap hans sjálfs. Er sagt frá því, að O’Toole sé ólíkur flestum afturbata drykkjumönnum að því leyti, að hann ið- rist alls ekki, þegar hann rifjar upp hátterni sitt. Þvert á móti minnist hann drykkjusakaparins inni- lega. Og til marks um það hefur blaðið þetta eftir honum: „Ég kom til London 1953 [hann ólst upj) í Le- eds] eftir að hafa velst um á korvettu við Islands- strendur og barist fyrir verndun fisksins [hann gegndi herþjónustu í flotanum], eftir að hafa þolað Peter O’Toole sprengjuárasir [í stríðinu] og orð- ið að flytjast búferlum og búið við skömmtun og harðræði, og ég vildi skemmta mér.“ Síðan segir hann frá því, þegar hann hóf að stunda krár og veitinga- staði í London, þar sem hann hitti margt fólk sem var í skemmtana- leit eins og hann. Það hafi verið undravert fyrir sveitadreng að geta þrætt krámar og fengið tækifæri til að hitta kunna andans menn þess tíma og vera tekið vel af þeim. Þetta hafi losað mjög á hömlunum eftir stríðið og skipt miklu fyrir þá, sem voru dálítið reikulir í ráði. í The Independent on Sunday segir, að ótrúlega margir líti þannig á, að Peter O’Toole sé stöðugt undir áhrifum áfengis. Það sé alrangt, þar sem hann hafi hætt að drekka 1975, þegar ýmis líffæri voru fjarlægð úr maga hans. Er líklegt, að áfengið hafi ráðið mestu um skaðan á þeim og vonandi ekki sjóveikin við íslandsstrendur 1953, en þá áttu íslendingar í fyrstu landhelgisdeilunni við Breta. Hefur O’Toole vafalaust fremur verið að vernda veiðar breskra togara við landið en fiskinn. Hofum fengið aftur hinar vinsælu spóiur með æfingum frá Louise Hay * Feellng Fine Affirmotiona * Anger Releasing * Chancer, DiscoverYourHealing Power * Forgiveness/Love Your Inner Child ★ Morning and Evening Meditations * YouCanHealYourLife ★ Self Healing/Loving Yourself ★ What I Believe/Deep Relaxation + Dissolving Barriers Enn ein sending af bókinni You Can Heal Your Life Michael bækurnar: Messages From Michael * Michael'sCastof Characters ★ Michael’sGemstone Dictionary ★ The World According to Michael * Michael Handbook ★ EarthtoTao ★ TaotoEarth Bækur Joan Grant: Bækur um stjörnuspeki, kristalla og heilun Winged Pharoah FarMemory Return to Elysium Life as Carola Blue Faience Hippopotamus Bækur um makrobiotik og heilsufæði Úrval af spólum með slökunartónlist Tarotspilígóðu úrvali ------------------------------- MONDIALarmbandið- skartið sem bætir Sérstæðar gjafavörur og skartgripir Reykelsi, ilmolíur, veggspjöld, tímarit Við höfum í umboðssölu stjörnukort eftir Gunnlaug Guðmundsson stjörnuspeking: ★ PERSÓNULÝSING ★ FRAMTÍÐARKORT ★ SAMSKIPTAKORT Afgreidd á meðan beðið er eða send í póstkröfu. Pantanasímar: (91) 62 33 36 og 62 62 65. ÆS&. VER becR/Sip VERSLUN í ANDA NÝRRAR ALDAR Laugavegi 66-101 Reykjavík - Símar: (91) 623336 - 626265 Póstkröfuþjónusta - Greiðslukortaþjónusta Pantanasímar: (91) 62 33 36 og 62 62 65 ' Vaclav Havel ræðir við George Bush, forseta Bandaríkjanna, í Hvíta húsinu í Washington. ERT ÞU AÐ LEITA?!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.