Morgunblaðið - 22.02.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.02.1990, Blaðsíða 12
12 MOKGtJÍ'ífiLÁÐÍÐ FÍMMTODAGUR 22. FEBRÚAR 1990 HJUKRUNARFRJEIHNGAR Námskeið- í „samskiptum við sjúka" verður haldið 3. og 4. mars nk. Leiðbeinendur: Hugo Þórisson og Vilhelm Norðfjörð. Upplýsingar í s. 91-621132/626632. ELFA háfar úr stáli, kopar og í 5 litum Einar Farestveit&Co.hf. BORGARTÚN 28, SÍMAR: (91) 16995 OG 622900 - NÆG BILASTÆÐI 1 9 Í 9 9 Ódýr hádegismatur alla virka daga frá kl. 12—2. 1. Hamborgari dagsins m/frönskum og salati 2. Samloka dagsins kr. 490 m/frönskum og salati kr. 395 3. Kjötréttur kr. 580 4. Fiskréttur kr. 580 Súpa fylgir. Elskum alla þjónum öllum s. 689888 Ný og nærandi naglasúpa Leiklist Bolli Gústavsson í Laufási Leikfélag Akureyrar Heill sé þér þorskur saga og ljóð um sjómenn og fólkið þeirra í leikgerð Guðrún- ar Asmundsdóttur Leikstjórn: Viðar Eggertsson Leikmynd og búningar: Anna G. Torfadóttir Dansar og sviðshreyfingar: Lára Stefánsdóttir Lýsing: Ingvar Björnsson Söngstjórn: Ingólfur Jónsson Flestir kannast við söguna af naglasúpunni, hvernig ókunnur gestur iék á trúgjama húsfreyju með ósköp venjulegum nagla, sem hann setti í pott. Jónas Arnason hitti einmitt naglann á höfuðið í smásögunni „Tíðindalaust í kirkjugarðinum" þar sem segir frá gömlum sjómanni, sem byggir sér grafhýsi. Já, Jónasi tókst mæta vel að fella samtöl sín við Eirík ÁslákssQh í strangt form smásögunnar, svo les- andinn tekur þátt í því, sem gerist við grafliýsið og skynj- ar það glöggt, sem fyrir augu ber. Nú hefur Guðrún As- mundsdóttir tekið þennan nagla Jónasar með sér inn í leikhúsið og fer að á líkan hátt og ókunni gesturinn, sem bað konuna um gijón, salt, kjöttutlu o.fl., þegar hann ha/ði sett naglann í pottinn. í stað áþreifanlegra fanga leitar Guðrún bragð- bætis í andlega búrskápa. Þar eru dregin fram ijóð af , ýmsu tagi eftir skáld frá ýmsum tímum, allt frá Látra-Björgu og Jónasi Hallgrímssyni til Steinunnar Sig- urðardóttur og Bubba Morthens. Ljóðskáldin, sem leggja til gijón og krydd í súpuna eru eitthvað á þriðja tuginn. Þá eru lausamáls- textar m.a. eftir Guðrúnu og Þór- berg Þórðarson, úr sögu Snæ- bjamar í Hergilsey og úr þjóðsög- um. Og úr þessu er löguð hin lystilegasta súpa, wbæði sölt og sæt, þ.e.a.s. þar skiptast á gaman og alvara. En sá sem á að fjalla um þessa sýningu lendir óneitan- lega í nokkrum vanda. Raunar finnst mér hægt að hneykslast á þessum hrærigraut og skammast í löngu máli yfir því, að hér séu flest lögmál leikritunar brotin, en jafnframt er auðvelt að fara mörgum fögrum orðum um það sem við ber á leiksviðinu. Þar er margt harla vel gert. Þetta minnir óneitanlega á djarfa upp- stokkun í ýmsum listgreinum á liðnum árum, og ekki síst á það, hvernig Erró leikur sér í sama verkinu með ljósmyndalíkingar af brosandi geimförum, „glanspíur“ í sápuauglýsingu, ómerkilegar klámmyndir og sígild listaverk gamalla meistara t.d. Rembrand- ts, og hráar, amerískar myndasög- ur. Mér þykir það satt að segja fremur þreytandi listsköpun til lengdar, hef raunar takmarkaða trú á framtíðargildi hennar og væri ekki sáttur við það, að þessi súpugerð Guðrúnar hasli sér varanlegan völl f leikhúsinu. En eigi að síður glóir á margt í þess- ari sýningu L.A. og ekki síst á þátt Eiríks Áslákssonar sjómanns, sem Árni Tryggvason leikur eða leikur ekki. Hann verður bókstaf- lega að Eiríki, finnur svo sterkt til með þessum veðurbitna trillu- karli, að hann er þarna sjálfur að bjástra við byggingu þessa alltof háa grafhýsis, sem á að storka Langdals-slektinu, sem mun vera Bogesensfólkið í þessu sjávar- plássi. Og plássið er þama með flestum flötum sínum, bónusþræl- dómi í frystihúsi, sfldarævintýrum, ástum og vonbrigðum, skipbrot- um, sorgum, gleði og galsa — já, mörgum mismunandi myndum, sem geta hæglega speglast í kirkjugarðinum. Kirkjugarðar hafa raunar orðið mörgum listamönnum örlát uppspretta. Bandaríska leikrita- skáldið Thordon Wilder, sem þorði að fara sínar eigin leiðir, óháður stefnum og straumum, hafði kirkju- garðinn sem skuggsjá, þegar hann samdi Bæinn okkar, það leikrit sem frumlegast er talið af verkum hans og olli straumhvörfum í tæknilegu tilliti. Og í bókmenntum okkar eru ljóðaflokkar Guðmundar Böðvarsson- ar, Saltkorn í niold (I og II) mjög glöggt og áhrifaríkt dæmi um þess háttar kirkjugarðslist. Ég hef oft undrast það fálæti, sem þessi ljóð Guðmundar hafa mætt og hve litl- ar undirtektir þau fengu í upphafi. Og það sýnir, hvað við íslendingar erum birgir af góðum kveðskap, að ekki þurfti að fá saltkorn frá Kirkju- bóisbónda í naglasúpa Guðrúnar. Er gaman að rifja upp, hvernig hann hefur ljóðaflokk sinn með því að draga upp mynd af ströndinni við eilífðarhafið: Morgunblaðið/Rúnar Þór Árni Tryggvason í hlutverki Eiríks Ásláks- sonar sjómans. „Við staðnæmumst stuttan tíma á ströndinni frægu við hafið, þar grétum við eða glöddumst, ýmist van eða of. Þar kynntumst við vaskleika körlum og konum, - guði sé lof, og kysstumst þegar við kvöddumst. Hér stóðu þau öll að starfi og stunduðu land eða sjó, og glímdu við gæftaleysi og grasleysi oftast, - og þó var úthlutað dálitlum arfi til allra á þessum stað: frá Adam kom hálfétið epli, frá Evu: fíkjublað." Hér er vikið nokkuð af leið hefð- bundinnar gagnrýni, en öllum sem kvaddir eru til sögu á sýningunni Heill sé þér þorskur er úthlutað dálitlum arfi. Og leikurunum tekst yfirleitt vel að ávaxta hann, hvort sem viðbrögð tjá veikleika eða skapstyrk, birtu eða skugga. Leik- stjórn Viðars Eggertssonar er vön- duð og honum tekst að raða saman myndbrotunum af öryggi, enda glöggur og hugkvæmur listamaður. Og umgerð Önnu G. Torfadóttur á lof skilið, vekur réttan kirkjugarð- sandblæ í sjávarþorpi, einföld, traust, já, sannfærandi og leikstjóri og stjórnandi dansa fá mikið svigr- úm. Ér við hæfi að geta næst stjórn- anda sviðshreyfinga og dansa, Láru Stefánsdóttur. Hlutur hennar er mikilvægur fyrir heildarsvip sýn- ingarinnar, ýmis dansatriði vel út- færð og sjálf túlkar hún Vitlausu- Gullu í dansi af mikilli tilfínningu. Fyrr er getið frábærrar frammi- stöðu hins gamalreynda lista- manns, Árna Tryggvasonar. Guð- rún Þ. Stephensen leikur nokkur ólík hlutverk og fer ósjaldan á kostum. Sem Guðrún (kona við gröf) flytur hún brot úr ljóðaflokkn- um Þorpinu eftir Jón úr Vör á móti Þráni Karlssyni, sem er í hlutverki manns við gröf (bróður Guðrúnar). Þau flytja þennan lát- lausa texta og óbrotnu hugsanir skáldsins, sem gjörþekkir hvern krók og kima sjávarþorpsins og gera það á ógleymanlegan og sann- færandi hátt. Það verður ekki gert á þann veg, sem Guðrúnu og Þráni tekst, nema flytjendur skilji, hve skáldið er þrúgað af átthagafjötr- unum: „Þú leggur af stað út í heim- inn, en þorpið fer með þér alla leið... Þú færð aldrei sigrað þinn fæðingarhrepp, stjúpmóðurauga hans vakir yfir þér alla stund ... Hann ann þér á sinn hátt, en ok hans hvílir á herðum þér“. Þetta dæmi um góðar lotur í sýningunni er jafnframt ábending um það, hversu Þorpið er góður efniviður í höndum snjallra túlkenda. — Guð- rún er tilþrifamikil í hlutverki vændiskonunnar í útlandinu og Þráinn bregður sér einnig í fleiri gerfi, m.a. er hann allt í einu farinn að leika Þórberg með líkum töktum og Jón Hjartarson í Iðnó um árið. Mikið er á leikendur lagt. Jón Krist- jánsson er nýlega kominn til liðs við L.A. með próf uppá vasann frá breskum leiklistarskóla. Hann fer með hlutverk sjómanns og Jónasar kærasta Möggu. Jón Stefán er mikið á sviðinu og stendur sig yfírleitt vel, leggur greini- lega áherslu á góða fram- sögn, jafnvel svo mikla, að þáð getur á stundum verkað dálítið truflandi. Margrét K. Pétursdóttir leikur m.a. kot- roskna smástelpu, sem ekki veit alltaf hvernig hún á að vera, Möggu kærustu Jónas- ar o.fl. — Margrét á auðvelt með að skipta um „tempó“ frá bernsku til fullorðinsára, frá gleði og galsa til alvöru, þótta, reiði og sorgar. Og hún nýtur þess einnig að hafa góða söngrödd og öruggt tóneyra. Hún fer á kostum og Sóley Elíasdóttir fylgir henni fast eftir. Sóley hefur sérlega góða framsögn og leikur hennar er traustur og fum- laus. Steinunn Ólafsdóttir fer með vandasamt hlutverk pelsklæddrar konu, sem er nokkuð við skál í kirkjugarðinum, kemur þarna á háum hælum eins og skrattinn úr sauðarleggnum með andblæ fjar- lægrar álfu, vekur kannski einhvem óróa í rótgrónu þorpinu eins og byltingin, „sem kom í rauðum pésa að sunnan“, en hróflar þó ekki við heimspekingnum Eiríki Áslákssyni, sem þykir ekkert eðlilegra, en að hún „deleri" og leggi sig til svefns á grónu leiði. Fer ekki á milli mála, Steinunn hefur ótvíræða dramatíska hæfileika, skilning og styrk til fjölþættrar túlkunar. Sig- urþór Albert Heimisson leikur átta hlutverk, en Stefán Sturla Sigur- jónsson ekki færri en tíu. Þessa þolraun standast þessir ungu leik- arar með prýði, jafnt í sviðshreyf- ingum sem framsögn, en ekkert hlutverkanna gefur færi á miklum átökum. Haraldur Davíðsson leikur á gítar og Ingólfur Jónsson á harm- oniku (einnig píanó) og er allt gott um það að segja, en tónlistin er glaðleg, ekki tormelt og dágóð til síns brúks. Ingvar Björnsson ann- ast lýsingu og líklega verður seint hægt að fínna að verki hans. Nú hygg ég að flestu sé nokkurn veginn til skila haldið. Dálítið er af óvísindalegum og þjóðlegum draugagangi í sýningunni, eins og vera ber, og ekki ástæða til að taka hann nærri sér, enda sóttur í ósviknar, mergjaðar þjóðsögur, Snæbjörn í Hergilsey og kvæðið Sjódrauga eftir Davíð frá Fagra- skógi. Það er óneitanlega mynd- rænt Ijóð um þá ógn, er „af dvalan- um draugarnir rísa. Nú dansar hinn svívirti flokkur". Gerfi sjódraug- anna er afar vel gert eins og annað sem Anna G. Torfadóttir skóp sýn- ingunni til bóta. Þá má ekki gleyma kostulega vel útfærðum þorskhaus- um (grímum), sem hún kemur fyrir á kjólklæddum dönsurum. Þá lýkur að segja frá nokkuð óvenjulegri, áhugaverðri og nær- ingarríkri naglasúpu Guðrúnar Ás- mundsdóttur, sem fram er reidd á sviði leikhússins á Akureyri og ætti að verða flestum til fagnaðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.