Morgunblaðið - 22.02.1990, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.02.1990, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUK 22. FEBRUAR 1990 25 Frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. Á myndina vantar Andreu E. Atladóttur. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Selfoss: Samning- ar felldir Selfossi. ALMENNUR félagsfimdur í Starfsmannafélagi Selfosskaup- staðar á þriðjudag sendi bæjar- sljóra harðorða ályktun þar sem mótmælt er hækkunum þjá raf- veitu og hitaveitu frá 1. febrúar. Á fúndinum voru nýgerðir kjara- samningar felldir með 34 atkvæð- um gegn 3, einn var auður. FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM Níu stúlkur tóku þátt í keppninni og munu einhveijar þeirra auk sigurvegarans taka þátt í keppninni um titilinn Fegurðardrottning íslands 1990. Fegurðardrottning Suðurnesja valin: „Öðlast dýrmæta reynslu og aukið sjálfstraust“ Keflavík. OLGA Björt Þórðardóttir 17 ára menntaskólanemi var útnefhd feg- urðardrottning Suðurnesja í Keflavík á laugardagskvöldið. Olga Björt, sem er búsett í Ytri-Njarðvík, var einnig kjörin besta ljós- myndafyrirsætan. íris Eggertsdóttir úr Keflavík var útnefnd vinsæl- asta stúlkan úr hópnum, en alls tóku 9 stúlkur þátt í keppninni. „Þetta var meiriháttar upplifun, því ég var búin að ákveða að allt önnur yrði fyrir valinu,“ sagði Olga Björt í samtali við Morgunblaðið. Olga Björt stundar nám við Menntaskólann í Reykjavík og fer á milli í rútunni á hvetjum morgni þegar skóli er. Hún sagði að á þessu stigi málsins langaði hana mest til að læra hjúkrun, myndlist eða þá að starfa sem fyrirsæta. Olga Björt sagðist ekki búast við að titilinn hefði neinar meiriháttar breytingar í för með sér í sínu daglega lífi. „Ég hef öðlast dýrmæta reynslu og auk- ið sjálfstraust sem ég hefði ekki viljað missa af og undirbúningurinn fyrir keppnina var ákaflega skemmtilegur tími og hópurinn var frábær,“ sagði Olga Björt. Foreldr- ar hennar eru Þórður B. Þórðarson slökkviliðsmaður á Keflavíkurflug- velli og Helga Magnúsdóttir kenn- ari. Elfa Hrund Guttormsdóttir feg- urðardrottning Suðurnesja 1989 krýndi Olgu Björtu sem verður full- trúi Suðurnesja í keppninni um titil- inn Fegurðardrottning Islands 1990. Baldvin Jónsson, formaður dómnefndar, sagði að svo fríður hefði hópurinn verið að fleiri stúlk- ur yrðu örugglega valdar til að taka þátt í keppninni um Fegurðar- drottningu Islands. BB Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Olga Björt Þórðardóttir fegurð- ardrottning Suðurnesja 1990. Félagið hefur farið fram á viðræð- ur við launanefnd sveitarfélaga og að hækkanir sem ákveðnar hafa verið á gjaldskrám orkufyrirtækj- anna verði dregnar til baka eða bættar í launum bæjarstarfsmanna. Bárður Guðmundsson formaður Starfsmannafélags Selfosskaup- staðar sagði að félagið tæki mið af 6. grein samningsins en þar segir í 4. lið: „Ekki komi til hækkana á opinberri þjónustu samanber yfirlýs- ingu ríkisstjórnarinnar þar um, dags. 1. febrúar.“ Hann sagði að vissulega hefðu hækkanirnar verið ákveðnar í janúar en þær hefðu tekið gildi 1. febrúar. Samningurinn hefði líka átt að taka gildi 1. febrúar. Hækkanim- ar og samningurinn tengdust því í þessum punkti. Hann sagði að á fundinum hefði ekki verið tekin af- staða til ástæðnanna fyrir hækkun- inni. — Sig. Jóns. V estmannaeyjar: 19 taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Vestmannaeyjum. Sjálfstæðsflokkurinn í Vest- á lista flokksins fyrir bæjar- mannaeyjum eftiir til prófkjörs stjórnarkosningarnar í vor. um næstu helgi, til uppstillingar Nítján frambjóðendur gáfu kost Siglufirði: Stöðug bræðsla TVÖ loðnuskip, Húnaröst ÁR og Helga II RE, komu hingað til Frjálst verð á hrognum Á FUNDI Verðlagsráðs sjávarút- vegsins á laugardag varð sam- komulag um að gefa ftjálsa verð- lagningu á grásleppuhrognum á hrognkelsavertíð vorið 1990. Á fundinum varð einnig sam- komulag um að frjálst verð verði á loðnu til frystingar, beitu og skepnufóðurs á vetrarvertíð 1990. ■ HLJÓMS VEITJN Centaur heldur blústónleika í Kjallara keis- arans í kvöld. Sérstakur gestur er fyrrum söngvari og munnhörpuleik- ari hljómsveitarinnar, Sigurður Sigurðsson. Siglufjarðar um miðja vikuna með fúllfermi af stórri og fall- egri loðnu, sem þau fengu við Reykjanesið. Bræðsla hefúr verið samfelld hér lengi og þrær enn hálffúllar, þó 1.400 tonn séu unn- in á sólarhring. Það veldur vandræðum í verk- smiðjunni að mjölbirgðir hlaðast upp og hefur orðið að grípa til þess ráðs að geyma það laust á verk- smiðjugólfínu í stíum, gerðum úr stórum mjölpokum. Togarinn Sigluvík er nú frá vegna bilunar í rafmagni, en Stálvíkin landaði 80 tonnum í vik- unni og fór strax aftur á veiðar. Hún er væntanleg inn aftur eftir um 10 daga og Ijóst er að vinna við fiskverkun hjá Þormóði rammma fellur niður í um það bil viku. -Matthías á sér í prófkjörið og verður núm- erað við sjö nöfn. Eftirtaldir gáfu kost á sér í próf- kjörið: Georg Þór Kristjánsson, verkstjóri, Þórunn Gísladóttir, skrifstofustjóri, Ómar Garðarsson, blaðamaður, Októvía Andersen, húsmóðir, Andrea Elín Atladóttir, skrifstofustúlka, Sigurður Jónsson, kennari, Sigurður Einarsson, út- gerðarmaður, Grímur Gíslason, blaðamaður, Bjarnhéðinn Grétars- son, matreiðslumaður, Ólafur Lár- usson, leiðbeinandi, Ólafur Þór Gylfason, nemi, Inda Marý Frið- þjófsdóttir, bankastarfsmaður, Sveinn Rúnar Valgeirsson, sjómað- ur, Stefán Geir Gunnarsson, deild- arstjóri, Auróra Friðriksdóttir, um- boðsmaður, Hafliði Albertsson, verkstjóri, Bragi I. Ólafsson, um- dæmisstjóri, Sigurjón Þorkelsson, bakari, Svanhildur Gísladóttir, verslunarstjóri. Prófkjörið fer fram 24. og 25. febrúar nk. og verður það svokallað útkeyrsluprófkjör, þ.e. kjörseðlum verður ekið í hús á laugardag og þeir síðan sóttir aftur á sunnudag. Auk þess verður opinn kjörstaður. Utankjörstaðaratkvæðagreiðsla fer fram í Ásgarði í Vestmannaeyjum og Valhöll í Reykjavík frá miðviku- degirium 21. febrúar. Grímur 21. febrúar. FISKMARKAÐUR hf. f Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 88,00 83,00 86,35 13,818 1.193.122 Þorskur(ósL) 83,00 55,00 80,09 5,038 403.471 Ýsa 108,00 79,00 101,69 3,285 334.061 Ýsa(ósl.) 92,00 71,00 86,35 2,085 179.997 Karfi 60,00 31,00 39,30 47,195 1.854.747 Ufsi 47,00 30,00 35,80 3,959 141.720 Steinbítur 56,00 46,00 50,93 3,459 176.174 Steinbítur(ósl.) 67,00 25,00 54,29 7,325 397.676 Langa 65,00 44,00 54,99 3,194 175.642 Keila(ósl.) 33,00 33,00 33,00 1,120 36.960 Rauðmagi 129,00 129,00 129,00 0,019 2.451 Saltfiskur 250,00 180,00 202,50 0,150 30.375 Samtals 54,72 91,387 5.000.556 I dag verða m.a. seld 40 tonn af þorski, 14 tonn af ýsu og óákveöið magn af steinbít, keilu og fleiri tegundum úr Ljósfara, Stakkavík og fleiri bátum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 85,00 58,00 70,14 12,474 874.890 Þorskur(ósL) 98,00 59,00 78,98 —5,377 424.673 Ýsa 92,00 30,00 74,73 15,466 1.155.818 Ýsa(ósl.) 103,00 70,00 96,63 3,562 344.182 Karfi 42,00 30,00 39,81 15,424 614.082 Ufsi 60,00 49,00 56,72 57,451 3.258.314 Hlýri+steinb. 56,00 27,00 43,58 1,920 83.677 Langa 54,00 54,00 54,00 0,606 32.724 Lúða 315,00 290,00 301,84 0,057 17.205 Grálúða 60,00 60,00 60,00 0,680 40.800 Skarkoli 12,00 12,00 12,00 0,377 4.524 Skötuselur 265,00 265,00 265,00 0,094 24.910 Samtals 60,52 113,952 6.696.248 l dag verða meðal annars seld 15 tonn af ýsu, 100 tonn af karfa og 15 tonn af ufsa úr Má SH og óákveöið magn úr bátum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 94,00 47,00 84,44 110,725 9.349.975 Ýsa 125,00 66,00 85,72 17,461 1.496.812 Karfi 46,35 38,00 43,48 1,200 52.171 Ufsi 51,00 34,00 44,61 14,769 658.913 Steinbítur 50,00 46,00 48,79 10,925 532.996 Langa 45,00 43,00 44,74 1,037 45.391 Keila 35,00 20,00 30,34 2,192 66.505 Rauðmagi 96,00 90,00 92,13 0,093 8.568 Lýsa 20,00 20,00 20,00 0,077 1.540 Hrogn 165,00 165,00 165,00 0,062 10.230 Bleikja 100,00 100,00 100,00 0,037 3.700 Samtals 76,82 160,867 12.357.671 Selt var úr Skarfi GK og dagróörabátum. (dag verður selt úr dagróðrabátum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.