Morgunblaðið - 22.02.1990, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.02.1990, Blaðsíða 20
20 ? Nepal MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR'22. FEBRÚAR 1990 Mannfall í mótmæl- um gegn stjóminni Þúsundir manna krefjast fjölflokka- lýðræðis en stjórnvöld svara með fjöldahandtökum og ofbeldi Katmandu. Reuter. AÐ MINNSTA kosti tíu mótmælendur hafa beðið bana í átökum við lögreglu í Nepal frá því á sunnudag, að sögn yfirvalda í Him- alajaríkinu. Stjórnarandstæðingar, sem vilja að komið verði á fjöl- flokkakerfi i Iandinu, hófu mótmælaherferð gegn stjórnvöldum um helgina og segja þeir að að tuttugu manns hið minnsta hafi fallið og rúmlega 5.000 verið handteknir vegna herferðarinnar. Talsmaður Mannréttindasam- taka Nepal sagði á blaðamanna- ■ PARÍS - Talsmaður franska byggingafyrirtækisins Bouygues skýrði frá því á þriðjudag að fyrir- tækið hefði keypt helming hluta- bréfa í franskri útgáfu sovéska vikuritsins Moskvufrétta. Hann sagði að kaupin væru aðeins einn liður í áformum fyrirtækisins um að hasla sér völl í Austur-Evrópu. ■ BRUSSEL - Grænfriðungar lokuðu á þriðjudag úrgangsleiðslu úr belgískri efnaverksmiðju og sögðu að leiðslan hefði verið notuð til að veita eiturefhum í Norð- ursjó. Umhverfisverndarsamtökin berjast fyrir því að öllum eiturefna- flutningum í Norðursjó verði hætt fyrir aldamót. fundi í gær að fregnir hefðu bo- rist af því að mótmælendur hefðu sætt alvarlegum pyntingum. Stjórnvöld halda því fram að um 800 manns hafi verið handteknir vegna herferðarinnar. Allir stjómmálaflokkar landsins vora bannaðir árið 1960 en þeir hafa síðan starfað með óformleg- um hætti og samneinuðust nýlega í herferð gegn stjórnvöldum. Vald- hafarnir era ekki í neinum flokki heldur skipar konungur landsins ráðherra í ríkisstjóm, sem er ábyrg fyrir þinginu, Rashtriya Panc- hayat. Þingkosningar fara fram á fimm ára fresti samkvæmt stjórn- arskrá landsins frá 1980. Stjórnar- andstæðingar vilja að þetta kerfi verði afnumið og banninu við starfsemi flokka verði aflétt. Sovétríkin: Kemst kapitalískur flokkur til valda? Reuter Albanir í borginni Vucitrn í Kosovo-héraði fleygja táragassprengju aftur í átt að lögreglumönnum. Júgóslavía: Utgöngubann sett í Kosovo-héraði Belgrað. Reuter. JÚGÓSLAVNESK stjórnvöld settu útgöngubann í Kosovo-héraði í gær er hermenn aðstoðuðu við að kveða niður óeirðir, sem kostað hafa 28 manns lífíð í mánuðinum. Frekari átök brutust þó út í nokkr- um bæjum héraðsins og óeirðalögregla lagði til atlögu gegn hópi ungra mótmælenda og dreifði honum. Útgöngubannið gildir frá klukk- an níu á kvöldin til fjögur á morgn- ana og útifundir hafa einnig verið bannaðir. Hermenn á skriðdrekum voru á götum nokkurra borga Kosovo og mikil spenna ríkti í hér- aðinu. Ekki bárust fregnir af átökum á milli hermanna og mótmælenda en ekkert lát yar þó á óeirðum í ýmsum bæjum héraðsins. Ungmenni reistu götuvígi í Pristinu, höfuðstað Kosovo. í næststærsta bæ héraðs- ins, Pec, var kveikt í pósthúsi og ráðist á lest sem kom frá nágranna- lýðveldinu Makedoníu. Ferðir langferðabifreiða til hér- aðsins stöðvuðust og yfirvöld skip- uðu svo fyrir að um þúsund albönsk- um námamönnum yrði sagt upp störfum fyrir að efna til verkfalls. Albanir, sem era um 1,7 milljón- ir og í miklum meirihluta í héraðinu hafa krafist fijálsra kosninga, af- sagnar leiðtoga kommúnista, og aukinnar sjálfstjórnar. Þetta hefur valdið illdeilum á milli þeirra og serbneskra íbúa héraðsins, sem eru um 200.000. Moskvu. Reuter. EINN af aðalritsljórum Prövdu, málgagns sovéska kommúnista- flokksins, segir í grein, sem birtist í blaðinu á mánudag, að ný stjórn-' arandstaða, sem hefði „kapitalisma“ að leiðarljósi, gæti hugsanlega komist til valda í Sovétríkjunum með friðsamlegum hætti og breytt um leið öllu þjóðfélagskerfínu. Sovéska þingið: Kynna lög er leyfa aðskilnað lýðvelda Moskvu. Reuter. ÞINGLEIÐTOGAR í Æðsta ráði Sovétríkjanna hafa lagt fram drög að nýjum lögum sem munu heimila einstökum lýðveldum að segja sig úr sovéska ríkjasambandinu og verða þar með sjálfstæð ríki. Kemur þetta fram í fréttabréfi Moskvu-útvarpsins. Júríj Shabanov, aðstoðaryfirmað- ur í hugmyndafræðideild Prövdu, segir í greininni, að þróunin í Sov- étríkjunum geti sem hægast leitt til kapitalisma eða einhvers annars þjóðfélagskerfis. „Við verðum að átta okkur á því, að það, sem er að gerast, er ekki bara átök milli ólíkra skoðana, heldur valdabar- átta. Kommúnistaflokkurinn ræður nú ríkjum en annað þjóðfélagsafl, sem við skulum kalla flokk þvi við komumst ekki hjá að leyfa fjöl- flokkakerfí, gæti að sjálfsögðu beitt Ungverjaiand hefur verið í Var- sjárbandalaginu frá stofnun þess. í uppreisninni 1956 boðaði Imre Nagy forsætisráðherra úrsögn úr bandalaginu en hersveitir Sovét- manna kæfðu býltinguna í blóði áður en til framkvæmda kom. Vestrænir stjórnarerindrekar létu í ljós undrun yfír ummælum Horns og töldu þau stangast á við fyrri yfírlýsingar stjórnvalda. Þau hafa áður sagt að leysa ætti upp bæði bandalögin og Ungveijar vildu sér fyrir kapitalisma eða öðru kerfi,“ segir Shabanov. Mikil umræða fer nú fram í Sov- étríkjunum um framtíð lands og þjóðar og ekki síst kommúnista- flokksins. Hafa margir mennta- menn hvatt til, að flokkurinn farí að dæmi bræðraflokkanna í Aust- ur-Evrópu og leggi sjálfan sig niður og ýmis ný samtök kenna, að núver- andi valdakerfi verði að uppræta alveg og þar á meðal yfírlýsta tryggð við sósíalismann. verða hlutlaus þjóð. Stjórnmála- skýrendur telja mögulegt að ráða- menn stjómar sósíalista, er fyrrum voru kommúnistaleiðtogar, hafi í huga að vinna sér hylli kjósenda með ummælum Homs en fijálsar þingkosningar verða í landinu 25. mars. Stjórnarflokkurinn fékk um 12% fylgi i síðustu skqðanakönnun. Horn tók þátt í umræðu sem bar yfirskriftiua „Mun saga Evrópu hefjast á ný?“ Hann sagði að Evró- puríkin myndu ef til vill koma á Samkvæmt drögunum er gert ráð fyrir því að hægt verði að efna til laggirnar nýju varnar- og öryggis- kerfi í álfunni og það myndi breyta hlutverki jafnt NATO sem Varsjár- bandalagsins. „Slík þróun mun m.a. leiða til nánara sambands Ungveija við ýmsar stofnanir NATO, fyrst og fremst þær stjómmálalegu," sagði Horn. Hann bætti því við að „smátt og smátt“ gæti þetta orðið enn nánara samband „en Ungveija- land mun ekki ganga í NATO á morgun." Talsmaður stjórnvalda í Búda- pest sagði á þriðjudag að Ungveijar og Sovétmenn myndu að líkindum undirrita samkomulag um miðjan næsta mánuð þar sem kveðið væri á um brottflutning alls herliðs hinna síðarnefndu frá Ungveijalandi. í sovéska hernámsliðinu eru nú um 55 þúsund manns og var fækkað um 10.000 í því á síðasta ári. allsheijaratkvæðagreiðslu um málið og verða a.m.k. tveir þriðju íbúa að taka þátt í henni, nái frumvarpið óbreytt fram að ganga. Þá er enn- fremur kveðið á um að Æðsta ráði viðkomandi lýðveldis beri að efna til slíkrar atkvæðagreiðslu krefjist þriðjungur þeirra sem orðnir eru 18 ára þess. Ekki fylgdi fréttum hvort einfaldur meirihluti dygði í atkvæða- greiðslu af því tagi. Georgí Tarasevítsj, formaður nefndar sem skipuð hefur verið til að hafa umsjón með lagasetningu þessari, sagði í viðtalið við breska dagblaðið Financial Times að gert væri ráð fyrir því að fulltrúaþing Sovétríkjanna þyrfti að leggja bless- un sína yfir þá ákvörðun tiltekins lýðveldis að segja sig úr ríkjasam- bandinu. Þegar sú staðfesting lægi fyrir myndi það að líkindum taka tvö til fimm ár að ganga frá ýmsum málum er tengdust aðskilnaðinum t.a.m. skaðabótum vegna upptöku eigna og réttindum minnihlutahópa. Aukinn stuðningur er við það í Eystrasaltsríkjunum þremur, sem öll voru sjálfstæð ríki á árunum milli heimsstyijaldanna tveggja, að þau segi sig'úr sambandi við Sovétríkin. Yms önnur lýðveldi hafa krafist auk- ins sjálfsforræðis. Þegar Míkhaíl Gorbatsjov, forseti, heimsótti Litháen í sl. mánuði lofaði hann því að beita sér fyrir lagasetn- ingu er heimilaði einstökum lýðveld- um að segja sig úr sovéska ríkjasam- bandinu. Heimamenn hafa mótmælt lagasétningu af því tagi á þeirri for- sendu að innlimun Eystrasaltsland- anna 1940 hafí verið ólögleg og hafi Sovétstjórnin því engan rétt til að setja skilyrði fyrir sjálfstæði þeirra. Búist er við því að lýst verði yfir sjálfstæði Litháens síðar á þessu ári. Svíþjóð: Carlsson fær aukinn frest Stokkhólmi. Frá Erik Liden, frétta- ritara Morgunblaðsins. Reuter. INGVARI Carlsson, forsætis- ráðherra Svíþjóðar fór fram á það í gær við forseta þings- ins, Thage Peterson, að fa frest þar til í kvöld til stjórn- armyndunartilrauna sinna. Peterson varð við því. Carlsson vildi ekkert segja við fréttamenn um gang viðræðn- anna. Athygli vekur að hann virðist staðráðinn í að halda hægrimönnum Carls Bildts í Moderata samlingspartiet og Græningjum utan við stjórnar- myndunartilraunirnar. Leiðtogi Þjóðarflokksins, Bengt Wester- berg, sagðist hafa mælt með nýjum kosningum. Olof Johans- son, formaður Miðflokksins vill samsteypustjórn margra flokka en kommúnistinn Lars Werner lét ekki hafa neitt eftir sér um viðræðurnar við jafnaðarmenn. Austur-Evrópa: Munu Ungrerjar ganga í Atlantshafsbandalagið? Búdapest. Reuter. GUYLA Horn, utanríkisráðherra Ungverjalands, segir að svo geti farið að Ungverjar gangi í Atlantshafsbandalagið (NATO). Hann vill að ákvæði Helsinki-sáttmálans, sem 35 Evrópuríki auk Banda- ríkjanna og Kanada undirrituðu 1975, um landamæri Evrópuríkja og lágmarksmannréttindi, verði betrumbætt og gerð ítarlegri. „Þetta myndi hafa í för með sér ný viðhorf og þar með yrði jafnvel ekki útilokað að Ungverjaland gengi í NATO,“ hafði ungverska fréttastof- an MTJ eftir ráðherranum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.