Morgunblaðið - 09.03.1990, Síða 13

Morgunblaðið - 09.03.1990, Síða 13
- MGRGUNÐLÁÐIÐ FÖSTUDAGÚR fc MílZ 1990 - 13 Naglar - salt og tjöruþvottur eftirlnga Ú. Magnússon Undirrituðum hefir af sumum verið legið á hálsi fyrir að reyna að draga úr nagladekkjanotkun á götum Reykjavíkur, dreifa salti á þær og koma tjöruþvotti á dekkjum yfir á einkaframtakið og bflaþvotta- stöðvarnar. Þeir bifreiðaeigendur, sem hafa treyst sér til að aka um gatnakerf- ið á góðum snjódekkjum án nagla og koma þannig til móts við til- mæli borgaryfirvalda, hafa sparað borginni tugi milljóna í gatnasliti. Borgaryfirvöld hafa haldið uppi góðu bakvaktarkerfi til að tryggja borgarbúum hálkueyðingu og snjó- ruðning á gatnakerfinu og það í ríkari mæli vegna þeirra sem ekki nota nagla og missa þar af leiðandi eitthvert öryggi við sérstakar uppá- komur. Til að bæta öryggið frekar var komið fyrir í hverfísbækistöðv- um embættisins þvottarennum til að tjöruþvo dekkin. Þetta reyndist mjög vinsælt ekki síst af þeim sem rennurnar voru ekki ætlaðar fyrir, það er að segja þeim sem voru búnir nöglum sem orsakað höfðu tjörumengunina. Ekki var þó þeim aðilum meinaður aðgangur að rennunum þótt sumir færu þar í gegn tjórum sinnum á dag, þar sem um ókeypis þjónustu var að, ræða. Kvað svo rammt að þessu að (Spaugstofan) ’89 á stöð- inni sýndi bílana koma á berum felgunum upp úr rennunum. I kringum rennurnar skapaðist mikill óþrifnaður og mengunar- hætta. í ár hefur tekið gildi ný mengun- arreglugerð sem m.a. tekur til ýmissa leysiefna eins og terpentínu eða „White-Sprit“, sem ekki mega menga umhverfið og fara ofan í jarðveginn. Ekki þótti því ráðlegt að setja þvottarennurnar upp á ný við óbreyttar aðstæður, nema á ein- um stað, í þjónustumiðstöðinni við Þórðarhöfða, til bráðabirgða. Borg- arbúar vildu ekki una því að dregið væri úr þessari þjónustu, þannig að borgarráð sá sér ekki annað fært en að ákvarða að hún yrði tekin upp aftur og hefir svo verið gert á eftirtöldum stöðum: Hverfi 2, Njarðargata, Hverfi IV, Sigtún, Hverfi V, Breiðholt auk þjónustu- Ingi Ú. Magnússon „Þegar rætt er um áhrif salts á malbik koma oft fram fullyrðingar um að saltið leysi malbikið upp. Staðreyndin er hinsvegar önnur.“ miðstöðvar við Þórðarhöfða. Sjá verður til hvort heilbrigðisyfirvöld amast við þessari þjónustu, þar sem stutt er eftir af vertíðinni, þar sem leyfilegur tími fyrir nagladekkin er úti 15. aprfl nk. Næsta haust ætti þessi þjónusta að flytjast alfarið til bílaþvotta- og lyðvarnarstöðvanna, • sem eiga að hafa búnað til að taka við hinum mengandi efnum og koma þeim til eyðingar. Þá hefir mikið verið talað um saltið og þá mengun og þann skaða sem það veldur. Það er því miður mikið rétt í því að naglar og salt- notkun fer illa saman. Önnur efni en salt til hálkueyðingar eru það dýr að ógerlegt er a nota þau vegna kostnaðar. Að hætta að salta er ekki hægt öryggisins vegna. Til- raunir sem gerðar hafa verið í Svíþjóð þar sem bannað var að salta í héraði þar sem naglaprósentan er verulega hærri en hér hjá okkur eða um 80% sýndu að slysatíðnin jókst um 50%. Vilja viðkomandi yfirvöld axla siíka ábyrgð og banna söltun? Einnig verða menn að hafa í huga að umferðarþunginn er orðinn það mikill hér í borginni, yfir 50 þús. bílar á sólarhring á stærstu umferðaræðunum, að umferðin færi fljótlega í hnút ef góð hálkueyðing væri ekki fyrir hendi. Að lokum varðandi þá kenningu sem margir vilja halda fram að salt leysi upp malbik, léyfi ég mér að vísa til rann- sóknarskýrslu Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins en þar segir: „Þegar rætt er um áhrif salts á malbik koma oft fram fullyrðingar um að saltið leysi malbikið upp. Staðreyndin er hinsvegar önnur. Bindiefnið (asfalt) er mjög flókin blanda úr kolvetnasamböndum af ýmsum stærðum og að auki er í því lítið eitt af brennisteini, súrefni og köfnunarefni. Hlutfallsleg sam- setning er mismunandi eftir upp- runa. Þegar þetta efnasamband kemur í snertingu við sölt og vatn verða engin efnahvörf. “ Þar sem ýmsir aðilar eru sí og æ að halda hinu gagnstæða fram, að saltið leysi upp malbikið, vildi ég leggja til að þeir væru lokaðir inni í búri með malbiksmola og salt- pækil og ekki hleypt út fyrr en þeim hefur tekist að leysa upp molann í saltpæklinum. Þá þyrfti ekki að hafa frekari áhyggjur af þeim. Höfundur er gatnamálastjóri í Reykjavík. Ur gagnrýni Ó.G. Þjv. „Tók áhorfendur með trompi.... slíkur var krafturinn..." J.Á. Mbl. „Kórinn....sem fyrr stórkostlega góður. (Um söngvara).....mjög góður...“„...af glæsibrag...“ „...frábærlega vel (sungið og leikið)" „...að bera í bakkafullan lækinn að lofa ísl. óp. fyrir þessa frábæru sýningu, en það verður að segjast...". Á.M. DV. „Fagnaðarlátum áheyrenda ætlaði aldrei að linna..." Sig. St. Tíminn „...tóku sýningunni forkunnarvel...“„klöppuðu...stöppuðu og hrópuðu. Ég mæli með þessari sýningu..." ISLENSKA OPERAN er enn einn listsigur." J.A. Mbl Sem sagt. konungleg skemmtun“ O.G. Þjv Sýningar kl. 20.00. Takmarkaður sýningarfjöldi Laugardag 10. mars Laugardag 17. mars Sunnudag 18. mars Föstudag 23. mars Laugardag 24. rnars Föstudag 30. mars Laugardag 31. mars Miðasala opin alla daga frá kl. 15.00-19.00 nema sýningardaga til kl. 20.00. Miðapantanir allan sólarhringinn í síma 11475. Miðaverð kr. 2.400,- Stúkusæti kr. 2.800,-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.