Morgunblaðið - 09.03.1990, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 09.03.1990, Qupperneq 26
Þriðja vetraríþróttahátíð ÍSÍ; Heimsmeistarar í list- dansi á skautum koma DAGSKRÁ þriðju vetraríþróttahátíðar ÍSÍ, sem haldin verður á Akureyri síðar í þessum mánuði, liggur nú tyrir. Undirbúnings- nefiid kynnti dagskrána á fiindi í gær. Mikil áhersla er lögð á þátttöku almennings að þessu sinni og verður boðið upp á margví- slega dagskrárliði þar sem almenningi gefst kostur á að vera með. Á skíðum ífyrsta sinn Morgunblaðið/Rúnar Þór Hópur krakka úr Hamarsskóla í Vestmannaeyjum hefur dvalið á Skíðastöðum í Hlíðarfjalli í vik- unni, en þar eru þau í skólaferðalagi. Flestir í hópnum voru að fara á skíði í fyrsta sinn og voru þau mjög ánægð með ferðina. „Þetta er búið að vera alveg frábært,“ sögðu þrír piltar úr hópnum, þeir Ingi, Sigurður og Ársæll. „Við ákváðum að breyta til og koma hingað, en oftast hefur verið farið í Hrútafjörð í skólaferðalag. Við fengum leigð skíði og sumir fengu þau lánuð heima, en það er lítið hægt að fara á skiði í Vestmannaeyjum," sögðu strákarnir. Krakkamir fóru á námskeið til að byija með, en á síðasta degi dvalarinnar voru þau orðin býsna fær í brekkunum. „Brunið er skemmtilegast og það er líka gaman þegar maður prófar eitthvað nýtt. Það eru eiginlega flestir bún- ir að fá skíðadellu og það væri gaman að geta komið hingað aftur,“ sögðu þeir Ingi, Sigurður og Ársæll. Á myndinni er hluti af hópnum, frá vinstri í efri röð: Agnes, Erling, Guðlaugur, Ingi Þór, yilhjálmur, Guðmundur, Jóhann, Gunnar Þór, Ársæll, Haukur, Eygló, Hrafn, Sigurður, Kristjana og María. í neðri röð eru Dagbjört, Júlíus, Ása, Erla, Þórdís og Bergþóra kennari. Krossanesverksmiðjan: Utgerðir fimm loðnuskipa íhuga kaup á hluta hlutabréfa bæjarins Hátíðin verður sett föstudaginn 23. mars og við opnunina munu heimsmeistarar unglinga í list- dansi á skautum 1989 sýna, en það eru þau Marina Anisina og Iliia Averbukh. Auk sýningar á opnunarhátíðinni verða þau með nokkrar sýningar til viðbótar á skautasvelli Skautafélags Akur- eyrar. Tveir fulltrúar frá alþjóð- lega ísknattleikssambandinu koma til bæjarins og fylgjast með ungum ísknattleiksmönnum, en unglingar frá Akureyri keppa þijá leiki í jsknattleik á meðan á hátíðinni stendur. Um 200 unglingar taka þátt í bikarmóti ÍSÍ í alpagreinum sem fram fer í Hlíðarfjalli fyrri helgi hátíðarinnar, einnig verður keppt í skíðagöngu unglinga. Þá verður keppt í skíðastökki, alþjóðlegt skíðagöngumót fullorðinna er á dagskránni og alþjóðlegt alpa- greinamót, sem að hluta fer fram á Dalvík. Von er á þátttöku er- lendra keppenda á mótin og búið er að staðfesta þátttöku Englend- inga í landskeppni í boðgöngu. Frestur til að tilkynna þátttöku í alpagreinum rennur út 20. mars og sagði Þröstur Guðjónsson fram- kvæmdastjóri undirbúningsnefnd- ar að hart væri lagt að Júgóslöv- um, Svíum og Austurríkismönnum að vera með. Mikið verður um að vera í bæn- um á meðan á hátíðinni stendur. Austurrískir jóðlarar verða í bæn- um og munu þeir skemmta í Sjal- lanum. Þá verður boðið upp á fyrir- lestra á vegum heilbrigðisdeildar Háskólans á Akureyri, þar sem fjallað verður um bein og vöðva, Jón Kr. var í sjöunda sæti JÓN Kr. Sólnes bæjarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins í bæjarstjóm Ak- ureyrar var í 7. sæti á framboðs- lista flokksins fyrir síðustu bæjar- stjómarkosningar, en ekki í 3. sæti, eins og sagt var í frétt í blað- inu í gær. hjarta og æðakerfi, mataræði og áhrif þjálfunar á líkamann. Hægt verður að taka sér far með hest- vagni, taka þátt í snjómynda- keppni, þotukeppni og einnig verða í gangi skíðagöngunámskeið í Kjamaskógi, keppt verður i vetr- arþríþraut, leiðbeinendur verða á skautasvelli og skátar efna til dróttskátamóts í Glerárdal. Þá verða gönguferðir innanbæjar í boði og einnig skíðagönguferðir á Vaðlaheiði, Kaldbak og Glerárdal. Hestamenn leggja einnig sinn skerf til hátíðarinnar og verða heimsmeistarar í hestaíþróttum, þau Andreas Trappe og Bemdt Widh, gestir á hátíðinni. Keppt verða í ýmsum greinum hesta- íþrótta. Þá má nefna að keppt verður í vélsleðaíþróttum. Geir Zoéga framkvæmdastjóri Krossanesverksmiðjunnar hf. sagði að á fundinum hefði mikið verið rætt um framtíðarmöguleika loðnu- verksmiðja hvað varðaði hráefnis- öflun og einnig um áhrif Krossaness á atvinnulíf bæjarins, en verksmiðjan væri mikilvægur þáttur þar í, m.a. vegna margskonar þjónustu sem skipum væri veitt. Verði ákvörðun tekin um endur- uppbyggingu er rætt um að afkasta- geta verksmiðjunnar verði helmingi meiri en áður var. Verksmiðjan ann- aði 350 tonnum á sólarhring, en nú er rætt um að byggja verksmiðju sem annaði 700 tonnum á sólarhring. Geir sagði að um sjö mánuði tæki að endurbyggja verksmiðjuna og brýnt væri að ákvörðun um upp- byggingu lægi fyrir fljótlega, svo ekki kæmi til tafa t.d. varðandi af- hendingu véla og tækja. Tryggingabætur verskmiðjunnar vegna eldsvoða sem varð að morgni gamlársdags nema r'úmum 350 millj- ónum króna í heildina, þar af nemur rekstrarstöðvunartrygging á bilinu 70-80 milljónum króna. Hreinsunarstarfí verður lokið eftir Á kvöldvökunni flytja þau Lilja Hjaltadóttir fíðluleikari og Bjöm Steinar Sólbergsson orgelleikari tónlist, Þóra Steinunn Gísladóttir kennari flytur ávarp, ræðu kvölds- ins flytur Guðrún Agnarsdóttir al- þingismaður og Þuríður Baldurs- um hálfan mánuð, en Geir sagði að þá yrði að vera ljóst hvemig upp- byggingu verksmiðjunnar yrði hátt- að. dóttir syngur einsöng. Konur úr samtökum kvenna í fræðslustörfum kynna verk Elísabetar Geirmunds- dóttur listakonu, Þórhallur Hös- kuldsson sér um helgistund og Dagný Pétursdóttir leikur á orgel. Þá verður einnig almennur söngur. VIÐRÆÐUR eru í gangi við útgerðir fímm loðnuskipa um að þessir aðilar kaupi hluta af hlutabréfum Akureyrarbæjar í Krossanesi hf. Á hluthafafundi sem haldinn var í gær var rætt um framtíð verksmiðjunn- ar, en ákvarðanir um framhaldið voru ekki teknar. Annar fundur verð- ur haldinn í næstu viku þar sem vænta má að endanlegar ákvarðarnir um framtíð verksmiðjunnar verði teknar. Á fúndinum voru trygginga- bætur til verksmiðjunnar vegna eldsvoðans á gamlársdag kynntar, einn- ig voru lagðar fram kostnaðaráætlanir vegna fyrirhugaðra endurbóta á verksmiðjunni sem og rekstrar- og greiðsluáætlanir. Kirkjuvika: Konur annast dagskrána KONUR munu að mestu annast dagskrá á kvöldvöku, sem verður á kirkjuviku í Akureyrarkirkju í kvöld, föstudagskvöld, en hún hefst kl. 20.50. Freyr VE 700 kominn til Eyja eftir breytingar og endurbætur. Morgunbiaðið/sigurgeir Jónasson Preyr VE heim eftir breytingar Vestmannaeyjum. Reglugerð mótmælt: Aðför að gigtarsjúkum FREYR VE kom til heimahafnar í Eyjum fyrir skömmu, eftir gagn- gerar endurbætur. Freyr VE, sem áður hét Anna SH, er í eigu Sigur- björns Hilmarssonar og Olafs And- ersen. Freyr hefur verið í breytingum og endurbótum hjá Skipavík í Stykkis- hólmi síðan um áramót. Báturinn var styttur bæði að aftan og framan auk þess sem skipt var um skrúfu og settur á hann skrúfuhringur. Þá var ýmislegt annað lagfært og betur um . bætt. Leitað var tilboða í verkið hjá skip- asmíðastöðvum víða um land og var lægsta tilboðið frá Skipavík í Stykk- ishólmi, 2,2 milljónir. Tilboðið stóðst fullkomlega og er öll vinna og frá- gangur til fyrirmyr.dar. Grímur GIGTARFÉLAG íslands mótmælir breytingu heilbrigðisráðherra á reglugerð um greiðsluþátttöku sjúkratryggðra í læknishjálp og segir hana aðfor að gigtsjúkum. Breytingin hafi í for með sér 100% hækkun á greiðslum gigtsjúkra fyrir sérfræðilæknisþjónustu. Þetta kemur fram í samþykkt, sem gerð var á almennum fundi Gigtarfé- iagsins í lok síðasta mánaðar. Fund- urinn krefst þess í samþykkt sinni að þeir gigtarsjúklingar, sem nauð- synlega þurfí á sérfræðiþjónustu að halda, sitji við sama borð og aðrir og verði ekki gert að greiða neitt fyrir sérfræðilæknishjáip við sjúk- dómi sínum. í frétt frá Gigtarfélaginu segir, að 80% sjúklinga í göngudeild gigt- sjúkra á Landspítala og á stofum gigtarlækna þurfi að koma reglulega til læknis. 10% þeirra fái örorkubæt- ur og 20% séu ellilífeyrisþegar og þurfi því ekki að greiða meira en 3000 krónur á ári. Hins vegar þurfí 70% þeirra að greiða fullt gjald, a.m.k. 1200 krónur fyriri hverja heimsókn til læknis og á rannsóknar- stofu, og megi því reikna með að flestir þeirra verði að greiða a.m.k. 15000 krónur á ári. ■ FJÖRÐURINN, dansstaður og pöbb í Hafnarfirði, verður eins árs nú um helgina og verður haldið upp á afmælið. Stöðugar framkvæmdir hafa verið á staðnum og nú síðast var pöbbinn stækkaður og boðið upp á mat. Ríó tríó mun skemmta um helgina, föstudags- og laugar- dagskvöld, og hljómsveitin Sjöund spilar fyrir dansi. Á Nillabar munu Jóhann Helgason og Pétur Kristj- ánsson halda uppi stuði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.