Morgunblaðið - 09.03.1990, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 9. MARZ 1990
41
HANDKNATTLEIKUR / HEIMSMEISTARAKEPPNIN
Hvað sögðu þeir:
„Kom aldrei til
greina að
gefast upp“
„ÞÓ að staðan hafi verið slæm
kom aldrei til greina að gefast
upp. Við vorum ákveðnir í að
leika á fullu allan tfmann, sama
hvernig staðan væri og það
færði okkur sigur í þessum
leik,“ sagði Alferð Gíslason eft-
ir leikinn.
Við reyndum að tefja í lokin, tíminn
vann með okkur og sem betur fer
small þetta saman. Einar varði eins
og brjálaður maður og vömin var góð
og það hefur gífur-
Logi Bergmann lega mikið að segja,“
Eiösson sagði Alfreð.
skrilarlrá „Þetta var frábært
Bratislava 0g ánægjulegt að ná
loksins að sigra. Þetta er sko alls ekki
komið, við eigum enn eftir leikinn við
Frakka og það má segja að við höfum
framlengt möguleikana," sagði Kristj-
án Arason. Hann sagðist hafa tekið
eftir því fyrir leikinn hve einbeitingin
var mikil í hópnum. „Menn hugsuðu
aðeins um sigur og ekkert annað kom
til greina. Við eigum eftir erfíðan leik
gegn Frökkum en ég hef trú á því að
þetta sé að koma hjá okkur,“ sagði
Kristján.
MILLIRIÐILL
í BRATISLAVA
SPÁNN - SOVÉTRÍKIN...........28: 37
JÚGÓSLAVÍA- PÓLLAND..........33:20
ÍSLAND- A-ÞÝSKALAND .........19:17
Lokastaöan:
Fj. leikja U J T Mörk Stig
SOVÉTRÍKIN 5 5 0 0 148: 109 10
JÚGÓSL. 5 3 O 2 120: 102 6
SPÁNN 5 3 0 2 109: 114 6
A-ÞÝSKAL. 5 2 0 3 106: 111 4
ÍSLAND 5 1 0 4 101: 117 2
PÓLLAND 5 1 0 4 102: 133 2
MILLIRIÐILL
í OSTRAVA
FRAKKLAND- S-KÓREA .........31:24
UNGVERJALAND - TÉKKÓSLÓVAKÍA .20: 20
SVÍÞJÓÐ- RÚMENÍA............19:20
Lokastaðan:
Fj.leikja u j T Mörk Stig
SVÍÞJÓÐ 5 4 0 1 129: 101 8
RÚMENÍA 5 4 0 1 117:105 8
UNGVERJAL. 5 3 1 1 110: 108 7
TÉKKÓSL. 5 1 2 2 107: 116 4
FRAKKLAND 5 1 1 3 109: 114 3
S-KÓREA 5 0 0 5 119: 147 0
Of spenntir I byrjun
Þorgils Óttar Mathiesen, fyrirliði
íslenska landsliðsins, sagði að liðið
hafí verið og spennt í byijun. „Við
vorum of æstir og það var ekki fyrr en
í hálfleik að menn róuðust og náðu
meiri jafnvægi. Það var gífurleg bar-
átta í liðinu og það náði mjög vel sam-
an,“ sagði Þorgils Óttar.
Hann sagðist lítið geta gefíð út á
breytingar á liðinu. „Bogdan velur lið-
ið og þá er ekkert rætt meira um
það. Eg geri ráð fyrir að hann hafí
viljað fá fríska menn inn og bæði
Óskar og Valdimar stóðu fyrir sínu,“
sagði Þorgils. Hann sagði einnig að
liðið hefði fundið fyrir miklum stuðn-
ingi að heiman, þrátt fyrir að illa hafí
gengið og það hafí haft mikið að segja
fyrir leikinn í gær.
AA duga eða drepast
Júlíus Jónasson sagðist vera mjög
ánægður með sigurinn en hann hefði
ekki komið sér á óvart. „Við vorum
ákveðnir og blátt áfram brjálaðir í sig-
ur. Það var að duga eða drepast og
það var einnig gott að svara fyrir tap-
ið í Seoul," sagði Júlíus.
Hann sagði að leikurinn við Frakka
yrði erfíður. „Þeir eru með gott lið,
góðan markvörð og sterka vörn. Mér
fínnst betra að mæta þeim en Suður-
Kóreumönnum en þetta verður mjög
erfíður leikur," sagði Júlíus.
Gott að standa undir traustinu
Einar Þorvarðarson lék allan leikinn
í gær og varði mjög vel í síðari hálf-
leik. Hann sagði að sér hefði þótt
gott að standa undir því trausti sem
Bogdan hefði sýnt sér og sagðist vera
mjög ánægður með síðari hálfleikinn.
„Þetta var sigur liðsheildarinnar og
við gáfumst ekki upp eins og við gerð-
um í hinum leikjunum. Þetta var
líklega mjög mikilvægur sigur fyrir
liðið því fyrslitin hafa ekki beint verið
eins og við hefðum óskað eftir, sagði
Einar.
„Það verður erfítt að leika gegn
Frökkum, þeir eru með frískt og
skemmtilegt lið. Við eigum þó ágæta
möguleika og þessi sigur hefur mikið
að segja,“ sagði Einar.
„Sýndum styrk“
„Við komum til leiks til að spila og
vorum ekkert taugaóstyrkir. Vörn
Þjóðverjanna hentaði mér vel,“ sagði
Óskar Ármannsson. „Þeir voru svo
framarlega og því auðveldara að kom-
ast í gegn. Við misstum einbeitinguna
um tíma en ég vil ekki kalla það slæ-
man kafla. Þá nýttum við illa færin,
vorum svifaseinir í vörninni, en þetta
lagaðist. Við sýndum styrk okkar og
nú er bara að reyna að halda settu
marki."
- , Morgunblaðið/Júlíus
Sigur Islendinga var kærkominn og mikill léttir fyrir leikmenn íslenska liðs-
ins, sem hafa verið undir miklu álagi. Geir Sveinsson, lengst til hægri, grætur
af gleði. Næstur honum er Júlíus Jónasson, þá Kristján Arason, Guðmundur
Hrafnkelsson, Óskar Ármannsson, Valdimar Grímsson og Sigurður Sveinsson.
ISLAND - A-ÞYSKALAND 19 : 17
Nafn Skot Mörk Varin Yflreða frnmhjá í atöng Fengin vfti Útaf Í2min Knetti glatað Linuscnd. sem gefur mark Skot- nýting
Einar Þorvarðarson 10/1
Guömundur Hraf nkelsson
Þorgils Óttar Mathiesen 1 1 100%
Jakob Sigurösson 1 1
Guðmundur Guömundsson 4 2 1 1 50%
Geir Sveinsson 1
Óskar Ármannsson 4 1 3 1 2 2 25%
Alfreð Gíslason 8/2 4/1 2 2/1 1 2 50%
Júlíus Jónasson 5/5 5/5 100%
Siguröur Sveinsson 1 1
Kristján Arason 5 3 2 1 2 1 60%
Valdimar Grímsson 5 3 2 3 2 1 60%
Úrslitaleikimir
Nú er ljóst hvaða lið mætast í viðureignum um 1.-12. sæti í heims-
meistarakeppninni. Úrslitaleikimir, sem allir fara fram í Prag, verða
sem hér segir:
1. sæti: Sovétríkin — Svíþjóð (Á morgun kl. 15.30)
3. sæti: Júgóslavía — Rúmenía (Á morgun kl. 12.00)
5. sæti: Spánn — Ungveijaland (í kvöld, kl. 19.00)
7. sæti: A-Þýskaland — Tékkóslóvakía (Á morgun kl. 10)
9. sæti: ÍSLAND — Frakkland (Á morgun kl. 8.00)
11. sæti: Pólland — Suður Kórea (í dag kl. 16.30)
Bein útsending frá mótinu hefst í ríkissjónvarpinu kl. 8.00 í fyrra-
málið með leik Islands og Frakklands, að honum loknum verður
tæplega þriggja klukkustunda hlé en þráðurinn tekinn upp að nýju
kl. 12.00 er leikur Júgóslava og Rúmena um 3. sætið verður sýndur
beint og úrslitaleikurinn verður einnig í beinni útsendingu kl. 15.30,
er Sovétmenn og Svíar berjast.
„Skemmti-
legur
kveðju-
leikur"
- sagði Sigurður Sveinsson
Sigurður Sveinsson hélt aft-
ur til V-Þýskalands í gær
eftir leikinn gegn A-Þjóðverjum,
þar sem hann mun leika með
WKKHKHtM félögum sínum í
Logi Bergmann Dortmund í
Eiðsson kvöld - gegn
Reinderhausen í
mjög þýðingar-
miklum leik í v-þýsku 2. deildar-
keppninni. Þætti Sigurðar í HM
er því lokið.
skrifarfrá
Bratislava
„Ég hef leikið minn síðasta
landsleik. Það var skemmtilegt
að kveðja eftir þennan leik gegn
Austur-Þjóðverjum, en hann vav
virkilega spennandi og skemmti-
legur,“ sagði Sigurður og bætti
við: „Ég hefði viljað leika örlítið
meira með liðinu hér í Tékkósló-
vakíu. Það er ekki hægt að segja
að traustið skíni í minn garð frá
þjálfara íslenska liðsins,“ sagði
Sigurður.
„Ballið erekki búið. Leikurinn
gegn Frökkum er eftir og eitt
er víst - hann verður mjög erfið-
ur.“
Jóhann Ingi Gunnarsson, þjálfari drengjalandsliðsins:
„Liðið sýndi hvers það er megnugt“
JÓHANN Ingi Gunnarsson, þjálfari KR og drengjalandsliðsins,
hefur fylgst grannt með leikjum í heimsmeistarakeppninni hér í
Tékkóslóvakíu, en hann hefur verið á öllum heimsmeistaramótum
frá 1978. Jóhann Ingi var með væntingar eins og fleiri fyrir keppn-
ina, leist ekki á blikuna eftirtapið gegn Pólverjum, en var bjart-
sýnn fyrir leikinn gegn Austur-Þjóðverjum. „Upphitunin er góð,
þeir einbeita sér og hópast saman. Þetta veit á gott,“ sagði þjálf-
arinn fyrir leikinn. „Þetta bjargar andlitinu. Þetta er besti leikur
íslands í keppninni, vörnin, sóknin, markvarslan — allt var f lagi.
Liðið sýndi loks hvers það er megnugt," sagði hann að leikslok-
um.
Jóhann Ingi sagði að þessi sigur
skipti gríðarlega miklu máli og
hann væri ekki hræddur við leikinn
gegn Frökkum. „Það er svo mikið í
húfi. Við erum að
Steindór fara að halda heims-
Guðbjartsson meistarakeppni og
skrífarfrá við verðum að halda
Bratislava 0kkur í hópi þeirra
bestu. Það er engin spurning að þar
eigum við heima, en þetta er ævin-
týraleg keppni og þá er einsdæmi
að einn leikur geti ráðið úrslitum,
en svona keppni kemur aldrei aftur.“
Sjálfstraustið vantaði
Þjálfarinn sagði að sigurinn hefði
ekki verið ósanngjarn. „Seinni hálf-
leikur var frábær, besti hálfleikur
liðsins. Einar fann sitt form og
munaði um minna. Vendipunkturinn
í leiknum var þegar hann varði víti
og staðan 15:14 fyrir Þjóðveija.
Bogdan tók áhættu og breytti liðinu,
en strákarnir, sem nú fengu tæki-
færi, stóðust álagið. Bogdan nýtti
mannskapinn, en í fyrri leikjum kom
mér á óvart að þegar ekkert gekk
upp var lítið um skiptingar. Það er
styrkur að taka áhættu, þegar hefð-
bundnir hlutir ganga ekki upp, en
þjálfarinn verður að veðja á síria
menn og stendur og fellur með
ákvörðunum sínum.
Fyrri leikir skipta nú engu, aðalat-
riðið er að sigra Frakka og ná 9.
sætinu. Þetta leit ekki vel út í hálf-
leik, en það var gott að lægðin kom
fyrir hlé. Sigurinn gefur mönnum
svakalegan styrk fyrir laugardaginn
og nú eiga þeir að hafa fengið sjálf-
straustið á ný, en það hefur ekki
verið fyrir hendi.
Ég var með væntingar fyrir
keppnina og byggði þær á rökum.
Það hefur allt verið gert, leikmenn
hafa lagt mikið á sig, leikið í fremstu
víglínu í erfíðum deildum erlendis.
Því komu fyrri leikir mér á óvart —
að hlutirnir hafa ekki gengið upp.
En þegar illa gengur, fer sjálfstraus-
tið. Menn lamast af álaginu, vita að
með hveijum tapleik verða mögu-
leikarnir æ minni. Engir verða fyrir
meiri vonbrigðum en leikmennirnir,
en þeir eiga ávallt minn stuðning,
því þeir gera sitt besta.
Ég kaupi ekki þá skýringu að lið-
ið sé of gamalt, við sjáum mun eldri
menn vera að gera góða hluti með
öðrum liðum, þannig að aldurinn
hefur ekkert að segja. Leikgleðin
kemur með árangrinum og nú ætti
sjálfstraustið að vera til staðar."
Jóhann Ingi sagði að liðið hefði
ekki náð almennilega saman í
síðustu leikjum. „Fyrir þennan leik
sýndu þeir ekki sitt rétta andlit. Það
er engin spuming að þeir geta leikið
vel eins og gegn Austur-Þjóðveijum
og allir erlendir þjálfarar og sérfræð-
ingar telja liðið í hópi þeirra bestu.
Andlega hliðin var hins vegar ekki
í lagi og sérstaklega var tapið gegn
Pólveijum mikið áfall. En þeir rifu
sig upp, léku af skynsemi gegn
Austur-Þjóðveijum og nú er spurn-
ingin um að halda taugastyrknum."