Morgunblaðið - 09.03.1990, Síða 43

Morgunblaðið - 09.03.1990, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 9. MARZ 1990 4r HANDKNATTLEIKUR / HEIMSMEISTARAKEPPNIN Morgunblaöið/Júlíus Valdimar Grímsson skoraði tvö sfðustu mörk íslands gegn Austur-Þjóðveijuml gærkvöldi. Hér er reynir gamla kempan, Frank Wahl, að stöðva Valdimar. Dæminu snúid við Frábærsíðari hálfleikur tryggði íslendingum dýrmætan sigur ÍSLENSKA landsliðið sýndl loks í gær hvað í því býr er það sigraði Austur-Þjóðverja 19:17. Eftir að hafa tapað í vænlegri stöðu gegn Júgóslövum og Pólverjum, snéru þeir dæminu við, unnu fjögurra marka for- skot og sigruðu 19:17 í hreint ótrúlega spennandi leik. ís- lendingar eiga því enn mögu- leika á að halda sér í hópi a- þjóða, nái þeir að sigra Frakka íleik um níunda sæti á morgun. Þegar síðari hálfleikur hófst áttu fæstir von á íslenskum sigri. Austur-Þjóðverjar höfðu fjögurra marka forskot, 12:8, og byrjuðu Langhoff, þjálfari Austur Þjóðverja: „Vona að ísland sigri Frakkland“ KLAUS Langhoff, þjálfari A-Þjóð- veija, var óánægður með sína menn, en vildi koma árnaðaróskum sínum til íslands á framfæri við Morgunblaðið. „ísland er í hópi bestu handboltaþjóða heims og liðið á heima í næstu Ólympíuleikum og næstu heimsmeistarakeppni. Þá vona ég að ísland sigri Frakka og tryggi sér þar með 9. sæti.“ Klaus sagði að leikurinn hefði ekki verið sérstaklega góður. „Þetta var ekki fallegur bolti, en áhuga- verður. Ég skil gleði íslendinga, en þeir voru heppnir. Það var kannski kominn tími til, en þessi sigur eflir þá vonandi fyrir átökin á laugar- dag.“ Aðspurður sagði Klaus að Aust- ur-Þjóðveijar hefðu ekki talið sigur sinn vísan í hálfleik. „Við vitum að leikurinn er í 60 mínútur og við gerðum okkur grein fyrir því að við vorum að leika gegn Islandi. Liðin þekkjast vel, ekkert kom á óvart, en við gerðum of mörg mistök." Eiðsson skrífarfrá Bratislava með boltann. En Is- Logi Bergmann lendingar voru ekki af baki dottnir og gerðu fjögur mörk gegn einu í byijun hálfleiksins og jöfnuðu 15:15, þegar rúmt kortér var eftir. Síðustu mínúturnar voru svo hrein taugaspenna. Austur-Þjóð- verjarnir gerðu 16. markið en ís- lendingar svo þijú í röð og náðu tveggja marka forystu. Austur- Þjóðveijar minnkuðu muninn þegar þijár mínútur voru til leiksloka. Þeir fengu svo tækifæri til að jafna er einn þeirra komst í hraðaupp- hlaup, aleinn, en Einar varði glæsi- lega og Valdimar Grímsson tryggði íslendingur sigur er hann gerði síðasta markið, átta sekúndum fyr- ir leikslok. Gífurleg barátta, sterk vörn, skynsamlegur sóknarleikur og frábær markvarsla í síðari hálf- leik færðu íslendingum þennan sig- ur. Vörnin hefur ekki verið betri og sóknarleikurinn nokkuð örugg- ur, þrátt fyrir mikla spennu og allt- of mörg mistök í fyrri hálfleik. Mikilvægar breytingar Bogdan tók þá ákvörðun að hvíla tvo af lykilmönnum liðsins, Sigurð Gunnarsson og Bjarka Sigurðsson. Bjarki hefur verið einn besti leik- maður liðsins í keppninni og því þótti vafasamt að hvfla hann. Til- gangurinn var að fríska upp á Iiðið og það tókst. Valdimar Grímsson og Oskar Ármannsson stóðu fylli- lega fyrir sínu, þrátt fyrir erfiða byijun, og léku af mikilli skynsemi í lokin. Alfreð og Kristján voru mjög sterkir í vörninni og opnuðu vel í sókninni og Geir Sveinsson og Júlíus Jónasson vörðust vel. Einar Þorvarðarson byijaði ekki vel en átti frábæran leik undir það síðasta. Hann varði tíu skot í leiknum, mörg í dauðafærum og mikilvægum augnablikum. Loks í gang Árangur íslendinga í heims- meistarakeppninni valdið nokkrum vonbrigðum og víst er að flestir áttu von á meiru. En leikurinn í gær sýndi að það býr mun meira í liðinu en það hefur sýnt, og það er bara að vona að þetta sé aðeins byijunin og í kjölfarið fylgi sigur á Frökkum á morgun. Steinþór Guöbjartsson skrífarfrá Bratislava M SÉRA Pálmi Matthíasson sagðist hafa flutt sína stystu messu í gærkvöldi. Hann fór inn í klefa íslenska liðsins fyrir leikinn gegn Austur-Þjóðverj- _ um og fór með eitt vers úr Biblíunni, sem átti við íþróttir. ■ MIKHAIL Jakímovítsj er skotharðasti leik- maður Sovétmanna, samkvæmt mælingum sem þeir hafa gert. Hingað til hafa menn almennt álitið Tutsjkín og Atavín skothörðustu menn Ólympíumeistaranna og verð- andi heimsmeistara. Jakímovítsj er rétthenta skyttan númer 11, og skoraði 5 mörk gegn íslendingum. ■ JÚRI Gavrílovv armarkahæst- ur Sovétmanna gegn Spánverjum og var kjörinn besti maður liðsins. Javier Cabanas var valinn bestur hjá Spánverjum. ■ SO VÉTMENN léku fyrsta leik- inn í gær, fóru ekki í sturtu eftir leik, en héldu beint út í rútu og strax til Prag, þar sem þeir leika til úrslita gegn Svíum. Islenska liðið fer til Prag í morgunsárið. ■ JÚGÓSLA VAR fóru til Prag klukkan átta í gærkvöldi og sáu því ekki leik Islands og Austur- Þýskaiands. „Ég veit að ísland vinnur og tekur svo Frakka í leik um níunda sæti, því liðið á að vera í hópi þeirra bestu,“ sagði Petqu^. Janjic, þjálfari Júgóslava, er við kvöddumst. ■ PETAR sagði að Júgóslavar hefðu náð sér á strik eftir sigurinn gegn íslendingum og sér væri sama hvort liðið léki við Ungveija eða Rúmena um þriðja sætið — „við eigum að vinna bæði liðin.“ ■ MIKLAR breytingar verða á mörgum liðum eftir keppnina. Til að mynda hætta flestir leikmenn Júgóslavíu áð leika með landslið- inu. „Við byggjum alveg upp nýtt lið,“ sagði þjálfarinn við Morgun- blaðið. M ISLENSKU stuðningsmennirn- ir gerðu samning við kollega sína frá Júgóslavíu í gær. íslondiiuc__ arnir studdu rækilega við bakið á Júgóslövum gegn Pólveijum og Júgóslavarnir endurgreiddu greið- ann í leik íslands og Austur- Þýskalands. Morgunblaöiö/Júlíus Oskar Armannsson komst vel irá leiknum gegn Austur-Þjóðveijum. „Eigum heima í 8. til 12. sæti“ - segir Bogdan landsliðsþjálfari „VÆNTINGARNAR eru alltaf of miklar á íslandi. Við eigum heima í 8. til 12. sæti í þessari keppni. Ég hef alltaf lagt áherslu á að aðalatriðið væri að halda sér í hópi A-þjóða og þetta var síðasti möguleikinn. Við urðum að sigra, en smá heppni þurfti til þess að fá tvö stig, sagði Bogdan Kowalc- zyk, landsliðsþjáifari við Morgunblaðið eftir sigurinn gegn Austur-Þjóðverjum. Bogdan sagði að ekkert væri athugavert við að tapa gegn Sovétmönnum og Júgóslövum. „Þeir eru einfaldlega betri en við. Gégn Spánveijum vorum við þó óheppnir, en við vissum fyrirfram áó viðureignin gegn Póllandi snerist um líf og dauða. Ég veit ekki hvað gerðist en við fórum á taugum. Við verðum að komast yfir þessa taugaspennu ef vel á að ganga. Nú munaði miklu að Einar varði vel, en það _ gerði reyndar Hofmann einnig. Ég tók áhættu, Steinþór Guöbjartsson skrífarfrá Bratislava varð að gera breytingar. Óskar stóð sig vel og dæmið gekk upp að þessu sinni. Ég minni enn einu sinni á hvað liðin í keppninni eru jöfn. Með heppni hefðum við gétað verið með fjögur stig eins og Austur-Þjóðveijar, en hefði ólánið elt okkur áfram værum við með ekkert stig. Leikurinn gegn Frökkum um níunda sætið verður mjög erfiður. Frakkar hafa undirbúið sig mjög vel fyrir keppnina, voru saman í þijá mánuði. Okkar undirbúnings- tími var hins vegar allt of stuttur — menn gera mistök af því að þeir eru þreyttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.