Morgunblaðið - 25.03.1990, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MARZ 1990
ALMENN ANÆGJA MEÐ
STÖRF UMBOÐSMANNS
ALÞINGIS, ÞRÁTT FYRIR
TREGÐU í KERFINU
eftir Kristján Þorvaldsson
HANN ER enginn dómari í
málum og beitir- ekki valdi.
Starf hans veltur á því að hann
sé virtur svars og tillit tekið
til hans. Hann tjáir sig með álit-
um og gefur ábendingar.
Starfsheitið er umboðsmaður
Alþingis, en í raun er hann
umboðsmaður fólksins, því lög-
um samkvæmt er honum ætlað
að tryggja rétt einstaklinga og
félaga gagnvart stjórnvöldum.
Hann er óháður og tekur ekki
við íyrirmælum, þar með talin
fyrirmæli frá Alþingi.
Lög um umboðsmann Alþingis
tóku gildi 1. janúar árið 1988.
Nokkur reynsla er þvi komin á
þetta starf og þau viðbrögð sem
umboðsmaður fær í stjórnkerf-
inu. í skýrslu sinni til Alþingis
fyrir árið 1989 kemur glöggt
fram að umboðsmanni þykir að
ýmislegt megi betur fara í
sljórnsýslunni og í starfsháttum
embættismanna. Hann áréttar
þá skoðun sína, sem hann lét í
Ijós í fyrstu skýrslu til Alþingis,
að forsenda laganna sé sú að
tillit sé tekið til álita hans, og
ef sú forsenda bregðist verði
Alþingi að taka á ný afstöðu
til þess með hvaða hætti skuli
vikið að endurbótum á stjórn-
sýslunni. Það er hins vegar ólík-
legt að til þess komi, því allir
viðmælendur Morgunblaðsins í
sljórnsýslunni eru þeirrar skoð-
unar, að umboðsmaður Alþingis
hafi þegar sannað gildi sitt.
Umræða um skýrslu umboðs-
manns er fyrirhuguð í samein-
uðu þingi á morgun, mánudag.
Umboðsmanni Alþingis
/ er ætlað að hafa eftir-
lit með stjórnsýslu
ríkisins og að nokkru
leyti með stjórnsýslu
sveitarfélaga. Til umboðsmanns
getur hver sá kvartað, er telur
stjórnvald hafa beitt sig rangindum.
Það eru því einkum athafnir stjórn-
valda sem falla undir starfssvið
umboðsmanns. Hann fjallar þó ekki
aðeins um ákvarðanir og úrlausnir
stjómvalda, heldur einnig málsmeð-
ferð og framkomu starfsmanna, og
einnig er ýmiss konar opinber þjón-
usta á starfssviði hans. Hann rækir
hlutverk sitt aðallega með þrenns
konar hætti: I fyrsta lagi með at-
hugun máls vegna kvörtunar frá
þeim, sem hlut eiga að því. í öðru
lagi er honum heimilt að taka mál
til meðferðar að eigin frumkvæði.
í þriðja lagi getur hann fjallað um
það sem kallað er „meinbugir" á
gildandi lögum, á almennum stjórn-
valdsfyrirmælum eða á starfshátt-
um í stjórnsýslu, og slík mál getur
umboðsmaður einnig tekið upp
samkvæmt eigin ákvörðun.
Fyrsta heila árið
bárust 150 kvartanir
Kvörtun til umboðsmanns Al-
þingis verður að vera skrifleg og
skráð á sérstakt eyðublað. Eins og
fyrr segir getur hver sá, sem telur
stjórnvöld hafa beitt sig rangindum,
borið fram kvörtun._ Allir einstakl-
ingar, hvort heldur íslendingar eða
útlendingar, geta kvartað til um-
boðsmanns, og sama gildir um félög
og hvers konar önnur samtök
þeirra. Þetta þýðir að ekki getur
aðili kvartað, nema brot snerti
beinlínis hans eigin hagsmuni, eða
réttindi. Hins vegar geta menn
NEFND Á VEGUM FOR-
SÆTISRÁÐHERRA UNDIR-
BÝR FRUMVARP TIL
STJÓRNSÝSLULAGA OG
LAGA UM UPPLÝSINGA-
SKYLDU STJÓRNVALDA
»
ÉG TRÚI EKKI ÖÐRU EN
AÐ FJÁRMÁLARÁÐHERRA
SKIUI EÐLI ÞESSA EMB-
ÆTTIS," SEGIR GUÐRÚN
HELGAÐÓTTIR FORSETI
SAMEINAÐS ÞINGS
vakið athygli umboðsmanns á
vandamáli með þeim hætti, þannig
að hann getur tekið það upp að
eigin frumkvæði. Ennfremur er
nauðsynlegt að mál hafi farið fyrir
æðsta stjórnvald áður en umboðs-
maður tekur það fyrir á grundvelli
kvörtunar.
ísland varð síðast Norðurlanda
til að stofna til starfs umboðs-
manns. Svíar höfðu ákvæði í sinni
stjómarskrá frá árinu 1809 og
umboðsmaður tók til starfa í Finn-
landi árið 1919. Umboðsmaður
danska Þjóðþingsins hóf störf árið
1954 og eftir það tóku ýmsar aðrar
þjóðir að veita verulega athygli
þeim hugmyndum sem byggt er á.
Norðmenn stofnuðu sitt embætti
árið 1963 og loks voru lög um
umboðsmann Alþingis samþykkt
þann 9. mars árið 1987 og gengu
í gildi þann 1. janúar árið 1988.
Gaukur Jörundsson var síðan kos-
inn til starfsins á fundi sameinaðs
þings 17. desember árið 1987, til
fjögurra ára. Leit að hentugum
húsakynnum tók nokkurn tíma, en
loks flutti umboðsmaður inn í leigu-
húsnæði á Rauðarárstíg 27 og var
skrifstofan formlega opnuð þann
11. júlí árið 1988. Þetta fyrsta
starfsár umboðsmanns Alþingis,
sem þó hófst ekki af krafti fyrr en
eftir mitt ár, bárust 67 kvartanir.
Auk þess tók umboðsmaður upp
3 mál að eigin frumkvæði, þannig
að málin urðu samtals 70 og tókst
að afgreiða um helming þeirra á
árinu.
Á árinu 1989, sem var í raun
fyrsta heila árið hjá umboðsmanni
Alþingis, bárust 150 kvartanir.
Auk þess tók hann upp fjögur mál
að eigin frumkvæði. Þar sem 35
málum var ólokið frá árinu á undan
ljallaði hann um 189 mál á árinu.
M
i
Alls náðist að ljúka 122 málum,
auk þess sem greitt var úr fjölda
fyrirspuma sem bárast skrifstof-
unni, en komu ekki formlega inn
sem kvartanir. 1 skýrslu umboðs-
manns eru dæmi um mikia breidd
í málum sem umboðsmaður tekur
fyrir. Áberandi eru mál vegna
skatta og gjaida. Þá má nefna álit
vegna atvinnuréttinda og atvinnu-
leyfa, réttarstöðu opinberra starfs-
manna, mál á sviði almannatrygg-
inga og lífeyrisréttinda og forsjár-
mál barna.
Fyrirséð tregða í
sljórnkerfínu
Stofnun umboðsmanns Alþingis
hafði töluverðan aðdraganda og
umræða fór fram um málið löngu
áður en lögin voru samþykkt.
Kristján Thorlacius lagði fyrst fram
þingsályktunartillögu um stofnun
embættisins árið 1963, en málið
fékkst hvorki útrætt þá né á næstu
þingum á eftir. Hins vegar sam-
þykkti Alþingi þingsályktunartil-
lögu frá Pétri Sigurðssyni árið 1972
um undirbúning löggjafar. Frum-
varp sem samið var af' Sigurði
Gizurarsyni var síðan lagt fram á
þingi 1973-1974, en ekki útrætt.
Það var síðan endurflutt á þingi
1986-1987, en þá var einnig lagt
fram stjórnarfrumvarp, samið af
Jóni Steinari Gunniaugssyni og
Eiríki Tómassyni, sem byggðist að
töluverðu leyti á því frumvarpi.
Það var þetta frumvarp sem loks
lögfesti umboðsmann Alþingis.