Morgunblaðið - 08.04.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.04.1990, Blaðsíða 2
MORGUfrfBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. APRÍL 1990 börn eru aldrei hreyfilhömluð . Við fyrstu sýn er ekki ástæða til að ætla að nokkur skapaður hlutur sé að. Mörg eru afar fríð útlits. Þó greind mælist oftast í daufara lagi eru til börn með eðlilega greind en það er ekki algengt. Sum eru svo lokuð í sínum heimi að ógerlegt er að mæla greind þeirra. Þrátt fyrir að erfiðlega gangi að finna orsök einhverfu hallast æ fleiri að því að líffræðilegar truflanir liggi að baki. A ráðstefnu í Gautaborg á síðasta ári náðist samstaða um að skil- greina orsakaþátt einhverfu og skilst mér það hafi verið í fyrsta skipti sem sérfræðingar um ein- hverfu geta komist að niðurstöðu. I yfirlýsingu ráðstefnunnar var sagt án fyrirvara að einhverfa sé ástand sem rekja megi til líffræðilegrar truflunar. Þó engin lækning hafi enn fundist er lögð áhersla á mikil- vægi sérkennslu og að hegðunar- meðferð sé nauðsynleg í hveiju ein- stöku tilfelli. Þá mun tíðni ein- hverfu eins og ástandið er skil- greint vera ivið hærra en haldið var. Fyrri athuganir höfðu leitt í ljós að 4-5 börn af hverjum tíu þúsund séu einhverf. Sönnu nær mun að tala um eitt af hveijum þúsund börnum. Það sérstæða gerðist árið 1983 að þijú einhverf börn fæddust á Akranesi. Á því er enginn skýring frekar en svo ótal margt sem að einhverfu lýtur. „Það fer ekkert á milli mála að einhverfir eins og aðrir fatlaðir þurfa stuðning allt lífið,“ segir Margrét Margeirsdóttir. Hún bætir við að aðstaðan til greiningar sé nú önnur en fyrir tiltölulega fáum árum. „Því fyrr sem barn er greint með einhverfu, því meiri líkindi eru á því að þessi einstaklingur komist í þá meðferð sem miðar að því að efla og styrkja hann eins mikið og unnt er.“ Margrét segir að menn hefðu ímyndað sér að hægt væri að útskrifa einhverfa eftir nokkur ár á dagvistarstofnun. í ljós kæmi að það væri óhugsandi. Nú er hér í Reykjavík eitt sambýli fyrir ein- hverfa sem var upphaflega með- ferðarheimili, nýlega tók til starfa heimili á Sæbrautinni og í Blesu- gróf er skammtímavistun fyrir yngstu börnin. Þau koma þangað úr skólanum sínum og eru nokkra tíma. Það er gert ráð fyrir að þau dvelji þar yfir helgar „til að hvíla fjölskyldur þeirra og eins ef hún fer í sumarleyfi og getur ekki haft barnið með sér,“ eins og Hrefna Haraldsdóttir, forstöðukona orðaði það. Fjölskyldur einhverfra barna fá einnig aðra áðstoð, svo sem til- sjónarmann sem sér um að fara út með barnið daglega í 1-2 klukku- tíma og stuðningsfjölskyldur sem taka barnið nótt og nótt. Sigríður Lóa Jónsdóttir var forstöðukona á Trönuhólaheimilinu þegar það var opnað 1982 og hún hefur nú einnig umsjón með Sæbrautarheimilinu. Foreldrar sem eiga börn sín á þess- um heimilum fullyrða að betri manneskju í þetta starf sé varla hægt að hugsa sér. ...en margt hægt að gera til að styrkja veika sjálfsmynd þeirra Sigríður Lóa og Margrét segja Regnfólkíð Eftir heimsóknir mínar síð- ustu vikur á heimilin, spjall við starfsfólk, mæð- ur og þá einhverfa. sem gátu eða vildu tjá sig sannfærðist ég um að þarna er unnið markvisst og af umhyggju að því að virkja þá getu sem hver og einn býr yfir. Ég hafði farið fyrst á Sæbrautina og sat á tali við Sigríði Lóu. Þá heyrðist í unglingi sem hljóp um húsið, sló sér utan í veggi, skelltí hurðum, rak upp hljóð, full af ang- ist og hamsleysi. Það sem starfs- menn gátu gert var að reyna að koma í veg fyrir að hann skaðaði sig. Loks fóru starfsmenn með hljóðandi unglinginn út í göngu. „Svo getur þessu linnt eins skyndi- lega og það hófst,“ segir Sigríður Lóa. Uppi hitti ég unglingsstúlku sem heilsaði mér ekki en sagði áherslulaust og án blæbrigða: „Mik- ið ertu ógeðsleg. Mér finnst þú ógeðsleg. Hvað heitirðu?" Þegar ég hitti hana aftur niðri var hún með brúðuna sína, sýndi mér hana bros- andi, og sagði: „Þú heitir Jóhanna. Mikið ertu ógeðsleg. Hvar áttu heþma, Jóhanna?" I kennslustofunni var verið með dreng í þjálfun, hann hljóp út í hom og stóð þar líkt og stirðnaður þegar við komum inn, í því næsta grúfði piltur sig yfir teikniblað og gerði stöðuga hringi á pappírinn. Hann sýndi engin merki þess að hann yrði fyrir truflun þó við gengj- um um, réttara sagt — hann sýndi engin viðbrögð. í Trönuhólum er andrúmsloftið kyrrara, enda eru íbúar þar orðnir hagvanir, af sjö hafa sex verið þar frá opnun heimilisins 1982, Eiður bættist við sl. haust og þá var pilt- ur í Trönuhólum fluttur á Sæbraut- arheimlið. Eiður vildi ekki leyfa mér að skoða herbergið sitt. Sigríður Lóa segir að hann sé afar seintek- inn og það þurfi langan tíma til að vinna traust hans, og hann er afar viðkvæmur fyrir því að gert sé grín að honum. Hann leggi sig afar mikið fram um allt sem hann geri. Ég sat á tali við Sigríði Lóu frameft- ir degi, Anna eini vistmaðurinn sem stundar vinnu utan heimilis ráskað- ist um með skrúbb og hreinsaði og skrafaði. Hún er ágætlega talandi og sagði sér líkaði vel í vinnunni þar sem hún pakkar inn kortum, almanökum og fleiru. Hún fer með strætó á milli og þekkir skilti þó hún geti ekki lesið. „Svo var árshá- tíð. Þá tók ég leigubíl,“ sagði hún og hamaðist við að skrúbba. Hún er augljóslega hreingerningarstjór- inn á heimilinu. Pétur gekk um, sagði aldrei orð, svaraði ekki þegar á hann var yrt en rölti þó inn í eld- húsið þegar kom að kaffitíma. Starfsfólkið sagði mér að þeir Pétur og Eiður hefðu síðustu viku farið tvívegis hjálparlaust í ieikfimi og gengið alveg ljómandi vel. Fyrir nokkru hefði þetta verið óhugs- andi. Eiði hefði hætt við að stoppa allt í einu þar sem hann var stadd- ur, „frjósa“ eins og móðir hans, Hulda Kristjánsdóttir orðar það. „Þá stóð hann bara þar sem hann var kominn þar til einhver tók hann,“ segir hún og bætir við að sér þyki það ótrúleg framför hjá honum að þeir Pétur geti farið sam- an í leikfimi. Meðan við Sigríður Lóa spjölluð- um kom Eiður öðruhveiju og horfði á okkur tala saman. Hann leit allt- af undan þegar ég beindi til hans orði og fór þá venjulega fljótlega í biirtu. Hann ítrekaði öðruhveiju við Sigríði Lóu að við mættum ekki fara inn í herbergið hans. Þegar Áslaug, Pétur og Anna. Bragi. Hann er á heimilinu á Sæbrautinni. búist var til brottfarar kom Eiður allt í einu eins og byssubrenndur á eftir okkur og snerti handlegginn á mér með fingurgómunum. Ég spurði Sigríði Lóu hvað hann væri að meina. í ljós kom að Eiður vildi sýna mér það sem hann hefur verið að pakka inn og vinna. Það getur verið að þetta litla viðbragð Eiðs þyki ekki merkilegt. Mér fannst við Eiður hafa unnið dálítinn sameigin- legan sigur. í næsta skipti kom ég líka á miðvikudegi og Anna var með kúst- inn á loft að mvndarskapast, Pétur var að skera happdrættisalmanök og vandaði sig mikið. Eiður var í setustofunni. Ekki nóg með að hann sæti kyrr þó gestir kæmu heldur drakk hann með þegar kaffi var borið fram og gómsæt kaka sem Anna hafði bakað. Listamaður heimilisins er Áslaug og myndirnar hennar prýða veggi. Myndir eftir hana hafa líka verið á sýningu fatl- aðra í Listasafni Alþýðu nýverið. Áslaug talar ekki en er hláturmild og skemmti sér dátt hvar hún stóð í einu horni stofunnar og vildi ekki fá sér hressingu með okkur. Fyrst hélt ég að henni liði illa og hún væri að gráta en sá svo að hún var að skellihlæja. Enginnveitum orsakir einhverfu Sumum finnst einhverfa vera feimnismál þar sem talið var lengi Sigríður Lóa Jónsdóttir, for- stöðukona. að hún tengist geðrænum vanda- málum. Geðrænir kvillar vekja blygðunarkennd, þó viðhorf til þess- ara 'mála hafí vitanlega breyst til meiri skilnings og raunsæis. En þeir eru áreiðanlega fleiri sem vita Mítið um einhverfu og það er ekkert undarlegt; það veit enginn ná- kvæmlega af hveiju hún stafar, hvers vegna börn fæðast með ein- hverfu, hvort þetta eru truflanir í genum, kannski verður sköddun í fæðingu. Einhverfa og púnktur. Margrét Margeirsdóttir, deildar- stjóri hjá félagsmálaráðuneytinu, sem hefur umsjón með málefnum fatlaðra, segir að nú orðið væru einhverf börn jjreind langtum fyrr Anna hreingerningarstjóri. en áður og þar af leiðandi væri unnt að byija miklu fyrr að veita þeim þjálfun og þá kennslu sem gerlegt er. Sú kennsla er mikið þolinmæðisverk og tekst misjafn- lega. Einhverfir einstaklingar eru aldrei líkamlega fatlaðir Einhverf börn eru vitanlega ekki öll eins, en ýmis einkenni eru sam- eiginleg. Þau eru yfírleitt frábitin snertingu og eðlilegum atlotum, þau mynda ekki tengsl við aðra nema að mjög takmörkuðu leyti, augnsamband við þau næst sjaldan. Þau eru oft mál- og heyrnarskert, sofa lítið, eru afar erfið á heimili vegna áðurnefndrar skerðingar. Þau sýna oft merki sárrar vanlíðun- ar án þess að geta síðan tjáð sig af hveiju hún sprettur. Einhverf börn geta sjaldnast lært að lesa og það kann að vera snúið að átta sig á hversu mikið/lítið þau skilja. Greind þeirra er oft í daufara lagi en stundum eru þau gædd hæfni á einhveiju sérstöku sviði. Þau bregð- ast harkalega við breytingum og ýmsu áreiti sem aðrir tækju ekki eftir. í stuttu máli þarf oft ekki mikið til að þau gangi algerlega af göflunum. Þau þurfa stuðning allt lífið Þó undra lítið sé vitað um orsök einhverfu er unnið að rannsóknum um allan heim. Ýmsar upplýsingar og tölur eru vitanlega til; einhverf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.