Morgunblaðið - 08.04.1990, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 08.04.1990, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. APRIL 1990 C 11 mjög gaman af því svo framarlega sem einhver fengist til að fjár- magna uppsetninguna. „Adam og Eva“, verkið sem sýnt verður á Vorvindum íslenska dansflokksins, er eitt af vinsælustu verkum Cullberg-flokksins. Það er frá árinu 1961 og samdi Hilding Rosenberg tónlistina. Verkið tekur um átján mínútur í flutningi og telst til hinna sígildu verka innan nútíma-balletts. Það sló í gegn á ballett-hátíð í París árið 1969 og er oft á tíðum talið vera það verk Birgit Cullberg sem þekktast er á alþjóðvettvangi á eftir „Fröken Júlíu“. Cullberg-flokkurinn var á þessari hátíð valinn besti dans- flokkur Evrópu. Birgit segir að verkið „Adam og Eva“ sé að hluta til ádeila á það viðhorf sem fram kemur í kristinni trú gagnvart kynferðis- legu sambandi karls og konu og meðal annars komi fram í kafla Biblíunnar um Adam og Evu. Það telur hún mjög gagnrýnisvert og segir hafa skemmt líf margra. Enn harðari gagnrýni á kirkjuna komi einnig fram í öði-u verki hennar, „Mamma María“, sem hún hafi verið að setja upp í Ungversku óperunni í Búdapest. Það verk fjall- ar um Maríu mey sem unga konu og móður. Birgit segist ekki hika við að koma með þjóðfélagsgagn- rýni í verkum sínum og eru þau oft á tíðum nokkuð pólitísk. Um þessar mundir segist hún til dæm- is hafa verið að setja upp verk í Dresden í Þýskalandi sem fjalli um eyðileggingu af völdum stríða. Alls vinnur Birgit að uppsetningu á verkum eftir sig í átta löndum á þessu ári. En þó verk hennar byggi oft á gagnrýni er oftast grunni á kímninni og lífsgleðinni. Birgit segir mikinn húmor vera í Adam og Evu og segir Adam, svo dæmi sé nefnt, vera nokkuð „apalegan“ framan af verkinu. Verkið fjallar, eins og nafnið gefur til kynna, um Adam og Evu, um gleði þeirra, freistinguna og skömmina. Nina Höglund, sem dansað hefur Evu í uppsetningum Östgöta-balletsins í Svíþjóð á verkinu að undanförnu, hefur komið til íslands til að æfa dansarana og annar sænskur dans- ari, Hakan Mayer,_ mun dansa Adam í uppsetningu íslenska dans- flokksins. Hann hefur áður dansað hlutverkið á móti Ninu Höglund. Ásdís Magnúsdóttir dansar á móti honum sem Eva. Ásdís dansaði einnig í uppsetningu íslenska dans- flokksins á Fröken Júlíu árið 1983 en-þá dansaði Niklas Ek, sonur Birgit Cullberg, aðalhlutverkið á móti henni. Þótt hún sé á áttugasta og öðru aldursári er engan bilbug að finna á Birgit Cullberg. Hún æfir á hverj- um degi og sýnir dansæfingar og hefur alls ekki í hyggju að setjast í helgan stein. Þvert á móti. „Það veit enginn fyrirfram hversu lengi honum endist ævi,“ svarar hún og hlær þegar hún er spurð hve lengi hún ætli að halda áfram að vinna að ballet. Það er heldur ekki langt síðan að hún dansaði síðast sjálf á sviði. Árið 1977, þá að verða sjötug, dansaði hún aðalhlutverkið í balletinum „Soweto“, sem sonur hennar Mats Ek samdi. Soweto ijallaði um ástandið í Suður-Afríku og dansaði Birgit síðast það hlut- verk í sýningu á vegum Amnesty International fyrir örfáum árum en þá var hún komin vel á áttrætt. Þetta er eins og áður sagði önn- ut' heimsókn Birgit til íslands og er sú fyrri henni enn minnisstæð. „Ég hef mjög góðar minningar af ferð minni tii Islands árið 1960,“ segir Birgit. „Sérstaklega er mér minnisstætt þegar ég ásamt manni mínum, Anders Ek, og syni okkar Niklas, gekk á fjöll á góðviðns- degi. Það var svo fallegt. Ég hlakka mikið til að koma til ís- lands aftur.“ ENSKA - SUMARFRÍ - TÓMSTUNDIR Lærið ensku á einum vinsælasta sumardvalarstað á suðurströnd Englands, Eastbourne. Allt viðurkenndir skólar. Hægt er að velja um: - Ensku, 33-40 kennslustundir á viku - Ensku, skoðunarferðir og íþróttir - Ensku og golf - Ensku og badminton - Ensku og tennis - Ensku og siglingu á ánni Thames - Ensku fyrir kennara - Ensku fyrir fólk á efri árum og einnig ýmiss konar námskeið. Upplýsingar gefur Edda Hannesdóttir, fulltrúi I.S.A.S. á íslandi, í síma 672701 milli kl. 17 og 19 virka daga. Fulltrúi frá I.S.A.S. er á staðnum til aðstoðar hvenær sem er. MOSFELLSBÆR OG NAGRENNI Nýkomnar góðar fótlagatöflur og frábærir klossar. Ennfremur ódýrir íþróttaskór í barna- og unglingastærðum. Einnig úrval af Adidas-íþróttatöskum ■ - tilvaldar fermingargjafir. Opiðfrá 14.00-18.00. SKOFELL, Þverholti 7, sími 667575. I! FORSTÖÐUMAÐUR Óskað er eftir forstöðu- manni að Norrænu stofn- uninni í asískum fræðum (Nordiska Institutet för Asienstudier, NIAS) í Kaupmannahöfn. Ráðn- ingartími er 4 ár, frá 1. ágúst 1990, með mögu- legri framlengingu í 4 ár. Hæfniskröfur: - miklar, viðurkennd færni í rannsóknum á borð við þær sem dósent- ar eða prófessorar skila. Eigin reynsla af löndum í Austur- eða Suðaustur- Asíu, þó getur þekking á öðrum Asíulöndum kom- ið að notum. Reynsla af yfirstjórn og samvinnu- hæfni. Verkefni: - stuðla að því, með stjórninni, að samræma norrænar rannsóknir á Asíu - bera ábyrgð á samræm- ingu rannsóknarverkefna NIAS - bera ábyrgð á yfirstjórn og áætlanagerð NIAS - vinna að eigin rann- sóknum. Launakjör: Laun eru í samræmi við gildandi samninga danskra há- skólamanna og danska ríkisins. Þannig fær sá sem getur gegnt prófess- orsembætti laun sam- kvæmt launaflokki 37 í Danmörku (nú DKK 31.860 á mánuði). Bætur fást greiddar í þeim til- vikum að umsækjandi þiggur hærri laun fyrir. Sé umsækjandi utan Danmerkur ráðinn fær hann greidda launaupp- bót (núDKK 2.300- 4.600 á mánuði). Mögu- legt er að fá flutnings- styrk o.fl. Samkvæmt reglum eiga umsækjend- ur rétt á starfsleyfi séu þeir ríkisstarfsmenn. Umsóknir skal stíla á Ráðherranefnd Norður- landa. Þær skal senda NIAS og eiga þær að.vera komnar í síðasta lagi 15. maí 1990 til stofnunar- innar. Heimilisfang: Njalsgade 84, DK-2300 Köbenhavn S, Danmark. Frekari upplýsingar gefur settur forstöðumaður, Thommy Svensson, próf- essor, NIAS, sími: (+45) 31 54 88 44,elleg- ar varaformaður stjórn- arinnar, John Martinus- sen, sími: (+45) 46 75 77 11. ✓ JOSS V LAUGAVEGI 101 SÍMI17419

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.