Morgunblaðið - 08.04.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.04.1990, Blaðsíða 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. APRÍL 1990 báðar að um tíma hafi verið óljóst hvort sambýlinu yrði komið upp í Trönuhólum og foreldrar verið mjög kvíðnir. Það hafi því verið mikill léttir þegar það var gert að varan- legu sambýli. Sigríður Lóa segir að þó ekki sé hægt að lækna einhverfu megi gera margt til að styrkja þessa einstaklinga og reyna að efla með þeim betri sjálfsímynd og þar með kjark. „Það er gott fyrir þau að hafa allt í föstum skorðum, það skapar hjá þeim öryggi. Þau hafa mörg lítið þroskaða siðferðiskennd og eiga erfítt með að hafa stjórn á sér. Meðferð og umönnun sem hent- ar hveijum og einum — því að hver er með sínu móti — gerir þeim margt bærilegra. Einhverf börn sem hafa ekki mál eru óskaplega illa sett en oft má ráða bót á því með því að kenna þeim táknmál.“ Skiptir ekkert þau máli? Eins og áður kom fram eru tengsl þeirra við sína nánustu og umhverfi óljós. „Við skiptum Pétur engu máli, hvorki fyrr né síðar,“ eins og Ingibjörg Sigurðardóttir, móðir Péturs, orðar það. Samt fannst mér spurn í röddinni. Og þar með er auðvitað ekki sagt að ein- hverf böm þekki ekki sína nánustu eða þá sem annast þá. Þau geta verið ótrúlega minnug á fólk. Sum sem væru kallaðir heilbrigðir en hún fyndi að starfsfólk næði oft góðu sambandi við einhverfa. „Foreldrar þessara barna eru yfirleitt tengdir þeim tilfinningalega á óskaplega sterkan hátt. En stundum er vænt- umþykjan blandin þreytu því álagið á heimilið er meira en menn geta ímyndað sér. Þeim þykir samt erf- itt að senda börnin frá sér en gera sér grein fyrir að það kemur að því að það verður ekki umflúið og þá er að minnsta kosti gott að þau geti treyst því að eins vel sé að þeim búið og hægt er.“ Sigríður 'Lóa sagði að foreldrar einhverfra barna væru tengdir þeim mjög sterkum böndum, hvað sem líður tengslaskerðingu af hendi barnanna. Um þetta sannfærðist ég í samtölum mínum við mæðurn- ar þrjár. EINS OG fram hefur komið er nú í flestum tilfellum hægt að greina einhverfú áður en barn nær 2ja og hálfs árs aldri. Saga Sigur- jóns sem er sjö ára gam- all er að fram á íjórða ár þroskaðist hann í alla staði eðlilega en fór þá smátt og smátt að fara aftur.„Hann klappaði saman lófunum, sýndi hvað hann var stór, fór að ganga á venju- legum tíma og var farinn að tala. Hann var viðkvæmur og skapríkur, mikill möinmustrákur," segir Kristín Hafsteinsdóttir. lifa í sínum heimi, stundum lokuð- um. Stundum opna þau örlítið þenn- an heim — ef þeim hentar. „Pétur svarar okkur ekki alltaf þegar við tölum til hans,“ segir Ingibjörg. „En svo býð ég honum eitthvað, til dæmis sælgæti, þá heyrir hann prýðilega." I tilviki Eiðs er svo sag- an önnur og hann talar aðeins tákn- mál við aðra en mömmu sína og bróður. Hulda Kristjánsdóttir segir að tal Eiðs sé að sönnu ekki marg- þætt en hann skilur einfaldar spurn- ingar og svarar þeim. Þriðja móðir- in sem ég talaði við, Kristín Haf- steinsdóttir, er mamma Siguijóns sem er sjö ára. Það furðulega við ástand Sigurjóns er að hann virtist í alla staði heilbrigður og þroskað- ist eðlilega fram undir fjögurra ára aidur að honum fór að fara aftur í atferli, hegðun og tali. Hann var greindur einhverfur fyrir ári og er að byija sín fyrstu spor á skamm- tímavistuninni í Blesugróf. Sigríður Lóa segir að víst' myndi einhverfir ekki tengsl eins og þeir Siguijón var að borða súpu þegar ég kom, síðan átti hann að fara út með Danna tilsjónarmanni sínum sem kemur daglega og fer með hann út í 1-2 klukkustund- ir. Siguijón er eins og önn- ur einhverf börn að því leyti að hann skynjar ekki hættur og þarf því stöðuga umsjón. Hann leikur sér ekki, en endurtekur ein- hæfar athafnir, svo sem að sitja við rúmið sitt og slá með báðum hnefum á dýnuna. Stekkur upp, fram í eld- hús, hellir úr súpupakka af því mamma hans var ekki nógu fljót. „Ég get ekki dagsett hvenær hann fór að breytast," sagði Kristín.,, En á árinu frá 3ja til fjögurra ára tók að gæta einkenna hjá honum sem varð til að ugg setti að okkur foreldr- unum. Þegar ég horfi aftur voru sennilega fyrstu einkennin að hann hætti að geta leikið sér við krakkana á leikskólanum, varð einrænn og utanveltu. Samt var þetta allt dálítið óáþreifanlegt. Við urðum ekki bein- línis hrædd, en höfðum áhyggjur af þessu ófélagslyndi. Svo gerðist það einfaldlega að honum fór að fara aftur í hæfni. Hvernig það lýsti sér? Smám saman fórtal hans til dæmis að breytast og hegðun hans varð öðruvísi. Mér leist ekki á þetta og fékk fjögurra ára skoðun flýtt. Þar vildi hann enga samvinnu um neitt og lét eins og fífl. Læknirinn gat ekki séð að neitt væri að.“ Hvað datt þér í hug. „Ég veit það ekki. Þetta var ekki í lagi. Það var eitthvað að fara úr- skeiðis og næsta ár var hræðilegt. Það var ekki bara að hann glataði talinu, hann breyttist á allan hátt. Hann hafði verið snyrtilegur en sub- baði sig nú út eins og smábarn. Hann hafði haft yndi af að teikna og lita en hætti því, krassaði af ofsa út blaðið og reif það. Það var ekki hægt að líta af honum eina stund EIÐUR HEFUR verið skemmst á sambýlinu í Trönuhólum. Hann notar táknmál við starfsfólkið en hann hefúr þó nokkurt mál. Hins vegar hefur hann firam að þessu ekki fengist til að nota það nema við móður sína og Hlyn, bróður sinn. Hulda Kristjánsdóttir, móðir hans, segir að hún hrósi happi yfir því að sonur hennar komst þangað. Eiður var ekki greindur ein- hverfur fyrr en fyrir 1-2 árum, hafði eingöngu ver- ið talinn þroskaheftur. Kannski voru einhvers staðar á leiðinni gerð mis- tök, en Hulda segir að þau hafi þá snúist til góðs fyr ir son hennar því hann hefði ekki getað komist á betri stað. Ég spurði Huldu hvenær hún hefði orð- ið vör við einkenni sem bentu til að Eiður væri ekki eins og heilbrigð börn. „Það var eiginlega strax eftir fæð- ingu,“ segir hún. „Það voru fram- kvæmd blóðskipti á honum á þriðja degi. Ég veit ekki hvort það hefði breytt einhveiju þó það hefði verið gert strax. Mér fannst hann mátt- leysislegur, rétt eins og hann væri að lognast út af. Hann vældi frem- ur en grét, hann var slappur við að drekka ogtók aldrei bijóst. Ég fór með hann heim og ég vissi það var eitthvað að, en ekki hvað það var. Eftir að við komum heim svaf hann lítið sem ekkert, hljóðaði stöð- ugt allan sólarhringinn. Hann var lagður inn á Barnaspítala Hringsins til rannsóknar en það var fátt um svör, engin niðurstaða og ég varð alltaf órólegri. Hann þreifst illa og honum fór ekkert fram. Um vorið skoðaði barnalæknir hann og sagði mér þá að það væri eitthvað mikið að honum, hann væri bersýnilega skaddaður á heila.“ Og viðbrögðin við að fá loks úr- skurð segir Hulda að hafi verið létt- ir. „Hvað sem öðru leið var óvissan það versta. Ég var farin að halda að ég væri snælduvitlaus að vera alltaf með þessar áhyggjur. Mér var sagt að það væri erfitt að rannsaka hann fyrr en hann yrði aðeins eldri. Þær rannsóknir voru gerðar þegar hann var ársgamall eða svo og við heilablástur kom í ljós að vissar heilastöðvar voru skaddaðar. Það skrítna er og það sem ég ekki skil er, að við sneiðmyndatöku ný- lega sáust ekki þessar skemmdir. Augljóst var að sjóntaugin var sködduð og það háði honum. Hann fór aldrei að skríða og líkamlega var hann afar illa á sig kominn. Aftur á móti fannst mér hann taka snertingu og atlotum eðlilega, en seinni árin eftir að einhverfu ein- kennin jukust hefur borið á að hann forðistsnertingu." Eiður var síðan í Bjarkarási og gekk í Öskjuhlíðarskóla og síðan í Þjálfunarskólann. Hann var kenj- óttur og það komu upp alls konar erfiðleikar, hegðunarmunstrið varð æ verra og kjarkurinn æ minni. Stundum þegar hann var á leið heim til sín úr skólanum og fór út úr strætisvagninum var eins og hann frysi. Hann stóð hreyfingar- laus, varð kaldur og blautur og ringlaður og gat ekki aðhafst neitt. Stundum leið langur tími og alltaf stóð drengurinn á sama blettinum. „Þú getur ímyndað þér hvernig honum hefur liðið," segir Hulda. Honum hættir enn til að „fijósa" Sigurjón með mömmu sinni, Kristínu Hafsteinsdóttur þá var hann með uppátektir sem hann hafði aldrei sýnt áður. Læknir- inn ráðlagði að bíða í 3 mánuði. En ég fór samt með hann til barnalækn- is. Siguijön hafði aldrei verið mann- afæla, en nú var hann allt í einu hræddur við eldri konur. Ritari lækn- isins, vingjarnleg kona kom inn með verið var að skoða Siguijón og hann fékk hræðslukast. „Akút innlögn" var niðurstaðan og í einfeldni minni hélt ég að hann yrði þá lagður inn um leið. En við þurftum að bíða í 2 mánuði. Þegar hann vartekinn var meðal annars rannsakað hvort hann gæti verið með einhvers konar hrörnunarsjúkdóm en svo var ekki. En það lá samt, ljóst fyrir að strák- urinn okkar var orðinn stórlega þroskaheftur. Eftir enn eitt biðtíma- bilið fór hann á Barnageðdeildina á Dalbraut. Þar var hann greindur með „víðtækar þroskatruflanir,“ öðru nafni „upplausnargeðveiki.“Þá voru liðnir 15 mánuðir frá því hann fór í hina umræddu fjögurra ára skoðun og eftir á að hyggja finnst mér alveg hræðilegt hvað þetta gekk allt seint. I fyrravetur var hann á Dalbrautinni. Við áttum heima á Akranesi en ég fór til Reykjavíkur með honum og fór uppeftir um helg- ar. Það var reynt að styrkja Sigur- jón og örva málið. Jafnhliða því sát- um við foreldrarnir vikulega fundi með sálfræðingi, félagsráðgjafa, meðferðarfulltrúa og deildarstjóra. Við sóttum einnig foreldranámskeið sem reyndist afar gagnlegt. Bæði það sem fór fram og ekki síst að kynnast öðrum foreldrum einhverfra barna.“ Þegar þarna var komið sögu hafði mjög dregið úr talhæfni Siguijóns, hann tjáði sig lítið nema um nauð- þurftir eirði ekki við leíki. Um tíma bar á ofskynjunum hjá honum. „Sigutjón var fyrsta barnið okkar,“ segir Kristín.,, Það leit allt vel út. Ég upplifði engan fyrirboða þessarar I ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.