Morgunblaðið - 08.04.1990, Page 14
14 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. APRIL 1990
4
0
mmm
* » Komust næstum þwí til Svíþjóðar: Uppreisnin var
kt' gerð á sovézku herskipi svipuðu þessu.
'r' ■■■r'.jgg..—5-rr-r-——»,...r........ -—-
'''.’iL'v “v,. Lv ;v,
Rússar viburkenna óvenjulegan
atburb í sovéxkaflotanum
RBSNIN
OKTfiBER
SOVÉZKA STJÓRNARMÁLGAGNIÐ Ízvestía hefur staðfest vestræn-
ar fréttir um að uppreisn hafi verið gerð um borð í sovézku herskipi
á Eystrasalti haustið 1975 og reynt hafi verið að sigla því til Svíþjóð-
ar. Bandaríski rithöfundurinn Tom Clancy studdist við þennan at-
burð í metsölubók sinni The Hunt for Red October (Leitin að Rauða
október), en söguþráðurinn er nokkuð frábrugðinn því sem raun-
verulega gerðist. Nýlega var frumsýnd bandarísk kvikmynd, sem
hefiir verið gerð eftir bókinni, og þar er Sean Connery í aðalhlut-
verki. Clancy er höfundur bókarinnar Rauður stormur (Red Storm
Rising), sem kom út á íslenzku 1987, en þar kom Island talsvert við
sögu.
Jafnsérstæð uppreisn hefur
sjaldan eða aldrei verið gerð
um borð í herskipi á síðari
tímum. Hún er einsdæmi í
sögu sovézka sjóhersins, en
henni lauk með algerum
ósigri úppreisnarmanna.
Eins og nú hefur verið við
urkennt í Izvestía voru uppreisnar-
mennirnir komnir langleiðina yfir
Eystrasalt til Svíþjóðar á 3.800
tonna og þriggja
ára gömlu kaf-
bátaleitarskipi,
Storozhevoj
(Vörður), þegar
sovézkar herflug-
vélar og herskip
stöðvuðu það og neyddu áhöfnina
til að snúa við.
Sagan hófst í Ríga, höfuðborg
Lettlands. Forsprakki uppreisnar-
innar var næstæðsti maður Storoz-
hevoj, Valery Míkhajlovítsj Sablín
kapteinn, sem var svokallaður
zampolít um borð, þ.e. pólitískur
eftirlitsmaður. Hann gegndi því
hlutverki að gæta þess að áhöfnin
viki í engu frá kenningum kommún-
ismans og stjórna hugmyndafræði-
legri innrætingu hennar, en var að
mörgu leyti óvenjulegur „varð-
hundur“.
Reiður út í kerfið
Þótt hann kenndi marxisma hafði
hann kynnt sér önnur sjónarmið og
sjóndeildarhringur
hans hafði víkkað
við það. Einu ári
áður hafði hann
verið gagnrýndur
með nafni í Rauðu
stjörnunni, mál-
gagni sovézka heraflans, fyrir að
hafa ekki nógu góða stjórn á
pólitískum fræðslufundum sínum.
Hugmyndin um uppreisnina virðist
hafa verið þriggja ára gömul.
Að sögn KGB var Sablín ótíndur
glæapamaður, sem gerði sig sekan
um að vinna að „markmiðum fjand-
samlegum sovézka ríkinu“, en ný-
lega var honum þannig lýst í Kom-
somolskaja Pravda að hann hefði
verið snjall liðsforingi og „vel-
menntaður“ og glaðlyndur flokks-
félagi, sem hefði verið reiður út í
spillt kerfi.
Hann var alltaf reiðubúinn að
hlusta á kvartanir skipveija, sem
voru óánægðir með slæman að-
búnað um borð. Þessi óánægja var
ein helzta undirrót uppreisnarinnar,
en togstreita manna af ólíku þjóð-
erni og ofdrykkja komu einnig við
sögu. Það hafði líka mikið að segja
að Sablín naut trausts, að Ríga er
skammt frá alþjóðlegum siglinga-
leiðum og að stutt er þaðan til
Svíþjóðar og að stór hluti áhafnar-
innar var ekki um borð þegar upp-
reisnin var gerð.
Margir yfirmenn og óbreyttir af
250 manna áhöfn Storozhevoj
fengu að fara í land í Ríga 7. nóv-
ember 1975 til að halda upp á 58
ára afmæli októberbyltingarinnar.
Skömmu áður en þeir fóru í land
flutti Sablín síðasta fyrirlestur sinn
um kenningar kommúnismans og
um nóttina lét hann til skarar
skríða.
„Uppreisn um borð!“
Sablín, annar foringi að nafni
Markov og um 12 undirforingjar
lokuðu skipstjórann inni í klefa
sínum og bundu aðra yfirmenn.
Síðan skipuðu þeir þeim fáu sjólið-
um, sem ekki höfðu fengið land-
gönguleyfi og voru enn um borð,
að sigla skipinu út úr höfninni.
Þessir sjóliðar voru 18 og 19 ára
gamlir, voru vanir að hlýða öllum
skipunum og höfðu enga hugmynd
um að þeir væru viðriðnir uppreisn
fyrr en alllöngu eftir að hún hófst.
■ ERLEND ■
HRIWCSIfl
eftir Gudtn. Halldórsson