Morgunblaðið - 08.04.1990, Side 18
18 C
í fjölmiðlum
■ DAGSKRÁRGERÐARMAÐ-
URINNÞ or-
geir Astvalds-
son lét formlega
af störfum á Að-
alstöðinni um
síðustu mánað-
armót. Hann
segistveraað
hvíla sig á út-
varpi um óá-
kveðinn tíma enda hafi hann staðið
í þessu hátt í fímmtán ár. Þorgeir
segir framtíðaráætlanir sínar vera
gjörsamlega á huldu. Sem stendur
sé hann í hinum og þessum smá-
verkefnum, en hann hafí augun
opin fyrir öllu, jafnvel einhveiju
allt öðru en útvarpi. „Það hefur
náttúrulega margt farið á annan
veg en maður vildi hafa séð, en ég
held að það sé hverjum manni hollt
að líta aðeins upp. Það er nú ekki
séð fyrir endann á þessu bemsku-
skeiði fijáls útvarpsreksturs þar
sem nú eru til umfjöllunar á Al-
þingi ný útvarpslög. Hinsvegar er
því ekki að neita að það ríkir mikil
óvissa í útvarpsmálum hér á landi
yfir höfuð.
Ég fer frá Aðalstöðinni í sátt og
samlyndi við Guð og menn. Mér
finnst Aðalstöðin hafa farið vel af
stað og margt þar athyglivert.
Farnar hafa verið ótroðnar slóðir
og stöðin hefur reynt að skapa sér
sérstöðu. Aftur á móti hefur Aðal-
stöðin ekki verið í loftinu lengi og
það er ekki séð fyrir endann á því
hvernig stöðinni vegnar í framt-
íðinni enda skipast veður skjótt í
lofti í þessum bransa eins og svo
mörgu öðm. da. Ég er fyrst og
fremst að hvíla sjálfan mig og hef
ekkert ákveðið hvað ég ætla að
taka mér fyrir hendur," segir Þor-
geir.
■ BRYNDÍS KRISTJÁNS-
DÓTTIR, sem verið hefur ritstjóri
Vikunnar ásamt Þórarni Jóni
Magnússyni, hefur látið af störfum
hjá SAM-útgáfunni. Engin verður
ráðinn í hennar stað, en Bryndís
hyggst vinna með bónda sínum,
Valdimar Leifssyni kvikmynda-
tökumanni, við handritagerð að
kvikmyndum.
Af Vikunni er það annars að
frétta að útlitsbreytingar er að
vænta seinna í mánuðinum.
MORGUNBLAÐIÐ
FJÖLMIÐLAR
SUNNUÐAGUR 8. APRIL 1990
■ Fréttir Sjón-
varpsins af nátt-
úrunýtingarráð-
stefnu í Banda-
ríkjunum í lok
síðasta mánað-
ar vöktu furðu
marga vegna
hlutdrægni og
það ekki að
ástæðulausu
Magnús Guðmundsson og
hvalveiðarnar — fer víða með
„heimildarmynd" sína, Lífsbjörg á
norðurslóðum, og boðar fagnaðar-
erindið við góðar undirtektir frá
fréttastofu Sjónvarps.
Hvaða vandamál?
ALLIR þeir sem einhvern tíma hafa komið nálægt Qölmiðlum
gera sér góða grein fyrir því að hálfur sannleikur getur oft ver-
ið §ær sannieikanum en sjálf lygin. Það er þekkt fyrirbæri í
heimi Qölmiðla að velja þau brot úr raunveruleikanum sem þjóna
tilteknum tilgangi. Slík vinnubrögð hafa ávallt þekkst meðal blaða-
manna, en sé gengið langt í þessum e&ium vilja margir frekar
tala um áróður en blaða- og fréttamennsku. Ekki skal hér úrskurð-
að um það hvoru megin við þessi mörk fréttir Sjónvarpsins 27.
og 28. mars sl. frá svokallaðri náttúrunýtingarráðstefiiu, Natio-
nal Wilderness Conference, í Salt Lake City í Utah í Bandarílyun-
um, liggja, en víst er að sá fréttaflutningur var ansi nærri þeim.
Ekki skal hér heldur úrskurðað um hvort það stafi af óvönduðum
vinnubrögðum, erfiðum aðstæðum við upptökur eða einhverju sem
er frekar í ætt við margnefnda hagsmuni Islendinga í hvalveiði-
málinu.
Iupphafi frétta 27. mars les
þulur að á þessa ráðstefnu
hafi fimm menn farið frá Noregi
en að íslendingar hafí engan sent
á sínum vegum. Samt var íslenska
ríkissjónvarpið mætt á staðinn og
að auki Magnús Guðmundsson
myndasmiður,
en ekki kom
fram í fréttinni
á hverra veg-
um hann var.
Næst er
okkur sagt að
nærvera Islendinga og Norð-
manna hafí haft mikil áhrif. Á
skjánum sést Magnús Guðmunds-
son í ræðustól og fréttamaður
segir að mynd hans, væntanlega
Líf á norðurslóðum, hafí upplýst
að við svipað vandamál er að fást
alls staðar í heiminum. Ekki kem-
ur fram hvaða vandamál er til
umræðu og ekki skýrist það held-
ur þegar sagt er að norskir sel-
og hvalveiðiskipstjórar hafi gert
ráðstefnugestum grein fyrir
sínum vanda. Áhorfendum er gert
að ráða hvaða vandi er þama á
ferðinni en
samkvæmt því
sem á undan
er komið má
ætla að það sé
bann við sel-
og hvalveiðum,
bann sem einhveijir telja raunar
vera lausn á þeim vanda sem of-
veiði tegundanna getur haft í för
með sér. Þessi ónákvæma skil-
greining á málinu gerir það að
verkum að hægt er að draga alla
þá sem mælast til þess að maður-
inn gangi betur urn jörðina í dilk
með umhverfísöfgahópum.
Áfram heldur fréttamaðurinn:
„Fyrir þá sem hér eru gestir á
. ráðstefnunni, sem eru bændur,
skógarhöggsmenn, menn sem
grafa eftir gulli og málmum og
bora eftir olíu ...“ Saklaus áhorf-
andinn veit ekki hvaðan á sig
stendur veðrið og heldur að ráð-
stefnan sé tímaskekkja því sam-
kvæmt orðanna hljóðan hljóti
hana að sitja frumbyggjar
Ameríku, eða jafnvel sjálfur
Rockefeller gamli, en ekki tals-
menn stéttarsambanda, riffla- og
byssueigenda, verkalýðsfélaga
eða olíu- og málmauðhringa. Með
því að tala um ráðstefnugesti eins
og eins konar frumbyggja er
fréttamaðurinn að beita sama
bragði og Magnús Guðmundsson
beitti í hinni umdeildu mynd sinni,
en það er að setja samasemmerki
á milli aldagamalla lifnaðarhátta
eins og þekkjast í Grænlandi og
tæknivæddra framleiðsluhátta
nútímans. í Kastljósi sl. sunnudag
var ítrekað fjallað um ráðstefnuna
og kom þar skýrar fram hveijir
það voru sem sóttu hana.
Seinni hluti- fréttarinnar, sem
er 3 mínútur og 12 sekúndur að
Iengd, hefst á því að Magnús
Guðmundsson er spurður að því
hvort ekki sé gaman að fá stand-
andi lófaklapp en fjallar að öðru
leyti um það hversu mikilvægt
framlag Magnúsar á þessari ráð-
stefnu hafí verið fyrir íslenskt
þjóðfélag. Norskur hagfræðipróf-
essor er látinn enda fréttina á að
segja að Magnús sé á við tvær
heilar ríkisstjórnir í þessu máli.
Framhald þessarar fréttar kom
degi síðar. Þá var rætt við mann
og konu sem sögðu frá því að
einhveijir umhverfisverndarmenn
hefðu hótað þeim lífláti vegna
nautgriparæktar sinnar. Við
þessa frétt er tvennt að athuga.
I fyrsta lagi gengur fréttamaður
ekki úr skugga um áreiðanleika
heimildar og í öðru lagi eru öll
umhverfisverndarsamtök sett
undir sama hatt. Eitt fölnað lauf-
blað nægir ekki til að fordæma
allan skóginn. Umræðan um hval-
veiðar á lítið sem ekkert skylt við
bandaríska hryðjuverka- og
glæpahópa sem kenna sig við
umhverfísvemd.
Umhverfismál verða æ fyrir-
ferðarmeiri, jafnt á landsvísu sem
og í alþjóðapólitík. Ákvörðun
íslenskra stjórnvalda varðandi
hugsanlegt framhald hvalveiða
gefur fordæmi og getur markað
þann farveg sem mál af þessu
tagi munu renna eftir á næstu
áram. Sanngjörn, hlutlæg og upp-
lýsandi umræða er því mjög mikil-
væg til þess að þjóðinni takist að
rata veginn rétta. Áðurnefndar
óvandaðar fréttir Sjónvarpsins í
síðasta mánuði um náttúrunýting-
arráðstefnu í Utah, var síður en
svo varða á þeirri erfiðu leið.
BAKSVIÐ
eftir Ásgeir Friðgeirsson
Áhrif eða innræting?
Enginn hefur skortur-
inn verið síðustu árin
og áratugina á full-
yrðingum um gífurlegan
áhrifamátt fjölmiðlanna.
Þegar lengst gengur telja
menn að miðlarnir geti mót-
að mannskepnuna eins og
leir; þeir séu gífurlega
mögnuð tæki tilþess að inn-
ræta einstaklingnum skoð-
anir og viðhorf — og breyta
hegðun þeirra. Samkvæmt
þessu gæti Davíð í Sól inn-
rætt islendingum óseðjandi
löngun í ískóla með miklum
og góðum auglýsingum og
Flokkur mannsins komið
flestum til fylgis við sig með
markvissri beitingu fjöl-
^niðla. Af svipuðum toga era
kenningar um að ef menn
horfí á ofbeldismyndir í sjón-
varpi verði þeir fljótleg ill-
virkjar og manndráparar, og
horfí þeir á klámmynd taki
þeir óðara til við að beija
konur og nauðga smábörn-
um.
“ Kenningar af þessu tagi
eru félagsmótunarkenningar
í ýktustu mynd. Enginn neit-
ar því að samfélagið mótar
manninn á ýmsan hátt. En
þessar kenningar telja
manninn þræl umhverfísins;
margir höfðu af því áhyggj-
ur fyrr á þessari öld að hið
nýja vísinda- og tækniþjóð-
félag yrði til þess að óprúttn-
ir valdsmenn gætu stjómað
lýðnum, löngunum hans og
hegðun, og notað til þess
lævísa tækni áróðurs, sefj-
unar og innrætingar, ekki
síst í hinum nýju fjölmiðlum
ljósvakans. Þýskaland Hitl-
ers varð mörgum sönnun
fyrir áhrifamætti hinnar
nýju tækni.
Hrun kommúnismans í
Austur-Evrópu er fróðlegt
dæmi fyrir áhugamenn um
félagsmótunarkenningar. í
þessum þjóðfélögum reyndu
stjórnvöld markvisst um ára-
tugaskeið að innræta lýðn-
um tiltekna hugmyndafræði.
Til þess beittu þeir öflugum
tækjum; skólar, fjölmiðlar
og félagasamtök voru notuð
til einhliða innrætingar. Aðr-
ar skoðanir voru barðar nið-
ur og bannaðar. Ríkisvaldið
fékk tækifæri til þess að
beita hinum öflugu innræt-
ingartækjum áratugum
saman til þess að móta himm
nýja mann kommúnismans.
Árangurinn mátti sjá á
síðasta ári í hinum miklu
lýðræðisbyltingum þegar
lýðurinn streymdi á torg og
hrópaði valdhafana niður.
Endanlegur dómur um
árangur innrætingarinnar
hefur svo verið kveðinn upp
í fijálsum kosningum síðustu
vikurnar.
Nú skal að vísu tekið
fram, að í Austur-Evrópu
var inntak þess boðskapar,
sem reynt var að innræta
fólki, í hrópandi ósamræmi
við þann veraleika sem al-
menningur reyndi hvern dag
á eigin skrokki. En það
breytir ekki því, að áratuga
innræting dugði stjórnvöld-
um ekkert þegar á reyndi.
Á Vesturlöndum hafa
fræðimenn lengi reynt að
rannsaka innrætingu, m.a.
fjölmiðla. Rannsóknarefnið
er mjög flókið og erfitt að
komast að einhlítum niður-
stöðum. Einmitt þess vegna
er reynslan frá Austur-Evr-
ópu sérstaklega áhugaverð.
Vestrænu rannsóknimar
era raunar misvísandi. En
engar slíkar rannsóknir
þekki ég, sem hafa með ótv-
íræðum hætti sýnt fram á,
að innræting fjölmiðla ein
sér hafi ■ sterk, langvarandi
áhrif á viðhorf fólks eða
hegðun. Þvert á móti benda
margar rannsóknir til þess
að tengslin séu veik, ef ein-
hver, og oft séu þau skamm-
vinn. Auglýsingaherferð hafi
t.d. gjarnan áhrif í stuttan
tíma, en síðan sæki í sama
farið. Niðurstöður rann-
sókna af þessu.tagi erú hins
vegar oft ýktar, einkum þeg-
ar menn vilja banna háska-
lega hluti á borð við ofbeldis-
myndir, klám — eða skoð-
anakannanir!
Þó hér sé efast um inn-
rætingarmátt fjölmiðla er
ekki þar með sagt að þeir
séu áhrifalausir. Þar er t.d.
vafalítið, að opnari fjölmiðl-
un austur fyrir járntjaldið
sáluga átti sinn þátt í að
hvetja lýðinn til uppreisnar.
Þau áhrif fólust hins vegar
ekki í innrætingu, heldur
miðlun upplýsinga. Annað
dæmi er gjörbreytt yfirbragð
kosningabaráttu á Vesturl-
öndum eftir að sjónvarpið
varð helsti fjölmiðillinn.
Stjórnmálamenn samtímans
verða að kunna á sjónvarp
og það er mikilvægara en
t.d. ræðumennska í fornum
stíl. En þetta er ekki innræt-
ing. Fjölmiðlungarnir
stjórna því ekki hvað stjórn-
málamenn segja eða gera,
þó fjölmiðlarnir hafi töluverð
áhrif á hvernig þetta er gert.
Þá geta fjölmiðlar haft áhrif
á það hvaða málefni eru tek-
in á dagskrá, þó þeir ráði
því engan veginn einir. Fjöl-
miðlar geta líka blásið upp
einstaka atburði og þeir geta
„drepið“ einstaka stjórn-
málamenn og rústað mann-
orði hvers sem er. En ekkert
af þessu gerir þá að innræt-
ingartæki, sem getur mótað
manninn eins og leir.
Raunar má almennt segja,
að þegar rætt er um áhrif
fjölmiðla þarf að tiltaka nán-
ar en oftast er gert hvaða
fjölmiðlar eru tatdir hafa
áhrif á hverja og um hvað.
Vönduðu blöðin í Bretlandi
hafa t.d. lítil áhrif á það
hvað Bretar almennt kjósa,
af því að mjög fáir lesa þau.
Sennilega hafa reyndar al-
þýðlegu btöðin í Bretlandi,
sem flestir lesa, líka lítil
áhrif á þetta, en af öðrum
ástæðum. Hins vegar hafa
vönduðu blöðin mikil áhrif á
stefnumótun í breska stjórn-
kerfinu, vegna þess að
margir lesenda þeirra taka
mark á þeim og í þeim hópi
eru stjórnmála- og embætt-
ismenn, sem skipta máli þeg-
ar ákvarðanir eru teknar.
Fyrir nokkrum árum töldu
ýmsir, að íslendingum staf-
aði mikil hætta af því, að
framhaldsskólakennarar í
landinu væru upp til hópa
kommúnistar, sem misnot-
uðu aðstöðu sína herfilega
til innrætingar. Hafi þetta
nú verið satt, þá sýnist mér
á þeim nemendum sem ég
hef fengið í -Háskólann
síðustu árin að innrætingin
hafi tekist álíka vel og hjá
þeim félögum fyrir austan!
Innrætingarkenningar
gleyma því, að þó náttúran
sé lamin með lurk, þá leitar
hún út um síðir.
Ólafur Þ.
Harðarson