Morgunblaðið - 08.04.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.04.1990, Blaðsíða 12
ik ré MOHGl/x hií AFMÆI 1990 FASTEIGN I ORLOFSHVS SF. Verð frá ísl. kr. 1.500.000,- Aðeins 39% útborgun - Einstök afborgunarkjör. Ódýrar ferðir fyrir húseigendur. Sérstakur kvnninaarfundur á Laugavegi 18 í dag, sunnudag, 8. apríl, frá kl. 14.00-18.00, sími 91 -617045. Komið í kaffisopa og kynnið ykkur málin. NYJA VORLÍNAN FRA _ ER KOMIN ÚTSÖLUSTAÐIR: ZETUBRAUTIR OG GLUGGATJÖLD, FAXAFENI 14, REYKJAVÍK. DRAUMALAND, KEFLAVÍK. HANNYRÐAVÖRUVERSLUNIN ÍRIS, SELFOSSI AJmæliskveðja: Anna Þorsteinsdóttir fv. prófastsfrú Heiðurskonan Anna Þorsteins- dóttir, eiginkona vinar míns og bekkjarbróður, séra Kristins Hóse- assonar, fyrrum prófasts í Heydöl- um í Breiðdal, er 75 ára í dag, eft- ir því sem glöggir reiknimeistarar fullyrða, svo trúlegt sem það nú þykir. Hún fæddist austur í Stöðv- arfirði, dóttir Guðríðar Guttorms- dóttur prests Vigfússonar í Stöð og Þorsteins Mýrmanns, bónda og kaupmanns á Óseyri í Stöðvarfirði. Anna á að telja til vaskleikafólks og vel gefins til munns og handa, enda bregður henni beint í ætt. 17 ára gömul fór hún í húsmæðraskól- ann á Hallormsstað og var þar tvo vetur, og segir það sína sögu, að seinni veturinn var hún jafnframt aðstoðarkennari í vefnaði. Hún fékkst við vefnaðarkennslu á Aust- urlandi á næstu árum svo og barna- kennslu. Hún gerðist forstöðukona mötuneytis stúdenta í Reykjavík veturinn 1943-1944, og þar fundu þau hvort annað, hún og guðfræði- stúdentinn úr Breiðdalnum, og gengu í hjónaband á gamlársdag 1944, góðu heilli. Síðan hafa þau fylgst að fram eftir æviveginum og stutt hvort annað af ástúð og ein- drægni. Séra Kristinn vígðist til Hrafns- eyrar við Arnarfjörð sumarið 1946 og þjónaði þar árlangt, og bæði kenndu þau hjónin börnunum í hreppnum um veturinn. 1947 fékk séra Kristinn veitingu fyrir Heydöl- um, og þá fluttust þau austur á æskuslóðirnar, þar sem þau bjuggu síðan og störfuðu einnig bæði að kennslu og margs konar menning- armálum í röska fjóra áratugi, auk þess sem eiginmaðurinn þjónaði tveimur sóknum, í Breiðdal og Stöðvarfirði. Anna lét margháttuð félags- og framfaramál til sín taka og var sjálfkjörin til forystu í flestu því, sem til heilla horfði í sveitinni, svo sem slysavörnum og skógrækt, barnavernd eða baráttumálum kvenna. Þá átti hún sæti í sóknar- nefnd og skólanefnd í Breiðdai og var í áratugi kennari við skólann í Staðarborg, sem er í túnfæti Hey- dala, og skólastjóri í Stöðvarfirði einn vetur. Ekki hefir verið vandalaust að sitja þetta forna og fræga höfuðból með þeim sóma, sem hæfði því, en það fór þeim hjónum vel úr hendi sem annað, sem þau tóku sér fyrir hendur. Um það vitnar meðal ann- ars hin nýja og veglega kirkja, sem reist var í Heydölum í þeirra tíð. Prestsetrið stendur í þjóðbraut, svo að margan gestinn hefir þar að garði borið þau 40 ár eða vel það, •sem þau Anna og séra Kristinn réðu þar húsum. Munu þeir ljúka upp einum munni um það, að þang- að hafi verið gott að koma, þiggja góðgerðir og jafnvel gistingu og ekki síður að njóta andlegra veit- inga húsráðenda og uppbyggilegrar samræðu. Anna er skarpgreind kona og minnug og stórfróð um staði, menn og málefni, ættir og atburði, og kann vel að segja frá, gestum sínum til fróðleiks og skemmtunar. Oft höfum við Ellen komið að Heydölum og notið gistivináttu þeirra góðu hjóna, Önnu og séra Kristins. Alltaf var okkur tekið af sama hjartanleik. Stundum urðu gistinæturnar fleiri en ein, það var svo margt að spjalla og margt að sjá, því að einatt fóru þau með wtr SNJÓSLEÐAGALLAR ► Efnið og saumar eru 100% vatnsþétt ► Hrokkið loðfóður - betri einangrun ► Tvöfalt efni í ísetu ► Hetta áföst með rennilás ► Hár kragi fyrir hjálm ► Margar fleiri nýjungar ► Ný glæsileg hönnun og litasamsetningar EINAR GUÐFINNSSON, BOLUNGARVÍK KAUPFÉLAG BORGFIRÐINGA, BORGARNESI KAUPFÉLAG ÞINGEYINGA, HÚSAVÍK KAUPFÉLAG SKAGFIRÐINGA, SAUÐÁRKRÓKI ► Bjóðum nú sérstakt kynníngarverð fyrír páska kr. 21.700,- Sölustaðír: Reykjavík: 0. Ellingsen ► Sportval ► BYK0 Akureyri: Heildverslun Eyfjörð SJÓKLÆÐAGERÐIN HF. S° SEXTtuœsfXNORÐUR Skúlagötu 51,105 Reykjavík okkur á forvitnilega og sérkenni- lega staði í nágrenninu, sem venju- legum ferðamönnum sést yfir, en eru þó rétt við götu þeirra. Þar luku þau upp fyrir okkur mörgum leynd- ardómum náttúru landsins og sögu byggðarinnar, og þar fræddu þau okkur um merka atburði og mikil örlög, sem þarna gerðust á liðnum tímum. Og alltaf fylgdu þau okkur úr hlaði einhvern spöl að fornum og fögrum sið, þegar þau gátu því við komið. Nú langar okkur að senda Önnu einlægar heillaóskir heim í Ofan- leiti 17 í Reykjavík í tilefni merkis- dags og séra Kristni, kjörbörnum þeirra hjóna, Guðríði og Iiallbirni, og allri fjölskyldunni bestu kveðjur. Við þökkum gamla og gróna vin- áttu og óskum þeim bjartra daga. Sverrir Pálsson ■ LISTI Framsóknartlokksins til bæjarstjórnarkosninga á Húsavík hinn 26. maí hefur verið lagður fram þannig: 1. Bjarni Að- algeirsson útgerðarmaður, 2. Lilja Skarphéðinsdóttir ljósmóðir, 3. Sveinbjörn Lund vélstjóri, 4. Stef- án Haraldsson tannlæknir, 5. Kristrún Sigtryggsdóttir hús- móðir, 6. Hafliði Jósteinsson versl- unarmaður, 7. Þórveig Arnadóttir kerfisfræðingur, 8. Egill Olgeirs- son rafmagnstæknifræðingur, 9. Hjördís Árnadóttir bæjarfulltrúi, 10. Hilniar Þorvaldsson verslun- arstjóri, 11. Sólveig Þórðardóttir húsmóðir, 12. Benedikt Kristjáns- son húsasmiður, 13. Anna Sigrún Mikhaelsdóttir húsasmiður, 14. Aðalsteinn Karlsson skipstjóri, 15. Karl Hálfdánarson kaupmaður, 16. Ingibjörg Magnúsdóttir blaðamaður, 17. Sigtryggur Al- bertsson hótelstarfsmaður, 18. Tryggvi Finnsson bæjarfulltrúi. - Fréttaritari ■ ÚT er konrið Bókasafnið 14. árg. 1990. Að útgáfu blaðsins standa Bókavarðafélag íslands, Félag bókasafnsfræðinga og bóka- fulltrúi ríkisins. Mikill hluti blaðsins er helgaður ungu kynslóðinni, bók- lestri og bókmenntum. M.a. skrifar Þorbjörn Broddason um bóklestur og ungmenni, gerð er úttekt á barnabókunum síðustu þriggja ára og fjallað er um lestrarárið 1990. Ennfremur eru greinar um sið- fræði, stöðu starfsmanna bóka- . safna og nýja tækni. Blaðið er 64 síður í A-4 broti. (Frcttatilkynning.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.