Morgunblaðið - 08.04.1990, Page 15

Morgunblaðið - 08.04.1990, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. APRIL 1990 C 15 Storozhevoj lét úr höfn um klukk- an hálf fjögur aðfaranótt 8. nóvem- ber 1975, á rólegasta tíma sólar- hringsins. Enginn var á ferli við höfnina, flestir borgarbúar lágu í fastasvefni og megnið af áhöfninni var enn í landi. Skipið sigldi hljóð- lega út úr höfninni og út úr Riga- flóa um Irbe-sund og stefndi út á Eystrasalt. Nokkur tími leið áður en því var veitt athygli að skipið var farið og fyrst vissi enginn hvar það var niðurkomið. Málið skýrðist þegar sjóliði af skipinu skaut upp kollinum í aðal- stöðvum flotans í Riga. Hann hafði stokkið fyrir borð í þann mund er skipið lét úr höfn, greinilega án þess að Sablin vissi af, og komizt í land. Síðan hafði hann ferðazt „á puttanum“ tii Ríga, en þó tók það hann tvo tíma að komast til aðal- stöðva flotans þar. Þar sannfærðust menn um að ekki væri allt með felldu um borð í Storozhevnoj. Á meðan þessu fór fram tókst einum liðsforingjanum á Storoz- hevoj að losa sig og ná talstöðvar- sambandi við land. „Uppreisn um borð í Storozhevojhrópaði hann „Við erum á leið á haf út.“ Þá fyrst áttuðu sovézk yfirvöld sig á því hvað raunverulega hafði gerzt. Skilaboðin voru ekki á dulmáli og sænska leyniþjónustan fylgdist með samtölum við skipið. Eltingaleikur Þegar hér var komið var Storoz- hevnoj komið út á Eystrasalt og sigldi hraðbyri í átt til eyjunnar Gotlands við. strönd Svfþjóðar. Þangað er 200 mílna (320 km) vegalengd frá Ríga eða tæplega sjö tíma sigling og ferðinni virtist hei- hevoj en öðru skipi, sem veitti því eftirför. En Storozhevoj varð að nema staðar og ráðagerð Sablíns kapteins fór út um þúfur. Sveit manna var send um borð og uppreisnarmennirnir gáfust upp. Talið var að a.m.k. 12 og allt að 50 sjóliðar hefðu fallið í uppreisn- artilrauninni, en nú halda Rússar því fram að uppreisnarmennirnir hafi ekki veitt viðnám og að enginn um borð í Storozhevoj hafi fallið eða særzt — nema Sablín sjálfur. Það mun hafa gerzt þegar skipstjór- inn reyndi að koma aftur á lögum og reglu um borð í herskipinu með skammbyssu að vopni. Dæmdur til dauða Storozhevoj var siglt til hafnar- borgarinnar Liepaja í Lettlandi, þar sem gert var við skemmdirnir í flýti. Þegar viðgerðinni var lokið fór skipið í síðustu siglingu sína um Eystrasalt og kom við í ýmsum höfnum til að sýna að það væri ólaskað. Síðan fékk sovézki Kyrra- hafsflotinn það til umráða. Að sögn Ízvestía viðurkenndi Sablín kapteinn fyrir herdómstóli 13. júlí 1976 að hafa reynt að ná „markmiðum fjandsamlegum sovézka ríkinu, breyta skipulagi ríkisins og þjóðfélagsins og skipta um ríkisstjórn, með valdi ef nauðsyn kræfi.“ Greinarhöfundur bætti því við að Sablín hefði sýnt stillingu, en engin merki þess að hann iðrað- ist stjómmálaskoðana sinna. Samkvæmt bandarískum heim- ildum voru Sablín og_82 menn aðr- ir teknir af lífí, en Ízvestía heldur því fram að Sablín einn hafi verið dæmdur til dauða. Blaðið getur þess ekki hvort dauðadóminum hafi Sean Connery í hlutverki Marko Ramius kapteins: KGB tók fyrirmynd söguhetjunnar af lífi. tið þangað eða til annarrar sæn- skrar hafnar og frelsisins. Nokkrum klukkustundum eftir að uppreisnin hófst krafðist Sablín þess í talstöðinni að yfirstjóm sovézka sjóhersins „lýsti því yfír að Storozhevoj væri fijálst yfírráða- svæði, óháð stofnunum ríkisins og flokksins", en kröfunni var vita- skuld hafnað. Yfirmaður sovézka sjóhersins, Gorsjkov aðmíráll, gaf fyrirmæli um að skipið skyldi stöðv- að hvað sem það kostaði og sovézk herskip veittu Storozhevoj eftirför. Þegar Storozhevoj var komið 21 mílu út fyrir sovézka landhelgi og var í 40 mílna fjarlægð frá sænskri lögsögu komu sovézkar sprengju- flugvélar á vettvang til að stöðva skipið. Flugmennirnir reyndu árangurslaust' að fá uppreisnar- mennina til að nema staðar og feng- ust ekki til að beita vopnum sínum gegn sovézku skipi fyrr en eftir snöip orðaskipti við yfirmenn í landi. Storozhevoj var auðvelt skot- mark, en flugmennirnir gættu þess að hæfa ekki skipið og skot þeirra og viðvömnarsprengjur féllu í sjó- inn, en rétt hjá því. Skipið tók ótal beygjur til að forð- ast hættuna, en svaraði ekki skot- hríðinni og flugvélarnar virðast hafa valdið minna tjóni á Storoz- verið fullnægt. Það segir að helztu vitorðsmenn hans hafi fengið átta ára fangelsi og sex aðrir liðsforingj- ar og 11 undirforingjar, sem hafi látið leiða sig á glapstigu, hafi feng- ið vægari dóma. Óljósar fréttir birtust um flótta- tilraun Storozhevoj í blöðum í Vest- ur-Evrópu og Bandaríkjunum á sínum tíma, en sovézk yfirvöld vildu ekki viðurkenna að atburðurinn hefði átt sér stað fyrr en Izvestía birti frétt sína á dögunum. í marga mánuði var hvað eftir annað sagt frá uppreisn um borð í sovézkum tundurspilli á Eystra- salti. Expressen i Stokkhólmi nafn- greindi fyrst blaða Storozhevoj 22. janúar 1976 og eftir það birtust öðru hveiju samhljóða fréttir í öðr- um blöðum, en opinberar stofnanir þögðu þunnu hljóði þar til í byijun maí. Þá lýsti talsmaður sænska heraflans því yfír að „eitthvað furðulegt hefði gerzt um tíu sænsk- ar mílur frá Gotlandi". Sú tilgáta var sett fram að Svíar hefðu þagað í fjóra mánuði til að stofna ekki erfiðum samskiptum sínum við Rússa í hættu, en komizt að þeirri niðurstöðu að ekki sakaði að sýna sænsku þjóðinni að hún hefði á traustri leyniþjónustu að skipa. Saga Clancys Fréttir blaðanna voru aðallega byggðar á upplýsingum flótta- manna frá Eystrasaltslöndunum. Þær virtust benda til þess að upp- reisnin á Storozhevoj væri aðeins eitt dæmi af mörgum um vaxandi ókyrrð í Sovétríkjunum. Fréttir bár- ust einnig um árásir á stjórnarbygg- ingar í Georgíu og víðtækt verkfall í fjarskiptaverksmiðju í Leníngrad. Áreiðanlegustu upplýsingarnar um uppreisnina á Storozhevoj hefur verið að finna í tveimur vestrænum heimildum og Ízvestía hefur litlu við þær að bæta. Önnur þeirra er frásögn eftir James Oberg, banda- rískan háskólakennara og sovét- fræðing, en hin er meistaraprófsrit- gerð frá 1982 eftir bandarískan sjó- liðsforingja, Gregory Young. Rann- sókn Youngs vakti athygli þegar greint var frá henni í tímaritinu Sea Power. Young notaði nokkur leyniskjöl, en studdist við heimildir úr öllum áttum, m.a. upplýsingar frá flótta- mönnum, sem höfðu búið í Ríga, og talstöðvasamtöl, sem Svíar höfðu hlerað og sögðu honum frá — m.a. samtöl sovézku flugmann- anna og uppreisnarmannanna á Storozhevoj. Tom Clancy las frétt um at- burðinn 1976 og kynnti sér ritgerð Youngs sex árum síðar. Leitin að Rauða október kom út 1984 og greinir frá kapteini í sovézka flotan- um, sem gerir uppreisn gegn skrif- finnsku og spillingu, en Clancy tók sér skáldaleyfi til að auka spenn- una. Clancy lét söguna gerast í Norð- urhöfum, en ekki á Eystrasalti, og breytti skipinu í kjamorkukafbát, sem er sendur i leynilegan leiðang- ur. Yfírmaðurinn ákveður að stijúka og sigla á bátnum til Vest- urlanda. Sovézk herskip veita kaf-- bátnum eftirför, en Bandaríkja- menn koma söguhetjunni til hjálpar og hann kemst heilu og höldnu til Bandaríkjanna eftirýmis ævintýri. Sjálfur segir Clancy að bókin sé byggð á sögulegum staðreyndum, en viðurkennir að hún sé skáldsga. í formála getur hann þess að nokkr- ar sögupersónurnar séu raunveru- legar: sovézku flotaforingjarnir Gorsjkov og Júríj Padorín, njósnar- inn Oleg Penkovsky og brezkur tengiliður hans, Greville Wynne (sem lézt fyrir skömmu), og Valery Sablín, sem gegnir ekki eins mikil- vægu hlutverki í. skáldsögunni og hann gerði í raun og vem. Hernaðarsérfræðingar hafa hrósað Tom Clancy fyrir nákvæmar lýsingar á tæknilegum atriðum í bókum þeim sem hann hefur sent frá sér. Framleiðsla kvikmyndar- innar, sem var gerð eftir bókinni um Rauða október, kostaði 40 millj- ónir dollara. Sean Connery leikur Marko Ramius kaptein, leiðtoga uppreisnarinnar. „Hetja á glapstigum“ Auk Ízvestía hefur blaðið Komso- molskaja Pravda nýlega fjallað um uppreisnina á Storzohevoj og frá- sögn þess er á aðra lund. Sam- kvæmt henni var ferð Sablíns í raun og veru heitið til Leníngrad, þar sem hann hafi ætlað að krefjast umbóta á sovézka þjóðfélagskerfínu í sjón- varpi. Fyrrverandi sjóliðsforingi, Ni- kolaj Tsjerkasjín, segir í Komso- molskaja Pravda að Sablín hafí ekki reynt að flýja til Svíþjóðar eft- ir uppreisnina, heldur reynt að kom- ast til Leníngrad í von um að fá að gera íbúum Sovétríkjanna grein fyrir umkvörtunum sínum í sjón- varpssendingu til landsins alls. Tsjerkasjín kvað það mönnum eins og Sablín að þakka að umbætur hefðu að lokum fengið að festa rætur í Sovétríkjunum. Ízvestía staðfesti fréttirnar um uppreisnina á Storozhevoj í frétt frá fréttaritara sínum í Washington. Auk þess birti blaðið grein eftir Borískín hershöfðingja, forstöðu- mann lögfræðilegrar deildar innan sovézka heraflans, sem á að hafa | eftirlit með því að starfsmenn KGB haldi sig innan ramma laganna og að menn, sem hafa fallið í ónáð án þess að hafa nokkuð til saka unnið, fái uppreisn æru. Borískín gefur í raun og veru í skyn í grein sinni að Sablín hafí talið sig fórna lífinu í þágu hugsjón- ar æðri kommúnismanum. Látið er í það skína að hann hafi ekki verið glæpamaður, heldur hetja á glap- stigum. Borískín viðurkennir einnig þann möguleika að nú sé svo kom- ið að lesendur kunni að hafa samúð með uppreisnarleiðtoganum. Frumherji perestrojkui „Margir segja að stjómmálaskoð- anir Sablíns yrðu litnar allt öðrum augum nú en 1975,“ segir Boriskin. „Var hann kannski brautryðjandi perestrojku, breytinga okkar í nútímahorf, meðal annars þeirra, sem nú er reynt að hrinda í fram- kvæmd í hernum og flotanum?" Hann segir einnig að „ævintýra- stefna, meðal annars í sinni pólitísku mynd, sé óréttlætanleg og leiði aðeins til hreinna glæpa, eink- um ef hún byggist á lagabrotum og valdbeitingu“. Ízvestía bendir á að þetta séu einkaskoðanir Boriskins og tekur ekki afstöðu. Niðurstaða hans lýsir varfærni, því að hann leggur áherzlu á að uppreisn sé glæpur, sem enginn herafli geti látið við- gangast. Um leið harmar Was- hington-fréttaritari blaðsins að íbú- ar Sovétríkjanna þurfi að fræðast um atburði úr eigin sögu í erlendum bókum og kvikmyndum og segir að það hljóti að særa stolt þeirra. Blaðið segir að því fari fjarri að öllum spurningum um uppreisnina á Storozhevoj hafí verið svarað. Það telur sig hafa stigið fyrsta skrefíð til að upplýsa málið með þeim upp- lýsingum, sem það birti, en segir að margt sé myrkri hulið vegna ótal sögusagna, sem um það hafi spunnizt og ekki sé unnt að sann- prófa. Því skora ritstjórar Ízvestía á sjónarvotta að senda blaðinu lýs- ingar á atburðinum. „Hvers vegna tók Sablín þessa ákvörðun,“ spyr blaðið dolfallið, „og hvað var hann að hugsa?“ Handsmíðaðir 14. kt. hringar. Demant 5. punktakr. 10.200.-10.600. Sirkonía kr. 5.900.- Jðn Sipunisson SkartyrijMverztan LAUGAVEG 5 - 101 REYKJAVÍK SÍMI 13383 Herra-SANDALAR Verð kr. 2.295.- Litir: Svart, brúnt Stærðir: 40-46 Ath! Mikið úrval af fótlagainniskóm íölium stærðum (Stærðir47 og48). 5% staðgreiðsluafsiáttur Póstsendum samdægurs KHNGWN KMMeNM S. 689212 TOPP, 21212 SKORIKK VELTUSUNDl 1 h mm ief'.' • '. • 7 '. ■ * • :• •- rzí » tfai* ■' -yitú'L- 2 Áskriftarsíminn er 83033 • ví:a.í'á - v *'r : •• < '• t-c--* förí;•ik£ÍÉ^S^SSSSli^í^t^'^^i^e93^Í!^S^SeSí\

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.