Morgunblaðið - 08.04.1990, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.04.1990, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ AFMÆLI SUNNUDAGUR 8. APRÍL 1990 C 13 Baldvin Þ. Kristjáns- son erindreki Frú Gróa og Baldvin Þ. Kristjáns- son eru meðal hinna fremstu jarð- neskra góðvina minna. Að heim- sækja þau á menningarlegt heimili þeirra er hressandi, vekjandi, örv- andi og heimsóknin því sérlega skemmtileg. Hið andlega fjör Baldvins, gáfur, skjótleikur hugsana og persóna þeirra hjóna vekja athygli og að- dáun, menn taka eftir því sem hann segir. Áhrifin verða varanleg og mikið má af honum læra, frænd- rækni og vináttu rækja þau hjón vel og samvizkusamlega. Baldvin Þ. mælir aldrei „hrogna- mál“, heldur hreina og rétthugsaða íslenzku, og í því efni er hann frá- bær leiðbeinandi, stundum kemur það fyrir að hann tekur orð og orð- tök úr fornmálinu. Baldvin hefur verið mikilvirkur þýðandi. Er nægi- legt að nefna bækur dr. Norman Vincent Peale, er allar fjalla um mannrækt og ættu allir lesandi og hugsandi íslendingar að lesa þessar bækur vandlega. Baldvin Þ. er hinn hjartabezti maður og engum vill hann órétt gera og eigi að særa tilfinningar neins með orðum sínum, og ekkert aumt má hann sjá. Tilfinningar örar og viðkvæmar. Baldvin er manna skemmtilegastur og talar tölur við tækifæri, eru ræður hans fjörugar og fyndnar og þykir mönnum hin mesta skemmtun á að hlýða. Eigi skortir gnótt orða né hugsana. Baldvin Þ. fæddist á Stað í Aðal- vík 9. apríl 1910; foreldrar hans voru hjónin Halldóra Finnbjörns- dóttir og Kristján Egilsson, bæði komin af vestfirzkum ættum. Baldvin Þ. kvæntist 25. apríl 1931 Gróu Ásmundsdóttur frá Hábæ á Akranesi, f. 15. sept. 1910. Hefur hjónaband þeirra varað í nærri 59_ár. Hefur sú samfylgd verið ástúðleg og ljúf með afbrigð- um. Synir þeirra eru Kristján, yfir-' læknir á Ákureyri, kvæntur Inger H. Hallsdóttur, kennara, og Gunn- laugur, flugvirki í Garðabæ, kvænt- ur Hildi Jónsdóttur, húsfreyju. Láta synirnir, tengdadætur og börn þeirra sér afar annt um foreldra. sína. Það er innileg ósk mín og bæn á merkisdegi Baldvins, að ævikvöld- ið megi verða þeim hjónum bjart og hlýtt, unz birtir af árdegi eilífð- arinnar. Helgi Vigfússon Gagnlegar vörur á góðu verði hjá Ellingsen fyrír páskana! Nokkur dæmi: Mikið úrval neyðarmerkja. Dæmi: Pennabyssur með 8 skotum kr. 2.260,-. Norsku STiL ullarnærfötin Bolir frá kr. 1.397,- til kr. 2.122,-. Buxur frá kr. 1.291,- til kr. 2.052,-. i a Fóðruðu STIL ullarnærföt- in. Buxur frá kr. 1.512,- til 2.150,-, Bollr frá kr. 1.694,- til 2.368,-. Kappklæðnaður frá 66°N. Blússur frá kr. 1.445,- til kr. 2.998,-. Buxur frá kr. 1.326,- til kr. 2.282,-. Nýir snjósleðagallar frá 66°N. Nú algjörlega vatns- þéttir. Hlýrra fóður. Tilboð kr. 21.700,-. Borðastrekkjarar i miklu úrvali. Verð frá kr. 1.216,-. íslenski fáninn f öllum stærðum. Dæml: 150 sm fáni kr. 2.903,-. Flaggstang- arhúnar verð frá kr. 2.777,-. Plastbrúsar 1 mörgum gerðum. Verð frá kr. 310, tll 1.455,-. Svissneskar gæða trjá- klippur, verð frá kr. 1.188,-. Sænskir dálkar. Dæmi um verð: Skátadálkar kr. 530,-, dálkur nr. 345 kr. 2.299,-, nr. 311 kr. 1.725,-. japanskir gæðasjónaukar. Margar gerðir. Verð frá kr. 3.100,- til 7.750,-. Svissneskir vasahnlfar, margar gerðir. Dæmi: Veiðihnífur kr. 1.995,-, útileguhnífur kr, 1.416,- Silva áttavitar kr. 8.995,- í bátinn og f fjallaferðina kr. 1.635,-. Barnastígvél, svört. Stærðir: 20-39. Verð frá kr. 1.303,- til 2.087,-. Há stígvél, stærð 40—48, verð kr. 2.309,-. Lág stfgvél, stærð 40-46, verð kr. 2.059,-. SENDUM UM ALLT LAND laiLlLllliJVÍKJiaiiJ Grandagarði 2, Rvík., sími 28855

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.