Morgunblaðið - 08.04.1990, Blaðsíða 8
mo'iíöIjnéLXðið ' MANNLÍFSSTRAUMAR sMHftfiðffli 8' APRÍL 1990
4"
8 aC
LÆKNISFRÆDI/Er morfín skabvaldurf
Notkun verkjatyfja
SKÖMMU fyrir síðustu áramót
var í einum þessara pistla sagl,
firá morfíni, upphafí þess og
upphafsmanni; einnig kostum
og göllum sem komið hafa í Ijós
við notkun lyfsins í hartnær
tvær aldir.
*
Inýútkomnu hefti (febr. 1990)
bandaríska mánaðarritsins Sci-
entific American birtist grein eftir
Kanadamanninn Roland Melzack
sem hefur ásamt samverkamönn-
um sínum athug-
að áhrif morfíns
á menn og dýr.
Ein af niðurstöð-
um hans er að
andlega heilbrigt
fólk sem fær
morfín í skamm-
an eða jafnvel
langan tíma
vegna verkja t.d. eftir skurðað-
gerðir eða brunaslys sé ekki
líklegt til að venjast á það. Þeim
sem eru taugaveiklaðir eða þung-
lyndir og byija ef til vill að taka
morfín eða skyld lyf (petidín,
metadon o.fl.) til þess að öðlast
stundarfró og hvfld frá sálrænum
óþægindum hættir fremur til að
ánetjast, einkum ef þeir hafa áður
notað lyf að staðaldri.
Annað atriði sem greinarhöf-
undur leggur áherslu á er
skammtastærð morfíns og hversu
oft á að gefa lyfið þeim sem á
annað borð þurfa og eiga að fá
það. Óumdeilanlega er morfíni
öðrum lyfjum betur treystandi til
að stökkva sárum þrautum á
flótta, en því aðeins að það sé
skammtað skynsamlega. Það er
lítið gagn að morfínskammti sem
er svo smár að hann dregur að-
eins úr verkjunum, sjúklingurinn
hefur kannski viðþol um stund en
brátt sækir í sama horf. Og sá
sem skammtar er svo hræddur
um að sjúkiingurinn venjist á eitr-
ið að hann þorir ekki að gefa
næsta skammt fyrr en löngu eftir
að hans var þörf. A lyfjablaði
spítalasjúklings standa skrifuð
fyrirmæli læknis sem hljóða eitt-
hvað á þessa leið: Morfín, því
næst stærð skammtsins og að lok-
um: Eins oft og þarf. En hvernig
það óákveðna orðalag er túlkað
af þeim sem lyfjagjöfina fram-
kvæmir er undir hælinn lagt.
„Eins oft og þarf“ á í raun að
merkja það að sjúklingurinn sé
ekki látinn kveljast.
Skiljanlega og af ýmsum
ástæðum þurfa hinir þjáðu mis-
lengi á verkjaeyðandi lyfi að
halda. Og einatt þarf að stækka
skammtana og jafnvel fjölga þeim
líka þegar nokkur tími er umlið-
inn, en það þarf hreint ekki að
gefa til kynna að sjúklingarnir séu
orðnir eiturlyfjaneytendur í þess
orðs venjulegu merkingu, enda
sýnir reynslan að það fólk saknar
sjaldan lyfjagjafar þegar henni er
hætt.
Einn er sá hópur þjáðra sem
Melzack telur að fari öðrum frem-
ur varhluta af þeirri blessun sem
morfínið getur miðlað. Það eru
sjúklingar með langvinna og
kvalafulla sjúkdóma sem ekki
hefur tekist að lækna og er þá
einkum átt við krabbamein. Þegar
svo er komið að engin von er um
bata, þrautirnar eru sestar að og
víkja hvorki nótt né dag um hárs-
breidd, þá gengur níska á morfín
glæpi næst, eins þótt hún stafi
af umhyggju en ekki mann-
vonsku. Væri nokkur skaði skeður
þótt maður yrði morfínisti síðustu
dagana eða vikurnar sem lífið
heyr vonlausa baráttu við kvöl og
þraut?
VCC 9(?C*
SÝNING UM PÁSKA
ASEIFOSSI
12. -16. Apríl
kl.13-20
Um páskana sýnum viö hina skemmtilegu sumarbústaði okkar
og veröur sýningin viö íþróttahúsiö á Selfossi.
Þetta eru allt einingahús sem fljótlegt og auövelt er aö reisa og
gefa þér kost á stærö og innréttingum aö eigin ósk.
Kynnt veröur nýjung í framleiðslu okkar: Sumarbústaöir meö
svefnlofti!
Láttu drauminn um sumarbústað rætast - kynntu þér þá ótal
möguleika sem einingaframleiðslu fylgja.
mjB æ «
GAGNHEIÐ11 - 800 SELFOSS EYRARVEGI 37 - 800 SELFOSSI
SÍMI98-22333 SÍMI 98 • 22277, SÍMBRÉF 98 • 22833
HAGFRÆÐI/Er þensluskeib ab renna
upp?
Verðhækkun
sjávarqfurða og
afleiðingar hennar
NÝLEGA kom út endurskoðuð þjóðhagsspá frá Þjóðhagsstofnun í
ritinu Þjóðarbúskapnum - Framvindan 1989 og horfur 1990. Kjarn-
inn í endurskoðaðri spá um efhahagsþróun á þessu ári er, að skil-
yrði þjóðarbúsins hafa batnað til muna að undanfórnu. Fram kemur
að á fyrstu mánuðum þessa árs hafi verð á saltfíski verið 16% hærra
í erlendum gjaldeyri en að meðaltali í fyrra og verð á frystum fiskaf-
urðum 7-8% hærra. Þannig er talið, að verð sjávarafurða í erlendum
gjaldeyri verði 10% hærra á þessu ári en í fyrra, og er þá reiknað
með að saltfisksverð hækki ekki frekar og að verð á frystum afurð-
um hækki nokkuð. Utflutningsverðmæti sjávarafúrða nam rúmum
55 'h milljarði króna í fyrra og gefúr því 10% hækkun 5 ‘A milljarð
í tekjuauka. Verð sjávarafúrða reiknað í SDR1) hækkaði mjög hratt
frá miðju ári 1986 og fram yfir mitt ár 1987, eins og meðfylgjandi
mynd úr riti Þjóðhagsstofnunar sýnir. Verðið féll síðan hratt og nær
botni í árslok 1988, en var þá svipað og það var á miðju ári 1986.
Búhnykkurinn á árinu 1987 var því skammgóður vermir.
Með viðskiptakjörum þjóðarinn-
ar er átt við verð útflutnings
miðað við verð innflutnings, nánast
kaupmáttur útflutningsins. Hækki
verð útflutnings umfram verð inn-
flutnings fæst
meiri innflutning-
ur fyrir óbreyttan
útflutning. Á sl. 4
áratugum hafa
viðskiptakjör þjóð-
arinnar batnað um
rúmlega 50%, sem
svarar til rúmlega
1% bata á ári til
jafnaðar. Þetta er búbót sem meta
má í kringum 18% af landsfram-
leiðslu, sem gerir um 60 milljarða
króna og jafngildir nær allri sam-
neyslu landsmanna á þessu ári.
Vegna fyrrnefndrar hækkunar á
verði sjávarafurða telur Þjóðhags-
stofnun að viðskiptakjör batni um
ríflega 3% og er þá gert ráð fyrir
tæplega 4% verðhækkun á innflutn-
ingi, mælt í erlendum gjaldeyri.
Þessar breyttu markaðshorfur
hafa í för með sér að landsfram-
leiðsla er metin verða jafn mikil á
þessu ári og í fyrra. Fyrri spár Þjóð-
hagsstofnunar bentu hins vegar til
að landsframleiðslan myndi dragast
saman um 1%. Að teknu tilliti til
bættra viðskiptakjara metur stofn-
unin að þjóðartekjur muni vaxa um
1%. Hækkun á verðlagi sjávaraf-
urða bætir ennfremur viðskipta-
jöfnuð við útlönd. Viðskiptajöfnuður
er samtala vöruskiptajafnaðar (mis-
munur vöruútflutnings og -inn-
flutnings) og þjónustujafnaðar,
þ.m.t. vaxtagreiðslur til útlanda.
Vöruskiptajöfnuður var jákvæður í
fyrra um 7 'h milljarð króna, en
halli hefur verið á vöruskiptum
samfellt síðan 1983. Hins vegar var
halli á viðskiptajöfnuði við útlönd
ríflega 4'/z milljarður króna vegna
þess að vaxtagreiðslur til útlanda
námu 13,2 milljörðum umfram
vaxtatekjur. Á þessu ári er gert ráð
fyrir að rúmlega 10 milljarða af-
gangur verði á vöruskiptum við
útlönd, en hins vegar er reiknað
eftir Sigurð
Snævarr