Morgunblaðið - 08.04.1990, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.04.1990, Blaðsíða 28
28 C MORGUNBLAÐIÐ 01980 Unlvnol Preu SyfxRcof // fáýfLugct, siincjur' ek/<i &f hún er LÁt/n t -friSc.'' Með morgunkaffinu Eru ekki komnir nógu Gfan á allt annað þá svíkur margir lampar nuna? veðrið Uka ... HÖGNI HREKKVÍSI ., þ£Tta E-tz. Bersn ‘arangur seai SS HEF sée> it>A&! * VELVAKANDI SUNNUDAGUR 8. APRIL 1990 A FORNUM VEGI GRÓANDI í LAUGARDALNUM VORIÐ var rétt að koma en í Laugardalnum hefur lengi verið vorhugur í reykvískum garð- yrkjumönnum. Hjá þeim hefur verið hlýja og ilmur frá því í febrúar. Enda logaði allt af lífi í dalnum þegar blaðamann Morg- unblaðsins bar þar að garði á dögunum. að var notalegur sumarhiti í gróðurhúsum ræktunarstöðv- arinnar og garðyrkjumennirnir hlúðu þar að blómunum af alúð. Allt bar þess merki að þarna væri alltaf unnið af sérstakri virðingu fyrir sköpunarverkinu. „Þetta eru allt sumarblóm. Við fáum fræin frá útlöndum og við byijum að sá þeim um miðjan febrúar og höldum því áfram útmánuðina. Það má því segja að vorið komi til okkar strax í febrúar," sagði Jón Arnarson ræktunarstjóri. „Blómin eru síðan gróðursett víðs vegar um borgina í byijun júní og því þarf helst að vera lokið fyrir þjóðhátíðardaginn, að minnsta kosti í miðbænum. Trén eru síðan gróðursett allt sumarið og fram á haust.“ Jón sagði þetta draumastarfið sitt en hann benti á að garðyrkjumenn væru ekki alltaf „að dútla við blóm“ því þeir þyrftu oft að leggja á sig mikið líkamlegt erfiði. Það eru starfsmenn Skrúðgarða Reykjavíkur sem annast gróður- setninguna. Hallgrímur Helgason er einn af þeim og segist líka þessi vinna ágætlega, enda hafi hann starfað í skrúðgörðunum frá því sumarið 1984, fyrst aðeins á sumr- in og síðan allt árið eftir að hann Jón Arnarson Morgunblaðiö/Bjami útskrifaðist frá enskudeild háskól- ans árið 1986. „Það er mjög gott að vinna hérna og ég hef alltaf verið mjög gefinn fyrir útiveru. Mér verður yfirleitt aldrei kalt þegar ég vinn úti á veturna við að klippa runna til og þvíumlíkt. Og því er ekki að neita að nú er kominn vor- hugur í mig, sólin er komin hátt á loft og farin að segja til sín,“ sagði Hallgrímur. Starfsmennirnir voru að girða kringum húsdýragarðinn svokall- aða og stjórnaði Ása Jóhannsdóttir því verki með myndugleika. Auðséð var á öllu að þetta var annatími enda er ráðgert að opna garðinn 18. maí. „Hérna verða öll íslensku húsdýrin til sýnis almenningi, svo Hallgrímur Helgason Ása Jóhannsdóttir sem hestar, kýr, kindur og svín, áuk fugla, sela, hreindýra, refa og minka. Selimir fá sína tjörn og lítið hús sem falið verður í sjávargrjóti, gluggi verður í grenjunum þannig Víkverji skrifar Forstjóri Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar upplýsir, að árlega deyi 2.600.000 einstaklingar úr sjúkdómum, sem rekja megi beint og óbeint til tóbaksreykinga. í Frakklandi einu saman deyja t.a.m. eitt þúsund manns í viku hverri af tóbakstengdum sjúkdóm- um. Heilsan er það dýrmætasta sem við eigum. Við ráðum ekki alfarið, hver hún er eða verður. Erfðir og aðstæður, sem við höfum takmörk- uð áhrif á, koma þar oftlega við sögu. Við höfum engu að síður ótrú- lega mikil áhrif á eigið heilsufar, til góðs eða ills, með lífsmáta okkar. Líkamsrækt er ekki innantómt orð, heldur leið til að viðhalda heil- brigði. Hófleg áreynsla og hollt mataræði eru vegvísar til velferðar. Við getum og ræktað hug okkar, andlegt heilbrigði okkar. Kirkjan og íþróttirnar gegna að þessu leyti hliðstæðu hlutverki. Það er því skammsýni að stilla kirkju og íþróttum upp sem andstæðum. Viðblasandi staðreyndir um tób- akstengda sjúkdóma eiga að vera okkur víti til varnaðar. xxx Ný atvinnuvegaskýrsla Þjóð- hagsstofnunar sýnir þá nöt urlegu staðreynd, að sjávarútvegur- inn, undirstöðugrein íslenzks þjóð- arbúskapar, hefur verið rekin sem heild með halla frá 1980 að undan- skildu einu ári. Síðustu misseri hafa gjaldþrot lagt mikinn fjölda fyrir- tækja, bæði í sjávarútvegi og öðrum atvinnugreinum, að velli. Fylgifisk- ar eru samdráttur starfa, þjóðar- tekna og lífskjara. Það er eins með heilsufar at- vinnurekstrar og heilsufar mann- eskjunnar. Samfélagið verður a<J.« rækta garðinn sinn, ef hann á að'' gefa uppskeru. Fyrirtækin verða að búa við hagkerfi, starfsskilyrði, sem gerir þeim kleift að skila hagn- aði, vaxa og ná tökum á örri tækni- þróun nútíma framleiðslu og þjón- ustu. Hagkerfí miðstýrðs marxisma er hrunið. Það er óhjákvæmilegt, að dómi Víkveija, að laga íslenzka atvinnuvegi að fyrirsjáanlegum markaðsbúskap umheimsins á kom- andi áratugum. Spurningin um þá aðlögun, er spurningin um lífskjör þjóðarinnar í næstu framtíð. xxx Víkveiji las á dögunum stjórn- málaályktun Sambands ungra fram sóknarmanna, dagsetta 17. marz sl. Þar segir m.a.: „Sveitarstjórnarkosningar eru framundan og geta ráðið miklu um hið pólitíska andrúmsloft næstu ára. Tilvistarkreppa Alþýðubanda- lags og Alþýðuflokks, sem kristall- ast hefur í undirbúningi sveitar- stjórnarkosninganna í Reykjavík að undanförnu, undirstrikar að Fram- sóknarflokkurinn er forystuflokkur andstæðinga íhaldsins í Reykjavík ..." Þessi úttekt SUF á A-flokkum minnir á nýleg umæli Haraldar Ólafssonar, fyrrverandi þingmanns Framsóknarflokksins. Hann fór kímniyrðum, reyndat' háðsyrðum, um samstarfsflokka Framsóknar í landsstjórninni. Víkveiji las það út úr orðum hans að ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar stydd- ist við flokka sem væru hálfgerðir lasarusar. í fyrsta lagi við stjórn- málaflokk, sem væri ekki lengur til samkvæmt skoðanakönnunum (Borgaraflokkinn/Samtök um jafn- rétti og félagshyggju). í annan stað við flokk, sem væri að veslast upp vegna innbyrðis átaka og enginn vissi lengur, hverra stjórn lyti í raun (Alþýðubandalagið). I þriðja lagi við flokk, sem ekki treysti sér til að standa einn að borgarstjórnarfram- boði og gerði sér hækjur úr nær- tæku spreki og kalviðum. Þetta er, sem fyrr segir, ekki orðrétt eftir haft, heldur.það sem Víkveiji las út úr ummælunum. Þau ná hins vegar ekki til pólitísks heilsufars Framsóknarflokksins, flokksins, sem hefur setið samfellt í ríkisstjórnum á Islandi síðan 1971, eða langleiðina í tvo áratugi. Hvað sem heilsufari „öldungsins" líður lítur Víkveiji svo til, að eftir svo langa landsstjórnarvakt verðskuldi hann ríflega útilátið pólitískt orlof. „Félagshyggjuforskriftin" í landsstjórninni sýnist heldur ekki góður kostur í borgarmálum. Það hafa aldrei verið talin hyggindi að velja lakari kostinn. XXX Skrifara hefur borizt bréfkorn frá þeim Árna Gunnarssyni og Ste fáni Stefánssyni í menntamálaráðu- neytinu þar sem þeir vitna til dálks Víkveija á fimmtudag og „óvenju- legrar ættfærslu krumma í reglu- gerð um eyðingu vargfugls". Þeir benda á, að endurbætt útgáfa reglugerðarinnar hafi verið birt fyr- ir nokkru og þar hafi tveimur orðum' verið bætt inn, sem hafi fallið niður í fyrri útgáfu reglugerðarinnar með „ískyggilegum afleiðingum“. Þetta skýri málið, en afsaki svo sem ekki neitt. í lok bréfsins segja þeir Stefán og Árni: „Ekki vitum við hvort á fremur að biðja velvirðingar, hrafn- inn eða veiðibjölluna."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.