Morgunblaðið - 08.04.1990, Side 21

Morgunblaðið - 08.04.1990, Side 21
C( MOROTNBIiAÐlÐ MIIMNIWQIIRMWj¥Mr(83 APRILIT9g0 ' G '2'1' Aiuia M. Bjömsdóttir, Akureyri - Minning og lífsins og dauðans djúpin. Mitt andans skrúð var skorið af þér sú skyrtan best hefur dugað mér við stormana, helið og hjúpinn." Nú þegar leiðir skiljast á ég móður minni svo margt, svo margt að þakka og við systkinin öll. Þegar við á fullorðinsárum horfum til baka kunnum við betur og betur að meta margt sem hún kenndi okkur. Stundum fannst mér móðir mín ef til vill ströng og ósveigjanleg en í raun var hún þá umburðarlynd og skilningsrík. Hún vildi okkur vel og sýndi það í verki. Þakklæti okkar viljum við sýna henni sem allt sér frá nýjum heim- kynnum, með því að varðveita það veganesti Sem hún gaf okkur í upp- eldinu í hjörtum okkar og gjörðúm. Megi algóður Guð blessa hana og halda verndarhendi sinni yfir henni um alla eilífð. Björn Baldursson Fædd 23. júlí 1916 Dáin 31. mars 1990 Mánudaginn 9. apríl 1990 fer fram í Glerárkirkju útför Önnu Margrétar Björnsdóttur, Skarðshlíð 31e, Akureyri, en hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Hlíð 31. mars sl. í ríki vetrarins, þegar bjartir dagar gefa okkur til kynna að vor- ið sé á næstu grösum, vorið, þegar náttúran öll vitnar hvað ljósast um mátt lífs og moldar, þá hverfur okkur nú kær móðir til aryiarra bústaða yfir móðuna miklu. Dauðinn er og verður ávallt óvæntur gestur, jafnvel þó að hann standi langtímum saman á næsta leyti. Það er þó huggun harmi gegn að þú ert nú aftur samvistum við látna ástvini sem voru sárt tregaðir í þessu lífi. Anna Margrét fæddist í Ólafs- firði 23. júlí 1916. Foreldrar hennar voru hjónin Pálína Steinsdóttir, f. 25. ágúst 1885, og Björn Magnús- son, d. 20. nóv. 1884. Önnur börn Pálínu og Björns voru Kjartan, sem lést í æsku, og Agnar, f. 16. júlí 1913. Hann lést 23. maí 1986. Auk þess tóku þau fósturson, Svein Jó- hannesson, f. 29. a,príl 1919, versl- unarmaður í Ólafsfirði. Hann reyndist þeim góður sonur. Pálína og Björn bjuggu sinn búskap í Ólafsfirði og var Björn formaður og útvegsmaður á meðan heilsan leyfði. Minnist ég margra unaðs- stunda hjá afa og ömmu á sumrin í Ólafsfirði, sem lítill snáði. Eftir andlát Björns Magnússonar fluttist Pálína til dóttur sinnar á Akureyri, en Pálína lést 17. maí 1970, tæp- lega 85 ára. Þann 15. dessember 1934 kvænt- ist Anna Margrét Baldri Guðlaugs- syni, löggiltum endurskoðanda. Veit ég að faðir minn fór nokkrum sinnum fótgangandi frá Dalvík til Ólafsfjarðar til að hitta unnustu sína. Foreldrar mínir reistu sér myndarlegt heimili hér á Akureyri þar sem oft bar gesti að garði. En sú hamingja varð of skammvin því að faðir minn lést langt um aldur fram þ. 24. júní 1952. Við systkin- in voru þá orðin fimm á aldrinum 6 mánaða til 16 ára. Móðir mín stóð því skyndilega ein uppi með stóran barnahóp og lítil efni. Hún reyndist vandanum vaxin og með dugnaði og þrautseigju vann hún að uppeldi okkar systkinanna og heimilisstörfum. Jafnframt hóf hún vinnu við sauma og síðar verslunar- störf í mörg ár í Vörusölunni hjá O.C. Thorarensen. Móðir mín hafði yndi af tónlist og raunar hvers kon- ar listum. Hún eignaðist fjölda vina sem hún naut að vera samvistum við. Saumar og allskonar hannyrðir veittu henni marga ánægjustund á meðan heilsan leyfði. Hún gekk snemma í Oddfellow-regluna og átti starfið þar mikil ítök í henni. Ennfremur starfaði hún mikið fyrir kvenfélagið Framtíðina. Þegar svo barna- og barnabörn- in, sem nú eru orðin 23 að tölu, komu eitt af öðru, urðu þau hvert og eitt sérstakir sólargeislar henn- ar. Móðir mín missti heilsuna nokkuð skyndilega um síðustu áramót. Síðustu vikurnar dvaldi hún á Hjúkrunarheimilinu Hlíð, þar sem hún naut frábærrar umönnunar hjúkrunarfólks þar. Ég vil nota þetta tækifæri til þess að þakka þeim öllum fyrir óeigingjarnt starf og elskulegt viðmót. Allir hafa átt móður og ekki er nema eðlilegt að langflestum finnist sín móðir best. — Við systkinin er- um engin undantekning, öll lýsing- arorð um móður okkar hljóta alltaf að vera í efsta stigi. Margir orðsins menn hafa ort til móður sinnar. Þeir eiga þá list umfram aðra að geta tjáð sig í bundnu máli. Matthías Jochumsson yrkir svo m.a. til móður sinnar: „Þá lærði ég allt, sem enn ég kann um upphaf og enda, um Guð og mann Sjálfvirkt val — Innbyggður hljóðnemi og hálalari — 12 minni — 3 minnifyrir beintútval — Hvert móttekið skilaboð.í allt að 150 sek. — Ljós í takkaborði — Tónval, púlsval — Veggfesting. Verð kr. 12.943 ÍHrH B - a | Laug EKLAHF Laugavegi 170-174 Slmi 695500 lllú fær fjölskyldan hvergi meira fyrir peningana Tveggja vikna sólarlandaferðir frákr. 39.200;- Komdu og kannaðu málið eða hringdu og táðu upplýsingar i símum 60 30 60 og 2 69 00 Umboðsmenn um allt land. *Meðalverð miðað staðgreiöslu, 4 / ibúð, 2 fullorðna og tvö börn, feroaskrifstofan ÚRVAL-ÚTSÝN Álfabakka 16, sími 60 30 60 og Pósthússtræti 13, simi 26900.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.