Morgunblaðið - 08.04.1990, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 08.04.1990, Qupperneq 17
16 C C 17 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. APRÍL 1990 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. APRÍL 1990 Svava Rán Guðmundsdóttir býr í Kópavogi. Hún er 19 ára gömul, fædd 2. september 1970. Foreldrar hennar eru Guðmundur Sveinsson endur- skoðandi og Þórunn Hauksdóttir skrifstofustjóri. Svava vinnur á Kópavogshæli og á endurskoðunarskrifstofu en hún tók sér stutt frí frá námi í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Áhugamálin eru fólk, ljósmyndun, kvikmyndir og flest það sem fyrir augun ber. Sigríður Stefánsdóttir býr í Kópavogi. Hún er 21 árs að aldri, fædd 30. nóvem- ber 1968. Foreldrar hennar eru Stefán Þór Jónsson flug- stjóri og Auður Hauksdóttir húsmóðir. Hún vinnur á verk- fræðistofu Stefáns Ólafssonar. Áhugamál Sigríðar eru fyr- irsætustörf, tungumál, ferðalög, sund ogtennis á sumrin. íris Eggertsdóttir býr í Keflavík. Hún er 17 ára gömul, fædd 27. september 1972. Foreldrar hennar eru Eggert Páll Björnsson rafvirki og Margrét Sigurðardóttir handmenntakennari. íris stund- ar nám í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Hún hefur áhuga á dansi, hestamennsku, saumum ogteiknun. Þórdís Steinsdóttir býr í Reykjavík. Hún er 20 ára, fædd 10. júní 1969. For- eldrar hennar eru Steinn Þórkarlsson og Edda Hanney Þorsteinsdóttir. Hún starfar sem afgreiðslustúlka í Nesti í Fossvogi. Þórdís hefur áhuga á tónlist, dansi, útiveru og hestamennsku. Linda Björk Bergsveinsdóttir er Reykvíkingur. Hún er 22 ára gömul, fædd 23. septem- ber 1967. Foreldrar hennar eru Bergsveinn Alfonsson og Þuríður Sölvadóttir. Linda vinnur hjá Skýrsluvélum ríkisins og Reykjavíkurborgar. Áhugamál hennar eru líkamsrækt, skíði, golf, ferðalög, lestur og skemmtun í góðra vina hópi. Sigurrós Jónsdóttir var kjörin ljósmyndafyrirsæta Reykjavíkur. Ilún er 17 ára gömul, fædd 22. nóvember 1972. Foreldrar hennar eru Jón Bragi Bjarnason og Guðrún Stefánsdóttir. Sigurrós er nem- andi við Menntaskólann við Sund og sýnir einnig með Módel 79. Áhugamál hennar eru vinir hennar, ferðalög og fyrirsætustörf. Ljósmyndir: Bjarni Eiríksson og Árni Sæberg HER ERU kynntar 11 stúlkur til viðbótar sem keppa til úrslita um titil- inn Fegurðardrottning Islands 1990 á Hótel Islandi miðvikudagskvöldið 18. apríl. Fyrri 11 stúlkurnar voru kynntar síðastliðinn sunnudag. Stúlk- urnar eru farðaðar með Elisabeth Arden-snyrtivörum og Dúddi sá um hárgreiðslu með Redken-snyrtivörum. Stúlkurnar eru í Dance France- sundbolum. Ragnhildur Magnúsdóttir býr í Reykjavík. Hún er 18 ára gömul, fædd 19. október 1971. Foreldrar hennar eru Magnús Sigurðsson ogSelma Skúladóttir. Ragnhildur er nemandi við Fjölbrautaskólann í Breiðholti og vinnur einnig á veitingastaðnum J arlinum. Helsta áhugamál hennar er hestamennska. Olga Björt Þórðardóttir er fegurðardrottning Suðurnesja og býr í Ytri-Njarðvík. Hún er 17 áragömul, fædd 2. júlí 1972, dóttir Þórðar Bergmanns Þórðarsonar brunavarðar og Helgu Magnús- dóttur kennara. Olga stundar nám við Menntaskólann í Reykjavík. Hún hefur áhuga á módelstprfum, myndlist, skrautskrift, útivist, líkamsrækt og ferðalögum. Sigrún Eiríksdóttir er 22 ára Reykvíkingur, fædd 17. júní 1967. Foreldrar hennar eru Eiríkur Brynjólfsson og Valgerður Björnsdótt- ir. Hún les spönsku við Háskóla íslands. Helstu áhugamál Sigrúnar eru tungumál, ferðalög, tónlist og líkamsrækt. Þorbjörg Bjarnadóttir býr í Garðabæ. Hún er 21 árs gömul, fædd 26. mars 1969, dóttir Bjarna Ólafssonar flugvirkja og Guðrúnar Árnadótt- ur hárgreiðsludömu. Þorbjörg er gjaldkeri hjá Hitaveitu Reykjavíkur. Hún hefur áhuga á flugustangveiði, ferðalög- um, tungumálum, fluguhnýtingum og fatasaumi. Soffia Ólöf Ketilsdóttir býr í Reykjavík. Hún er 20 ára gömul, fædd 20. janúar 1970, dóttir Ketils Axelssonar og Margrétar Gunnlaugs- dóttur. Hún stundar nám í Verslunarskóla íslands. Áhuga- málin eru skólinn og félagslífið þar, ferðalög, dans og skíði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.