Morgunblaðið - 08.04.1990, Page 30
30 C
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFMÐ SUNNUDÁéUR 8. APRÍL 1990
V
rr
■*
ÆSKUMYNDIN...
ERAF ÓLAFIÞÓRÐARSYNI7 ÓNLISTARMANNI
Skapgóður
flakkarí
Iþróttamaður, sem náði góðum
árangri í að hitta perumar í ljósastaur-
unum
UR MYNDAS AFNINU
ÓLAFUR K. MAGNÚSSON
Þarskallhurð
nærri hælum
H ANN ER tónlistarkennari að
mennt, langþekktastur sem einn
af Ríó- strákununum, spilar jass
og sveiflu með Kuran-Swing, en
hans aðalstarf er að vera fulltrúi
léttrar tónlistar hjá Ríkisútvarp-
inu. Ólafur Þórðarson heitir
hann og fæddist í litlu húsi,
Grund, í Glerárþorpi á Akureyri,
þann 16. ágústárið 1949. Ólafur
ólst upp í Garðshorni i sama
þorpi, litlum torfbæ með kolavél,
en flutti suður 8 ára gamall.
Faðir hans, Þórður Ólafsson, lést
þegar Ólafur var þriggja ára.
Móðir hans, Helga Sigvaldadóttir,
ól hann upp ásamt fjórum systkin-
um. Helga lést fyrir þremur árum.
Eiginkona Ólafs er Brynhildur Sig-
urðardóttir og eiga þau tvo syni,
tvíbura, sem eru að verða 11 ára.
„Hann var mjög skapgóður, vilj-
ugur að sendast og hjálpa til,“ seg-
ir Björg systir hans, sem er 9 árum
eldri. Móðir þeirra hafði gaman af
tónlist og söng í kórum alltaf þegar
hún gat. Óli hafði því ekki langt
að sækja tónlistaráhugann og byij-
aði að fikra sig áfram á gítar sem
móðir hans átti. Björg segir að
hann Hafi gjarnan beðið um að láta
spila fyrir sig á kvöldin og undan-
tekningarlaust sofnað fljótlega.
En þessi þægilegi og ljúfi strákur
hafði einn hvimleiðan ávana. Það
var heilmikið flökkueðli í honum,
sem gerði að verkum að hann týnd-
ist öðru hveiju. Ekki var þetta neitt
alvarlegt af hans hálfu, hann var
ekki að stijúka í neinum fýluköst-
um, heldur brá sér bara í bæjar-
eða ijöruferðir, sem urðu lengri en
eðlilegt gat talist.
Eftir að Óli fluttist suður, bjó
hann skamma hríð í húsi móður-
systur sinnar í Skaftahlíð, en síðan
fluttist fjölskyldan í Austurbæ í
Kópavogi þar sem hann bjó út ungl-
ingsárin. Æskuvinur hans þaðan
er Helgi Pétursson í Ríó. Helgi seg-
ist aldrei gleyma norðlenskunni
hans Óla. „Eg man að manni þótti
þétta skrítið tungumál," segir hann.
En það var síður en svo slæmt, því
skýr framburður Óla átti síðar eftir
að nýtast Ríó ágætlega. Helgi segir
að í hljóðblöndun á Ríólögunum sé
þess oft gætt að láta Óla eiga
síðasta atkvæði í orðunum, til þess
að tiá sem mestum skýrleika.
Óli hafði ekki bara tónlistina í
blóðinu, hann var líka mjög dugleg-
ur að æfa sig. Tónlistin var aldrei
neitt stundargaman hjá honum,
engin della, heldur vann hann
markvisst að árangri. Hann þótti
iíka ágætis efni í íþróttamann og
stundaði bæði knattspyrnu og
spretthlaup af áhuga. Helgi segir
að hæfileiki hans á íþróttasviðinu
hafi einnig komið ágætlega fram í
því, hve hann var hittinn á perurn-
ar í ljósastaurunum. „Ég komst
aldrei í hálfkvisti við hann og lét
mér nægja staurana sjálfa á styttra
færi,“ segir Helgi.
Islenskar björgunarsveitir hafa
unnið mikið og gott starf í gegn-
um ánn við björgun mannslífa hvort
heldur er á landi eða
sjó. Hér á árum áður
voru skipsströnd al-
gengari en nú til dags,
einkum við suður-
ströndina, og lögðu
björgunarmenn sig oft
í mikla hættu við að
bjarga mannslífum við
erfiðar aðstæður, enda mátti stund-
um litlu muna eins og raunin varð
á þegar breski togarinn D.B. Finn
strandaði austan við Hjörleifshöfða,
fyrir réttum fimmtán árum, í mars-
mánuði 1975. Togarinn strandaði
um 200 metrum frá landi þannig
að erfiðlega gekk að skjóta línu út
í hann vegna fjarlægðar og rosa
af suðvestri. Þegar lokst hafði tek-
ist að ganga frá tildráttartauginni
og líflínunni um borð reyndist skip-
ið svo langt frá landi, að líflínan
náði rétt í flæðarmálið svo að draga
varð skipbrotsmenn úr stólnum
undir ágjöfum. Þetta hefur skip-
veijum um borð ekki litist á því
þeir hurfu allir af hvalbak skipsins
þegar fyrsti maðurinn hafði verið
dreginn í land þaðan. Settu þeir út
björgunarbát miðskips
og stukku fimm menn
í hann, en síðan var
honum sleppt frá skip-
inu og haldið við hann
með taug. Skyndilega
urðu björgunarmenn í
landi þess varir, að
líflínan var laus frá
skipinu og gúmmíbátinn rak fyrir
veðri og sjó austur með landinu.
Um tíma óttuðust menn að honum
myndi hvolfa í öldurótinu við
ströndina og lögðu björgunarmenn
sig í mikla hættu við að vaða út í
brimið til að fá hendur á bátnum.
Um síðir heppnaðist það og tókst
giftusamlega að bjarga þeim og
hinum, sem eftir voru um borð, en
þeir voru dregnir í land í björgunar-
stól eins og sá fyrsti, enda þótti
ekki gæfulegt að gera fleiri tilraun-
ir með gúmmíbáta. Meðfylgjandi
myndir voru teknar á strandstað
rétt austan við Blautukvíslarút-
fallið.
Hér hefúr björgunarbáturinn slitnað frá og rekið fyrir veðri og sjó
upp í öldurótið við ströndina. Lögðu björgunarmenn sig í mikla
hættu við að vaða út í brimið til að fá hendur á bátnum.
STARFIÐ
KRISTÍNB. HILMARSDÓTTIR FÓTAAÐGERÐAFRÆÐINGUR
BÓKIN
Á NÁTTBORÐINU
Kristin B. Hilmarsdóttir
Hælaháu, tá-
mjóu skómir
verstir
„ÉG FJARLÆGI harða húð af
fótum, þynni þykkar neglur og
lagfæri niðurgrónar neglur,
meðhöndla sprungna húð,
sveppi, likþorn og fótavörtur svo
eitthvað sé nefnt. Fótavörtur
geta verið erfíðari viðfangs en
líkþorn og það tekur töluvert
lengri tíma að uppræta þær.
Líkþorn myndast yfirleitt við ert-
ingu, sem kemur vegna beina-
skekkju og eru t.d. algeng ofan
á tám, undir tábergi eða jafnvel
á milli táa sem liggja þétt sam-
an,“ segir Kristín B. Hilmarsdótt-
ir, fótaaðgerðafræðingur, sem
starfrækir stofú sína í Furugrund
3, Kópavogi.
Kristín segir að fólk á öllum aldri
komi í fótaaðgerðir, allt frá
börnum og upp í eldra fólk, ekkert
síður karlmenn en konur. „Hinsveg-
ar finnst mér karlmenn yfirleitt
hafa betri fætur en konur. Það
gerir skófatnaður kvenna - háu
hælarnir og þröngu tærnar. Nú er
fólk farið að gera sér grein fyrir
mikilvægi fótaaðgerða. Stór hluti
viðskiptavina minna eru með laskað
ónæmiskerfi, sem kemur fram í því
að ýmsir sjúkdómar og kvillar sækja
á fæturna. Margir þjást af sjúkdóm-
um í mjöðmum, hnjám og baki og
geta engan veginn sinnt fótum
sínum. Sykursýkissjúklingar er
hópur fólks, sem þarf að láta fylgj-
ast mjög vel með fótum sínum og
þarf á reglulegri meðferð að halda
vegna sjúkdóms síns,“ segir Kristín.
ÞETTA SÖCDV
ÞAU ÞÁ ...
Ólína I»orvarðar-
dóttir starfar á
nýrri vottvanífi en
Kvc.nnalisUinum.
Gegn almenn-
ingsálitinu
Trúverðugheit, hreinskilni
og einlægni eru aðals
merki Kvennalistans í huga al-
mennings; um það eru menn
næsta sammála.
Heimsmynd, mars 1988, (3. árg. 1 tbl.)
Snorri á Húsafelli er sem stendur
á náttborðinu hjá mér. Mér
finnst sú bók ofsalega spennandi
og mikið afrek hjá Þórunni Valdi-
marsdóttur. Ég les mikið af bókum,
sögulegs eðlis. Ég hef t.d. verið að
beijast í gegnum ævisögu Hannesar
Hafstein eftir Kristján Albertsson.
Skáldsögurnar finnst mér þó alltaf
skemmtilegastar. Bókin hennar
Vigdísar Grímsdóttur „Ég heiti ís-
björg — ég er ljón“ finnst mér ein
sú merkilegasta undanfarið.
Almar
Grimsson
formaður
Krabbameins-
félags íslands
Eiginlega er ég alltaf með tvær
til þrjár bækur á náttborðinu
enda eru bækur mitt svefnmeðal.
Ég er að lesa bókina um Guðrúnu
Ásmundsdóttur leikkonu. Ljóð eftir
Leonard Cohen bíða mín þar líka
og svo er ég að vanda með reyfara.
Sá heitir „First among equals" og
er eftir Jeffrey Archer, fjallar um
þijá menn sem allir vilja verða for-
sætisráðherrar Bretlands.
PLATAN
Á FÓNINUM
Anna Björk
Birgisdóttir
dagskrárgerð-
armaður
James Taylor og Toto skiptast á
að vera á fóninum hjá mér,
hvað sem líður tónlistarstraumum
og stefnum. Ég hef ofsalega víðan
tónlistarsmekk. Ef ég er í miklu
stuði, þá hlusta ég á þungarokk.
Þegar ég er að vaska upp, set ég
James Taylor á. Aftur á móti er
ég lítið fyrir klassíkina, en hef samt
töluvert haldið upp á Árstíðirnar
eftir Vivaldi og hlusta gjarnan á
þær þegar ég er ein, t.d. á sunnu-
dögum.
Unnur
Arngríms-
dóttir fram-
kvæmdastjóri
Módelsamtak-
anna
Tónlistarsmekkurinn á heimilinu
fer eftir því í hvernig skapi
maður er og eftir því hvernig
stemmningin er hveiju sinni. Við
hjónin lifum og hrærumst í tónlist.
Tónlist er óneitanlega töluverður
þáttur í störfum okkar beggja, en
þegar maður er að hvíla sig og njóta
eigin hugsana og lífsins, þá er létt
óperu- og sinfóníutónlist og einleik-
ur á píanó í uppáhaldi.
MYNDIN
ÍTÆKINU
Snorri Stur-
luson dag-
skrárgerðar-
maður
Myndbandstækið hjá mér er bil-
að eins og er, en síðasta
myndin sem var í tækinu var „Fish
called Wanda" með Monty Python
í einu af aðalhlutverkunum. Ég
hafði misst af henni þegar hún var
sýnd í bíóhúsunum. Ég hef gaman
af hvers kyns afþreyingarmyndum,
sérstaklega spennumyndum þar
sem morðinginn kemur ekki í leit-
irnar fyrr en síðast.
Þóra Fríöa
Sæmunds-
dóttir píanó-
leikari
*
Eg horfi eiginlega aldrei á jnynd-
bönd. Síðast sá ég þó Ævin-
týri Hoffmanns eftir Offenbach sem
til er á myndbandsspólu hjá Is-
lensku Óperunni. Ef ég færi hins-
vegar á myndbandaleigu, myndi ég
velja mér einhveija klassíska, góða
mynd, sem maður gæti hugsað sér
að sjá á stóru tjaldi.