Morgunblaðið - 08.04.1990, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.04.1990, Blaðsíða 19
OMJ !! H/ X . MORGUNBLAÐIÐ FJÖLW3IÐLAR SUNNUDAGIIE 8. AFEÍL IMO c ítr Rót tekin til starfa eftir hálfs árs hlé FOLK i fjölmiðlum • VALGERÐ- UR Matthías- dóttir, sem verið hefur fastur dagskrárgerðar- maður í frétta- þættinum 19:19 frá upphafi, hættir sem fast- ur starfsmaður Valgerður Stöðvar 2 um næstu mánaðarmót. Hún hyggst þó áfram starfa fyrir sjónvarpsstöðina, en eingöngu í lausamennsku. Til stendur hún ann- ist um þætti, sem ætlunin er að framleiða í sumar og ennfremur eru uppi áform um annars konar þætti með haustinu sem Valgerður mun að öllum líkindum hafa umsjón með. Valgerður vildi ekkert láta uppi um það hvers konar þætti ver- ið væri að ræða um. Endanleg ákvörðun hefði ekki enn litið dags- ins ljós, en hún sagði að mjög sgennandi verkefni væru í gangi. „Eg er fyrst og fremst að hætta í 19:19 til að snúa mér að annars konar og fjölbreyttari verkefnum en ég hef hingað til verið að fást við. Eg hef aldrei litið á mig sem fréttamann þó ég hafi óneitanlega verið í fréttamannshlutverkinu í 19:19 þegar ég er að miðla upplýs- ingu á sviði menninga, lista og dægurmála hvers konar. Starfinu hefur óneitanlega fylgt streita og álag og mér finnst vera komin tími til að breyta aðeins til. Sú dagskrár- gerð, sem ég ætla að taka mér fyr- ir hendur núna, verður öðruvísi og tíminn skiptir ekki eins mikiu máli. Ég verð að vinna í auknum mæli að langtímaverkefnum og það gefur mér tækifæri á því að vinna aðeins öðruvísi en verið hefur.“ • Valgerður er líka að skoða mögu- leika á því að fara til útlanda í nám á sviði dagskrárgerðar. Hún segist stefna að því að fara út um eða eftir áramótin og yrði ekki lengur en eitt ár á skólabekk. Jafnhliða náminu hefði hún hug á að búa til þætti fyrir Stöð 2 í útlöndum. „Þetta er að vísu ennþá töluvert mikið langtímaplan, en er þó aðeins farið að geijast í mér. Ég hætti í 19:19 með miklum trega. Éger búin að vera með frá upphafi í þess- um þætti og þessi tími hefur verið mjög skemmtilegur. Hinsvegar hlakka ég til að taka við þessum nýju verkefnum, sem éru í deigl- unni hjá stöðinni,“ segir Valgerður. „Rekstrargrundvöllurinn í sjálfu sér hinn sami og áður, jafhgóður eða jafhslæmur,“ segir Ragnar Stefánsson, formaður stjórnar Úlvarpsstöðin Ról hefur tekið að nýju til starfa eftir hálfs árs hlé. í millitíðinni hefur stöðin flutt sig uni set, úr Mjölnisholti yfír i Vesturgötu 52 þar sem útvarpsstöðin hefúr yfir 70-80 fermetra leiguhús- næði að ráða. Ragnar Stefánsson, formaður stjórnar Rótar, segir að stöðin verði eftir sem áður rekin á svipuðum grunni. Sendingartíminn yrði þó heldur styttri en verið hefur. Útvarpað var allan sólarhring- inn áður, en nú gerir Ragnar ráð fyrir fastri þátta- gerð frá klukkan 17.00 á virkum dögum til miðnætt- is og um helgar. Að öllum líkindum yrði fyllt í eyð- urnar með tónlistarútvarpi. Yið teljum okkur geta rekið stöð- ina áfram þó forsendur hafi í sjálfu sér ekkert breyst frá því að við gerðum hlé á útvarpsrekstrinum í Ragnar byijun október sl. Rekstrargrundvöll- urinn er nákvæmlega sá sami nú og áður, jafngóður eða jafnslæmur. Erf- iður fjárhagur var óneitanlega ein ástæðan fyrir því að við hættum um sinn. Auk þess stóð flutningur og inn- rétting annars húsnæðis fyrir dyrum og í þriðja lagi má segja að ákveðin þreyta hafi verið komin í það fólk, sem staðið hafði í þessu frá byijun," segir Ragnar. Útvarpsstöðin Rót hóf starfsemi fyrst í ársbyijun 1988. Reksturinn er íjármagnaður með frjálsum áskriftar- gjöldutn auk seldra útsendingartíma til ýmissa félagasamtaka, sem nýta vilja sér öldur ljósvakans, og svo verð- ur áfram. Klukkutíminn kostar 2.000 krónur.„Við vonum að þær tekjur, sem við höfum úr að spila, nægi okk- ur og svo virðist sem endar muni ná saman ef allt starf verður áfram unn- ið í sjálfboðavinnu. Þó erum við að vonast til ~að geta ráðið mann í það fjármálavafstur, sem fylgir rekstri sem þessum. Ætli mánaðarveltan sé ekki um 300 þúsund krónur og stærsti einstaki útgjaldaliðurinn fer til Pósts og síma vegna sendingarinnar," segir Ragnar. Rætt hefur verið um ýmsa nýja möguleika til að víkka út starfsemi stöðvarinnar og hefur sú hugmynd m.a. skotið upp kollinum að Rótin verði nýtt að hluta til sem svæðisút- varp fyrir sveitarfélög við Faxaflóann. Stöð 2: Santa Barbara af skjánum Bandaríska sápuóperan Santa Barbara er að renna sitt skeið á enda á dagskrá Stöðvar 2. Alls hafa verið sýndir um 330 þættir, frá því sýningar hófust í janúar 1989. Þættimir hafa verið á dag- skrá á eftirmiðdögum hvern virk- an dag, en nú er ætlunin að hefja sýningar á breskum eða áströlsk- um þáttum í staðinn. Síðasti Santa Barbara-þátturinn verður á dag- skrá í byrjun júní. Santa Barbara er fyrsta sápuóp- eran sem sýnd er í sjónvarpi á íslandi á hefðbundnum sápuóper- utíma. Að sögn Lovísu Óladóttur aðstoðardagskrárstjóra Stöðvar 2 var í upphafi litið á sýningarnar sem tilraun. Þættirnir voru í ólæstri dag- skrá fyrst í stað, en eftir lokun varð töluverður kippur í sölu myndiykla, sem staðfésti vinsældir þáttanna. Stöð 2 hefur kynnt sér framhald þáttanna og telur það ekki full- nægja gæðakröfum. Því voru samn- ingar ekki endurnýjaðir. M O R K Gististaðir sem aðrir geta ekki boðið GISTISTADIRNIR SEM SKERA SIG ÚR VEGNA GÆÐA í ferð með ATLANTIK fæst: Staðsetning við veðursælustu strönd eyjarinnar. Oll þjónusta og dægradvöl í næsta nágrenni: golfvellir, góðar verslanir, vatnsrennibrautir, vatnaíþróttir, siglingar, næturklúbbar, veitingastaðir, diskótek, spilavíti. Orskots vegalengd inn til höfuðborgarinnar Palma. Fararstjórn sem er alltaf fyrsta flokks. Barnaskemmtidagskrá á daginn. Fjölskylduskemmtanir á kvöldin. PALMA ★ ROYAL JARDIN DEL 1AR OYAL PLAYA DE PALMA ROYAL CRISTINA Verddæmi miðað við 3 vikur: 22. 5., 29. 5., 12. 6. og 4. 9. 2 fullorðnir og 2 börn 2ja-l 1 ára: Verð frá kr. 44.900*. 2 í stódíó: Verð frá kr. 66.100. Royal Jardin del Mar Ibúð með 4 i íbúð 59.700 62.685 62.400 65.520 1 s. herb. 3 i ibúð 63.700 66.885 66.600 69.930 2 i ibúð 79.500 83.475 83.100 87.255 Royal Mctgatuf ibúð með 4í ibúð 64.300 67.515 67.100 70.455 1 s.herb. 3 í íbúð 68.300 71.715 71.400 74.970 2 í ibúð 80.400 84.420 84.000 88.200 Stúdió 2 i stúdió 66.100 69.405 68.600 72.030 Royat Playa de Palma ibúð með 6 í íbúð 66.900 70.245 71.200 74.760 2 s. herb. 5 í íbúð 71.300 74.865 74.800 78.540 ibúðmeð 4 i íbúð 66.900 70.245 71.200 74.760 1 s. herb. 3 í ibúð 71.300 74.865 74.800 78.540 21 íbúð 84.800 89.040 89.000 93.450 Stúdíó 2 í stúdíó 68.400 71.820 74.000 77.700 Royal Crlstina ibúð með 4 i ibúð 72.000 75.600 ‘ 75.700 79.485 1 s. herb. 3 i ibúð 76.500 80.325 80.400 84.420 2 i íbúð 94.500 99.225 99.300 104.265 Stúdíó 2 í stúdíó 85.000 89.250 89.000 93.450 * Fjölskyldubætur: I brottförum 22. mai, 12. júní, 3. júlí og 4. september fær yngsta barnið miðað við 2—11 ára i fjögurra til fimm manna fjölskyldu frift, þ.e. barnið greiðir tryggingu sem er kr. 6.000. Á þetta einungis við um 3ja vikna ferðir. (Reiknast þá sem 3ja manna fjölsk. + trygging). Bamaafsláttur 3 vikur: Börn 2-11 kr. 17.500. Börn 12-15 ára kr. 13.000. Börn 0-2ja óra greiðo kr. 6.000. Flugvallaskattar ekki innifaldlr í verði. Royaltur íbúðahótelin - aðeins það besta $ OTCOfVTIK HALLVEIGARSTÍG 1, SÍMI 28388 OG 28580

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.