Morgunblaðið - 08.04.1990, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 08.04.1990, Blaðsíða 9
u MORGUNBLAÐIÐ MAIMIMLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 8. APRÍL 1990 C 9 LÖGFRÆÐlÆzV/ afforsendum sjálfstœöis? r Islenskur lagaskóli ÁRIÐ 1736 var gefin út í Danmörku konungleg tilskipun sem lögfesti embættispróf í lögfi'æöi. Tilskipunin gmark- aði uppliaf formlegrar lögfræðimenntunar í Danmörku. Fram til þessa hafði háskólamenntun í lögfræði ekki ver- ið sett sem skilyrði fyrir því að mega gegna lögmanns- störfum eða dómaraembættum þar í landi. Tilskipunin markar að því leyti tímamót í lögfræðiiðkun Islendinga, að upp fi-á gildistöku hennar fóru þeir í auknum mæli að leita til Kaupmannahaihar til að lesa lögfræði. í Þessu húsi var Lagaskólinn til húsa 1908-1911 á neðri hæð. Húsið brann árið 1957. Frá upphafi og til ársins 1924 var laganám við háskólann í Kaupmannahöfn með tvennum hætti. Annars vegar var um að ræða hið svokallaða danska laga- próf og hins veg- ar fúllkomið lagapróf. Það var hið síðar- nefnda sem menn þurftu að ljúka til að vera emb- ættisgengir til allra hærri emb- Björgvinsson ætta. Fyrsti ís- lendingurinn til að ljúka því prófi var Þorsteinn Magnússon, síðar sýslumaður, en hann lauk því árið 1738. Síðasti íslendingurinn til að ljúka þessu prófi var Jón Emil Olafsson, hæstaréttarlögmaður, en það gerði hann árið 1923. Enda þótt fjölmargir íslendingar færu utan til Kaupmannahafnar til að lesa lög og mikill fjörkippur hlypi í lögfræðiiðkun íslendinga samhliða því, blandaðist fáum hug- ur um að lagakennslan þar átti ekki að öllu leyti við um íslenskar aðstæður. Kennslan var að sjálf- sögðu fyrst og fremst miðuð við danskan rétt. Þegar leið á 19. öld- ina fór sú skoðun að festa rætur hér á landi að rétt væri að stefna að því að færa lagakennsluna inn í landið. Ónóg þekking og þjálfun í íslenskum rétti olli mönnum erfið- leikum þegar þeir hófu störf á ís- landi. Þegar á fyrsta ráðgjafaþinginu sem haldið var árið 1845 bar Jón Sigurðsson fram tillögu þess efnis að konungi yrði send bænaskrá um að stofnaður yrði lagaskóli á íslandi. Tillagan hlaut ekki tilskil- inn stuðning í það sinn. Málinu var síðan haldið vakandi allan síðari hluta 19. aldar og var mjög samof- ið sjálfstæðisbaráttu íslendinga á sama tíma. Töldu margir að íslenskur lagaskóli væri nauðsyn- legur þáttur í sjálfstæði landsins. Málið mætti allt frá upphafi mik- illi andstöðu Dana og það var ekki fyrr en með I. nr. 3/1904 að sam- þykkt var stofnun innlends laga- skóla. Stuttu síðar var lögum þess- um breytt og tók skólinn til starfa árið 1908. Þetta var þó ekki fyrsti embættisskólinn hér á landi því áður höfðu tekið til starfa presta- skólinn (1847) og læknaskólinn (1876). Þessir þrír skólar mynduðu grunninn að þremur deildum Há- skólans síðar, þ.e. guðfræðideild, læknadeild og lagadeild. Lagaskólinn var til húsa í Þing- holtsstræti 28 í Reykjavík. Húsið brann árið 1957. Húsnæðið var frekar lítið, ein kennslustofa, kenn- arastofa og lítið herbergi að auki. Þá þóttu húsakynnin óvistleg, dimm og lágt til lofts. Tveir fastir kennarar voru ráðnir við skólann, þeir Lárus H. Bjarnason og Einar Arnórsson. Á fyrsta starfsári skólans voru sex nemendur innrit- aðir. Þeirra þekktastur í hópi lög- fræðinga síðar var Ólafur Lárus- son, sem var prófessor við laga- deild Háskólans í 38 ár, eða lengur en nokkur annar maður. í reglugerð fyrir Lagaskólann nr. 107/1908 er starfsemi hans nánar lýst. í 1. gr. segir að tilgang- ur skólans sé .....að fræða svo þá sem skólann sækja, að þeir geti gegnt embættum þeim og öðrum störfum, sem lagakunnátta útheimtist til, eftir lögum lands- ins“. Þetta var í samræmi við lög- in um lagaskóla sem gerðu ráð fyrir að þeir einir skyldu eiga að- gang að embættum sem leyst höfðu af hendi próf við skólann. Lagaskólinn útskrifaði aldrei neinn lögfræðing, enda varð hon- um ekki langra lífdaga auðið sem sjálfstæðri stofnun og var starf- semi hans hætt árið 1911 þegar Háskóli íslands var stofnaður. Tók þá lagadeild Háskólans við starf- semi Lagaskólans. Enda þótt Lagaskólinn starfaði ekki lengi verður gildi hans ekki dregið í efa. Með stofnun hans var lagakennsla færð inn í landið og miðaðist upp frá því fyrst og fremst við íslenskan rétt. Mikil- vægi hans felst þó ekki eingöngu í þessu, heldur ekki síður í barátt- unni fyrir stofnun hans, sem var bæði í senn áberandi og mikilvæg- ur þáttur í sjálfstæðisbaráttu þjóð- arinnar á síðari hluta 19. aldar. Síðast en ekki síst má öruggt telja að stofnun Lagaskólans hafi end- anlega sannfært marga um að tímabært væri að koma á fót há- skóla hér innanlands og þar með flýtt fyrir því. með að rúmlega 15 milljarðar verði greiddir í vexti til erlendra aðila umfram vaxtatekjur. Þetta þýðir að spáð er að viðskiptajöfnuður verði neikvæður um 5 milljarða króna, sem svarar til 1'/°/ af lands- framleiðslu þessa árs. Staðreyndin er sú að íslendingar hafa hingað til ekki haft bein til að standast uppsveiflu í efnahags- málum. Tilkall til þess tekjuauka, sem nú er boðaður, mun koma frá ýmsum þjóðfélagsöflum. Þingmað- urinn mun fara fram á endurmat á „forsendum fjárlaga" og benda á, að nú sé lag til að hrinda af stað gæluverkefninu sínu. Launþeginn mun benda á að kaupmáttur launa verðhækkun í íslenskum krónum. Þetta myndi einnig draga úr verð- hækkunum innanlands því innflutt- ar vörur myndu lækka í verði. Þær greinar iðnaðar, sem eiga í beinni samkeppni við innflutning, myndu hins vegar lenda í erfiðleikum. í öðru lagi er um að ræða, að aukinn hluti verðhækkunarinnar rynni til Verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðarins. En hlutverk þessa sjóðs er að draga úr áhrifum sveiflna í verði sjávar- vöru á þann hátt að sé markaðs- verð hærra en viðmiðunarverð sjóðsins þá er ákveðinn hluti mis- munarins greiddur í sjóðinn. Ef markaðsverð er lægra er greitt úr sjóðnum. Með breytingum á viðmið- MnrknOsvcrfllag sJiWnrafurOa 1980-1990 M.v. SDR - Vhllnln 1980=100 hafi lækkað um rúmlega 7 'A% á undanförnum tveimur árum og að útlit sé að óbreyttu fyrir að enn lækki kaupmáttur um 2 '/2%. At- vinnurekandinn mun vitna til bágr- ar rekstrarafkomu um nokkurra ára skeið 0g lofar að veija tekjuaukan- um til að greiða niður skuldir. Til staðfestingar getur hann vísað riil fyrrnefnds rits Þjóðhagsstofnunar um að halli á atvinnurekstri í landinu hafi verið 8-9 milljarðar á árinu 1988 og í besta falli á sléttu í fyrra. Og er þá ekki tekið tillit til ávöxtunar af eigin fé. Við þessar aðstæður á ríkis- stjórnin nokkra kosti til að koma í veg fyrir, að tekjuaukinn spenni upp þenslu í hagkerfinu. í fyrsta lagi getur hún hækkað gengi krónunn- ar. Þessi aðgerð myndi hafa í för með sér að 10% verðhækkun sjávar- afurða í eriendri mynt þýddi minni unarverði eða hlutfalli sem greitt er í sjóðinn má „frysta" hluta verð- hækkunarinnar. í þessum tveimur leiðum felst, að hækkun á verði sjávarafurða kemur ekki sjávarút- vegi til góða, a.m.k. ekki strax. Reynslan kennir að tekjuaukning sjávarútvegs hefur orðið aflgjafi almennrar efnahagsþenslu innan- lands, sem jafnan hefur leitt til hækkunar á framleiðslukostnaði uns tekjuaukinn er uppurinn. Þá er gripið til gengislækkunar. Árið 1970 lagði bankastjórn Seðlabanka íslands til gengishækkun til að draga úr spennu í hagkerfinu og enn árið 1973, en þá var gengið hækkað um 6% í lok apríl. Verðjöfn- unarsjóðsleiðin hefur verið marg- reynd og vart borið þann árangur sem að hefur verið stefnt. Til þess að hún verði haldbær þarf því að gera breytingar á starfsemi sjóðs- ins. VÍSINDI/TVý skýring á loftslagssveiflum? Landrek og loftslag í ALDANNA rás hefúr loftslag jarðarinnar tekið umfangsmiklum breytingum þannig að skipst hafa á hlý og köld tímabil. Á köldu tímabilunum voru stór svæði jarðarinnar þakin isbreiðu um mörg þúsund ára skeið en í kjölfarið fylgdu hlýrri tímar sem einnig stóðu í Iangan tíma. Vísindamönnum hefúr lengi leikið forvitni á því hvað stýrði þessu sveiflukennda hátterni loftslagsins og hafe. margir hall- ast að því að einungis utanaðkomandi áhrif geti orsakað jafii miklar breytingar á loftslagi jarðarinnar. Nýlega hafa vísindamenn í Len- ingrad leitt að því rök að land- fræðilegir þættir hafi langtum meiri áhrif á langtíma veðráttu en hingað til hefur verið talið. Þeir álíta að staðsetning meg- inlandanna á mis- munandi tímum jarðsögunnar skipti hér megin- máli og að því geti landrekskenningin að mestu skýrt loftslagssveiflu til forna. Vísindamennirnir voru að rann- saka tölvulíkön af veðráttu jarðar- innar þegar þeir komust að þessum óvæntu niðurstöðum. Þeir beittu líkaninu á veðurfarsbreytingar sem átt hafa sér stað á jörðinni undan- farið og notuðu m.a. sem breyti- stærð í líkaninu samsetningu and- rúmsloftsins og staðsetningu meg- inlandanna. Líkanið sýndi að jafn- vel þó jörðin verði ekki fyrir áhrifum utanaðkomandi þátta þá er loftslag ævinlega í óstöðugu ástandi og sveiflast ýmist til hlýrri eða kaldari veðráttu. Það sem kom vísindamönnunum mest á óvart var það að ástand- loftslagsins virtist háð þáttum sem áður höfðu ekki verið teknir til greina. Hér er helst um að ræða lárétta og lóðrétta hreyfingu þeirra ,jarðfleka“ sem yfirborð jarðarinn- ar samanstendur af, en hreyfing þeirra á jarðkvikunni er orsök þess landreks sem nú er vitað um. Tölv- ulíkanið leiddi einnig í ljós að hátt- erni loftslagsins var mjög háð stað- setningu og lögun meginlandsins á hverjum tíma. Talið er að í lok fornlífsaldar fyrir 280 til 290 milljón árum hafi yfirborð jarðarinnar samanstaðið af einu heljarstóru meginlands- svæði og lítilli eyju skammt frá. Hvort tveggja var umkringt frum- hafi jarðarinnar. Meginlandssvæðið sem nefnt hefur verið Pangaea skiptist í tvo hluta, Gondvana í suðri og Laurasia í norðri. Ef líkaninu voru gefnar þessar upplýsingar þá sagði það fyrir um tilvist ísbreiðu yfir stórum svæðum Gondvanalands. Loftslag á suður- hveli var svalt og reis sjaldan yfir 20° á celsíus. Á norðurhveli var veðrátta mildari og meðalhitastig u.þ.b. fimm gráðum hærra en það er núna. Líkanið gefur einnig upplýsingar um loftslag á öðrum tímum jarðsög- unnar, eins og til dæmis á miðlífs- öld sem lauk fyrir 65 milljón árum. Jafnvel þó hitastig þessarar aldar hafi verið breytilegt var það í heild- ina tekið mildara en hingað til hef- ur verið gert ráð fyrir, a.m.k. eru það niðurstöðumar sem vísinda- mennirnir komast að við notkun líkansins. Margt er enn óljóst um niðurstöð- ur þessara athugana og á þessu stigi málsins gera þær lítið meir en leiða rök að því að skýra megi lofts- lagssveiflur aldanna án þess að gera ráð fyrir utanaðkomandi áhrif- um. Eitt af því sem veldur vísinda- mönnunum frá Leningrad sérstök- um höfuðverk er að á miðlífsöld voru, eftir því sem best er vitað, engin ísaldarskeið, jafnvel þó tölvu- líkanið geri ráð fyrir því að stað- bundnar jökulmyndanir hafi getað orðið. Mikil vinna er því óunnin áður en hægt verður að taka niður- stöður vísindamannanna frá Len- ingrad alvarlega. eftir di. Sverri Olafsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.