Morgunblaðið - 08.04.1990, Side 31

Morgunblaðið - 08.04.1990, Side 31
MORGUNBLAÐIÖ SAMSAFNIÐ -sunnudagur 8. APRÍL 1990 C 31 að því leyti að hún sýnir einn skipverja í lausu lofti. Myndin birtist meðal annars í breskum dagblöðum þar sem greint var frá þessum atburðum. Breski togarinn D.B. Finn strandaður rétt innan við brimgarðinn. Örin bendir á einn skipverja í björgunarstól, þegar verið er að draga hann til lands og björgunarsveitarmenn tilbúnir að taka á móti honum í fjörunni. SIMTALID... ER FIÐ ÓLAF Þ. HARÐARSON, LEKTOR í STJÓRNMÁLAFRÆ DI SkoÖanakannanir gefa 694300 Háskólinn, góðan dag. — Já, er Ólafur Þ. Harðarsson, lektor í Félagsvísindadeild, við? Halló. — Ólafur? Sá er maðurinn. — Andrés Magnússon, blaðamaður á Morgunblaðinu, hérna megin. Mig langar til þess að spyijast ei- lítið fyrir um skoðanakannanir. Nú fara kosningar senn í hönd og vafa- laust eiga skoðanankannanir eftir að flæða yfir fólk. - Þær skoðanakannanir, sem við gerum, byggjast yfirleitt á 1.500 manna úrtaki, sem valið er af handahófi úr þeim hópi manna í þjóðskrá, sem eru á aldrinum 18-80 ára. Af þessu úrtaki svara oftast um 70-80% eða um 1.000-1.200 manns. Við athugum alltaf hvort aldur, kynferði og búseta úrtaksins komi ekki vel heim við þjóðina og fram til þessa hefur svo verið. — 70-80% prósent. Þið kvartið þá ekki undan heimtunum? Nei, alls ekki. Og reyndar hefur það komið mér á óvart hvað íslend- ingar eru ófeimnir við að tjá sig um allt milli himins og jarðar, hvort sem það er um pólitík, tekjur sínar, málfar eða hvað annað. — En er eitthvað að marka þetta? Skoðanakannanir gefa vísbend- ingu um strauma og stefnur hverju sinni, en vika getur verið langur tími, sem margt getur gerst á, eins og dæmi um skoðana- kannanir fyrir kosningar hafa glögglega sýna. — En hvað með það, sem nefna mætti „föst frávik“ — sumir flokkar fá iðulega meiri stuðning í skoðana- könnunum en þeg- ar talið er upp úr kössunum og aðrir öfugt? Það er efni, sem við stjórnmála- fræðingar keppumst nú við að skýra, þó misjafnlega gangi. Við höfum til dæmis rekið okkur á það að Sjálfstæðisflokkurinn fær alltaf mun meira fylgi í skoðahakönnun- um en kosningum, enda vitum við að óráðið fylgi fer síður ti! hans en annarra flokka. Til þess að „leið- rétta“ þetta spyijum við nú hvort óráðnir kynnu að kjósa Sjáifstæðis- flokkinn, því oft er það svo að ór- áðnir vita að þeir ætla ekki kjósa hann, en eiga eftir að ákveða hvern hinna flokkanna þeir kjósa. — Óráðna fylgið skiptir orðið sköp- um? Það getur gert það. Það hefur aukist mjög á undanförnum árum og um þriðjungur kjósenda ákveður sig þegar innan við vika er til kosn- inga. 10-20% segjast ekki ákveða sig fyrr en á kjörstað, þannig að það er farið að slá í vikugamla könnun. — Þið viljið ekki gera skoðana- kannanir fyrir utan kjörstað? Ég er altjent á móti því. Aðal- lega af því að það kynni að stefna í voða þessari rammíslensku skemmtan, að menn orni sér í taugatitringi fyrir framan sjón- varpstækið um kosninganóttina. Síðan er nú bara hitt, að talning gengur yfirleitt mjög hratt fyrir sig hérna. Fyrstu tölur koma mjög fljót- lega eftir að kjör- stöðum er lokað og þá er hægt að gera tölvuspár, sem gera að minnsta kosti sama gagn og skoðanakannanir á kjörstöðum. — Einmitt það. Heyrðu ég þakka þér kærlega fyrir spjallið. Blessaður. Ólafur Þ. Harðarson. PÉTRIBIRNI Jónssyni skaut upp á stjörnuhimininn haustið 1981 þegar kvikmynd Þorsteins Jónssonar, Punktur, punktur, komma strik, var frumsýnd. Myndin var byggð á samnefhdri skáldsögu Péturs Gunnarssonar. Pétur Björn lék aðalhlutverkið, drenginn Andra, í þeim hluta myndarinnar þar sem sagt var frá barnæsku hans. Andra á unglingsárunum lék llallur Helgason. Nú, tæplega tíu árum eftir að myndin var gerð, er Pétur Björn nemi við Mennta- skólann í Reykjavík. Hann stefiiir að því að fara út til Banda- ríkjanna í nám að því tilskildu að honum takist að verða sér úti um námsstyrk til þess. að var alger tilviljun sem réði því að Pétur Björn Jónsson var valinn í hlutverk Andra. Það gerðist sumarið 1980 en Pétur, þá átta ára gamall, var nýkominn til íslands eftir nokkurra ára búsetu í Svíþjóð. Á sautjánda júní fór hann eins og gengur og gerist niður í miðbæ Reykjavíkur til að fylgjast með hátíðahöldunum. Allt í einu vinda sér tveir menn upp' að hon- um, skoða hann í bak og fyrir, taka af honum myndir og spyija hvort að hann hafi áhuga á kvik- myndaleik. Annar mannanna var Þórhallur Sigurðsson, aðstoðarleik- stjóri myndarinnar, sem um nokk- urt skeið hafði leitað að dreng, dökkhærðum með brún augu, það er líkum Halli Ilelgasyni, sem leik- ið gæti Andra í barnæsku. Næstu mánuðir fóru í kvik- HVAR ERU ÞAV NÚ? PÉTUR BJÖRN JÓNSSON ANDRITÍUÁRA ÍPUNKTI, PUNKTI, KOMMA, STRIK MRogfót- bolti myndatökur og segir Pétur Björn það hafa verið mjög skemmtilegan tíma. Honum hafi aldrei leiðst, enda fólkið sem stóð í þessu verið eins og ein stór fjölskylda. Það var helst eftir að myndin var frumsýnd að breytingarnar hafi hafist. Mikið var um blaðaviðtöl og annað þess háttar og skólinn gekk nokkuð slit- rótt fyrir vikið. Blaðamenn hafi jafnvel nokkrum sinnum komið í skólann til að tala við hann. Hann sagði öfundina hafa blundað undir niðri hjá skólafélögunum, sérstak- lega vegna þess að hann hafi oft fengið leyfi til að koma ekki í skólann, en einnig hafi honum ver- ið strítt vegna nokkurra atriða í myndinni. Sérstaklega hafi stríðnin beinst að atriði sem gerist þegar Andri var í sveit og kyssir stúlku sitjandi á heyvagni. Pétur Björn segist hafa fundið upp alls kyns afsakanir til að sveija þennan verknað af sér, enda slíkt mikið viðkvæmnismál hjá 8-10 ára strák- um. Hann hafi búið til margar útg- áfur af því hvernig þetta hafí verið sett á svið, til dæmis átti risastór heytugga að hafa verið á milli þeirra. Pétur Björn segist ekki hafa komið nálægt leik síðan ef frá er skilið þegar hann var skiptinemi í Slidell í Lousiana-fylki í Banda- ríkjunum fyrir ári. Þar hafi hann tekið þátt í leikriti sem sett var upp í skólanum. Það hafi verið allt annað að leika á leiksviði. Leikritið hét Abner litli og var með söng- og dansívafi. Pétur lék tvö lítil hlut- verk og tók einnig þátt í söng- og dansatriðum. „Þetta var mjög skemmtilegur tími eins og reyndar öll dvölin í Bandaríkjunum. Ég kunni mjög vel við mig þarna og stefni að því að fara þangað aftur í ágúst á þessu ári til að líta á háskóla. Mér voru boðnir nokkrir styrkir meðan ég var þarna en enginn þeirra var nógu hár. Ég ætla að reyna að verða mér úti um góðan styrk sem gerir mér kleift Kvikmyndin Punktur, punktur, komma strik sagði frá æskuárum drengsins Andra. Hér sést Pétur Björn, sitj- andi í miðj- unni, í hlut- verki Andra. að komast út.“ Pétur Björn stundar nú nám á öðru ári við Menntaskól- ann í Reykjavík og segist stefna á nám í viðskipta- og markaðshag- fræði ef hann fari út til Banda- ríkjanna. Það fari þó allt eftir því hvernig honum gangi að fá styrk. Ef ekkert verði af Bandaríkjaferð segir hann lögfræðina hér heima líklega verða fyrir valinu. Námsstyrkinn vonast Pétur Björn til að fá út á fótboltann, en hann lék með skólaliði sínu úti í Pétur Björn Jónsson stundar nú nám við Menntaskólann í Reykjavík. Bandaríkjunum. Hann á ekki langt að sækja fótboltakunnáttuna, er sonur Jóns Péturssonar, fyrrum landsliðsmanns og Framara. Jón lék um tíma með Jönköping Södra í Svíþjóð sem þá var ofarlega í annarri deild. Það var ástæðan fyr- ir því að íj'ölskyldan flutti út til Svíþjóðar og á þeim árum, nánar tiltekið árið 1978, hóf Pétur Björn að leika fótbolta. Hann leikur nú með Fram eins og faðir hans. „Það er engin meiri háttar alvara á bak við fótboltann hjá mér. Ég stefni ekki á atvinnumennsku eða neitt svoleiðis. Þetta er einfaldlega mjög góður félagsskapur þarna hjá Fram og eru flestir mínir félagar í kring- um fótboltannn.“ Hann leikur nú á elsta ári í öðrum flokki og næst tekur meistaraflokkur við. Hann segist spila framliggjandi stöðu á vellinum á miðju eða kanti. Aðspurður segist Pétur Björn ekki hafa neitt samband lengur við hópinn er vann að Punkti, punkti, komma strik, þó að hann rekist á einstaka aðila nokkrum sinnum. Vissulega sakni hann stundum þessa tíma, það hafi verið svo mik- ið að gerast. „Það eru ótrúlega margir sem vita að ég lék í mynd- inni. Þetta hefur líka haft mjög góð áhrif á mig, til dæmis varðandi ræðumennsku og annað þess hátt- ar. Ég er alveg laus við sviðs- skrekk." Hann segir það koma fyrir að hann horfi á myndina, líklega ger- ist það einu sinni til tvisvar á ári. Þetta hafi líka verið sígilt efni í barnaafmælum í gamla daga. Síðast sá Pétur Björn myndina fyr- ir um tveimur árum, rétt áður en hann fór til Bandaríkjanna. •c

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.