Morgunblaðið - 08.04.1990, Page 32

Morgunblaðið - 08.04.1990, Page 32
32 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. APRÍL 1990 GÓÐAR FERMINGAR GJAFIR ULLARPEYSUR Verð frá kr. 3.900,- GESTABÆKUR Verð frá kr. 2.495,- VÆRÐARVOÐiR Verð frá kr. 3.550,- RAMNAGERÐ1N HAFNARSTRÆT119 OG KRINGLUNNI WWm ; Óvirkur dempari getur aukið stöðvunarvega- lengd um 2,6 m. VELDU ^MONROEF naust BORGARTUNI 26. SÍMI 62 22 62 | ► ► ► ► HVERS VEGNA SKARAR SENSODYNE TANNBURSTINN FRAM ÚR? ISENSODYNE tannburstanum eru vel slípuð hárfín ávöl hreinsihár — sérstaklega gerð til að skaða ekki viðkvæmt tannholdið. Tannburstar með óslípuðum, grófum hárum geta sært tannholdið og auðveldað þannig sýklum að komast að, en þeir geta valdið tannskemmdum. SENSODYNE tannburstar fást í mörgum litum og gerð- um og nú eru komnir tannburstar með myndum af Gretti. SENSODYNE tannburstar fást í öllum apótekum og helstu stórmörkuðum. KKVTI K\I t\ HÖRGATÚNI 2, 210 GARDABÆ, SÍMI: 40719 „TANNLÆKNIR- INN 5AGÐI MÉR AÐ BUR5TA TENNURNAR EFTIR MALTfclR OS FYRIR 5VEFN... É6 ER BÓK- .5TAFLE6A ALLTAF AD BUR5TATENN- URNARl O' BAKÞANKAR Aðyngja upp Stundum er sagt að samfélög séu lagskipt 'og líkja megi samfélaginu við tertu, nokkrar hæðir af botnum hver ofan á ann- arri og þeir límdir saman með mismunandi sultum, kremum og öðru gúmolaði. Mér datt í hug þessi samlíking þegar ég hugðist yngja upp og skipta um farar- tæki á dögunum, losa mig við gamla frúar- bílinn og koma mér upp fjallabíl. Það er skemmtilegt og ekki sist fróðlegt að detta skyndilega inn í eitt lag tertunnar þar sem maður þekkir sig engan veginn. Hvað segir ekki í auglýsingunni: ,,-Heill heimur út af fyrir sig" og á það vel við um hina ýmsu heima sam- félagsins sem lifa sjálfstæðu lífi'. Einn þessara heima er heimur bílasalanna. Þar er ríkjandi mjög sérstætt samfélag og má segja að karlar einoki þennan heim, þar ríkja ákveðin lögmál, hefðir og tungutak. Eg kom sem gestur inn í þetta samfélag í tvær vikur og reyndi að gera mig heimakomna. Ég varð fastagestur á bílasölunum í Skeif- unni þar sem eigendaskipti þörf- ustu þjóna nútímans fara fram. Ég komst íljótt að raun um að hinn margumtalaði reynsluheim- ur kvenna sem ég hef verið að raupa um kom mér nú að engum notum. Ég segi kannski ekki að mér hafi fundist ég vera þessi margfræga „fávísa kona“ en það vottaði fyrir einhverjum skyld- leika. Ekki ætlaði ég mér að geta tekið sjálfstæðar ákvarðanir við bílaskiptin og mér til halds og trausts fékk ég bilaskoðunar- menn í Súðarvoginum. Þegar á hólminn var komið voru fyrstu viðbrögðin sektar- kennd yfir að ætla að selja gamla góða frúarbílinn. Þetta elskulega farartæki sem hafði ferjað fjöl- skylduna farsællega þessi ár. Mér þótti æ vænna um „the grand old lady“ því fleiri bíla sem ég skoð- aði. Annað sem var mjög athyglis- vert var hve fljótt verðskynið hvarf og verðmiðarnir á fram- rúðunni vöndust vel. Fyrri vikun- ar fannst mér allir bílar óheyri- lega dýrir en seinni vikuna var ég farin að reynsluaka þeim sömu sem ég hafði hrist höfuðið yfir áður. Eitt var að máta bílana við sjálfsímyndina. Hvernig fór mér t.d. að aka um á nýsprautuðum umhverfisvinveittum Pæju-ráð- herra-jeppa? Ég ók með glott á vör inn í Súðarvog. Sem betur fer þurfti ég ekki að hugsa þá hugsun til enda, því þar fékk hann dóminn: „Það má taka brettin í nefið." Annar var svo stællegur að ég hefði þurft að breyta um lífsstíl, fara í lit- greiningu og líkamsrækt og borða blómafræfla. Einn var svo marg- orður um ágæti síns fjallabíls að ég hafði ekki brjóst í mér til að bjóða í hann. Það verður mjög kaldrifjuð manneskja sem kaupir hann. Bílasalarnir fór að verða þreyttir á þessari kvensu. Ekki vildi ég heldur jeppa sem ég gat grætt 50 þúsund á við að selja strax daginn eftir. Ég var að leita að bíl sem ég ætlaði að eiga og gæti þótt vænt um. Það var hálfeinkennileg tilfinn- ing að sjá á eftir frúarbílnum þétt- setnum af ókunnum körlum sem voru að fara í reynsluakstur en erfiðara var að sitja undir athuga- semdunum sem á eftir fylgdu. Mér gekk einna verst að útskýra hina torkennilegu lykt í bílnum, en það eru lyktarleifar af marineraðri síld sem bóndinn var að selflytja fyrir jólin. Það eru nefnilega ekki allir sammála um að „síld sé sæl- gæti“. Eitt lögmálanna í bílasölu- heiminum er að það skiptir ekki máli hvaða bíl þú ert að setja uppí heldur „silfrið á milli“. Mað- urinn sem ég skipti loks við ók aldrei frúarbílnum, hann varð áfram á bílasölunni. Ég verð að játa að ég varð nú dálítið sár. Mér datt í hug orð sem maður sagði við mig þegar ég var nýbúin að kaupa þann gamla: „Varaðu þig á að láta þér ekki þykja of vænt um þennan bíl." Já, kannski þurfum við konur að ryðverja okkur gegn þessari tilfinningasemi með því að yngja oftar upp!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.