Morgunblaðið - 08.04.1990, Qupperneq 10
10 c
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. APRlL 1990
ADAM,EVA
OGBIRGIT
„Hlakka til að koma aftur tilíslands, “ segirBirgit
Cullbergeinn þekktasti danshöfundur heims í samtali
við Morgunblaðiðy en hún ervcentanleghingað til lands
vegna syningar á verki hennarAdam ogEva
eftir Steingrím Sigurgeirsson
HÚN BYRJA.ÐI að dansa vegna
þess að hún var með of lágan
blóðþrýsting og þurfti að hreyfa
sig meira. Árið 1950 sló hún í
gegn með ballettinum „Fröken
Júlía“. Birgit CuIIberg er 81 árs
í dag og vinnur enn af fullum
krafti við að setja upp verk sín.
Á þessu ári starfar hún í átta
löndum um allan heim. Birgit
kemur til Islands 14. apríl í
tengslum við sýningu Islenska
dansflokksins og Borgarleik-
hússins „Vorvindar" sem frum-
sýnd verður 19. apríl. Á sýning-
unni verða fjögur verk eftir
þrjá sænska danshöfúnda. Eitt
verkanna, „ Adam og Eva“ er
efltir Birgit Cullberg. Hún mun
dvelja hér á landi í um eina
viku og fylgjast með síðustu
æfíngunum. Einnig verður hún
viðstödd frumsýninguna. Birg-
it, sem er nú 81 árs gömul, seg-
ir í samtali við Morgunblaðið
að hún hlakki mjög til að koma
til íslands. Hún hafi komið hing-
að árið 1960 er tvö af þekkt-
ustu verkum hennar, „Fröken
Júlía“ og „Mánahreinninn",
voru sett hér upp. Sú heimsókn
sé henni enn mjög minnisstæð
og horfí hún með eftirvæntingu
til samstarfsins við Islenska
dansflokkinn.
Birgit Cullberg fæddist,
árið 1908 í borginni
Nyköping í Svíþjóð. Að'
loknu stúdentsprófi hóf
hún nám í bókmennta-
sögu við Stokkhólms.
háskóla áður en hún sneri sér alfar-
ið að danslistinni.
„Of lágur blóðþrýstingur," segir1
Birgit þegar hún er spurð af því
af hveiju hún hafi byijað að dansa.
„Ég varð að hreyfa mig meira og:
dansinn varð fyrir valinu." Birgit,
h^fði dreymt um að verða dansari;
allt frá því að hún sá danssýningui
sem barn. Hún segir það hins veg--
ar ekki hafa gengið alveg átaka--
laust fyrir sig að byija að dansa..
Önnur viðhorf voru uppi á þessum
tíma en nú á dögum og það þótti
helst til ósiðlegt að ungar stúlkur'
væru að dansa með þessum hætti.
Var móðir Birgit því ekki allt of'
hrifin af uppátækinu en það hafð-
ist samt í gegn.
næstu fjögur árin til skiptis með
American Ballet Theater og Kon-
unglega danska ballettinum. Á
þessum árum varð eitt þekktasta
verk hennar, „Mánahreinninn“, til
en það byggir á þjóðsögu frá Lapp-
landi.
Hún hefur síðan starfað um all-
an heim og hlotið fjölda viðurkenn-
inga. Ballettar hennar eru nú orðn-
ir rúmlega hundrað og sá þekkt-
asti, „Fröken Júlía“, er einn mest
sýndi ballettinn í heiminum í dag.
Hefur hann verið sýndur rúmlega
1300 sinnum.
Árið 1969 stofnaði Birgit í
Stokkhólmi sinn eigin dansflokk,
Cullberg-ballettinn, sem nú er orð-
inn heimsfrægur. Sonur hennar
Mats Ek tók fyrir nokkrum árum
við stjórn flokksins en hann hefur
auk þess að dansa getið sér gott
orð sem danshöfundur. Annar son-
ur hennar, Niklas Ek, er einnig
dansari og hefur þar að auki feng-
ist við leik. Lék hann m.a. böðulinn
í mynd Hrafns Gunnlaugssonar
„Böðullinn og skækjan". Dóttir
hennar starfar einnig við leik.
Birgit segist þar að auki eiga átta
barnabörn og leggi tvö þeirra stund
á dans.
Birgit Cullberg hefur verið með-
al frumkvöðla í því að setja upp
þalletta fyrir sjónvarp og viður-
kennd á því sviði. Þegar árið 1961
hlaut hún Prix d’Italia verðlaunin
fyrir sjónvarpsballettinn „Grimma
þrottningin" sem byggir á sögunni
um Mjallhvíti. Hún segist ekki taka
jupp balletta beint af sviði eins oft
ér gert heldur sé sýningin aðlöguð
sjónvarpsmyndavélinni. Það sé
ekki nóg að láta myndavélina
fylgja dönsurunum eftir heldur
verða hreyfingar þeirra á sviðinu
að taka mið af myndavélinni. Hún
segir það að hluta til vera löngun-
ina til að skilja eitthvað eftir sig
þegar hún er öll sem sé henni
hvatning til að gera sjónvarpsupp-
tökur. Þetta sé líka mjög góð leið
til að ná til venjulegs fólks sem
alla jafna sækir ekki ballettsýning-
ar. „Er til sjónvarpsupptökusalur
í Reykjavík?“ spyr Birgit þegar
blaðamaður ræðir við hana um
þetta atriði. Eftir að hafa fengið
það svar að sú væri raunin og
þeir fleiri en einn segist hún gjarn-
an vilja gera sjónvarpsupptöku á
ballett á íslandi. Hún myndi hafa
mdguuauuitu ug
las Ek sonur Birgit
Cullberg, dansa í
uppfærslu á
verki hennar
Fröken
Júlíu.
Birgit hóf dansnám við Darting-
ton Hall-skólann í Englandi árið
1935 hjá einum framsæknasta
danshöfundi veraldar á þeim tíma,
Kurt Joos, og síðar hjá Lilian Kar-
ina. Eftir að hafa verið þar í fjög-
ur ár flutti hún sig vestur yfir haf
til New York og lærði hjá Martha
Graham.
Árið 1950 frumsýndi Cullberg
ballettinn „Fröken .Júlíu“,_ sem
byggir á samnefndu verki Ágústs
Strindbergs. Verkið vakti mikla
hrifningu og var Cullberg ráðin til
Konunglega sænska ballettsins í
kjölfarið sem danshöfundur. Sam-
hliða því starfaði hún mikið með
öðrum dansflokkum í Svíþjóð, Dan-
mörku, Finnlandj, Þýskalandi og
Bandaríkjunum. Árið 1957 lét hún
af störfum fyrir Konunglega
sænska ballettinn og starfaði
Birgit Cullberg.
Þó hún sé komin á
níræðisaldur er
engan bilbug á
henni að finna. Á
hverju ári vinnur
hún að uppsetn-
ingu verka sinna
um allan heim.