Morgunblaðið - 08.04.1990, Side 20
20 C
MORGUNBLAÐIÐ MYIMDASOGUR SUNNUDAGUR 8. APRÍL 1990
STJÖRNUSPÁ
eftir Frances Drake
Hrútur
(21. mars - 19. april) **
Þú hefur í mörgu að snúast í
dag, en mundu að ætla nákomn-
um aðila þann líma sem hann
þarf á að halda. Verkefni sem
þú vinnur að heima fyrir reynist
ákaflega tímafrekt. Forðastu
allt bruðl.
Naut
(20. april - 20. maí) It^
Kæruleysi veldur því að þú kem-
ur litlu í verk núna. Taktu ekki
mark á orðrómi sem þér berst
til eyma. Slakaðu vel á í kvöld.
Tvtburar
(21. maí - 20. júní) í»
Þér hættir til að eyða of miklu
í skemmtanir. Varaðu þig á að
dreifa kröftunum um of. Það
stoðar ekki að fara í vamarstöðu
núna. Finndu aðra leið.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí) HS6
Það fyllist allt af gestum hjá þér
og þú ýtir dægurverkunum út í
hom i bili. Fjölskyldumeðlimir
bera sig upp við þig með ýmis
vandamál sem þeir eiga við að
glima. •
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Einhveijum sem þú umgengst
hættir til að ýkja. Trúðu hóflega
því sem sagt er við þig. I dag
er ekki sem heppilegast að reyna
að koma skoðunum sínum á
framfæri.
Meyja
(23. ágúst - 22. september)
Það er engin ástæða til að vera
alltaf að keppa við náungann.
Láttu hófsemd og skynsemi ráða
ferðinni og gættu aðhaldssemi i
meðferð fjármuna.
(23. sept. - 22. október)
Einhveijir taka stórt upp í sig
um þessar mundir. Skoðaðu
málin af raunsæi. Þér hættir til
að vera tvístígandi í ástarsam-
bandi þinu um þessar mundir.
Sporddreki
(23. okt. - 21. nóvember) Gjffé
Þú færð ekki það næði í dag sem
þú óskaðir þér. Annaðhvort hef-
urðu of mikið að gera eða þú
verður fyrir ýmiss konar töfum.
Haltu stillingu þinni.
Bogmaöur
(22. nóv. - 21. desember)
Þú ert í alls kyns félagsstússi í
• dag og það hálfa væri ef til vill
nóg. Ætlaðu þér ekki um of með
því að ana stanslaust áfram.
Ofþreytan er óþægilegur og
stundum varasamur fylginautur.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þér hættir til að rembast eins
og ijúpa við staur í stað þess
að njóta þess sem lífið hefur upp
á að bjóða.
Vatnsberi
(20. janúar - 18. febrúar) ðh
Þú lendir i einhveijum smávær-
ingum við tengdafólk þitt í dag.
Ferðamenn ættu að taka daginn
snemma. Sparaðu ráðlegging-
amar þar til þú finnur að fólk
er móttækilegt fyrir þær.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars) Sk
Haltu vel utan um budduna þína.
Skildu krítarkortið eftir heima
þvi að annars hættir þér til að
hleypa þér í ótímabærar skuldir.
Láttu hófsemdina og skynsem-
ina ráða ferðinni.
AFMÆLISBARNIÐ er metnað-
argjamt og á auðvelt með að
koma sér á framfæri. Það hefur
góða tjáningarhæfileika sem
gera það gjaldgengt í blaða-
mennsku og skýrslugerð. Oft
laðast það að leikhúsinu. Það
er sér þess vel meðvitandi hvem-
ig það getur gert sér mat úr
hæfileikum sínum. Það er stór-
huga, en á til að vera óþolin-
mótt þegar smámunir hvers-
dagslífsins eru annars vegar.
Stjörnuspána á að lesa sem
dœgradvöl. Spár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum grunni
vt'sindalegra staóreynda.
DÝRAGLENS
GRETTIR
tr pQ ETUR VRR pi^KE/MUR
PESSI KlÁUNGf jMANGI öQ S/HyR
F(TU 'A VAR.IRNAR ’A t>ÚR
TOMMI OG JENNI
LJOSKA
Nei, ég var að bíða eftir því að þú
færir.
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Eftir opnun vesturs á 14-16
punkta grandi getur sagnhafi
spilað sem á opnu borði:
Vestur gefur: NS á hættu.
Vestur
♦ ÁD9
VDG9
♦ 10983
♦ ÁG10
Norður
♦ 62
♦ ÁK65
♦ ÁKDG
♦ 943
Austur
♦ G10753
f 4
♦ 652
♦ 8652
Suður
♦ K84
¥ 108732
♦ 74
♦ KD7
Vestur Norður Austur Suður
1 grand Dobl 2 spaðar 2 grönd
Pass 2 tíglar Pass 3 hjörtu
Pass 4 hjörtu Pass Pass
Pass
Útspil: tígultía.
Eftir sagnir er ekki ólíklegt
að vestur eigi slag á tromp. Sé
svo, þarf að tímasetja spila-
mennskuna nákvæmlega. Hug-
myndin er að senda vestur inn
á tromp á réttu andartaki og
þvinga hann tii að gefa slag.
Fyrst er nauðsynlegt að spila
laufi á kóng. Vestur verður að
drepa og spilar líklega tígli til
baka. Suður tekur þá laufdrottn-
inguna, fer inn á blindan á
hjartaás, hendir laufi niður í
tígul og trompar lauf. Spilar svo
trompi á kóng og síðasta tíglin-
um. Verkið ersíðan fullkomnað
með því að kasta vestri inn á
hjarta. Hann verður þá að spila
spaða frá ásnum.
Umsjón Margeir
Pétursson
Á Búnaðarbankamótinu um
daginn kom þetta endatafl upp í
skák hins 16 ára gamla Banda-
ríkjamanns Gata Kamskíj (2.510)
og sovézka stórmeistarans Rafael
Vagaiyan (2.605), sem hafði
svart og átti leik.
58. - Bc3!, 59. Kd3 (Eftir 59.
bxa3 - a3 getur hvítur ekki stöðv-
að svarta peðið) 59. - Bxb2, 60.
Bxb 4 - a3, 61. Kc2 - Kxd4
(Svartur er nú peði yfir og vinnur
auðveldlega) 62. Bd2 — Kc4, 63.
Bxf4 - Bd4, 64. Bcl - a2, 65.
Bb2 - h4, 66. f4 - Bxb2, 67.
Kxb2 - Kd3, 68. Kxa2 - Ke3
og hvítur gafst upp.