Morgunblaðið - 10.04.1990, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.04.1990, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRIL 1990 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1990 29 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Eitur og dauði Eiturlyf eru eitt helsta vanda- mál sem mörg ríki eiga við að glíma. íslendingar hafa að mestu verið lausir við þann vanda sem eiturlyf hafa í för með sér, með tilheyrandi ofbeldi og glæp- um. Að undanförnu hefur þó mátt merkja breytingar á þessu sviði og valda áhyggjum. Hákon Siguijónsson, rann- sóknarlögreglumaður í fíkniefna- deild lögreglunnar, sagði í viðtali um eiturvandann sem birtist í Morgunblaðinu síðastliðinn sunnudag, að breyting hefði orðið á fíkniefnavandanum hér á landi: „Nú er meira framboð af ýmsum efnum en áður og harðari efni fara vaxandi. Þar á ég við hvítu efnin, kókaín og amfetamín. Ekki hefur verið minna um kannabis- efni og hörðu efnin eru því hrein viðbót.“ Hákon bendir á að her- óín sé ekki til hér á landi og að sömu sögu sé að segja um krakk, en það er eitt hættulegasta eitrið á strætum stórborga í Banda- ríkjunum: „Hins vegar er engin ástæða til að ætla að krakkið berist ekki hingað, því þau efni, sem eru á markaði í útlöndum, berast hingað í auknum mæli.“ í viðtalinu segist Hákon vonast til að fíkniefnalögreglan þurfi ekki að ganga um vopnuð: „Raunin hefur þó verið sú, að ýmsir siðir í þessum efnum ber- ast til Islands 10-15 árum síðar en til nágrannalandanna og vopnaburður fólks þarf ekki að. koma á óvart, því sá tími er kom- inn.“ Þessi orð rannsóknarlög- reglumannsins sem gerþekkir íslenskan eiturmarkað eru ugg- vænleg og hljóta að vekja stjórn- málamenn en þó ekki síður for- eldra til umhugsunar. Sameigin- legt átak skóla, foreldra, fjöl- miðla og lögreglu er vænlegasta leiðin í baráttu við ógnvald sem ógnar fyrst og fremst ungu fólki. í opinberum skrám er aðeins eitt dauðsf-all rakið til ofneyslu fíkniefna. Hákon Siguijónsson bendir hins vegar á í áðumefndu viðtali að þetta gefí villandi mynd af ástandinu. „Af þeim, sem hafa komið við sögu hjá okkur, fellur alltaf ákveðinn fjöldi frá á ári hveiju. Þegar dánarorsakir eru kannaðar kemur ýmislegt í ljós, svo sem hjartaáfall, heilablóðfall, köfnun, sjálfsvíg, fólk verður úti, ferst í umferðarslysum, bíður bana í átökum og svo má lengi telja. Margt af þessu má rekja til neyslu fíkniefna. A tíu ára tímabili hafa 57 þeirra, sem voru á skrá hjá okkur, látist." Af þessu sést hve hættuleg eiturlyf eru og þá ekki síst fyrir ungt fólk, en meðalaldur þessara 57 einstaklinga sem Hákon getur um var aðeins 29 ár. Hitt er að fíkniefni eru ekki eina eitrið sem stefnir heilsu og lífi manna í hættu. Morgunblaðið greindi frá því í síðustu viku að Alþjóðaheil- brigðismálastofnunin, WHO, telji að 500 milljónir manna muni deyja af völdum reykinga á næstu 25 árum, þar af 200 milljónir manna undir tvítugu. Sérfræð- ingar stofnunarinnar telja að um næstu aldamót muni reykingar verða fleirum að bana en nokkur annar skaðvaldur. Þessar ógn- vænlegu upplýsingar Ieiða hug- ann að því hvaða siðferðilegan rétt ríkisvaldið hafi til að selja tóbak og gera það að gróðalind fyrir hálftóman ríkiskassa. Á sama tíma og við reynum að beij- ast \að fíkniefni leggur ríkisvaldið blessun sína yfir mesta ógnvald- inn, — tóbakið. Hvaða rök geta legið til grundvallar því að banna eiturlyf á sama tíma og ríkisvald- ið hefur beinan fjárhagslegan hag af því að selja tóbak? Sú tíð getur komið að skaðsemi tóbaks kosti þjóðina meira í beinhörðum peningum vegna sjúkdóma og heilsugæslu en nettóhagnaður af sölunni er. Heilbrigðiskerfið þolir ekki meira álag en nú er. Að minnsta kosti eru auglýsingar og önnur upplýsingastarfsemi um skaðsemi reykinga einhver besta fjárfesting sem til er, svo að ekki sé talað um heilsuna. Barnaheill Samhjálp hefur verið íslend- ingum í blóð borin eins og fjölmörg líknarfélög bera vitni um. Einstaklingar hafa oft tekið höndum saman og lyft Grettis- taki. Síðari hluta liðins árs voru samtökin Barnaheill stofnuð með það að markmiði að bæta hag íslenskra barna og fjölskyldna þeirra og hafa áhrif á viðhorf til þeirra. Börn búa við misjafnar að- stæður hér á landi eins og víða í nágrannalöndum okkar. Það hlýtur að vera markmið allra þjóðfélaga að búa þannig að börnum að þau fái að vaxa úr grasi og þroskast við sem bestar aðstæður, því framtíð hverrar þjóðar er í börnunum. Það er ekki síst þess vegna sem það er ánægjulegt að einstaklingar skuli hafa tekið höndum saman í þeim tilgangi að rétta þeim börnum hjálpa''hónd sem eiga undir högg að sækja. Fijals félagasamtök og framlag einstaklinga eru mikil- vægur skerfur til líknar- og heil- brigðismála og ætti fremur að auka slíka starfsemi en draga úr henni. Barnaheill er mikilvægt lóð á þá vogarskál. ELDSVOÐAR í SCANDINAVIAN STAR OG NORRÆNU Sáum fólkið klifra niður reipi og leiðara í bátana - segir Ríkharður Svemsson l.stýrimaðurá Bakkafossi, sem bjargaði 39 manns af ferjunni BAKKAFOSS, leiguskip Eimskipafélags íslands hf., bjargaði 39 manns frá brennandi ferjunni Scandinavian Star aðfaranótt síðastliðins laug- ardags. Morgunblaðið náði tali af Ríkharði Sverrissyni 1. stýrimanni á Bakkafossi í gærmorgun, þegar skipið átti skammt ófarið til Fær- eyja á leið til Islands. „Við vorum þarna á siglingu þegar neyðar- kall kom klukkan 02.25. Þá vorum við um hálftíma frá slysstaðnum og vorum komnir þangað tíu minútum lyrir þijú. Þá logaði upp úr skipinu öllu að aftan, mikill eldur í því og reykur og fólkið var að ylírgefa skipið,“ sagði Ríkharður. Hann sagði að tilkynnt hafi verið um klukkustundu síðar, að engir væru eftir um borð í ferjunni. „Það kom ekki í ljós fyrr en seinna að 150 manns voru þá að deyja þarna um borð,“ sagði hann. „Við tókum 39 manns um borð,“ sagði Ríkharður. „Klukkan tíu mínútur yfir þijú kom einn bátur með 35 mönnum og svo fímm mínútum fyrir fjögur náðum við öðrum bát með fjórum mönnum í. Við sáum fólkið klifra niður reipi og leiðara á aftanverðu skipinu og fara í bátana." Ríkharður var spurður hvort Scandinavian Star .FAR .. I §etustofa I biskótek \. Setustofá I . Spilaviti I . m I \ I I , 1 Káetur-------H-----Káetur BILAÞILFAR 1.PILFAR BÍLAÞILh SÖE "T i n rr itttt mmm UJJ Hér ertalið að eldarnir hafi kviknað mTi: 111:11111 d MbUKC Útgerð skipsins borin þungum sökum: Hentifani notað- ur til gróðabraUs? DANSKIR Qölmiðlar segja að óljóst virðist hver eigi feijuna Scandina- vian Star. Politiken telur mögulegt að danskur fasteignasali, Henrik Johansen, sem sagður er eiga skuggalegan feril að baki, komi þar við sögu. Skipið sé skráð á Bahama-eyjum með það að markmiði að hægj; sé að hagnast á að sniðganga öryggisreglur og ráða láglauna- menn til starfa. Samkvæmt skýrslum er skipið eign dansks félags en aðaleigandi þess er Johansen. Skipið var um hríð í eigu banda- ríska fyrirtækisins SeaEscape er áður var í eigu danska útgerðarfé- lagsins DFDS. Forstjóri þess, Niels Bach, segir í samtali við Politiken að DFDS hafi selt fyrirtæki sitt í Bandaríkjunum, er hét Scandina- vian World Cruises, nokkrum Bandaríkjamönnum er breyttu nafninu í SeaEscape. Hann segist ekki vita hvaða menn hafi verið um að ræða; algengt sé í slíkum við- skiptum í Bandaríkjunum að nöfn raunverulegra kaupenda séu ekki gefin upp. Scandinavian Star komst í eigu SeaEscape nokkru eftir þessi við- skipti og nýlega var það selt dönsk- um kaupsýslumönnum, svonefndum VR-hóp. Það er skráð á Bahama- eyjum og eftir nokkra rannsókn kom í ljós að danska útgerðarfyrir- tækið K/S Scandinavian Star telst nú eigandi þess. Sérstakt fyrirtæki annast ferðirnar milli Ósló og Fred- rikshavn og nefnist það VR-Dano, sem aftur er eign annars félags, VR-Holding; aðaleigandi þess er áðurnefndur Henrik Johansen eða eiginkona hans, Jytte Johansen. Iðnaðarráðherra Danmerkur, Annp Birgitte Lundholt, vísar því á bug að um gróðabrall hafi verið að ræða. „Mér finnst þetta grófustu dylgjur um útgerðarmann sem ég hef nokkru sinni heyrt. Allt bendir til þess að brennuvargur hafí átt sök á slysinu og ég tel ekki rétt að nota í þessu sambandi orð eins og gróðabrall,“ sagði ráðherrann. Talsmaður dönsku lögreglunnar taldi mögulegt að höfðað yrði mál gegn útgerðarfélaginu og áhöfn- inni, jafnt í Noregi sem Danmörku, vegna brota á öryggisreglum. Skip- stjóri Scandinavian Star, Hugo Larsen, viðurkennir að það geti hafa valdið erfiðleikum við björgun- ina að margir Suður-Evrópumenn úr skipshöfninni kunnu ekki ensku. Hins vegar vísar hann öðrum ásök- unum, þ. á m. að hann hafi farið frá borði án þess að skeyta um fólk neðan þilja, á bug. „Ég hef aldrei svikið farþega mína. Það var ekki fyrr en logatungurnar léku um brúna og útilokað var orðið að fara niður til að leita að farþegum undir þiijum að ég gaf skipun um að yfir- gefa skipið." Hann segist hafa far- ið aftur um borð ásamt fimm öðrum úr áhöfninni, strax og reykkafarar töldu það mögulegt, til að setja dælurnar í gang. skipveijar á Bakkafossi hefðu getað fylgst með hvernig fólkinu gekk að yfirgefa feijuna. „Við sáum reyndar ekki nema þetta fólk sem kom til okkar en við vorum á staðnum al- veg til klukkan sex, þá fórum við. Ríkharður segir erfitt að meta hvort hægt hefði verið að bjarga fleirum af brennandi skipinu, ef réttar upplýsingar hefðu borist það- an um ástandið um borð. „Það gátu engir farið inn í skipið nema reyk- kafarar, því þar var allt fullt af reyk, þótt það logaði bara að aftan- verðu.“ Bakkafoss fór með skipbrotsfólk- ið til Fredriksstad í Noregi. Ríkharður segir að enginn hafi ver- ið meiddur í hópnum. „En eins og við var að búast var fólkið miður sín og sumt var klæðalítið.“ Fólkið var á ýmsum aldri, þar á meðal börn og unglingar. Scandinavian Star í höfninni í Lysekil, fremst sést fiskimaður huga að veiðarfærum sínum. Reuter Yfírheyrslur lögreglunnar í Lysekil; Skipveiji sá brennuvarginn kveikja í Seandinavian Star Ósló. Frá Helge Serensen, fréttaritara Morgunblaösins. EINN af áhöfn feijunnar Scandinavian Star hefur skýrt sænsku lögregl- unni frá því að hann hafi séð mann kveikja í eldfimu efni í skipinu. Stjórnendur lögreglurannsóknarinnar á ferjuslysinu vilja sem minnst láta hafa eftir sér um framburð mannsins. Lögreglan í Lysekil yfir- heyrði hann en fleiri upplýsingar vill rannsóknarlögreglan ekki gefa, ekki einu sinni hvort um karl eða konu að ræða. Magnus Aukrust, yfirmaður glæparannsóknardeildar lögreglunnar í Ósló, segir að kanna verði málið betur en heimildarmenn segja að vitnið hafi séð brennuvarg- inn tendra eldinn um eittleytið aðfaranótt laugardags. Akrust staðfesti þó að lögreglan gengi út frá því að um íkveikju hefði verið að ræða. Yfirvöld hafa fengið í hendur lista með nöfnum fólks sem dæmt hefur verið fyrir íkveikju í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Unn- ið er að því að bera þessi nöfn sam- an við nöfn áhafnarmanna og far- þegalista. Jafnframt þessu hefur lögreglan fengið farþegalista frá feijum þar sem orðið hefur eldsvoði án þess að nokkur skýring hafi feng- ist. „Enn sem komið er höfum við ekki rekist á neitt nafn sem okkur þykir grunsamlegt;“ segir aðstoðar- lögreglustjórinn í Osló, Arne Huuse. Æ fleiri starfa nú að rannsókninni og er miklum tíma varið til að kanna Reuter Opinn gámur með slökkviliðsmönnum er látinn síga niður með síðu Scandinavian Star. Á minni myndinni er Hugo Larsen skipstjóri. Formaður danska sjó- mannasambandsins hef- ur ráðist harkalega á Larsen fyrir að yfirgefa skipið um stund þótt ljöldi farþega væri enn eftir um borð. tæknileg atriði málsins, m. a. hefur glæparannsóknardeild Óslóarlög- reglunnar sent sjö menn frá rann- sóknarstofu sinni til Lysekil og eiga þeir að sjá um stjórn á tæknilegu könnuninni í skipinu. Nokkur óvissa hefur ríkt um það hver eigi að hafa yfirumsjón með lögreglurannsókninni. í gær var loks ákveðið að það skyldi vera lögeglan í Ósló. Ákæruvaldið mun auk lög- reglunnar eiga fulltrúa er sjópróf fara fram en gert er ráð fyrir að það verði í Kaupmannahöfn á morg- un, miðvikudag. Enn er óljóst hve margir fórust. í gær taldi lögreglan að alls 176 væri saknað en ekki er reynt að leyna því að talan getur hækkað mjög áður en yfir lýkur. Langur tími getur liðið áður en lögreglan treyst- ir sér til að skýra frá nöfnum hinna látnu og slösuðu. Huuse aðstoðarlög- reglustjóri segir að fjöldi barna sé meðal þeirra sem saknað er og seg- ir að í sumum tilvikum virðist heilu fjölskyldurnar hafa týnt lífi. Þótt lögreglan gefi ekki upp nöfn- in að svo komnu máli hefur hún stöð- ugt samband við ættingja og sál- fræðingar munu með aðstoð presta skýra aðstandendum frá afdrifum farþeganna er málið liggur ljóst fyr- ir. Tugir manna frá réttarlæknis- stofnun Noregs vinna nú að því að kanna líkin sem flutt hafa verið til Ósló, sum mikið brunnin, og reyna að bera kennsl á líkin. Oft er reynt að bera tennur í líkamsleifunum saman við tannkort og höfð sam- vinna við tannlækna í viðkomandi löndum. Reynt er að sjá til þess að biðtími aðstandenda verði sem allra stystur. Að sögn talsmanna sendiráða ís- lands í Noregi og Danmörku bendir ekkert til þess að íslendingar hafi verið um borð í Scandinavian Star. Eldsvoði í færeysku ferjunni Norrænu; Eldsupptökin þykja benda til íkveikju Kaupniannahöfn, I.ondon. Frá N.J.Bruun, fréttaritara Morgunblaösins. Reuter. SKIPVERJI lést og 25 manns slösuðust þegar eldur kom upp í fær- eysku ferjunni Norrænu skömmu eftir miðnætti í fyrrinótt. Var skip- ið þá í Irska hafi en það hafði verið leigt til áætlunarsiglinga milli írlands og Wales á Bretlandi. Þykir margt benda til, að um íkveikju hafi verið að ræða. Norræna var á leið frá Pembroke til Rosslare á írlandi þegar eldsins varð vart í tveimur auðum farþega- klefum undir bílaþilfarinu. Náði hann að læsa sig í 10 klefa alls áður en hann var slökktur en við slökkvistarfið lést einn skipveiji af hjartaslagi. 25 manns meiddust eða urðu fyrir reykeitrun, þar af átta farþegar, sem fluttir voru í land með þyrlu. Áhöfnin, 78 manns, var að mestu írsk og farþegarnir voru nokkuð á þriðja hundraðið. Það voru slökkvi- liðsmenn, sem fluttir voru með þyrl- um frá Wales, sem slökktu eldinn um borð en að því búnu var skipinu snúið aftur til Pembroke. Þar vann lögreglan að því í gær að yfirheyra farþega og áhöfn en grunur leikur á, að um íkveikju hafi verið að ræða líkt og með Scandinavian Star, feijuna, sem kviknaði í á Ósló- arfirði á laugardag. Haft er eftir farþegum á Norr- ænu, að brunabjöllurnar hafi ekki farið í gang þegar eldurinn kom upp. „Ég heyrði ekki í neinum bjöll- um og þegar ég opnaði klefadyrnar sá ég ekki handa minna skil fyrir reyk. Ég skreið á fjórum fótum eftir gangingum ásamt öðrum til Fer aldrei aftur með nætiirí'erju - segir Karen Erla Erlingsdóttir en tilviljun réð því að hún var ekki um borð í Scandinavian Star TILVILJUN réð því að Karen Erla Erlingsdóttir var farþegi með sænsku ferjunni Stena Saga frá Osló til Fredrikshavn aðfaranótt laugardagsins en ekki norsku ferjunni Scandina- vian Star, þar sem Ijöldi manna fórst í eldsvoða. í stað þess að berjast fyrir lífi sínu um borð í Scandinavian Star varð Karen vitni að eldsvoðanum og björgunarstarfinu um borð í brennandi skipinu. „Er ég vaknaði um nóttina og fór upp á þilfar var skipið við hliðina á okkur í raun eitt eldhaf út frá miðjunni. Ég hefði ekki viljað vera þarna um borð. Ég hefði þá örugglega verið steinsofandi í koju eins og svo margir voru og vart orðið til frásagnar," sagði Karen í samtali við Morgunblaðið. „Karen Erla Erlingsdóttir er kennari við íþróttaskólann á Laugarvatni, en er nú í ársleyfi og stundar framhaldsnám við íþróttaháskólann í Osló. Hún var á leið í páskaleyfí til bróður síns í Álaborg og það urðu miklir fagnaðarfundir þegar þau systk- inin hittust á bryggjunni í Fred- rikshavn síðdegis á laugardag. Engar upplýsingar hafði verið að fá um hveijir voru með feij- unni þar sem bruninn varð og fjöldi manns beið því milli vonar og ótta í Fredrikshavn eftir að fá fréttir af sínum nánustu. Þeg- ar Stena Saga kom þangað tæp- um tíu tímum á eftir áætlun var múgur og margmenni á bryggj- unni, en margir héldu að aðeins ein feija hefði verið á þessari leið um nóttina. „Þarna á bryggjunni gerði ég mér fyrst grein fýrir því hversu alvarlegt slysið var og hve litlu mátti muna. Eitt af því fyrsta sem ég sagði við bróður minn var að aldrei aftur skyldi ég fara með næturfeiju heldur allt- af að degi til og sitja uppi á dekki allan tímann; mér fannst brennandi skipið eins og fljót- andi líkkista." Karen hefur áður farið þarna á milli og þá iðulega með skipum sem sigldu á vegum DaNo- skipafélagsins. Hún hafði hug á að gera það einnig að þessu sinni þar sem sú feija er hraðskreið- ari en skip Stena-skipafélagsins. Hvernig sem hún leitaði tókst henni þó ekki að finna bækling- inn sem hún átti frá DaNo og keypti því miða hjá sænska fé- Norræna að forðast reykinn og þannig tókst okkur að komast út undir bert loft,“ sagði Fred Jenkinson, einn farþeg- anna. Norræna, sem var smíðuð í Vestur-Þýskalandi árið 1973, er jafnan í leigusiglingum á veturna en íslandssiglingar hennar hefjast í næsta mánuði. iaginu. „í þetta skiptið var ég álíka heppin og pabbi fyrir mörgum árum, en hann mætti þá 10 mínútum of seint í farþe- gaflugvél norður í land, en vélin fórst í þeirri ferð. Tilviljun eða eitthvað annað — ég veit það ekki,“ sagði Karen Erla. „Mér skilst að mikill hluti áhafnarinnar á Scandinavian Star hafi verið ráðinn fyrir tíu dögum og hafi enga fræðslu fengið um hvernig ætti að bregðast við ef eldur kæmi upp. Þetta mun að miklu leyti hafa verið ódýrt, erlent vinnuafl, sem auk kunnáttuleysis gat lítið sem ekkert tjáð sig á norrænu máli. Við reyndum að fylgjast með björgunarstörfum frá okkar skipi, en það var lítið hægt að sjá vegna reyksins. Mér virtist sem allt björgunarstarf færi fram frá efsta þilfari og ég sá enga björgunarbáta eða neyðar- útganga á síðu skipsins. Reynd- ar var bílalúgan opin aftast á skipinu, en þar var enga hreyf- ingu að sjá. Þyrlurnar sveimuðu yfír okkur og þarna voru all- mörg skip til aðstoðar. Um borð til okkar var komið með um 50 manns, sem sluppu án teljandi meiðsla, og fjögur lík að mér var sagt. Inni í skipinu brann víst allt sem brunnið gat og það ér ömur- legt til þess að hugsa að þarna hafi fólk verið að beijast skelf- ingu lostið í reyk, eldi og óbæri- legum hita. Þegar það svo kannski fann útgönguleið tók bara eitt þilfarið við í viðbót,“ sagði Karen Erla Erlingsdóttir. Engin álirif á sumaríerð- ir Norrænu ELDSVOÐINN um borð í fær- eysku farþegaferjunni Norrænu á engin áhrif að hafa á áætlun hennar milli Norðurlandanna, að sögn Jónasar Hallgrímssonar, framkvæmdastjóra Austfars á Seyðisfirði, umboðs Norrænu. Samkvæmt henni verður Nor- ræna á Seyðisfirði í fyrstu ferð sumarsins 7. júní næstkomandi. Jónas segir brunavarnir um borð í Norrænu mjög fullkomnar, meðal annars sjálfvirkt skynjunarkerfi og mjög afkastamikla sjálfvirka vatns- úðun. „Þegar Norræna er í ferðum hingað til lands á sumrin, er allt starfsfólk þjálfað í brunavörnum og þeim þrautkunnugt um þær. Bruna- varnaæfingar eru á Seyðisfirði í hvert sinn áður en látið er úr höfn, allur búnaður er prófaður og öflug vakt er um borð allan sólarhringinn til að koma í veg fyrir hörmungar af þessu tagi,“ segir Jónas Hall- grímsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.