Morgunblaðið - 10.04.1990, Blaðsíða 24
(«<* ■ jih'ía .01 flUi')»(ní.iifl<,i
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1990
Prófkjör Nýs vettvangs í Reykjavík
Ólína Þorvarðardótt
ir hlaut fyrsta sætið
ÓLÍNA Þorvarðardóttir dagskrárgerðarmaður hlaut 1. sætið í
prófkjöri Nýs vettvangs fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor.
I 2. sæti varð Kristín Á. Ólafsdóttir borgarfulltrúi og í 3. sæti
Bjarni P. Magnússon borgarfúlltrúi.
Alls tóku 2.130 þátt í prófkjör-
inu en 2.020 atkvæði voru gildi.
Ólína Þorvarðardóttir fékk 501
atkvæði í 1. sætið og 1.526 at-
kvæði alls í 1.-8. sætið. Kristín
Á. Ólafsdóttir fékk 881 í 1.-2.
sætið, þar af 471 atkvæði í 1.
sætið, og 1.552 atkvæði alls.
Bjarni P. Magnússon fékk 784
atkvæði í 1.-3. sæti, þar af 404
atkvæði í 1. sætið, og 1.137 at-
kvæði alls.
Guðrún Jónsdóttir arkítekt
fékk 702 atkvæði í 1.-4. sætið
og 1.061 atkvæði alls. Hrafn
Jökulsson rithöfundur fékk 809
atkvæði í 1.-5. sæti og 1.122
atkvæði alls. Ásgeir Hannes
Eiríksson alþingismaður fékk
624 atkvæði í 1.-6. sæti og 709
atkvæði alls. Gísli Helgason tón-
listarmaður fékk 710 atkvæði í
1.-7. sæti og 792 atkvæði alls.
Og Aðalsteinn Hallsson félags-
málafulltrúi fékk 558 atkvæði í
fyrstu átta sætin. Kosning í
fyrstu 8 sætin var bindandi og
þeir frambjóðendur mynda nú
uppstillingarnefnd ásamt fulltrú-
um þeirra flokka og samtaka sem
standa að framboði Nýs vett-
vangs og raða í sætin sem eftir
eru.
Atkvæðatala annara fram-
bjóðenda var þessi: Kristín Dýr-
fjörð 540, Reynir Ingibjartsson
462, Gylfi Þ. Gíslason 459, Egill
Helgason 423, Hörður Svavars-
son 417, Hlín Daníelsdóttir 416,
Gunnar H. Gunnarsson 412,
Skjöldur Þorgrímsson 405, Bjöm
Einarsson 359, Kristín B. Jó-
hannsdóttir 318, Kristrún Guð-
mundsdóttir 291, Margrét Har-
aldsdóttir 280, Ámundi Ámunda-
son 269, Jón Baldur Lorange
265, Guðmunda Helgadóttir 255.
Alls greiddu 2.130 manns at-
kvæði í prófkjörinu. Að prófkjöri
Nýs vettvaogs stóðu Fulltrúaráð
alþýðuflokksfélaganna í
Reykjavík, Samtök um nýjan
vettvang, Reykjavíkurfélagið og
ÆFR, félag ungra alþýðubanda-
lagsmanna. Fyrir síðustu borgar-
stjómarkosningar í Reykjavík
tóku 2.048 manns þátt í próf-
kjöri Alþýðuflokksins og 877
tóku þátt í forvali Alþýðubanda-
lagsins. Á kjörskrá í Reykjavík
fyrir borgarastjómarkosningam-
ar era 71.325.
Er mun bjartsýnni á
árangnr Nýs vett-
vangs eftir prófkjör
- segir Olína Þorvarðardóttir
ÓLÍNA Þorvarðardóttir, sem hlaut 1. sætið í prófkjöri Nýs vett-
vangs í Reykjavík, segist vera mun bjartsýnni, eftir prófkjörið,
um árangur framboðsins. Áður hafí gert ráð fyrir að Nýr vett-
vangur ætti möguleika á þremur borgarfúlltrúum en nú séu
fleiri fúlltrúar í sjónmáli.
„Ég er mjög ánægð með þessi
úrslit og þennan framboðslista.
Hann er mjög frambærilegur og
sýnir mikla breidd og víða
skírskotun," sagði Ólína við
Morgunblaðið.
Hún sagði að eftir góða þátt-
töku í prófkjörinu og niðurstöðu
þess, gæti bókstaflega allt gerst
í kosningabaráttunni. „Fyrir
prófkjörið þóttist ég ömgg um
að við fengjum að minnsta kosti
3 fulltrúa, en nú sé ég að allt
getur gerst og fleiri em í sjón-
máli,“ sagði Olína.
Þegar hún var spurð hvort hún
mæti það góða þátttöku í próf-
kjöri að 2.130 manns kusu, sem
er svipað og tók þátt í prófkjöri
Alþýðuflokksins fyrir síðustu
borgarstjórnarkosningar, sagði
hún það ekki vera sambærilegt.
„Fólk sem tók þátt í þessu
prófkjöri var að ijúfa sig út úr
flokkamynstrinu og taka þátt í
að kjósa nýtt afl sem er að vakna.
Nýr vettvangur er aðeins 3 vikna
gamalt fóstur. Mér finnst þetta
því mjög góð þátttaka og jafnvel
betri en ég hafði gert mér vonir
um,“ sagði Ólína.
Um sína kosningu í 1. sætið
sagðist Ólína einnig vera ánægð,
en hún hlaut 501 atkvæði í það
Ólína Þorvarðardóttir.
sæti, 30 atkvæðum meira en
Kristín Á. Ólafsdóttir borgarfull-
trúi. „Ég vissi alltaf að þetta
yrði tvísýnt og það hversu litlu
munaði á okkur KriStínu styrkir
Iistann að mínu mati.“
Ólína sagði kosningabáráttuna
fyrir prófkjörið hafa verið mjög
skemmtilega. „ Vikumar fram-
undan leggjast vel í mig og ég á
von á spennandi kosninganótt,“
sagði Ólína Þorvarðardóttir.
Prófkjör á Seltjarnarnesi;
Fjórar konur efstar
SIV Friðleifsdóttir sjúkraþjálfari hlaut efsta sætið í prófkjöri
Nýs afls á Seltjarnarnesi um helgina. I öðru sæti varð Guðrún
K. Þorbergsdóttir framþvæmdastjóri , i 3. sæti Katrín Pálsdótt-
ir hjúkrunarfræðingur og í 4. sæti Anna Katrín Jónsdóttir nemi.
Siv Friðleifsdóttir fékk 112
atkvæði í 1. sætið og 284 at-
kvæði alls. Guðrún. K. Þorbergs-
dóttir fékk 135 atkvæði í 1.-2.
sæti, þar af 96 í 1. sætið og 231
atkvæði alls. Katrín Pálsdóttir
fékk 174 atkvæði í sæti 1-3, þar
af 50 í 1. sætið, og 318 atkvæði
alls. Anna Katrín Jónsdóttir fékk
157 atkvæði í fyrstu fjögur sætin
og 248 atkvæði alls. I fimmta
sæti varð Sverrir Ólafsson raf-
magnsverkfræðingur, með 195
atkvæði í sæti 1-5 og 223 at-
kvæði alls, Amþór Helgason
deildarstjóri fékk 239 atkvæði í
fyrstu 6 sætin og Björn Her-
mannsson fræðslufulltrúi fékk
205 atkvæði í fyrstu 6 sætin.
Alls tók 451 þátt í prófkjörinu
og að sögn Stefáns Bergmanns
í prófkjörsnefnd var það ívið
meiri þátttaka en búist var við.
Kosning var bindandi í fyrstu 3
sætin en valið verður í önnur
sæti.
Að Nýju afli standa öll stjórn-
málasamtök á Seltjamamesi
nema Sjálfstæðisflokkurinn og
verður stofnað formlega bæjar-
málafélag um framboðið eftir
páska. Sjö fulltrúar sitja í bæjar-
stjórn, og á Sjálfstæðisflokkur
Siv Friðleifsdóttir varð í efsta
sæti í prófkjöri Nýs afls á Selt,-
jarnarnesi.
nú 4, Alþýðubandalag 2 og Fram-
sóknarflokkur 1.
Á kjörskrá á Seltjamarnesi eru
2.944.
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
Friðrik H. Reynisson frá Hornafirði með hestinn Ós frá Álftárósi
var sigurvegari að þessu sinni.
Skeifukeppnin á Hvanneyri;
Glímt við tripp-
in í vitlausu veðri
__________Hestar______________
Valdimar Kristinsson
TAMNINGAMENN í hópi nem-
enda Bændaskólans á Hvanneyri
máttu gera sér að góðu að leiða
trippi sín fyrir dómnefiid Skeifu-
keppninnar í úrhellisrigningu og
roki á sunnudaginn. Þrátt fyrir
slæmt veður og óvenju stuttan
tamningartíma virtust mörg
trippin koma þokkalega fyrir.
Skeifudagurinn var haldinn hálf-
um mánuði fyrr en venja hefiir
verið.
Sigur að þessu sinni hafði Friðrik
H. Reynisson frá Hornafirði, sem
var með hestinn Ós frá Álftárósi
undan Leisti 960 frá Álftagerði, með
83 stig, í öðra sæti varð Sigurður
Símonarson frá Vík í Mýrdal með
81 stig, en hann var á hryssunni
Hvönn frá Suður-Fossi sem er undan
Náttfara 776 og Gulldrottningu frá
Suður-Fossi. Þess má geta að Sig-
urður kom næstur inn á eftir Frið-
riki, en í þann mund sem hann er
að hefja sýninguna versnaði veðrið
til muna og kann það að hafa haft
áhrif á úrslitin. í þriðja sæti varð
svo Ásdís Helga Bjarnadóttir frá
Hvanneyri með 79 stig. Ásdís Helga
keppti á Guffa frá-Hvanneyri sem
er undan Hlyn 910 frá Hvanneyri
og Rauðku frá Hvanneyri. Ásetu-
verðlaun Félags tamningamanna
hlaut Hörður Guðmundsson frá
Grindavík, en hann varð fjórði í
skeifukeppninni. Hörður keppti á
Þokka frá Búðarhóli sem er undan
Boða frá Kjarnholtum og Grásu.
Eiðfaxabikarinn, sem veittur er þeim
nemanda sem hirðir hest sinn best,
hlaut Svanborg Þ. Einarsdóttir frá
Lambeyrum. Hún var með hestinn
Glám frá Hjarðarhaga undan Feyki
962 frá Hafsteinsstöðum og Brún-
stjörnu frá Hjarðarhaga. Þess má
til gamans geta að í fyrra hlaut
systir Svanborgar, Ólöf Björg, Eið-
faxabikarinn svo nú munu vera til
tveir slíkir á Lambeyrum.
í gæðingakeppninni sigraði í
A-flokki Glaumur frá Norður-Fossi,
eigendur Jón Björnsson og Guðlaug-
ur V. Antónsson sem sat hestinn. í
öðra sæti varð Komma frá Egilsstöð-
um í eigu Ingimars Sveinssonar sem
sat hryssuna. I þriðjá sæti varð
Blakkur frá Presthúsum, eigendur
Edda Þorvaldsdóttir og Guðlaugur
V. Antonsson sem sat hestinn.
í B-flokki sigraði Töggur frá Ey-
jólfsstöðum, eigandi og knapi Ingi-
mar Sveinsson. í öðra sæti Ópall frá
Hvanneyri, eigandi og knapi Hallg-
rímur Sveinsson. í þriðja sæti Vaka
frá Vík í Mýrdal, eigendur Anton
Guðlaugsson og Guðlaugur Antons-
son sem sat hestinn.
Að lokinni verðlaunafhendingu
færðu nemendur Ingimar Sveinssyni
kennara gjafir fyrir góða aðstoð við
tamningarnar í vetur.
Skoðanakönnun DY:
Um 50% aðspurðra
tóku ekki afstöðu
ALÞÝÐUFLOKKUR og Kvennalistinn hafa aukið við fylgi sitt frá
síðustu skoðanakönnun, fylgi Alþýðubandalags og Framsóknar-
flokks hefúr nokkurn veginn staðið í stað og heldur hefúr dregið
úr fylgi Sjálfstæðisflokks, ef marka niá niðurstöður sköðanakönnun-
ar DV, sem blaðið birti í gær. Þar kemur einnig fram að ríkissljórn-
in hefúr aukið fylgi frá síðustu könnun, en hefúr samt minna fylgi
en mælst hefúr hjá annarri ríkisstjórn í skoðanakönnunum. 39,3%
sögðust óákveðnir í könnuninni og 10,8% aðspurðra svöruðu ekki.
Samtals tóku því 50,1% ekki afstöðu.
í úrtakinu voru 600 manns og
var jöfn skipting milli kynja og
landsbyggðar og höfuðborgarsvæð-
is. Ef aðeins eru teknir þeir sem
tóku afstöðu er fylgi flokkanna,
samkvæmt skoðanakönnun DV,
eftirfarandi (úrslit síðustu kosninga
innan sviga): Alþýðuflokkur 9,4%
(15,2%), Framsóknarflokkur 19,7%
(18,9%), Sjálfstæðisflokkur 50,5%
(27,2%), Alþýðubandalag 8,0%
(13,3%), Stefán Valgeirsson 0,3%
(1,2%), Flokkur mannsins 0,3%
(1,6%), Borgaraflokkur 0,3%
(10,9%), Kvennalistinn 10,7%
(10,1%), Þjóðarflokkur 0,7% (1,3%).
Ékkert fylgi frjálslyndra hægri
manna mældist.
Samkvæmt DV er fylgi ríkis-
stjórnarinnar 37,6%. í síðustu skoð-
anakönnun blaðsins, í janúar, var
fylgi stjórnarinnar 32,6%.