Morgunblaðið - 10.04.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.04.1990, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1990 Frá slysstaðnum við Skógarsel. Morgunblaðið/Ingvar Guðmundsson Þrennt slsasaðist í hörðum árekstri ÞRENNT var flutt á slysadeild eftir árekstur tveggja bíla á mótum Miðskóga og Skógarsels laust fyrir klukkan tvö á sunnu- dag. Við áreksturinn kasataðist annar bíllinn, Toyota, á ljósastaur og valt. Allir sem í honum voru voru fluttir á slysaseild. Ökumaðurinn er talinn hafa verið undir áhrifum áfengis. Bílarnir skemmdust báðir mikið. Kaupmáttur launa minnk aði um 9% á árinu 1989 KAUPMÁTTUR launa landverkafólks í Alþýðusambandi íslands minnkaði um 9% frá 4. ársQórðungi 1988 til 4. ársQórðungs 1989, að því er fram kemur í frétt frá Kjararannsóknanefnd. Á þessu tíma- bili hækkaði greitt tímakaup að meðaltali um 13%, en framfærsluv- ísitalan hækkaði um 24% á sama tímabili. Vinnutími fólks í fullu starfi styttist um hálfa klukkustund að meðaltali á þessu tímabili og því er kaupmáttarminnkunin aðeins meiri ef litið er til hækkunar mánað- artekna, heildarlauna með yfir- vinnu, en þau rýrna um 10%. Ef hins vegar er litið á meðalvinnutíma á árinu öllu er hann nánast óbreytt- ur milli ára. Þegar allt árið 1989 er skoðað í samanburði við árið 1988 í heild kemur fram að greitt tímakaup hækkaði um 13,6% að meðaltali. Þar sem vinnutími var nánast óbreyttur hækkuðu heildartekjur um það sama. Vísitala framfærslu- kostnaðar hækkaði um 21% milli áranna og lækkaði kaupmáttur því að meðaltali um 6%. Launaþróun eínstakra stétta inn- an ASÍ og heildarmánaðatekjur að meðaltali á árinu 1989 voru sem hér segir: Verkamenn voru með VEÐUR / DAG kl. 12.00: Heimild: Veðurstofa islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær) VEÐURHORFUR I DAG, 10. APRIL YFIRLIT í GÆR: Milli Jan Mayen og Noregs er 977 mb lægð á leið norðaustur, en 1006 mb hæð yfir N-Grænlandi. Á vestanverðu Grænlandshafi er 978 mb lægð á leið aust-norðaustur og verður komin austur yfir land í fyrramálið. SPÁ: Norðvestan kaldi eða stinningskaldi, él um norðanvert landið en léttir til syðra. Lægir síðdegis, fyrst vestanlands, léttir einnig til norðanlands undir kvöldið. Hiti um eða rétt undir frostmarki. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG: Vaxandi suðaustanátt og fer að rigna, fyrst vestanlands. Hlýnandi veður í bili, hiti víða 4 til 9 stig þegar kemur fram á daginn. HORFUR Á FIMMTUDAG: Norðan- og síðar norðvestan átt og kólnandi veður. Slyddu- og síöar snjóél um landið norðanvert en léttir til syðra. Hiti nálægt frostmarki. TAKN: y' Norðan, 4 vindstig: * Vindörin sýnir vind- -J0° Hitastig: 10 gráður á Celsius Heiðskírt stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður • V Skúrir er 2 vindstig. * V Él Léttskýjað r r r r r r r Rigning = Þoka r r r = Þokumóða Hálfskýjað * / * 5 5 ? Súld Skýjað r * r * Slydda r * r oo Mistur * * * 4 Skafrenningur Alskýjað * * * * Snjókoma * * * K Þrumuveður xn VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 i gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 2 léttskýjað Reykjavík 1 skýjað Bergen 7 rigning Helsinki 6 skýjað Kaupmannah. 7 léttskýjað Narssarssuaq vantar Nuuk +5 heiðskírt Osló 11 hálfskýjað Stokkhólmur 10 skýjað Þórshöfn 7 skúr Algarve 17 léttskýjað Amsterdam 7 heiðskírt Barcelona 14 mistur Berlín 6 heiðskírt Chicago 8 alskýjað Feneyjar 10 alskýjað Frankfurt 9 skýjað Glasgow 8 rigning Hamborg 7 léttskýjað Las Palmas 19 skýjað London 10 léttskýjað LosAngeles 13 léttskýjað Lúxemborg 8 hálfskýjað Madríd 11 skýjað Malaga vantar Mallorca vantar Montreal vantar New York 8 heiðskírt Orlando 17 skýjað París 10 léttskýjað Róm 17 skýjað Vín 8 skýjað Washington 6 mlstur Winnipeg +4 skýjað 89.357 krónur og kaupmáttur þeirra rýrnaði um 6,2%, verkakonur voru með 69.346 og rýrnaði kaup- máttur þeirra um 9,1%, iðnaðar- menn voru með 120.685 kr. og kaupmáttur þeirra rýrnaði um 4,4%, afgreiðslukarlar voru með 92,772 krónur og kaupmáttur þeirra minnkaði um 7,1%, afgreiðslukonur voru með 70.173 og kaupmáttur þeirra íýrnaði um 8,1%, skrifstofu- karlar voru með 119.699 krónur og kaupmáttur þeirra minnkaði um 5,4% og skrifstofukonur voru með 80.002 og kaupmáttur þeirra minnkaði um 5,8%. Stjórnun fískveiða: Gildistöku nýrra lag*a verði frestað - segir í ályktun frá FFSÍ STJORN Farmanna- og fiskimannasmabands Islands hefur sent sjávar- útvegsnefhd efri deildar Alþingis ályktun, þar sem studd er tillaga um frestun gildisstöku laga um stjórnun fiskveiða til 1. september á næsta ári. Jafnframt er lýst stuðningi við að Lagastofhun Háskólans fái frum- vaij)ið til umsagnar. Alyktun stjórnar FFSI var send nefndinni í gær og er svo hljóðandi: „Fundur stjórnar Farmanna- og fiskimannasambands íslands, FFSI, haldinn föstudaginn 6. apríl 1990 ályktar eftirfarandi um frumvarp til laga um stjórnun fiskveiða: Stjórn FFSÍ styður maálaleitan níu alþingismanna til formanna sjáv- anítvegsnefnda efri og neðri deilda Alþingis, þess efnis að Lagastofnun Háskóla Islands fái til umsagnar og skili áliti um þau atriði í fyrrgreindu frumvarpi, sem koma fram í bréfi alþingismannanna 4. apríl sl. Stjóm FFSÍ styður framkomna munnlega tillögu Geirs Gunnarsson- ar alþingismanns um að fresta gildi- stöku væntanlegra nýrra laga um stjórnun fiskveiða til 1. september 1991.“ Verð féll á fiskmark- aðnum í Bremerhaven FISKVERÐ lækkaði verulega á fiskmarkaðnum í Bremerhaven í gær, en það varð mjög hátt í síðustu viku þrátt fyrir töluvert framboð. Vegna verðlækkunarinnar var frestað um tvo klukkutíma uppboði á 65 tonnum af karfa úr Ottó N. Þorlákssyni. Ottó selur um 170 tonn í dag. I síðustu viku voru seld um 1.800 tonn af karfa og ufsa á markaðnum í Bremerhaven. Þrátt fyrir það var verð mjög hátt, fór hæst í nálægt 180 krónur á kíló, en meðalverð upp úr skipum var um 155 krónur fyrir karfakílóið. í þessari viku er aðeins fyrirhugað að selja um 700 tonn. Vilhjáimur Vilhjálmsson, fram- kvæmdastjóri Aflamiðlunar, segir að Ottó hafi upphaflega átt að selja aflann í dag, þriðjudag. Hins vegar hafi verið ákveðið að selja 65 tonn á mánudag og því magni skipað upp. Við upphaf uppboðsins í gær- morgun hafi strax komið Ijós, að lítið var boðið í fiskinn og því ákveðið að fresta uppboðinu um tvo tíma. Ottó hefði verið með um 230 tonn og yrði það, sem eftir væ'ri, selt í dag, þriðjudag, eins og fyrirhugað hefði verið. Vilhjálmur segir að ekki sé offram- boði um að kenna. Nú hafi verið sent svipað magn inn á markaðinn og fyrir páskana í fyrra, en þá hefðu tvö skip sett sölumet. Skýringin á verðlækkuninni væri fremur sú, að fiskkaupendur hefðu keypt fiskinn og dýru verði í síðustu viku og lo- snuðu þeir ekki við þann fisk á verði, sem dygði til að standa undir kaup- verði og kostnaði. Því væru þeirtreg- ir til kaupa nú. Vélsleðaslys við Neðra- Apavatn Selfossi. TVÆR danskar stúlkur slösuðust illa er þær misstu sljórn á vél- sleða og óku á sumarbústað við Neðra-Apavatn á laugardags- kvöld. Björgunarsveitarmenn frá Sel- fossi sóttu stúlkurnar og fluttu þær í sjúkrabíl sem ók með þær til Reykjavíkur. Ófært var að staðnum þar sem stúlkurnar voru og slæmt skyggni. — Sig. Jóns. Arnarflug: Leiguvél loks fengin Arnarflug hefur nú fengið flugvél á leigu og segir Kristinn Sig- tryggsson framkvæmdastjóri félagsins að áætlunarflug sé nú komið í fastar skorður. Leiguvélin er af gerðinni Boeing 727-200 og er hún leigð með áhöfn vegna þess að flugmenn Arnarfiugs hafa ekki þjálfun á slíkar vélar. Verður vélin leigð út þennan mán- uð, en þá á Arnarflug von á Boeing 737 vél á leigu til Iengri tíma. Flugvélin er í eigu bandaríska flugfélagsins Carnival Airlines, sem er dótturfyrirtæki fyrirtækis að nafni Carnival Cruises, sem að sögn Kristins Sigtryggsonar skipuleggur siglingar um Karabíska hafið. Flug- vélin bilaði á leiðinni til landsins og sgjnkaði því, en kom aðfaranótt mánudags og fór í fyrsta áætlunar- flug sitt fyrir Arnarflug í gærmorg- un. Flugleiðir hafa flutt farþega Am- arflugs til og frá landinu frá því félagið missti leiguvél í lok síðasta mánaðar. Kristinn Sigtryggson sagði að kostnaður Arnarflugs vegna þeirra vandræða hefði verið töiuverður, en það raskaði ekki áætlunum um hlutafjáraukningu og endurskipulagningu félagsins. i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.