Morgunblaðið - 10.04.1990, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 10.04.1990, Blaðsíða 46
46 MÓÉGUf'í§LAÐIÐ! PÉIÖÍÚI)!ÁGÍJR lÓ. ÁPÍtítí Í9'9b 1' Þorgils Benediktsson læknir - minning Fæddur 24. september 1925 Dáinn 1. apríl 1990 Þorgils fæddist á Grásíðu í Keldu- hverfi þar sem foreldrar hans, hjón- in Benedikt Björnsson bóndi og Frið- björg Jónsdóttir ljósmóðir, áttu sín frumbýlingsár. Foreldrar Benedikts voru þau Björn Björnsson bóndi í Glaumbæ og víðar í Suður-Þingeyjarsýslu og k.h., Sigurveig Matthildur Jónsdótt- ir. Björn átti m.a. ættir að rekja til Mýrarmanna í Bárðardal og Jóns Sigurðssonar umboðsmanns á Breiðumýri, en Sigurveig m.a. til Páls próf. í Hörgsdal á Síðu. Foreldrar Friðbjargar voru Jón Magnússon síðast bóndi á Snartar- stöðum í Öxarfirði, en hann var bróð- ir skáldsins Jóns Trausta, og k.h., Anna Kristín Jóhannesdóttir. Vorið 1928 flyst Þorgils með for- eldrum sínum að Víðirhóli á Hóls- fjöllum. Þar á hann heima þar til á þrettánda ári, er hann flytur með fjölskyldunni að Sandfellshaga í Öxarfirði, þar sem foreldrar hans bjuggu til dauðadags og Björn, bróð- ir Þorgils, og skyldulið hans búa enn. Lítið kynntist ég foreldrum Þor- gils, en þau munu hafa verið vel gefnar mannkostamanneskjur, stétt sinni og sveit til sóma. Þorgils gekk í Menntaskólann á Akureyri, þar sem hann lauk stúd- entsprófi vorið 1948. Um haustið hóf hann nám í læknisfræði við Háskóla Islands, þar sem hann lauk kandídatsprófi vorið 1955. Eftir það stundaði hann ýmis læknisstörf og var í framhaldsnámi í sérgrein sinni, einkum í Svíþjóð, þar sem hann vann í sjúkrahúsum í nokkur ár, uns hann flutti heim til íslands með fjölskyldu jjína í árslok 1967. Gegndi síðan ýmsum læknisstörfum, lengst af á Vífílsstaðaspítala, þar sem hann var sérfræðingur í lyflækningum er hann varð að hætta störfum vegna heilsubrests. Þannig er í örfáum orðum ævifer- ill þessa kyrrláta manns, lítið frá- brugðinn því sem títt er meðal jafn- aldra hans, sem langskólanám stunduðu. En sérhver maður er öðr- um frábrugðinn á sinn sérstaka hátt. Svo var og um Þorgils. Hann var hljóðlátur og fáskiptinn, óhlutdeilinn um annarra hagi, ljúfmenni í við- móti jafnan, en lét þó ógjarnan hlut sinn þar sem hann vissi sig hafa á réttu að standa. Skapmaður var hann er stilltur vel, seinþreyttur til *vandræða. Hann var þeirrar gerðar, sem menn meta því meir sem kynni verða nánari. Blómastofa FriÖfinns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öli kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. m Þorgils var skáldmæltur vel, lék sér að bragarháttum og gat ort að vild í stíl þeirra skálda sem honum voru hugleikin. En fjarri var það honum að láta á slíku bera, þó hann gaukaði stundum kveðskap að kunn- ingjum. Og það var nánast fyrir hálfgert svindl að ágæt kvæði vitn- uðust bekkjarsystkinum hans. Ekki átti Þorgils langt að sækja þennan eiginleika. Faðir hans og fleiri í hans ætt voru skáldmæltir, og í móður- ætt er afabróður hans þegar getið. Skáldskapur og íslensk tunga voru Þorgils sífelld áhugaefni. Allt fram á síðustu stund var hann að velta fyrir sér merkingum og gátum íslenskrar tungu. Þorgils stundaði ekki íþróttir í venjulegum skilningi á skólaárunum, en stóð þó flestum á sporði að líkam- legu atgervi. í útivist og fjallgöngum naut hann sín hið besta, líklega .. treysti hann þar með böndin við náttúruna og bernskuheim átthag- anna. Sumarið 1980 fór Þorgils fót- gangandi með Birni bróður sínum frá Víðirhóli að Sandfellshaga, nær 50 km leið, leiðina sem þeir höfðu áður farið, er þeir fluttu búferlum í æsku. Hann var ánægður með að hafa lokið þeirri göngu, er í ljós kom að hveiju dró. Sumarið 1981 veiktist Þorgils skyndilega og var um tíma vart hugað líf. Hann náði þó að hjarna við, en rúmfastur var hann upp frá því, lamaður í vinstri hlið. Var hann á sjúkrahúsum jafnan, síðast og lengst á Vífilsstaðaspítala. Dapurleg voru þau örlög og ekki léttbærara fyrir lækni að vera sjúklingur en aðra menn. En Þorgils fékkst ekki um, enda víl um eigin kjör honum ekki að skapi. Hann gat enn verið léttur í máli, enda hélt hann kímni sinni til hinstu stundar. Árið 1960 kvæntist Þorgils Emmu Christence Reerslev, hjúkrunarfræð- ingi frá Jótlandi. Hamingja var með , þeim hjónum og í veikindum hans reyndist hún honum öllu fremur sú stoð, sem hjálpaði honum að bera örlög sín. Synir þeirra eru Baldur raftæknifræðingur við framhalds- nám í Tækniháskólanum í Kaup- mannahöfn og Björn við nám í Há- skóla íslands. Áður en Þorgils kvæntist, eignað- ist hann son, Guðmund Hjört við- skiptafræðing. Móðir hans er Katrín Hjartardóttir. Að leiðarlokum er mér ljúft að þakka trygga vináttu og langa, upp- byggilegar samræður í heimavist, í bréfum, á fjöllum og við sjúkrabeð. Þorgils Benediktsson er nú allur. I hugum þeirra sem þekktu hann er minningu hans tengt eitthvað sem var sérlega traust og vandað, yfir- lætisleysi, hlýja og tryggð, eitthvað fágætt sem minnir ekki á sig með hávaða og glamri, en er svo kyrrlátt og hjótt að næstum gleymist. Slíkar minningar er gott að eiga um látinn Sérfræóingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12 á horni Bergstaðastrætis sími 19090 LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — sími 681960 samferðamann og bæta mikinn missi. Eiginkonu hans, sonum og bróður er vottuð innileg samúð._ Ragnar Árnason Hinn 1. apríl sl. lést í Vífdsstaða- spítala Þorgils Benediktsson læknir. Með honum er genginn mikill af- bragðsmaður sem mig langar til að minnast nokkrum orðum. Þorgils fæddist á Grásíðu í Keldu- hverfi, Norður-Þingeyjarsýslu, hinn 24. september 1925. Ungur fluttist hann að Sandfellshaga í Öxarfirði og óx þar upp. Hann var settur til mennta og lauk stúdentsprófi frá MA 1948 og embættisprófi í læknis- fræði frá Háskóla Islands vorið 1955. Að prófi loknu gegndi hann héraðslæknisstörfum, m.a. í heima- byggð sinni, og var síðan aðstoðar- læknir á Rannsóknarstofu Háskól- ans í meinafræði í eitt ár. Hann minntist þeirrar dvalar alltaf með mikilli ánægju og hefði án efa orðið mjög góður meinafræðingur hefði hann kosið þann starfsvettvang. En hann vildi fást við lifandi fólk og sigldi til Svíþjóðar til að nema lyf- læknisfræði. Þar lagði hann sérstak- lega stund á smitsjúkdóma og varð sérfræðingur í lyflækningum 1967 og smitsjúkdómum 2 árum síðar. í árslok 1967 var hann ráðinn að Vífilsstaðaspítala og starfaði þar sem sérfræðingur meðan heilsan entist. Sumarið 1981 veiktist hann skyndilega af æðastíflu í heila, og var þá vart hugað líf. Hann náði sér þó að nokkru, en lifði eftir það la- maður vinstra megin og nær blind- ur. Andlegum kröftum hélt hann þó að mestu til æviloka. Þorgils kvæntist 1960 Emmu hjúkrunarfræðingi, ’ f. Reerslev, prestsdóttur frá Jótlandi, og var jafnræði með þeim hjónum. Saman eignuðust þau 2 syni, Baldur, fædd- ur 1962, tæknifræðing, og Björn, fæddur 1965, nema í líffræði við Háskóla íslands. Fyrir hjónaband hafði hann eignast Guðmund Hjört, fæddur 1958, viðskiptafræðing. Þorgils var mikill lánsmaður í einka- lífi, og var beinlínis fallegt að sjá hvernig fjölskylda hans sameinaðist um að gera honum lífið léttbærara eftir að heilsunnar naut ekki lengur við. Ég kynntist Þorgils fyrst 1972 þegar ég hóf störf á Vífilsstaðaspít- ala og þau kynni urðu fljótt að vin- áttu. Hann var óvenjulega greindur maður og glöggur læknir. Hann hafði þá náðargáfu að sjúklingum leið vel í návist hans og fengu á honum óbilandi traust. Hann var trúr því hlutverki sem krafist er af góðum læknum, að lækna stundum, hjálpa oft en líkna ávallt. Hann var mjög yfirlætislaus maður og stund- um fannst manni hógværð hans ganga helst til langt. Hann hafði ágæta kímnigáfu og oft gaman af góðlátlegri stríðni sem engan gat sært. Hann var einnig ágætlega hagmæltur, en hógværð hans kom í veg fyrir að nokkrir nema vildarvin- ir fengju að kynnast kveðskap hans. Þó mun finnast á prenti ljóð eftir hann, en undir dulnefni. Árin áður en Þorgils missti heils- una stundaði hann fjallgöngur af miklum krafti. Hann hafði verið of þungur, en megraði sig niður í kjör- þyngd, og hætti að reykja. Er næsta fátítt að mönnum takist þetta hvort tveggja samtímis og segir það nokk- uð um skapgerð og festu þessa ágætis manns. Það var þvi mikið reiðarslag öllum ættingjum og vin- um þegar hann svo skyndilega missti heilsuna og varð að hætta að vinna. Eftir það dvaldist hann á sjúkra- stofnunum. Lengst var hann á Vífils- staðaspítala þar sem gamlir vinir og starfsfélagar reyndu að létta honum róðurinn, en Þorgils hafði alltaf no- tið mikilla vinsælda starfsfólks spítalans. Mér fannst oftast létt yfir honum og gaman að ræða við hann, því orðsnilld og kímnigáfu hélt hann til dauðadags. Hann fékk kransæð- astífiu að kvöldi 31. mars og hægt andlát næstu nótt. Þorgils Benediktsson verður mér minnisstæður fyrir margra hluta sakir, en þó mest fyrir hversu vand- aður hann var til orðs og æðis. Megi hann hvíla í friði. Tryggvi Ásmundsson Allt frá því að ég fór fyrst að festa línur á blað til birtingar opin- berlega, hefur mér þótt erfiðast alls að skrifa um látna menn. Þó hafa þau spor sjaldan verið þyngri en nú, þegar ég hlýt að kveðja vin minn, Þorgils Benediktsson lækni, sem andaðist á Vífilsstaðaspítala 1. apríl síðastliðinn, eftir löng og þungbær veikindi. Fundum okkar bar fyrst saman norður á Hólsfjöllum snemma sum- ars 1946. Ég var þá nítján ára gam- all, en hann stóð á tvítugu. Hann var réttum þrem misserum eldri en ég. Á þeim sumarvikum, sem þá fóru í hönd, var lagður grunnur að náinni vináttu, sem hefur enzt okkur til þessa dags, eða í röska fjóra ára- tugi. Fyrstu árin eftir að kynni okk- ar hófust, hittumst við reyndar ekki ýkjaoft, en bréf fóru þó á milli okk- ar, alltaf annað veifið. En seinna komu aðrir dagar. Ég fluttist búferl- um til Reykjavíkur og þá var Þorg- ils þar fyrir, nýlega laus úr háskóla og hafði þá þegar innt af höndum þjónustu sem héraðslæknir á nokkr- um stöðum úti á landi. Nú fóru í hönd skemmtilegir mánuðir, en því miður tóku þeir enda eins og allt annað. Þorgils réðst til utanfarar, fluttist til Svíþjóðar og var þar við nám og störf í mörg ár. Þá hófst kapítuli í lífi mínu, sem ég mun alltaf minnast með eftirsjá. Við Þorgils tókum að skrifast á af slíku kappi, (að ekki sé sagt ofur- kappi), að mér er nær að halda að slíks séu ekki mörg dæmi, og allra síst nú á dögum, þegar sendibréfið er á hröðu undanhaldi sem miðill mannlegra samskipta. Við skröfuð- um og skeggræddum, rifumst og þráttuðum um alla skapaða hluti á milli himins og jarðar, bókmenntir og stjórnmál, efni og anda, fram- haldslíf og eilífa útslokknun. Það er sannarlega gagn, að bréfin þau arna verða aldrei birt almenningi, því að hætt er við, að lesendur þeirra fengju heldur en ekki brenglaða mynd Uf okkur báðum, enda ekki á færi nema nákunnugustu mann að gizka á, hvenær okkur muni hafa verið ein- hver alvara, og hvenær við vorum að ganga framaf hvor öðrum, yfir- bjóða hvor annan í stórkarlalegum yfirlýsingum, eða hvenær bréfin voru blátt áfram hreinar stílæfingar, skemmtunin skemmtunarinnar vegna. Mér þykir ólíklegt, að margir nútíma íslendingar hafi rækt vináttu með þessum hætti í heilan áratug, en hitt er víst, að við lærðum báðir heilmikið á þessum andlegu skylm- ingum. En bréfin sem ég fékk frá honum úr útlegðinni voru ekki öll einber furðuskrif eða spéskapur. Öðru nær. Stundum sendi hann mér kvæði, og þau ekki af lakara taginu. Þar er mér efst í huga ljóð, sem hann kall- aði Nýársþanka, en frumdrög þess orti hann um áramótin 1960-1961. Hann talar þar á Iíkingamáli um mannsævina og segir m.a.: Strengur á stapa bylur, stympast þar ár og síð. Blundar einn botnlaus hylur, bergmála gljúfrin víð. Dag einn með sökkul sorfinn sjálfan til falls hann reiðir. Hallast steinn, og er horfínn. Hvergi á broti freyðir. Og hann heldur áfram og fylgir manninum allt til enda. Hann hugs- ar sér sig á dauðastundinni, „á milli svefns og vöku“. Hann er kominn á staðinn þar sem hann lék sér barn. (Myndi það ekki vera Víðirhóll á Fjöllum, þar sem Þorgils sleit barns- skóm sínum?) Er hann ekki að dreyma? Hafði hann nokkurn tíma verið til? Þessu kemur Þorgils til skila þannig: Rústir á rýru koti, raftar í moldar kekki. - Spyr ég hvort spor mín þekki sprunginn leggur í skoti. Var - eða var ég ekki? Fyrst ég er farinn að tala um þetta kvæði, get ég ekki stillt mig um að segja hér sögu, sem tengist því. Hún hefur ekki farið víða, en það ætti að vera óhætt að ijúfa þögnina nú. Ég var þá blaðamaður á Tíman- um, og einu sinni sem oftar vorum við Jón heitinn Helgason ritstjóri að leita í huga okkar að einhveiju góðu efni í jólablað. Þá sagði ég honum frá Þorgils Benediktssyni, og að hann væri skáld gott. Og máli mínu til stuðnings þuldi ég Nýársþankana. Ég gleymi aldrei svipnum á Jóni vini mínum við þetta tækifæri. Hann varð allur ein athygli, og þegar ég hafði lokið kvæðinu, sagði hann með þeim áherzluþunga, sem honum ein- um var laginn, þegar honum var mikið niðri fyrir: „Nú! Maðurinn er skáld af fyrstu gráðu. Blessaður reyndu að fá þetta til birtingar!" Og vissulega fór ég á stúfana, en Þorg- ils var þungur fyrir. Að lokum féllst hann þó á að leyfa prentun kvæðis- ins, en með því skilyrði þó, að ég birti ekki fullt nafn, heldur aðeins upphafsstafi höfundarins. Og því hlýddi ég auðvitað. En sagan er ekki fullsögð enn. Nokkru seinna skrifaði Jón Helgason forystugrein í blað sitt, þar sem hann ræðir um það, að víða í þjóðfélaginu séu hæfi- leikar og snilligáfur, sem verði fáum að notum, vegna þess að eigendur þeirra séu alltof hlédrægir. Þess eru meira að segja dæmi, segir hann, að menn fáist varla eða ekki til þess að birta eftir sig ljóð í blöðum og tímaritum, þó að þeir „yrki betur en páfínn“. (Og notar þar alkunna tilvitnun.) Ég vissi mætavel, að þessi leiðari var beinlínis skrifaður um Þorgils Benediktsson, enda sá ég um, að skeytið kæmist á leiðarenda! En það bar auðvitað ekki neinn árangur. Þorgils lét hvorki Jón. Helgason, mig né nokkurn annan mann hrekja sig af þeirri braut, sem hann hafði markað sér: Að vinna störf sín í kyrrþey, sinna köllun sinni sem læknir, en halda sig í ijarlægð frá sviðsljósum samfélagsins, þótt vissulega ætti hann lögmmætara erindi þangað en margur annar. Vorið 1962 líður mér seint úr minni. Veturinn áður höfðu verið miklir erfiðleikar á heimili mínu, veikindi og dauði. Um vorið buðu þau Þorgils og Emma mér til sín, til Svíþjóðar, til þess að lyfta mér upp og hvíla mig, eftir „þrældóm og áhyggjur liðins vetrar", eins og mig minnir Þorgils orða það ein- hvern tíma. Ég þáði boðið með þökk- um, þau tóku mig til sín, báru m ig á höndum sér og dekruðu við mig, eins og væri ég endurheimtur glatað- ur sonur úr ijölskyldunni. Þau bjuggu þá á undurfögrum stað í Suður-Svíþjóð, skammt fyrir utan Vánersborg. Þar heitir Korseberg. Kvöldferðir okkar til Trollháttan, ferðin til Norgs, sólskinsdagurinn á slóðum Selmu Lagerlöf, - þetta og ótalmargt fleira sem ég naut með þeim hjónunum á þessum sumardög- um er meðal hins hugljúfasta sem ég geymi í minni mínu frá liðnum árum. Og árin liðu. Ég neita því ekki, að mig hafi verið farið allmjög að lengja eftir „læknisijölskyldunni minni“, eins og ég kallaði þau jafn- an, þegar heill áratugur var liðinn frá því að Þorgils hélt utan til náms. Og loksins kom að því að ósk mín rættist. Seint á árinu 1967 kom hann alkominn heim, Emma og drengirnir tveir nokkrum vikum síðar. Fyrst í stað bjuggu þau á Vífilsstöðum, en svo keyptu þau sér fallega íbúð á Kársnesbraut 47, rösklega tíu mínútna gang frá lög- heimili mínu. Það þótti mér harla góð ráðstöfun, enda er mér óhætt að fullyrða, að varla hafi nokkurn tíma liðið svo heill dagur, að við töluðum ekki saman, annaðhvort í síma eða. þráðlaust, einhvern tíma dagsins, - að kvöldi eða morgni, og oft hvort tveggja. Árum saman. Ár eftir ár. Það var eins og við þyrftum þessa með, báðir. Venjulega hringdi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.