Morgunblaðið - 10.04.1990, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUÐAGUR 10.'APRIL'1990
Móðir okkar,
ÞÓRHILDUR SVHINSDÓTTIR,
lést laugardaginn 7. april að Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund.
Fyrir hönd vandamanna,
Elísabet María Víglundsdóttir,
Gísli Víglundsson,
Guðrún Vilborg Víglundsdóttir.
Elskuleg móðir mín,
GUÐNÝ SVEINSDÓTTIR,
Laufásvegi 27,
Reykjavík,
lést á heimili sínu föstudaginn 6. apríl.
Fyrir hönd ættingja og vina,
Guðný Magnúsdóttir.
Systir okkar,
GUÐRÚN INGIBJÖRG BERGMANN SCHNEIDER,
lést á heimili sínu í New Paltz í Bandaríkjunum þann 6. apríl sl.
Útförin verður gerð frá New Paltz i dag.
Jón G. Bergmann,
Sigrún Bermann,
Carl A. Bergmann
og fjölskyldur.
t
Ástkær sambýlismaður minn og sonur,
STURLAPÉTURSSON,
Ránargötu 42,
Reykjavík,
lést af slysförum þann 7. apríl.
Birgit Schov,
Unnur Guðjónsdóttir.
Ástkær faðir okkar,
STEFÁN SIGURGEIR JÓNSSON,
Melabraut 23,
Seltjarnarnesi,
andaðist 7. apríl á Vífilsstaðaspítála.
Fyrir hönd vandamanna.
Kristín Stefánsdóttir,
Guðbjörg Stefánsdóttir,
Guðrún Stefánsdóttir.
Sonur minn,
HALLDÓR GUNNARSSON,
Sambýlinu Vesturgötu,
Akranesi,
sem lést 5. apríl verður jarðsunginn frá Akraneskirkju miðvikudag-
inn 11. apríl kl. 14.00.
Fyrir hönd systkina, vina og vandamanna,
. Ingibjörg Óladóttir.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
KRISTÍN UNNUR ÞÓRÐARDÓTTIR,
Brekkustíg 3A,
Reykjavík,
lést í Vífilstaðaspítala að morgni laugardagsins 7. apríl sl.
S. Alda Sigurvinsdóttir, Vilhelm Guðmundsson,
Sigrún U. Sigurðardóttir, Guðsteinn Pálsson,
Sólveig S. Weinel, James P. Weinel,
Aðalheiður L. Sigurðardóttir.Nikulás Jensson,
Gísli R. Sigurðsson, Á. Inga Pétursdóttir,
María E. Sigurðardóttir, Gunnsteinn E. Kjartansson,
Margrét Sigurðardóttir, Kristján E. Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Eiginkona mín, móðir, fósturmóðir, tengdamóðir og amma,
ÍDA NIKULÁSDÓTTIR,
Smárahvammi 13,
Hafnarfirði,
sem lést í Landspitalanum þann 5. apríl verður jarösungin frá
Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 11. apríl kl. 15.00. Þeim
sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag (slands.
Karl Finnbogason,
Elisabet Karlsdóttir, Magnús Gunnarsson,
Hrund Magnúsdóttir,
Gunnar Magnússon,
Þröstur Magnússon,
Richard Magnús Elliott,
Elísabet Ásta Magnúsdóttir.
" Ji'" ...... ' . .........
Ólafía S. Einarsdótt-
ir á Svínabökkum
Fædd 22. ágúst 1899
Dáin 30. mars 1990
Ólafía andaðist í hárri elli á elli-
heirnili á Vopnafirði. Þar hafði hún
verið örfá ár, en hún var óvenju
hraust og kjarkmikil kona og bjó
ein og sá um sig sjálf fram yfir 80
ára_ aldur.
Ólafía Sigríður var fædd á Bakka
í Arnarfirði en ólst upp á Bíldudal.
Hún var þriðja í röð fimm systkina.
Foreldrar hennar voru Einar Magn-
ússon skútusjómaður og Sigríður
Oddsdóttir. Á fyrstu áratugum ald-
arinnar var mikil skútuútgerð frá
Bíldudal. Skúturnar voru úti svo
jafnvel vikum skipti og komu heim
fullhlaðnar af saltfiski, sem síðan
var verkaður í landi og úr varð hinn
frægi Bíldudals sólþurrkaði salt-
fiskur, sem enn er þekktur á Spáni
sem úrvalsvara.
Fiskveiðar og verkun saltfisks
var aðalatvinnuvegur þeirra 3-400
íbúa þessa litla fiskiþorps. Konur
og börn sáu um að verka fiskinn
og þurrka en karlarnir voru flestir
á sjónum. Einar faðir Ólafíu hafði
lengst af verið á skútunni „Gyðu“
frá Bíldudal, en af einhveijum
ástæðum, nú óþekktum, réði hann
sig með Magnúsi 18 ára syni sínum
til að fara einn túr á „Industry" frá
Patreksfirði.
í maí 1910 skall á ofsaveður af
vestri, eins og þau geta verst verið
.á þessum slóðum. Það var enginn
sími út með fjörðunum og fréttir
bárust seint og vaninn var að þegar
mátti fara að búast við skipunum
inn áttu margar konur ferðir út
með fjörðum þaðan sem sást út í
haf til að skyggnast eftir skipaferð-
um. Eftir svona áhlaup eins og það
sem hafði skollið á voru hugir
margra fullir af angist, en enginn
gat leyst þá gátu, hvað hafði skeð
eða ekki skeð. Og svo hófst biðin
langa sem lauk með því að menn
urðu að sætta sig við að „Industry“
og fleiri skip komu ekki að landi.
Um vorið kom Ólafía á heimili
foreldra minna Guðrúnar Pálsdótt-
ur og Þorbjamar Þórðarsonar hér-
aðslæknis. Ég var nokkurra mán-
aða gömul og var því fyrsta fóstur-
barnið hennar Lóu minnar. Ólafía
lauk sínu barnaskólanámi og fermd-
ist og var áfram hjá okkur og pass-
aði börnin og fóstraði jafnóðum og
þeim fjölgaði. Við urðum 7 sem upp
komumst svo það var oft fjör og
ærsl í litla „læknishúsinu". Lóa
okkar var alltaf svo róleg og góð
og endalaust þolinmóð og hafði lag
á að sussa okkur niður þegar á
þurfti að halda því móttaka læknis-
ins og lyljabúð var í þessu sama
litla húsi.
Minningarnar hrannast upp þeg-
ar maður fer að hugsa um þessi
löngu liðnu ár. Við áttum mörgjafn-
aldra frændsystkini á Bíldudal því
tvær systur móður minnar höfðu
gifst og fest rætur þar. Algengt var
að slegið var saman í miklar beija-
ferðir á sumrin. Bíldudalurinn er
vafinn lyngi og kjarri og við undum
okkur sannarlega vel, en svo var
eftir góður hálftíma gangur heim
aftur og það var segin saga að litl-
ir þreyttir fætur gáfu sig og beija-
fatan og það sem í henni var skopp-
aði út um víðan völl og þá var gott
að hafa Lóu sína til að hugga og
taka mann í fangið.
Frostaveturinn mikla lagði Bíldu-
dalsvoginn mannheldum ís og jafn-
vel langt út á Arnarfjörð. Unga
fólkið fór að fara út á ísinn og sum-
ir jafnvel langt út á fjörð. Ég linnti
ekki látunum fyrr en ég fékk að
fara með Lóu og öðru ungu fólki
og mikið var þetta stórkostlegt að
ganga yfir þann sjó sem jafnvel
stór gufuskip sigldu að öllum jafn-
aði. Ég var nú hálfhrædd en Lóa
hélt í aðra höndina og einhver ann-
ar í hina og þá var mér borgið.
Jóna elsta systir Ólafíu fór suður
á Barðaströnd og giftist þar þegar
tímar liðu fram. Hin tvö systkinin,
Ingveldur, sem fylgdi móður sinni
meðan hún lifði, og Nikulás, sem
gerðist heimilismaður hjá Sigríði
Pálsdóttur, systur Guðrúnar og
manni hennar Hannesi Stephensen
Bjamasyni og fylgdi hann þeim til
dauðadags þeirra og síðar Bjarna
syni þeirra.
Vorið 1924 fór Ólafía til Reykja-
víkur til að heíja hjúkrunarnám.
Henni hafði safnast smá sjóður hjá
Þorbirni og gat því lagt á mennta-
braut. Námið fór að mestu fram á
sjúkrahúsum landsins. Hun byijaði
á Vífilsstöðum, síðan kom Klepps-
spítali og loks Akureyrarspítali.
Henni þótti námið skemmtilegt og
Litli drengurinn okkar, +
ÆGIR INGI HERBERTSSON,
Hjallavegi 3, Ytri-Njarðvík,
verður jarðsunginn frá apríl kl. 2 eftir hádegi. Ytri-Njarðvíkurkirkju miðvikudaginn 11.
Kristjana Hafdfs Hreiðarsdóttir, Herbert Guðmundsson.
+
Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar,
ELLIÐI NORÐDAHL GUÐJÓNSSON,
Ljósheimum 14,
sem lést 4. apríl sl., verður jarðsunginn frá litlu kapellunni í Foss-
vogi miðvikudaginn 11. apríl kl. 13.30.
Sólrún Valsdóttir,
Hreinn Elliðason, Trausti Elliðason,
Garðar Elliðason, Viðar Elliðason,
Sigríður Elliðadóttir, Kristín Elliðadóttir,
tengdabörn og barnabörn.
+
Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar,
EINAR ÞORGEIRSSON
rafverktaki,
Sævangi 28,
Hafnarfirði,
verður jarðsettur frá Víðistaðakirkju, Hafnarfirði, miðvikudaginn
11. aprfl kl. 13.30.
Helga Bjarnadóttir,
Sigríður Margrét Einarsdóttir,
Einar Geir Einarsson,
Bjarni Þór Einarsson.
hún stóð sig vel. Á Akureyrarspít-
ala veiktist Ólafía af bijósthimnu-
bólgu og átti í lasleika heilt sumar.
Þá var henni ráðið frá að leggja í
síðasta áfanga hjúkrunarnámsins.
Þetta voru henni mikil vonbrigði
en þá barst henni tilboð um að
gerast héraðshjúkrunarkona í
Vopnafjarðarlæknishéraði og því
tók^ hún.
Ólafía giftist Birni Metúsalems-
syni, bóndasyni á Svínabökkum
(f.25.5. 1894 d. 3. 12. 1953). Þau
tóku brátt við búi á Svínabökkum
og búnaðist vel. Þau eignuðust sex
börn og tóku sér fósturson, sem þau
ólu alveg upp. Með tímanum var
því Ólafía komin aftur með 7 börn
undir sinn verndarvæng en nú var
sá mikli munur á, að þessi börn
átti hún sjálf. Börn Björns og Ólafíu
eru gegnir og góðir þjóðfélagsþegn-
ar sem standa vel fyrir sínu. Þau
eru, talin í aldursröð: Halldór bóndi
í Engihlíð kvæntur Margréti Þor-
geirsdóttur. Arnþór hótelstjóri í
Reynihlíð kvæntur Valborgu Pét-
ursdóttur. Sigurður bóndi í Háteigi
kvæntur Ólöfu Helgadóttur. Metús-
alem er trésmíðameistari Reykjavík
kvæntur Guðrúnu Þorbergsdóttur.
Einar Magnús dáinn 1937. Ekkja
hans er Sigríður Ásgeirsdóttir. Guð-
laug húsmóðir í Reykjavík gift Rúr-
ik Sumarliðasyni. Fóstursonurinn
er Þórarinn Sigurbjömsson vélvirki
í Hafnarfirði kvæntur Solveigu Arn-
órsdóttur.
Það er kominn stór ættbogi út
af Ólafíu og Birni. 24 barnabörn
veit ég um og eflaust eru komin
barnabarnabörn. Eftir lát eigin-
manns síns lét Ólafía brátt búskap-
inn í hendur sonum sínum. Seinna
flutti hún svo til Reykjavíkur, eign-
aðist snotra íbúð og naut þess að
rilja upp vinfengi við gamla vini.
Henni leið vel og hún átti barna-
börn hér syðra sem snerust fyrir
ömmu sína ef með þurfti. Hún kom
austur að Selfossi og hafði gaman
af að bera saman veginn yfir heið-
ina og niður Kambana við það sem
var þegar hún var hér á ferð
1925-26.
En svo fór ellin að sækja á þessa
hraustu manneskju en hún verður
aldrei umflúin eins og við vitum öll
og þá flutti Ólafía aftur austur til
sona sinna.
Þessar línur áttu að vera kveðja
og þakklæti frá okkur bömunum í
„læknishúsinu".
Megi niðjum hennar vegna vel.
Fari hún í Guðs friði.
Arndís Þorbjarnardóttir
Okkur langar til að skrifa nokkur
þakkarorð við andlát elskulegrar
ömmu okkar, Ólafíu S. Einarsdótt-
ur.
Hún var fædd á Bíldudal 22.
ágúst 1899, dóttir hjónanna Einars
Magnússonar og Sigríðar Oddsdótt-
ur. Ung að árum réð amma sig
austur á Vopnafjörð til starfa sem
hjúkrunarkona hjá Árna Vilhjálms-
syni héraðslækni og Aagot Vil-
hjálmsson, konu hans, sem voru
henni ætíð mjög kær og sagði hún
okkur oft sögur frá þeim tíma. Á
Vopnafirði kynntist hún afa, Birni
Vigfúsi Metúsalemssyni. Þau giftu
sig árið 1929 og hófu búskap að
Svínabökkum í Vopnafirði. Börnin
urðu sex talsins einnig ólu þau upp
einn fósturson. Einn sonurinn er
látinn en hin eru öll á lífi. Þau eru:
Halldór, bóndi í Engihlíð Vopna-
firði, kvæntur Margréti Þorgeirs-
dóttur. Arnþór, hótelstjóri í
Reynihlíð, kvæntur Helgu Valborgu