Morgunblaðið - 10.04.1990, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 10.04.1990, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1990 /tf&r he-fur cddrej gengið ve-l meb Li-Fcmdi hlutc." Með morgunkaffinu Hér hefurðu kvöldverðinn. Vítamínpillan gjörðu svo vel. Með þesssum hætti nægja peningarnir þínir til matarkaupanna... HÖGNI HREKKVÍSI Athugasemd um dýrlingadýrkun Til Velvakanda. Skömmu fyrir upphaf alþjóð- legrar bænaviku um einingu kris- tinna manna ritaði sr. Jan Habets tvær greinar í Velvakanda um dýrlingadýrkun sem svar við bréfí Jóhanns nokkurs Guðmundssonar. I fyrri greininni, sem birtist föstu- daginn 16. mars, leitast hann við að útskýra eðli dýrlingadýrkunar út frá viðhorfum sinnar kirkju- deildar í nútímanum og er allt gott og blessað um þá viðleitni að segja. í seinni greininni, laugar- daginn 17. mars, fer hann hins vegar að mínu áliti út yfir mörk hins leyfilega, þegar hann leitar svars við spurningunni, af hverju mótmælendur ákalli ekki dýrlinga. Og svar hans er, að það sé Lúther að kenna, því að hann hafi afneit- að fijálsum vilja manna og getu manna til heilagleika og helgunar og kennt, að Guð væri valdur að öllu og vildi einnig hið vonda. Lætur sr. Habets á sér skiljast, að Lúther hafi verið geðveikur og því líkast, að hans kenningar og þar með siðbótina í heild megi helst rekja til þess sjúkdóms hans. Mér finnst skyldugt að gera at- hugasemd við þessi ummæli sr. Habets. Að Lúther eða lúthersk kirkja hafi kennt, að Guð væri orsök hins illa í heiminum, er ósatt og ósann- indi verða ekki sönn, þótt þau séu endurtekin öld eftir öld. Það er vissulega rétt hjá sr. Habets, að páfinn bannfærði Lúther á sínum Mengunar- hætta? Til Velvakanda. Er það misminni hjá mér að þegar farið var að ræða fyrir nokkrum árum um byggingu ál- vers við hin fagra Eyjafjörð, að fengnir hafi verið útlendir, sérfróð- ir menn til þess að athuga allar aðstæður og rannsókn þeirra hafi leitt í ljós að svo stutt væri á milli fjalla og fjörðurinn þröngur að þeir teldu ekki hyggilegt að þar yrði reist álver, burtséð frá allri sjávarmengun? Filippía Krisljánsdóttir tíma fyrir að halda slíkum kenning- um fram, en honum skjátlast þar — enda ekki óskeikull — því að Lúther hélt þessu aldrei fram. Sanngjarnir og velviljaðir róm- versk-kaþólskir guðfræðingar við- urkenna nú á dögum, að úrskurð- urinn yfir Lúther snerti hann ekki og nægir að vitna í fjölmargar samþykktir á viðræðufundum lút- herskra og rómversk-kaþólskra um það. Auðvitað leggur Lúther mikla áherslu á, að það er Guð sem verk- ar sáluhjálpina hjá mönnum, enda er það skýlaus vitnisburður Bibl- íunnar. Fagnaðarerindi hennar er, að menn frelsist ekki fyrir verð- leika sinn, góðverk eða annað, heldur aðeins fyrir náð Guðs í Jesú Kristi. Að það merki, að menn skuli aðeins sitja með hendur í skauti og bíða þess, að Guð geri eitthvað, er alrangt. Lúther skrif- aði ritin Um góðu verkin og Um frelsi kristins manns. Hann skrif- aði líka Fræðin minni og Fræðin meiri, þar sem hann útlistar breytni manna og leggur áherslu á það, að í breytni sinni frammi fyrir mönnum séu menn ábyrgir gagnvart Guði fyrst og fremst. Þessi var áhersla Lúthers og þannig hefur verið prédikuð í evangelískum kirkjum síðán. Hver þekkir t.d. ekki heildræði sr. Hallgríms? Hvað með dýrlinga eða helga menn? Um daga Lúthers var lögð mikil áhersla á meðalgöngu þeirra, þar eð þeir byggju yfir verðleikum, sem væru umfram það sem þeir þyrftu á að halda. Það var m.ö.o. litið á Guð sem fjarlægan konung og til þess að ná fundi hans þurftu menn að þekkja réttu samböndin, kippa í réttu spottana og tala við réttu aðilana! Siðbótin mótmælti þessu áliti og ítrekaði þess í stað í fyrsta lagi, að menn frelsast fyrir náð Guðs eina og í öðru lagi, að við eigum fyrir Krist aðgang að Guði. Hið fyrra merkir, að allir menn frelsast fyrir náð Guðs í Kristi, líka hin þekktu stórmenni kristinnar sögu, sem sköruðu fram úr í trú og líferni, svo að við eigum í þeim dæmi til eftirbreytni, því að frels- unin verður aðeins fyrir náðarverk Heilags anda. Hið síðara merkir, að við eigum fyrir-Jesú Krist öruggan aðgang að Guði. Ahersla siðbótar er m.ö.o. sú, að Jesús Kristur einn er frelsarinn og Jesús Kristur einn er meðal- gangarinn milli Guðs og manna. Fyrir því eiga ménn ekki að leita til neins annars um hjálp. Það er líka skýlaus vitnisburður Ritning- arinnar, sem boðar, að við skulum biðja Guð fyrir Jesú Krist, sem einn er meðalgangarinn milli Guðs og manna. Lúther neitaði því hins vegar hvergi, að dýrlingarnir biðja fyrir okkur og með okkur og nægir í því sambandi að benda á Smalkald- greinar hans. En það merkir þó ekki, að við skulum ákalla dýrling- ana, því að í Jesú eigum við örugg- an aðgang til Föðurins samkvæmt vitnisburði Ritningarinnar. Guðrækni mótmælenda varð því kristsmiðlæg. Ég get ekki séð, að það beri vott um neikvæðan mann- skilning, því að við játum, að sá Kristur, sem einn er meðalgangari milli Guðs og manna, er sannur Guð og sannur maður. Á grund- velli þeirrar játningar mótast guð- rækni okkar mótmælenda af djörf- ung og von. Á grundvelli trúarinn- ar erum við þess fullviss, að Guð hefur í Kristi komið inn í kjör okk- ar, svo að við eigum í honum ör- uggan aðgang að Guði og megum framganga í djörfung hér í lífinu, af því að Jesús hefur sigrað. Sá sigur mótar breytnina og nægir bara að lesa sálm Lúthers, Vor Guð er borg á bjargi traust, til þess að sjá þá von og trú. Ummælin um meinta geðveiki hjá Lúther eru í meira lagi ósmekk- leg. Þau minna óþægilega á til- burði ráðamanna forðum í austan- tjaldsríkjum, er leituðust við að loka andstæðinga sína inni á geð- veikrahælum. Það þótti held ég fáum hugsandi mönnum fallegt athæfi og ég verð að segja fyrir mig, að mér finnst heldur .ekki fara vel á því, er menn leitast við að rekja hræringar, er urðu í evr- ópskum samfélögum á 16. öld og enn sér stað í nútímanum, til geð- veiki hjá einum manni. Til þess er siðbótin einfaldlega of flókið fyrir- bæri. Einar Sigurbjörnsson. Yíkveiji skrifar Orð er á því haft hve vel heppn- uð sýning íslenzku óperunnar í vetur hefur verið en jafnframt, að aðsókn hafi verið ótrúlega dræm, þrátt fyrir áskoranir þekktra tón- listarmanna til almennings um að sækja sýninguna. Er skýringin á þessu einfaldiega áhugaleysi? Sennilega ekki. Fleiri menningar- stofnanir hafa átt við sama vanda- mál að stríða. Þegar Borgarleikhúsið hóf starf- semi sína sl. haust var um það rætt, að aðsókn væri minni en bú- ast mátti við og Þjóðleikhúsið hefur sem kunnugt er átt við áþekkan vanda að etja, þótt leikhúsið hafi að vísu fengið góða aðsókn að ein- stökum sýningum, nú síðast á leik- riti Havels. Skýringin á þessu er áreiðanlega 'sú mikla kjaraskerðing, sem fólk hefur orðið fyrir undanfarin miss- eri. Hún er svo mikil, að meirihluti fólks á í erfiðleikum með að láta enda ná saman frá mánuði tii mán- aðar. Þessi kjaraskerðing birtist ekki bara í minni innflutningi á alls kyns vörum heldur líka t.d. í minni aðsókn aðt jleikhúsum og óþeru. Launamenn hafa ekki efni á að sækja þessar sýningar. xxx Stundum hefur verið rætt um kostnað við símtöl á milli landa í dálkum Víkveija og bent á, að dýrara væri að hringja héðan til Bandaríkjanna en frá því landi til íslands. Póstur og sími hefur haft alls konar skýringar á þessu, sem menn hafa tekið mismunandi mikið mark á. Nú hefur virt brezkt dagbiað, Financial Times, framkvæmt rann- sókn á kostnaði við alþjóðleg símtöl og komizt að þeirri niðurstöðu, að símafyrirtækin hafi búið til einok- unarhring, sem nái um allan heim og okri á viðskiptavinum sínum. Blaðið telur, að einokunarhringirnir taki yfir 10 milljarða dollara í um- framgjöld af símanotendum á ári hveiju og sýnir fram á, að kostnað- ur símafyrirtækjanna hefur lækkað svo mjög á undanförnum árum, að þau hefðu auðveldlega getað lækk- að gjaldskrár sínar verulega. Finan- cial Times líkir þessum einokunar- hring símafyrirtækjanna sem Póstur og sími er þá væntanlega aðili að(!) - við einokun Arabaland- anna fyrir einum og hálfum áratug á olíusölu, sem leiddi til stórhækk- aðs olíuverðs og jafnframt mikillar kjaraskerðingar á Vesturlöndum. xxx VVíkveiji veitti á dögunum eftir- tekt auglýsingu um nýjan tölvuprentara frá IBM, sem birtist sömu daga í Morgunblaðinu og brezka blaðinu, sem vitnað var til hér að framan, Financial Times. í auglýsingunni í Morgunblaðinu seg- ir, að tekizt hafi að fækka hreyfan- legum hlutum um hvorki meira né minna en 60% og þess vegna verði bilanatíðni minni. I auglýsingunni í Financial Times segir hins vegar, að þessi prentari hafi 39% færri hluti en sambærilegir prentarar frá öðrum fyrirtækjum. Hvor hefur rétt fyrir sér, IBM á íslandi eða IBM í Bretlandi?! Eða er þetta einhver leikur með prósentutölur, sem Víkverji skilur ekki?! IBM á íslandi stendur að sjálf- sögðu til boða rúm í þessum dálkum til ^kýringa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.