Morgunblaðið - 10.04.1990, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 10.04.1990, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1990 Skiðaganga Ferða- félagsins í Þórsmörk Ferðafélag Islands býður upp á margar lengri og styttri ferðir um páskana og má þar nefna ferðir tii Snæfellsnes, Þórsmerkur og Landmannalauga. Farið verður bæði í þriggja og fimm daga ferðir til Snæfellsnes og á Snæfellsjökul og verður brott- för á skírdagsmorgun kl. 8. Gist verður í svefnpokum að bænum Görðum í Staðarsveit. Hápunktur ferðarinnar verður ganga á Snæ- fellsjökul. Ennfremur verða skoðað- ir áhugaverðir staðir undir Jökli. Ekki er enn orðið ökufært í Þórs- mörk vegna snjóa og skipuleggur Ferðafélagið páskagöngu á skíðum um Þórsmerkurleiðina. Þetta verður þriggja daga ferð með brottför kl. 8 laugardaginn 14. apríl. Gist verð- ur í tvær nætur í Skagfjörðsskála í Langadal. Þá býður Ferðafélagið upp á skíðagönguferð um Landmanna- laugar. Þetta verður fimm daga ferð þar sem gengið verður á skíðum frá Sigöldu til Landmanna- lauga og gist þar í þijár nætur í sæluhúsi Ferðafélagsins. Auk lengri ferða verða skipulagð- ar styttri ferðir um bænadagana og Verður brottför í allar ferðirnar kl. 13. Á skírdag er ætlunin að skoða Tröllafoss í vetrarbúningi og samhliða því verður skíðaganga á Mosfellsheiði. Á föstudaginn langa verður fjöruganga fyrir alia fjöl- skylduna frá Músarnesi að Saurbæ á Kjalarnesi. Á laugardaginn fyrir páska verður boðið upp á ökuferð austur á Stokkseyri og til baka um Óseyrarbrú og höfð viðkoma í Garð- yrkjuskólanum í Hveragerði. Eng- inn ferð verður á páskadag en ann- an í páskum verður haldið að Búð- asandi og Maríuhöfn í Hvalfirði. Brottför í allar ferðir verður frá Umferðarmiðstöðinni. Morgunblaðiðí'Hrafnkell A. Jónsson Guðmundur Stefánsson fram- kvæmdastjóri. ■ PÖNTUNARFÉLAG Eskfirð- inga hf. hefur opnað matvöruversl- un að Strandgötu 50, Eskifírði. Félagið keypti eignir þrotabús Pönt- unarfélags Eskfirðinga og opnaði nú verslunina á neðri hæð hússins eftir að hafa látið gera gagngerar endurbætur á húsnæðinu. Guð- mundur Stefánsson framkvæmda- stjóri sagði í samtali við Morgnn- blaðið að ekki væri farið að ræða það hvort opnuð yrði verslun á efri hæð hússins, það færi eftir hvernig reksturinn á matvöruversluninni gengi. Gamla Pöntunarfélagið verslaði með bækur, gjafavörur, fatnað og byggingavörur á efri hæðinni. Hraðfrystihús Eskifjarð- ar hf. á 84,5% hlutafjár í Pöntunar- félagi Eskiíjarðar hf., bæjarsjóður á 10% og 30 einstaklingar og fyrir- tæki staðnum eiga afganginn. Sex starfsmenn vinna hjá fyrirtækinu. Guðmundur Stefánsson fram- kvæmdastjóri var aðalbókari á sýsluskrifstofunni á Eskifirði áður en hann tók við nýja starfinu í byrj- un ársins og hafði unnið þar í 25 ár. Kaupfélag Héraðsbúa á Egils- stöðum var með eignir þrotabúsins á leigu og rak þar verslun í um eitt ár. Kaupfélagið sóttist eftir að kaupa eignirnar en núverandi eig- endur buðu betur. Um tíma kom til tals að kaupfélagið stofnsetti Bónus-verslun á Eskifirði en að sögn Jörundar Ragnarssonar kaupfélagsstjóra hefur verið hætt við þau áform. Af þessu tilefni sam- þykkt bæjarráð Eskifjarðar nýlega ályktun þar sem fram kemur að Kaupfélag Héraðsbúa hafi ekki lagt fram formlega beiðni um leyfi til að reka Bónus-verslun á staðnum og því hafí ekki verið tekin afstaða til slíks erindis. Bæjarráð tekur hins vegar fram að það telur að öll ný atvinnustarfsemi í bæjarfélaginu sé til góðs og því muni verða tekið jákyætt í óskir um verslunarrekstur verði eftir því leitað. Símvirkinn hf. er samstarfsaðili Kristals hf. Hér eru á ferð þrautreyndir símvirkjar, sem munu tryggja notendum Gold Star símkerfa vandaða uppsetningu og forritun og snögga og fagmannlega þjónustu. Frá Langadal í Þórsmörk. Skagfjörðskáli Ferðafélags íslands. Gold Star Telecommunication Co., Ltd. er í dag einn af risunum í hátækniiðnaði í heiminum. Á Ólympíuleikunum í Seoul 1988 var þeim falin öll ábyrgð á flóknum samskiptabún- aði innan leikanna og við umheiminn. Frábær frammistaða þeirra vakti heimsathygli. Sigurganga þeirra hefur verið óslitin og er t.d. staða þeirra á Bandaríkjamarkaði gífurlega sterk eftir að mörg þarlend stór- fyrirtæki, þar á meðal A.T.&T. hafa gengið til samstarfs við þá. ÍSLAND LYKILUNN AÐ EVRÓPUMARKAÐI Gold Star Telecommunication Co., Ltd. vinnur nú að undirbúningi stórfeldrar markaðssetningar á símabúnaði fyrir Evrópumarkað. (sland varð fyrir valinu sem tilraunamarkaður í þeirri áætlun. Fyrir milligöngu Kristals hf. hefur fyrirtækið gengið í einu og öllu að kröfum Pósts og síma um gæðastaðal fyrir íslenskt samskiptaumhverfi. FULLKOMIN SÍMKERFI Á ÓTRÚLEGU VERÐI Gold Star GSX símkerfin eru tækniundur, sem eru sér- hönnuð til þess að vera auðveld og þægileg í notkun auk þess að hafa fjölbreyttustu valmöguleika sem bjóðast. Vegna áhuga Gold Star Telecommunication Co., Ltd. á Evrópumarkaði og beinna samninga okkar við verksmiðj- urnar getum við nú boðið símkerfi fyrir allar stærðir fyrirtækja á einstöku tilboðsverði. GSX 33 hnappa handfrjáls sími. Hafir þú metnað fyrir hönd fyrirtækisins að auka tímasparnað, öryggi og sjálfvirkni í samskiptum innan fyrirtækisins og við þá, sem þurfa að hafa samskipti við þitt fyrirtæki, þá hafðu samband við okkur strax og við munum færa þér ánægjulegar fréttir. KRISTALL HF. SÍMI 685750 FAX 685159 SKEIFAN 11B 108 REYKJAVÍK GSX 4 hnappa sími. GSX 33 hnappa handfrjáls skjásími. GSX 21 hnappa handfrjáls skjásími. GSX 21 hnappa handfrjáls sfmi. GSX 8 hnappa slmi. GULLIÐ TÆKIFÆRI - EINSTAKT TILBOÐ BYLTING í SAMSKIPTABÚNAÐIÁ ÍSLANDI!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.