Morgunblaðið - 10.04.1990, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.04.1990, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRIL 1990 23 Verðum að rétta úr kútnum - segir Jón Ingvarsson, formaður stjórnar SH „ÞÆR eru að mínu mati fáheyrðar, hugmyndir embættismanna og forystumanna þjóðarinnar um að hækkanir á sjávarafurðum erlendis bæti svo mjög stöðu fiskvinnslufyrirtækjanna að nauðsynlegt sé að hækka gengi krónunnar eða láta þau greiða í Verðjöfhunarsjóð til að bægja frá þenslu í þjóðfélaginu. Staðreyndin er sú að þessar hækkanir gera ekki meira, í bezta falfi, en vinna upp tekjurýrnun í árslok og vega upp á móti öðrum kostnaðarauka," segir Jón Ingvarsson, formað- ur stjórnar SH, í samtali við Morgunblaðið. Mál þessi voru rædd á stjórnar- fundi SH í þessari viku og segir Jón að tekjur vinnslunnar hafi rýrnað verulega í árslok, þegar niður féllu verðbætur úr Verðjöfnunarsjóði og endurgreiðsla á söluskatti. Þá leiði upptaka virðisaukaskatts til aukinn- ar flárbindingar í fiskvinnslunni. „Fyrirsjáanlegur samdráttur í frystingu á þessu ári verður vart minni en 8 til 10%. Mikill taprekstur undanfarinna ára hefur dregið mjög úr samkeppnishæfni innlendrar fisk- vinnslu. Það er því nauðsynlegt að hagnaður verði af rekstrinum svo fyrirtækin geti staðið af sér aukna samkeppni um hráefnið og fengið að rétta úr kútnum. Þá virðast menn alveg leiða hjá sér að tapreksturinn hefur leitt til skuldasöfnunar og skuldbreyting sú, sem framkvæmd var á síðasta ári í kjölfar langvarandi rekstrarhalla, hefur í för með sér mikla greiðslu- byrði á komandi árum. Það vantar mikið á að tekið sé tillit til áhrifa þessa þáttar og þeirra, sem ég hef áður nefnt í opinberri umræðu um afkomumál," segir Jón Ingvarsson. Fiskvinnsla í Þorlákshöfn. IsaQarðardjúp og Arnarflörður: Góð rækju- veiði og bjart- sýni með næstu vertíð „RÆKJUVEIÐAR í ísafjarðar- djúpi og Arnarfirði hafa gengið Ijómandi vel í vetur og búist er við að næsta vertíð verði einnig góð,“ sagði Guðmundur Skúli Bragason, útibússtjóri Hafrann- sóknastofnunar á Isafirði, í sam- tali við Morgunblaðið. Hann sagði að rækjukvóti í ísafjaröardjúpi hefði verið aukinn úr 1.500 tonn- um í 1.800 tonn á þessari vertíð en kvótinn var 1.100 tonn á síðustu vertíð. Rækjukvótinn í Arnarfirði var aukinn úr 500 í 650 tonn í vetur en hann var 600 tonn á síðustu vertíð. Guðmundur Skúli sagði að stunda mætti rækjuveiðar í Isafjarðardjúpi til næstu mánaðamóta en flestir væru nú þegar búnir með rækju- kvóta sína. Hins vegar hefði rækju- veiðum í Arnarfirði lokið um miðjan síðasta mánuð. Hann sagði að ákveð- ið yrði í júní næstkomandi hversu mikið mætti veiða af rækju í ísafjarð- ardjúpi á næstu vertíð. „Uppistaðan í Isafjarðardjúpi á þessari vertíð er tveggja ára gömul rækja, sem er til þess að gera smá, en þessi árgáng'ur er mjög sterkur í ísafjarðardjúpi, Arnarfirði og úthaf- inu og við búumst _við miklu af hon- um á næstu vertíð. í Arnarfirði veidd- ist hins vegar einnig fjögurra og fimm ára gömul rækja í vetur,“ sagði Guðmundur Skúli Bragason. Fyrst hótela í Reykjavík fyrir Reykvíkinga og nágranna Við fögnum nýju vori með nýrri stefnu og bjóðum Reykvíkinga og nágranna velkomna í hóp hótelgesta. Lokaorð Það er ekki einleikið hve góður ásetningur um jafnaðarmennsku snýst oft í andhverfu sína. Hagkerfi heilla þjóða eru hrunin af þeim sök- um. Miklu varðar að menn bíti sig ekki fasta í vaxtaleysi námslána heldur skoði hvernig ná megi mark- miðum LÍN með samsetningu styrkja og lána fyrir þá aðstoð sem þjóðfé- lagið lætur námsmönnum í té. Hér er ekki verið að draga úr þeirri aðstoð, enda auðvelt að sýna fram á að greiðslubyrði af námslán- um með markaðsvöxtum og án styrkja yrði flestum námsmönnum ofviða. Hér er hins vegar bent á breytt og skilvirkt námslánakerfi sem bæði námsmenn og skattgreið- endur ættu að telja snöggtum betra en það sem nú er. Grein þessi er reist á vinnu starfs- hóps sem fyrrverandi mennta- málaráðherra, Birgir ísleifur Gunnarsson, fól að undirbúa tillög- ur til endurskoðunar á reglum og lögum um námslán og námskostn- að. I starfshópnum voru auk grein- arhöfundar Finnur Ingólfsson, að- stoðarmaður ráðherra, og dr. Jón Bragi Bjarnason, prófessor. Guð- mundur Ólafsson, hagfræðingur, aðstoðaði við gagnaöflun og út- reikninga. Greinarhöfundur er prófessor i viðskipta: og hagfræiiideild Háskóla íslands. Apríl, og þá sérstaklega páskavikan, verða tileinkuð ykkur á Hótel Loftleiðum. Af því tilefhi bjóðum við sérstök vor- kjör á eins og tveggja manna herbergjum með morgun- verði. Endumýjaðir veitingastaðir okkar munu skarta sínu besta í apríl og öll þjónusta hótelsins, ss. sundlaugin, nuddpotturinn, gufubaðið og Ijósalampinn standa ykkur til boða alla páskadagana jafnt og aðra daga. Hvort sem þið viljið njóta einveru eða samvista við ykkar nánustu munum við reyna að gera ykkur dvölina jafh ánægjulega og okkur er unnt Hótel Loftieiðir - hótel allra landsmanna. Ykkar dagur á Hótel Loftleiðum gæti orðið með ýmsum hætti: Dagur víns og rósa, dagur dýrðlegra máltíða, dagur hvíldar og heilsubótar, allt í senn, en fyrst og fremst dag- urinn ykkar. Möguleikamir em margir. Öskjuhlíðin, einn rómantískasti staður í allri Reykjavík, býður upp á matgbreytilegar skokk- og gönguleiðir auk útsýnis til allra átta. Hægt er að taka lífinu með ró á hótelinu, líta í blöð og tímarít í Koní- aksstofunni og blanda geði við aðra hótelgesti eða notfæra sér heilsuaðstöðuna með öllu sem henni tilheyrír. Einnig er sjátfsagt að nota tækifærið og bregða sér í hársnyrtingu eða á nýju snyrtistofu hótelsins. Af Ijúfu tilefni “Dagamunur“ Sérstakt vortilboð á kr. 8.900.- fyrír hjónin. Gisting eina nótt fyrir tvo. Óvæntur glaðningur við komu á herbergið. Aðgangur í sund, gufubað, nuddpott og Ijós. Fordrykkur í Koníaksstofu. Fjórréttuð máltíð í Blómasal, það besta frá matreiðslumeistara hverju sinni. Morgun- verður daginn eftir í Lóninu. Efþið hafið einhverjar sérósk- ir munum við uppfýlla þær eftir bestu getu. Vissara er að panta Dagamun, og þjónustu eins og hársnyrtingu og snyrtingu, með nokkmm fýrirvara. Síminn okkar er 91-22322. FLUGLEIÐIR MIKLU MEIRA EN COTT HÓTEL AUK/SlA k321-8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.