Morgunblaðið - 10.04.1990, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.04.1990, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRIL 1990 13 Sameiginlegt fram- boð í Mosfellsbæ FJÓRIR stjórnmálaflokkar í Mosfellsbæ hafa ákveðið að sameinast um framboð í bíejarstjórnarkosningunum í vor. Þetta eru Alþýðu- bandalag, Alþýðuflokkur, Framsóknarflokkur og Kvennalisti og verð- ur sameiginlegi framboðslistinn undir nafninu Eining. Framboðslisti Einingar er eftir- farandi: 1. Halla Jörundardóttir fóstra, 2. Oddur Gústafsson deildar- stjóri, 3. Gylfi Guðjónsson ökukenn- ari, 4. Kristín Sigurðardóttir skrif- stofukona, 5. Jónas Sigurðsson húsasmiður, 6. Ólafur H. Einarsson húsasmíðameistari, 7. Sveingerður Hjartardóttir bókari, 8. Aslaug Höskuldsdóttir leirlistakona, 9. Pét- ur Haúksson læknir, 10. Ríkarð Örn Jónsson bílamálari, 11. Ævar Sig- urdórsson bílarafvirki, 12. Dóra Hlín Ingólfsdóttir rannsóknarlög- reglukona, 13. Soffía Guðmunds- dóttir hjúkrunarfræðingur, 14. Sigríður Þorvaldsdóttir leikkona. í frétt frá Einingu segir að mark- mið framboðsins sé að skapa í bæj- arfélaginu samfélag félagslegrar velferðar í manneskjulegu umhverfi með virkri lýðræðislegri þátttöku íbúanna í málefnum bæjarfélagsins. ELLEN BETRIX VORLITI R Með hækkandi sól koma vorlitirnir frá ELLEN BETRIX. „Modern Venus.“ Heillandi litir. Islenskir myndlistar- menn sýna í Vínarborg SAMSÝNING íímm íslenskra myndlistarmanna opnaði í Vínar- borg 19. mars og stendur til 27 apríl. A sýningunni eru verk eft- ir Brynhildi Þorgeirsdóttur, Helga Þorgils Friðjónsson, Ingi- björgu Styrgerði Haraldsdóttur, Kristján Guðmundsson og Svövu Björnsdóttur. Yfirskrift sýningarinnar er„Fragmente aus dem Norden - Bildende Kunst im Island. Sýningin er í menningarstöðinni Kulturhaus Favoriten, sem er til húsa á tveim efstu hæðunum í frægu húsi eftir arkitektinn Gunther Domenig. Kynning á nútímalist frá öðrum löndum er árlegur viðburður í menningarmiðstöðinni og þetta er sjötta sýningin í röðinni „Tendenzen europaischer Kunst“. Sýningin er fyrsta samsýning íslenskra mynd- listarmanna í Austurríki, en snemma á öldinni sýndi Einar Jóns- son höggmyndir í Vínarborg og þar var fyrir nokkrum árum sýning á málverkum eftir Ásgrím Jónsson. Fjölmenni var við opnun sýning- arinnar.íslensku söngnemarnir Heimir Wium, Kolbéinn Ketilsson og Halla Margrét Árnadóttir sungu verk eftir íslensk tónskáld, við und- irleik Guðnýjar Ásgeirsdóttur, Elfu Gísladóttur og Smára Ólasonar. í tengslum við sýninguna kynnti Úr- val-Útsýn íslandsferðir. Fundur um fíkniefni í Gerðubergi OPINN fundur um ástandið í fíkniefhamálum verður hald- inn í menningarmiðstöðinni Gerðubergi í dag, þriðjudag- inn 10. apríl, kl. 20.30. Stutt ávörp flytja: Guðjón Jónasson, formaður nemendar- áðs Seljaskóla, Hrönn Svans- dóttir, stjórnarrríáður í nemend- aráði Fellaskóla, Jón K. Guð- bergsson, fulltrúi Vímulausrar æsku, Erlendur Kristjánsson, formaður Foreldra- og kennara- félags Hólabrekkuskóla, Arnþór Bjarnason, lögreglumaður, Björn Halldórsson, rannsóknar- lögreglumaður og Árni Sigfús- son, formaður félagsmáiaráðs Reykjavíkurborgar. Ólafur Ól- afsson, landlæknir, kemur á fundinn. Fundarmenn fá tæki- færi til að leggja stuttar spurn- ingar fyrir frummælendur. Fundarstjóri: Bogi Arnar Finn- bogason. ÖRUGGLEGA Á ÁFANGASTAÐ ( ... í versta falli með aðstoð Flugleiða) * Taktu vorið snemma með Arnarflugi. Við höfum nú til umráða Q i . stærri flugvél en áður og bjððum upp á fjörutíu viðbótarsæti í reglubundnum l ferðum til Amsterdam og Hamborgar. Hafðu strax samband. i Það er ekki lengi að verða uppselt í fjörutíu viðbótarsæti í hverri ferð. (3 < Lendum saman — í Anrsterdam eða Hamborg. ARNASFLUG -félag með níu líf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.