Morgunblaðið - 10.04.1990, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRIL 1990
13
Sameiginlegt fram-
boð í Mosfellsbæ
FJÓRIR stjórnmálaflokkar í Mosfellsbæ hafa ákveðið að sameinast
um framboð í bíejarstjórnarkosningunum í vor. Þetta eru Alþýðu-
bandalag, Alþýðuflokkur, Framsóknarflokkur og Kvennalisti og verð-
ur sameiginlegi framboðslistinn undir nafninu Eining.
Framboðslisti Einingar er eftir-
farandi: 1. Halla Jörundardóttir
fóstra, 2. Oddur Gústafsson deildar-
stjóri, 3. Gylfi Guðjónsson ökukenn-
ari, 4. Kristín Sigurðardóttir skrif-
stofukona, 5. Jónas Sigurðsson
húsasmiður, 6. Ólafur H. Einarsson
húsasmíðameistari, 7. Sveingerður
Hjartardóttir bókari, 8. Aslaug
Höskuldsdóttir leirlistakona, 9. Pét-
ur Haúksson læknir, 10. Ríkarð Örn
Jónsson bílamálari, 11. Ævar Sig-
urdórsson bílarafvirki, 12. Dóra
Hlín Ingólfsdóttir rannsóknarlög-
reglukona, 13. Soffía Guðmunds-
dóttir hjúkrunarfræðingur, 14.
Sigríður Þorvaldsdóttir leikkona.
í frétt frá Einingu segir að mark-
mið framboðsins sé að skapa í bæj-
arfélaginu samfélag félagslegrar
velferðar í manneskjulegu umhverfi
með virkri lýðræðislegri þátttöku
íbúanna í málefnum bæjarfélagsins.
ELLEN
BETRIX
VORLITI R
Með hækkandi sól koma
vorlitirnir frá ELLEN BETRIX.
„Modern Venus.“ Heillandi litir.
Islenskir
myndlistar-
menn sýna
í Vínarborg
SAMSÝNING íímm íslenskra
myndlistarmanna opnaði í Vínar-
borg 19. mars og stendur til 27
apríl. A sýningunni eru verk eft-
ir Brynhildi Þorgeirsdóttur,
Helga Þorgils Friðjónsson, Ingi-
björgu Styrgerði Haraldsdóttur,
Kristján Guðmundsson og Svövu
Björnsdóttur.
Yfirskrift sýningarinnar
er„Fragmente aus dem Norden -
Bildende Kunst im Island. Sýningin
er í menningarstöðinni Kulturhaus
Favoriten, sem er til húsa á tveim
efstu hæðunum í frægu húsi eftir
arkitektinn Gunther Domenig.
Kynning á nútímalist frá öðrum
löndum er árlegur viðburður í
menningarmiðstöðinni og þetta er
sjötta sýningin í röðinni „Tendenzen
europaischer Kunst“. Sýningin er
fyrsta samsýning íslenskra mynd-
listarmanna í Austurríki, en
snemma á öldinni sýndi Einar Jóns-
son höggmyndir í Vínarborg og þar
var fyrir nokkrum árum sýning á
málverkum eftir Ásgrím Jónsson.
Fjölmenni var við opnun sýning-
arinnar.íslensku söngnemarnir
Heimir Wium, Kolbéinn Ketilsson
og Halla Margrét Árnadóttir sungu
verk eftir íslensk tónskáld, við und-
irleik Guðnýjar Ásgeirsdóttur, Elfu
Gísladóttur og Smára Ólasonar. í
tengslum við sýninguna kynnti Úr-
val-Útsýn íslandsferðir.
Fundur um
fíkniefni í
Gerðubergi
OPINN fundur um ástandið í
fíkniefhamálum verður hald-
inn í menningarmiðstöðinni
Gerðubergi í dag, þriðjudag-
inn 10. apríl, kl. 20.30.
Stutt ávörp flytja: Guðjón
Jónasson, formaður nemendar-
áðs Seljaskóla, Hrönn Svans-
dóttir, stjórnarrríáður í nemend-
aráði Fellaskóla, Jón K. Guð-
bergsson, fulltrúi Vímulausrar
æsku, Erlendur Kristjánsson,
formaður Foreldra- og kennara-
félags Hólabrekkuskóla, Arnþór
Bjarnason, lögreglumaður,
Björn Halldórsson, rannsóknar-
lögreglumaður og Árni Sigfús-
son, formaður félagsmáiaráðs
Reykjavíkurborgar. Ólafur Ól-
afsson, landlæknir, kemur á
fundinn. Fundarmenn fá tæki-
færi til að leggja stuttar spurn-
ingar fyrir frummælendur.
Fundarstjóri: Bogi Arnar Finn-
bogason.
ÖRUGGLEGA Á
ÁFANGASTAÐ
( ... í versta falli með aðstoð Flugleiða)
* Taktu vorið snemma með Arnarflugi. Við höfum nú til umráða
Q
i . stærri flugvél en áður og bjððum upp á fjörutíu viðbótarsæti í reglubundnum
l ferðum til Amsterdam og Hamborgar. Hafðu strax samband.
i Það er ekki lengi að verða uppselt í fjörutíu viðbótarsæti í hverri ferð.
(3
< Lendum saman — í Anrsterdam eða Hamborg.
ARNASFLUG
-félag með níu líf