Morgunblaðið - 18.04.1990, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 1990
Ölvaður ók kranabíl á þrjú
hús og hátt á annan tug bfla
ÖLVAÐUR maður á stolnum 8 tonna kranabíl ók á og skemmdi
þijú hús og hátt á annan tug bíla á ferð um Vesturbæ og Miðbæinn
í gærkvöldi. Tveir bílanna eru gjörónýtir að sögn lögreglu. Maður-
inn stal bílnum í porti Stálsmiðjunnar við Mýrargötu um klukkan
hálftíu og ók síðan um bæinn á skjön við allar umferðarreglur,
meðal annars á móti umferð á Hringbraut og Sóleyjargötu, uns
hann missti vald á bílnum á leið niður Frakkastíg. Þar rakst bllinn
á Qóra fólksbíla og kastaði þeim á aðra þannig að allt að 20 bílar
voru stórskemmdir eftir.
Lögreglu var tilkynnt um ferðir
mannsins þegar hann ók kranabíln-
um á tvö fjölbýlishús við Skelja-
granda. Hann lét það ekki stöðva
för sína heldur ók áfram, þó ekki
á miklum hraða að sögn lögreglu,
um Eiðisgranda, Nesveg, Kapla-
skjólsveg, Hringbraut, norður Suð-
urgötu, vestur Túngötu, norður
Garaðstræti, austur Vesturgötu,
Hafnarstræti, Ingólfsstræti, Spítal-
astíg, Grundarstíg, Helissund,
Laufásveg í norður, Bókhlöðustíg í
vestur, Lækjargötu, Frikirkjuveg
og Sóleyjagötu í austur. Á móti
einstefnu á Sóleyjargötu austan
Njarðargötu, gegnt umferð austur
Hringbraut og þurftu ökumenn á
vesturleið að forða bílum sínum upp
á umferðareyjar. Við Smáragötu
ók maðurinn enn gegn einstefnu,
þaðan austur Njarðargötu og niður
Frakkastíg. í brekkunni jókst hrað-
inn og missti maðurinn algjörlega
vald á hemlalausum bílnum. Hann
ók viðstöðulaust yfir Laugaveg
rakst þá á fjóra kyrrstæða og mann-
lausa bíla sem köstuðust til í bíla-
stæðum og skemmdu nálæga bíla
og lósastaur, sem brotnaði og lagð-
ist að húsgafli. Skammt þar frá
stöðvaðist för kranabílsins.
Frá Suðurgötu fylgdu lögreglu-
bílar kranabílnum eftir og og köll-
uðu lögreglumenn til mannsins í
gegnum gjallarhom að nema stað-
ar. Reynt var að leggja lögreglubíl
í veg fyrir akstursstefnu kranabfls-
ins en hann smaug framhjá þeim.
Að sögn lögreglu er það mikil mildi
að engan sakaði. Hraði kranabflsins
sem er númerslaus, skráður sem
vinnuvél og notaður sem slíkur á
athafnasvæði Stálsmiðjunnar, var
ekki mikill ef undan er skilin ferðin
niður Frakkastíg þegar hemlar hans
héldu ekki í.
Ökumaðurinn, sem er tvítugur
Þorlákshafnarbúi, var að sögn lög-
reglu dauðadrukkinn. Hann var
geymdur í fangageymslum lögregl-
unnar í nótt og verður færður til
yfirheyrslu fyrir hádegi í dag.
VEÐURHORFUR í DAG, 18. APRÍL
YFIRLIT í GÆR: Yfir landinu er hæðarhryggur á leið austur en
minnkandi 990 mb lægð skammt suövestur af Jan Mayen þokast
norður. Um 500 km suðaustur af Hvarfi er vaxandi 1.000 mb lægð
sem mun fara austur yfir sunnanvert landið á morgun.
SPÁ: Breytileg átt, kaldi eða stinningskaldi með slyddu víða um
land en norðlægari kaldi eða stinningskaldi þegar líður á daginn.
Annað kvöld verður því snjókoma eða él norðanlands og suður
með vesturströndinni en fer að létta til á Suðurlandi. Fremur svalt
áfram.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á FIMMTUDAG: Vaxandi sunnanátt og fer að rigna um
landið sunnan- og vestanvert en hægt vaxandi suðvestanátt og
úrkomulítið austanlartds. Hiti á bilinu 3 til 7 stig, hlýjast suðvestan-
lands.
HORFUR Á FÖSTUDAG: Suðvestanstrekkingur um land allt og
kólnandi veður, fyrst vestanlands. Skúrir og síðar slydduél sunnan-
lands og vestan en lítils háttar rigning um landið austanvert.
VEÐUR I!ÍÐA UM HEIM
kl. 12:00 í gær að ísl. tíma
hiti veður
Akureyri 1 skýjaS
Reykjavik 1 léttskýjaó
Bergen 3 haglél á s. klst.
Helsinki 9 skýjað
Kaupmannah. 8 þokumóða
Narssarssuaq +8 snjókoma
Nuuk +8 skafrenningur
Osló 8 skýjað
Stokkhólmur 10 skýjað
Þórshöfn 6 skýjað
Algarve 23 léttskýjað
Amsterdam 8 hálfskýjað
Barcelona 15 léttskýjað
Berlín 12 léttskýjað
Chicago 0.6 léttskýjað
Feneyjar 16 léttskýjað
Frankfurt 7 skúr á s. klst.
Glasgow 5 skúr
Hamborg 8 skýjað
Las Palmas 20 skýjað
London 10 skýjað
Los Angeles 14 skúr
Lúxemborg 8 skúr á s. klst.
Madríd 16 skýjað
Malaga 19 léttskýjað
Mallorca 18 léttskýjað
Montreal 7 rígning
New York 11 skýjað
Orlando 19 þokumóða
París 10 úrkoma í grennd
Róm 16 léttskýjað
Vin 13 hálfskýjað
Washington 13 mistur
Winnipeg +4 skýjað
N.-Múlasýsla:
Meirihluti samþykkur
niðurskurði sauðflár
Geitagerði, iijóisdal.
Á FUNDI í Végarði í Fljótsdals-
hreppi í Norður Múlasýslu sem
haldinn var laugardaginn 14.
þessa mánaðar á vegum Búnaðar-
sambands Austurlands, BSA, um
varnir gegn riðuveiki, voru
greidd atkvæði um tillögu um nið-
urskurð alls sauðfjár í hreppnum.
Atkvæði féllu þannig að 23 voru
með niðurskurði en 11 á móti.
Auk stjómar BSA voru mættir á
fundinn sérfræðingur sauðfjársjúk-
dómanefndar, Sigurður Sigurðsson
dýralæknir, og Sævar Sigbjarnarson
fulltrúi. Áður hafði verið samþykkt-
ur niðurskurður á sauðfé í Fella-,
Tungu- og Jökuldalshreppi austan
Jökulsár á Dal á sameiginlegum
fundi framangreindra hreppa sem
haldinn var í Fellabæ í Fellahreppi.
Sauðárkrókur:
Vélsleðaslys
í Tindastól
Sauðárkróki.
ALVARLEGT vélsleðaslys varð
hátt í vesturhlíðum Tindastóls
ofan við bæinn Heiði í Göngu-
skörðum síðdegis á föstudaginn
langa.
Ungur maður ók vélsleða sínum
fram af hengju og féll um 15 metra
niður í gil. Margt manna var neðar
á svæðinu sem er skíðaland Sauð-
krækinga og gekk greiðlega að ná
hinum slasaða af slysstað og niður
að skíðalyftunni sem er niður við
veg. Farið var með hinn slasaða á
sjúkrahús á Sauðárkróki en hann
síðan fluttur með sjúkraflugi til
Reykjavíkur þar sem hann liggur á
gjörgæsludeild Borgarspítalans.
- B.B.
Bamfyrirbíl
UNGUR drengur varð fyrir bíl á
Vesturbrún á tíunda timanum að
kvöldi annars dags páska. Hann
meiddist i andliti og óttast var
að hann hefði nefbrotnað.
Þá voru ij'órir fluttir á slysadeild
Boirgarspítalans eftir að lítilli fólks-
bifreið var ekið á mannlausan og
kyrrstæðan sendibíl á Sóleyjargötu
við Njarðargötu á laugardag. Öku-
maður var grunaður um ölvun.
Alls munu vera á 14. þúsund fjár á
þessu umrædda svæði.
GVÞ.
Atlantalhópurinn
með firmanafh á
*
Islandi:
Atlantsál
ATLANTALhópurinn helur ósk-
að eftir því að skrá firmaheitið
Atlantsál hér á landi (á ensku
Atlantal) vegna fyrirhugaðs
reksturs nýs álvers á Islandi. Að
Atlantsáli standa álframleiðslu-
fyrirtækin Alumax, Hoogovens og
Granges.
Að sögn Jóns Sigurðssonar iðnað-
arráðherra ræddu aðilar Atlantsáls
fyrir skömmu við íslensk stjórnvöld
um orkuverð, skatta, umhverfismál
og staðsetningu nýs álvers. Jón sagði
að viðræður væru ekki komnar á
það stig enn að hægt væri að segja
til um niðurstöðu nokkurs efnisþátt-
ar.
„Næstu fundir hafa verið ákveðn-
ir 8. og 9. mai, að líkindum hér á
landi, en þó er það ekki endanlega
frágengið," sagði iðnaðarráðherra í
samtali við Morgunblaðið í gær.
Reið til stofii
í ókunnu húsi
DRUKKINN maður reið skafla-
járnuðum hesti inn um gólf íbúð-
arhúss í Hafnarfírði að kvöldi
skírdags. Miklar skemmdir urðu
á parketi og steinflísum á gólfi
hússins. Maðurinn var ókunnur
húsráðendum og virðist sem
hann hafi farið húsavillt og ætlað
að gera kunningjum sínum í ná-
Iægu húsi þessa heimsókn.
Lögregla var kvödd til og hand-
tók manninn eftir að fólkið hafði
komið honum og fararskjóta hans
af höndum sér. Lögreglan geymdi
knapann, sem var ofurölvi, í fanga-
geymslum en klárinn, sem var
sveittur og þrekaður, í hesthúsi.
Að morgni játaði maðurinn á sig
verknaðinn og hyggst bæta húseig-
endum tjónið að fullu.