Morgunblaðið - 18.04.1990, Page 19

Morgunblaðið - 18.04.1990, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 1990 19 Morgunblaðið/Bjöm Björnsson Nemendur Tónlistarskólans á Hvammstanga heimsóttu Tónlistarskólann á Sauðárkróki fyrir skömmu og héldu nemendur skólanna sameiginlega tónleika. Sauðárkrókur: Tónlistarskóli Hvammstanga í heimsókn NEMENDUR Tónlistarskólans á Hvammstanga heimsóttu Tónlist- arskólann á Sauðárkróki, föstu- daginn 23. mars, og hélt þetta unga og upprennandi listafólk sameiginlega tónleika. Með heim- sókn þessari eru Húnvetningar að endurgjalda heimsókn Skagfirð- inga fyrir nokkru, en ásamt hópn- um, rúmlega 20 manns, komu einnig skólastjóri og kennari. Á tónleikunum komu fram einleik- arar á ýmis hljóðfæri en einnig léku saman blásarasveitir skólanna, undir stjórn bræðranna Hjálmars og Sveins Sigurbjörnssona. Að sögn kennaranna eru heim- sóknir sem þessar ætlaðar til þess að gefa nemendum tækifæri á' að kynnast og leika saman, auk þess að gera sér nokkurn dagamun. í Tóniistarskólanum á Hvamms- tanga eru 95 nemendur og skóla- stjóri er Elínborg Sigurgeirsdóttir, en í skólanum á Sauðárkróki eru 165 nemendur og skólastjóri Eva Snæ- bjarnardóttir. ÓSÓTT VEIÐILEYFI TIL SÖLU Þar sem töluvert er ósótt af fráteknum veiðileyfum viljum við benda félagsmönnum á, að þau hafa nú þegar verið sett í sölu á almennum markaði. Því viljum við benda áhugasömu veiðifólki á að við eigum nokkra lausa daga í eftirtöldum ám: Norðurá, Laxá í Leirársveit, Langá á Mýrum, Gljúfurá, Svartá, Sogi, Breiðdalsá og á vatnasvæði Hvítár í Árnessýslu. Verðskrá og upplýsingar um lausa daga liggur frammi á af- greiðslu félagsins alla virka daga vikunnar frá kl. 13.00-18.00. Stangaveiðifélag Reykjavíkur, Háaleitisbraut 68, Austurveri, símar 686050 eða 83425, fax 32060. Þarna sérðu Andrés, óhugamann um flug. Hann er frjáls og kann að njóta þess. Andrés er skynsamur maður sem þekkir gullnu tækifærin þegar þau bjóðast. Hann var t.d. fljótur að taka við sér þegar nýir spamaðarmöguleik- ar litu dagsins ljós með tilkomu Kjara- bréfanna. - Hann gerði samning við sj álfan sig - Lífskjarasamning. Andrés átti sér nefnilega draum.. draum um nægan tíma til að sinna áhugamáli sínu, fluginu, áhyggjulaus með traust- an varasjóð í bakhöndinni. í 5 ár hefur hann mánaðarlega lagt fyr- ir upphæð sem nemur 40.000 kr. á núvirði hjá Verðbréfamarkaði Fjár- festingarfélagsins. Á þeim tíma hefur hann sannreynt að öryggi og góðir vextir geta farið saman, því nú á hann þrjár milljónir króna sem veita honum og fjölskyldu hans öryggi og svigrúm til að njóta hluta sem annars væm að- eins til í gömlu draumunum. Helstu hluthafar í Fjárfestingarfélagi íslands hf.: íslandsbanki hf. Eimskipafélag íslands hf. Lífeyrissjóður verslunarmanna. VERÐBRÉFAMARKAÐU R FJÁRFESTINGARFÉLAGSINS HF HAFNARSTRÆTI28566 KRINGLUNNI689700 AKUREYRI10100

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.